Morgunblaðið - 22.07.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 1979
15
Húsfriðun
á ísafirði
FJÖGUR hús í Neðsta-
kaupstað á Ísaíirði haía
verið friðlýst og hefur að
undanförnu verið unnið að
því að verja þau skemmd-
um. Húsafriðunarnefnd
ísafjarðar hefur séð um
framkvæmdir og bæjar-
sjóður langt fram talsvert
fé til framkvæmdanna
ásamt Húsafriðunarsjóði,
sem kostað hefur vinnu
arkitekts.
Jón Páll Halldórsson, sem sæti
á í húsafriðunarnefndinni ásamt
Gunnari Jónssyni og Guðmundi
Sveinssyni. sagði í samtali við
Mbl. að lokið væri við að verja
húsin skemmdum og yrði með
haustinu farið að huga nokkuð
að endurnýjun innanstokks.
Sagði hann að húsin hefðu öll
verið byggð á fyrri hluta 18.
aldar, en þau eru Faktorshúsið,
Turnhúsið, Krambúðin og Tjöru-
húsið. Jón Páll sagði öll þessi hús
tengjast þeirri saltfiskvinnslu er
fram fór á ísafirði um þær
mundir og væri ráðgert að safna
áhöldum og tækjum frá þeim
tíma og varðveita á þessu svæði,
en að undanförnu hefur verið
unnið að niðurrifi gamals íshúss
sem þarna var.
Húsin fjögur í Neðstakaupstað, sem friðlýst eru og verða endurnýjuð smám saman á næstunni.
Danskur ríkisborgari
dæmdur í Póllandi
Varsjá 20. júlí Rcuter
TALSMAÐUR danska
sendiráðsins í Varsjá
greindi frá því í kvöld, að
pólskur dómstóll hefði
dæmt danskan ríkisborg-
ara, Sylwester Pucek, sem
er Pólverji að þjóðerni, í
þriggja og hálfs árs
fangelsi. Hann var fund-
inn sekur um að hafa
stundað njósnir í þágu
Danmerkur og
Bandaríkjanna.
I niðurstöðum dómsins sagði, að
á árunum 1964 til 1977 hefði Pucek
komið pólitískum og efnahags-
legum upplýsingum til danskra og
bandarískra leyniþjónustumanna.
Vægasta refsing fyrir slíkt er
fimm ára fangelsi, en Pucek var
ekki talinn fullkomlega ábyrgur
gerða sinna og því var dómurinn
mildari að sögn sendiráðsins.
Pucek baðst hælis í Danmörku
1964 er hann var þar á keppnisferð
í glímu.
Gamla fshúsið hefur nú verið fjarlægt og verður umhverfið síðan snyrt og er ráðgert að húsin
fjögur minni á saltfisktímann
nsældir Skrýplanna eru sífellt að
aukast og eru þeir orðnir góðir
vinir
í haust koma út hjá Iðunni
strumpugóðar teiknimynda-
sögur um skrýplana. Þeir
heita Strumpar í bókunum.
Haraldur ( Skrýplalandi er plata fyrir
öllum aldri.
Og nú fást litlu plast
skrýplarnir á bensín-
stöðvum
skrýpladag
m f
mn i
A plötunni
Haraidur í
Haraidar og
skrýplanna á
skemmtilegan hátt
•wBiocwr lif
Hafnarstrsetj 5 s. 28155
OLÍUVERZLUN ISLANDS H.F.