Morgunblaðið - 22.07.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ1979
25
Fyrstu kísiljámsfarm-
arnir frá Grundartanga
Ljósm. Mbl. Kristján
ÍSLENSKA járnblendi-
félagið hf. og A/S Fesil &
Co. sömdu í marslok
síðastliðnum við Eim-
skipafélag íslands hf. um
flutning á framleiðslu
járnblendiverksmiðj-
unnar á Grundartanga til
Vestur-Þýskalands, Bret-
lands og Póllands. Einnig
var samið um flutninga á
kolum frá Póllandi og
koksi frá Bretlandi til
verksmiðjunnar. Samið
var til ársloka 1980, og er
gert ráð fyrir, að á
samningstímanum verði
flutt samtals 74.000 tonn
að og frá verksmiðjunni á
Grundartanga, segir í
frétt frá E.í.
Þannig lítur kísiljárnið út.
Leiguskip Eimskipa-
félagsins, „Rísnes" tók
fyrsta farminn, 800 tonn,
og siglir með hann til
Duisburg í Vestur-Þýska-
landi. Næst lestar
„Grundarfoss" 1100 tonn
af kísiljárni til Gunness í
Bretlandi, en tekur til
baka í Goole í Bretlandi
1100 tonn af koksi.
Ofangreind skip munu
annast þessa flutninga
auk annarra verkefna.
Hafa nokkrar endurbæt-
ur verið gerðar á
Grundarfossi, en m.a.
þurfti að bæta við loft-
ræstibúnað í lestum
vegna kísiljárnflutning-
anna.
Duisburg er um 120
mílur inni í landi í Ruhr-
héraðinu, og er siglt frá
Rotterdam u.þ.b. 24 tíma
upp eftir Rínarfljótinu.
Þangað geta aðeins siglt
sérhæf og grunnskreið
skip og útilokar það skip
sem nú eru í eigu ís-
lenskra skipafélaga. Var
því áðurnefnt skip tekið á
leigu til þessa verkefnis,
en það kom frá Bergen og
er 295 brúttótonn að
stærð.
Fyrsta farminum skipað út.
því, að íslenzku þjóðinni væri
byrði að raforkusölunni til álvers-
ins, enda væri það selt undir
kostnaðarverði og þar fram eftir
götunum. Málflutningur af þessu
tagi er naumast svara verður,
enda settur fram gegn betri vit-
und í mörgum tilvikum.
Nú vill svo vel til, að fyrir
rúmlega tveim árum svaraði
Landsvirkjun skrifum af þessu
tagi. Þar kemur fram, að tekjurn-
ar frá ÍSAL fram til ársins 1994
gera meir en greiða upp stofn-
kostnað vegna Búrfellsvirkjunar
ásamt öllum fjármagnskostnaði
og rekstrarkostnaði á sama tíma-
bili, þótt ÍSAL nýti aðeins um
60% af afli virkjunarinnar. Dæm-
ið er í rauninni enn hagstæðara,
því að Þórisvatnsmiðlun nýtist
jafnt fyrir Sigölduvirkjun og
Hrauneyjafossvirkjun og einnig
hluti háspennulínanna og spenni-
stöðvarinnar við Geitháls, segir í
greininni. Ennfremur: Þess má að
lokum geta, að vandfundið mun
lægra heildsöluverð til almenn-
ings í Vestur-Evrópu en hjá
Landsvirkjun að Noregi undan-
skildum, enda þar byrjað snemma
á virkjunum fyrir stóriðju.
Nú hefur önnur stóriðja risið á
Grundartanga. Allur aðdragandi
þess var með öðrum hætti en
álversins, enda hrundu þeir flokk-
ar málinu af stað, sem þverastir
stóðu gegn slikum hugmyndum
vorið 1966. Einkum átti Magnús
Kjartansson sinn mikla þátt í því
á öndverðu ári 1974 sem iðnaðar-
ráðherra að samningarnir um
járnblendiverksmiðjuna komust á
rekspöl, þótt hann hafi fremur
kosið að semja við Union Garbide
en Norðmenn og hefur ugglaust
haft sínar ástæður fyrir því. En
heiður þeim sem heiður ber og frá
honum verður þetta ekki tekið.
A hinn bóginn er það satt og
rétt, að Magnúá Kjartansson dró
það í lengstu lög að stíga þetta
skref. Þannig hélt hann lengi
dauðahaldi í þá hugmynd, að
upphitun húsa myndi standa und-
ir stórvirkjun við Sigöldu, sem olli
m.a. töfum á því, að hitaveita yrði
lögð um allt Stór-Reykjavíkur-
svæðið. Nú er þessi saga mörgum
gleymd, og víst er það, að engir
vilja nú kannast við að hafa haldið
því fram sem sérfræðingar, að
upphitun með rafmagni yrði t.a.m.
Hafnfirðingum eða Kópavogsbú-
um ódýrari en sú hitaveita, sem
þeir búa nú við.
En vitaskuld voru forsendur
Grundartangaverksmiðjunnar
þær sömu og álversins. Með því að
tengja slíka stóriðju stórvirkjun
sáu menn, að hægt var að fá
ódýrara rafmagn en ella til al-
menningsnota og annars atvinnu-
rekstrar í landinu.
Orkukreppan
Það var eftirtektarvert, að for-
sætisráðherra lét svo ummælt
efnislega í fréttaauka sl. föstudag,
að varla væri tiltökumál að fella
gengið, þegar allir útflutningsat-
vinnuvegirnir væru reknir með
styrkjum. Og iðnaðarráðherra tók
í. sama streng, þótt hann teldi
ráðstafanirnar núna ekki full-
nægjandi fyrir útflutningsiðnað-
inn, en sjávarútvegsráðherra
sagði, að vandi útgerðarinnar væri
mikill eftir sem áður. Jafnframt
var boðað, að á haustdögum mætti
vænta nýrra ráðstafana, sem
skertu lífskjörin enn frekar,
ásamt með nýrri gengisfellingu í
sambandi við ákvörðun fiskverðs-
ins 1. október, — og hefur heyrst
talað um 15—20% í því sambandi.
Við þetta bætist svo vandi land-
búnaðarins, en þar er stefnt að
verulegum samdrætti í fram-
leiðslu.
Ekki getur þetta talizt gæfulegt
útlit. Og raunar fyrirsjáanlegt, að
hér mun skapast „viðvarandi
kreppuástand" eins og viðskipta-
ráðherra hefur boðað, ef áfram
verður haldið á sömu braut.
Það er að vísu rétt, að orku-
kreppan á hér stóran hlut að máli,
en þá verður líka um leið að
viðurkennast, að stjórnvöld hafa
sýnt fádæma sinnuleysi í sam-
bandi við þau mál og dómgreind-
arleysi, eins og þegar iðnaðarráð-
herra beitti sér fyrir því sl. haust,
að orkuframkvæmdum yrði slegið
á frest. Hann reynir að krafsa í
bakkann með því að tíunda, hvar
sem hann kemur fram, að skipt
hafi verið yfir í svartolíu í svo og
svo mörgum fiskiskipum og við-
hefur hátíðleg orð eins og „rétt
skref frá orkubúskaparsjónarmið-
um“ í því sambandi. Vitaskuld ber
ekki að lasta slíka viðleitni til
orkusparnaðar, en hún skiptir
engum sköpum fyrir afkomu þjóð-
arinnar, — það þarf að líta miklu
hærra, sjá miklu víðar.
Orkukreppan hefur valdið því,
að athygli umheimsins hefur
beinzt að íslandi, þar sem hér er
auðvirkjanleg miklu meiri orka en
svo, að fullnægi okkur ekki um
fyrirsjáanlega framtíð að óbreytt-
um atvinnuháttum. Þetta eigum
við að nýta okkur eins og tök eru á
af djörfung og fyrirhyggju. Einn
af andstæðingum álversins 1966
lét svo ummælt í blaðagrein, að
eina ráðið til að semja ekki af sér
væri að semja ekki. Það er kot-
ungsháttur af þessu tagi, sem
stendur okkur nú fyrir þrifum. Við
sitjum uppi með ríkisstjórn, sem
sér enga lausn út úr vandanum
nema skerða lífskjörin og þrengja
að atvinnuvegunum, sem aftur
mun auka erfiðleikana enn frekar,
þegar fram í sækir. Á meðan
rennur vatnið í fallvötnum okkar
til sjávar, engum til gagns. Þannig
getur verið dýrt að hafa þá menn í
forsvari, sem ekki duga.