Morgunblaðið - 22.07.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.07.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ1979 13 Þéttleiki andrúmsloftsins er misjafn og vegna geislabrotsins leitast geislinn viö að sveigja af leið. Jafnvel örlítil breyting á 24.000 mílna langri leið geislans gæti valdið því, að honum skeikaði svo næmi 100 mílum, en sem betur fer eru áhrif geislabrotsins nokk- uð jöfn þannig að unnt ætti að vera að koma honum aftur á rétta braut. Hér er þó ekki um einfald- an hlut að ræða, síður en svo. Margt annað en andrúmsloftið getur haft áhrif á geislann. Þá er átt við að geislinn brotni í jónos- ferunni, sem stafar af misjöfnum þéttleika rafeinda fyrir áhrif frá sólu; geislabrot í tróposferunni, stöðugt ástand, sem ekki er erfitt að ráða við; geislabrot á skýja- myndunum og loks að geislinn brotni á úrkomu, regni og sjó. Með rýrnun er átt við að úr styrkleika geislans dragi fremur en að hann sveigi af leið. Sameind- Undir Reykjavík er mikið af heitu vatni og við boranir hefur, mesti hitinn reynst í dýpstu holunum. Hola A er rúmlega 2300 m djúp og gefur rúmlega 130 stiga heitt vatn. Hola B er 400 m og gefur um 110 stiga heitt vatn og hola C er 1000 m og vatnið tæplega 130 stig. Dr. Krafft Ehricke slétt og fellt til að koma í veg fyrir óreglulegt endurvarp. Móttökustöðin Við móttökustöð í því landi, sem geislanum væri beint til, yrði komið upp mörgum loftnetsstöng- um sem tækju við geislanum og flyttu hann- til tækjabúnaðar sem breytti honum aftur í venjulega raforku. Móttökustöðin sjálf yrði ákaflega hreinlegt, afkastamikið og einfalt orkuver, laust við alla mengun. Auk þess nvttust 85—90% orkunnar við umbreyt- inguna en venjulegar hitaafls- stöðvar skila aðeins 35—45% af upphaflegri orku. Þessar góðu hliðar þessa orkuflutningakerfis gera það mjög eftirsóknarvert í augum þróaðra þjóða, sem berjast við vaxandi mengun, og auðveldur rekstur þess kemur sér vel fyrir vanþróaðri þjóðir og þær sem búa við landfræðilega einangrun. Davíð norðursins Vísindamenn og verkfræðingar verða að velta ’betur fyrir sér möguleikanum á að koma upp orkuflutningakerfi sem þessu, og ef af því verður munu hagfræðing- ar og stjórnmálamenn fá ný við- fangsefni við að glíma. íslendingar þyrftu að sjálfsögðu að hafa samstarf við auðugri og tæknivæddari þjóð, en hverja? Hver sú þjóð, sem hefði áhuga á að kaupa orku af íslendingum, yrði að vega og meta jafnt kosti ir vatnsgufunnar og súrefnis í andrúmsloftinu geta tekið til sín mokkuð af krafti geislans eða sem nemur 3,5% af styrkleika geisla á 3 gigahertz tíðnisviðinu. Örbylgjurnar hafa einnig gagn- verkandi áhrif á jón í jónosferunni en orkutapið er aðeins um 0,1% og örlitlu meira þegar áhrifa sólar, eða sólbletta, gætir mikið. Speglun á sér stað þegar geisl- inn lendir á skýjalögum eða sér- stökum loftiögum. Orkutapið er óverulegt, eða um 0,00001%, en 5 gigawatta geisli tapaði engu að síður 50 kílówöttum á þennan hátt. Það er nóg til þess að hafa má nokkrar áhyggjur af umhverf- isáhrifunum en Island er land- fræðilega einangrað og geislinn færi yfir Atlantshafið en ekki yfir byggð ból. Skautun er fjórða tegund trufl- unar á geislanum og er þá átt við á hvern hátt örbylgjurnar sjálfar „slá“ eða titra. Ef notuð er „línu- skautun" verður „sláttur" bylgn- anna á leiðinni í gegnum and- rúmsloftið óreglulegur og getur leitt tii allnokkurs orkutaps áður en endastöð er náð. Lausnin er sú að „hring-skauta" bylgjurnar með því að nota rétta gerð loftnets- stanga, sem dregur úr orkutapi en krefst nákvæmari miðunar. Áhrifin á umhverfið Draga mætti úr áhrifum ör- bylgjugeislans á umhverfið á tvennan hátt: Með því að beina geislanum yfir hafið og með því að takmarka orkuna í miðju geislans svo hún yrði allmiklu minni en geislun sólar. Þrátt fyrir það mætti vænta ýmissa áhrifa eins og truflana á rafeindatækjum flugvéla. Rannsaka þyrfti áhrif geislans á fugla og ferðir þeirra, þó að fyrstu athuganir bendi til að fugl sem flygi í gegnum geislann fyndi aðeins til örlítilla hita- áhrifa. Gervihnötturinn og gerð hans Gervihnötturinn á braut um jörðu yrði að vera mikil völundar- smíð og staðsetning hans ná- kvæm. Hann væri í rauninni stór spegill sem snúa mætti á ýmsa vegu. Lágmarksstærð slíks spegils er talin vera tveir ferkílómetrar og þó að mörgum kunni að vaxa það í augum er gerð hans talin létt verk og löðurmannlegt í saman- burði við margt annað sem geim- vísindin fást við nú á tímum. Spegillinn, sem íslenska kerfið þyrfti, yrði fremur auðveld smíð og ekki mjög kostnaðarsöm en þó yrði að vanda til hans. Yfirborð hans yrði t.d. að vera ákaflega sem galla. Væri það t.d. hugsan- legt að kaupandinn yrði skyndi- lega sviptur nauðsynlegri orku með hjálp lítils rofa eða jafnvel skemmdarverki á hinu fjarlæga íslandi? Huggunarríkari er þó tilhugsunin um að kaupandinn yrði ekki jafn háður einum venju- legum orkugjafa, og þá einkum olíu. Annar galli er sá, að orku örbylgnanna er ekki hægt að geyma á sama hátt og olíu, kol og kjarnorkueldsneyti. Hins vegar er miklu meiri hiti en olía í iðrum jarðar og sá hiti er síður en svo á förum. Þeir á miðju meginlandi Afríku gæti þá hætt að hafa af því áhyggjur að óvinveittir nágrannar hennar kæmu í veg fyrir alla orkuflutninga. Það yrði afar erfitt að hafa nokkur áhrif á örbylgju- geisia frá gervihnetti úti í himin- geimnum. Sem stendur er spurt fleiri spurninga en svör fást við, en þó liggur í augum uppi, að ef íslend- ingar verða meiriháttar orkuút- flytjendur eiga þeir ekki aðeins á hættu að verða ríkir heldur munu efnahagsleg og pólitísk áhrif þess- arar litlu þjóðar verða í engri líkingu við stærð hennar. Þegar þessi Davíð norðursins er undir það búinn að slöngva örbylgjuorku út í himingeiminn er eins gott fyrir Goiiata heimsins að vera vel á verði. Stundum er þreytandi að passa blessuð börnin. Ljósm. ól.K.M. Fagmennirnir fylgjast með - þeirmælameð i hansgrohe Heildsöludreifing: Hugvitið er hjá hansgrohe Hugmyndafræðingarnir hjá hansgrohe leita stöðugt að nýjum og enn betri mögu- leikum. Nýjungarnar líta dagsins Ijós hver á fætur annarri - fullkomnari og skemmtilegri en fyrr. Fáanleg í öllum helstu bygg- ingavöruverslunum a johannsson & smith sf. Simar 24244 - 24245 - 24246 Pósthólf 873 Reykjavik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.