Morgunblaðið - 22.07.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.07.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 1979 „Ákaflega vonsvikin” — segir Dröfn Olafsdóttir um Laufásborgarmálið „ÉG ER ákaflega vonsvikin og óánægð með þessa niðurstöðu og ráðningu for- stöðukonu til Laufásborg- ar,“ sagði Dröfn Ólafsdótt- ir í símtali við Morgunblað- ið í gær þar sem hún er stödd í Kanada, en eins og sagt var frá í blaðinu í gær hefur borgarráð ráðið Elínu Torfadóttur for- stöðukonu Laufásborgar með atkvæðum Sigurjóns Ólafssonar, Kristjáns Benediktssonar og Alberts Guðmundssonar, en Markús Örn Antonsson og Sjöfn Sigurbjörnsdóttir greiddu Dröfn atkvæði. „Annars get ég ekkert sagt um petta á þessu stigi málsins," sagði Dröfn, „fjarlægðin er svo mikil heim til Islands héðan að ég hef ekki getað fylgst vel með gangi þessa máls. Eg hef ekki tekið neina ákvörðun um hvað ég geri, en ætli það skýrist ekki þegar ég kem heim í september." Guðni Þórð- arson lætur af starfi for- stjóra Sunnu „MÉR finnast þessi ferða- mál öll standa á tímamót- um nú. Það hafa orðið miklar breytingar, sér- staklega á þessu ári og mér finnst það liggja á borðinu, að það verði að stokka upp og endurskipu- leggja öll þessi mál. Þessi samkeppni er komin út í öfgar. Eg hef hugleitt það í nokkurn tíma að draga mig í hlé á þessum vett- vangi og nú læt ég verða af því,“ sagði Guðni Þórðar- son í Sunnu í samtali við Mbl. í gær, en urr. þessa helgi lætur hann af störf- um sem forstjóri ferða- skrifstofunnar Sunnu. „Sunna heldur áfram," sagði Guðni. „Seglin verða eitthvað dregin saman og starfsemin end- urskipulögð. En sama starfsfólkið mun halda áfram og mínir starfsmenn taka við af mér.“ Guðni hefur starfað að ferða- málum í 22 ár. Hvað tekur nú við? “Það er alveg óráðið, þegar til lengri tíma er litið," svarar hann. „Ég á jörð í Borgarfirði sem hefur verið í eign ættarinnar í 100 ár, og gæti vel hugsað mér að sinna henni eitthvað meðan ég er að hugsa málið. Það er alltaf hægt að fá eitthvað að gera.“ Borg í Grímsnesi á þriðjudagskvöld: Flóttafólkið væntanlegt til íslands í september Rauði krossinn undirbýr móttökur RAUÐI KROSS íslands undirbýr nú móttöku flóttamanna frá Vietnam. en ríkisstjórnin fól RKÍ að undirbúa og annast móttöku þeirra. Hefur þegar verið undir- búin framkvæmdaáætlun vegna komu þeirra og var sr. Sigurður H. Guðmundsson skipaður full- trúi stjórnar RKÍ til umsjónar þessu máli og Björn Þórleifsson deildarstjóri RKÍ framkvæmda- stjóri flóttamannahjálparinnar. Danski rauði krossinn og flótta- mannahjálpin danska hafa boðið aðstoð sína og mun Sigurður Guðmundsson fara í næstu viku til að kynna sér hvernig staðið hefur verið að móttöku flóttafólks þar í landi og semja við þessa aðila um námskeiðahald hérlendis fyrir þá sem á einhvern hátt taka þátt í starfinu hér. Þá hefur stjórn RKÍ samþykkt drög að skilmálum varðandi komu fólksins en þar er m.a. farið fram á að hópurinn verði eins konar þversnið úr þjóð- félaginu og verði um heilar fjöl- skyldur að ræða og eiga aldur, fötlun eða sjúkdómar ekki að vera til hindrunar. I lok ágúst munu síðan tveir fulltrúar RKÍ fara til Malaysíu þar sem ísland verður kynnt í flóttamannabúðum og fulltrúarnir velja úr hópi þeirra er áhuga hafa á að fara til íslands. Verður flóttafólkinu komið fyrir á einum stað þegar það kemur hingað og eftir nokkra fræðslu hugað að framtíðarbúsetu og e.t.v. endur- hæfingu vegna framtíðarstarfa þess hér. Björn Þórleifsson kvaðst búast við að flóttafólkið myndi því koma til íslands um miðjan september. Straumsvík: meirihluta Alþingis til 3,5 millj- arða lántöku vegna útflutnings- uppbóta til bænda á sl. vori. Flestir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins stóðu að þeirri af- greiðslu. Þess vegna má búast við, að marga fýsi að kynnast viðhorfum formanns Sjálfstæð- isflokksins til þessara mála. Steinþór Gestsson, sem er frum- mælandi á fundinum ásamt Geir Hreinsibúnaður- inn reyndist vel FYRSTI áfangi hins fullkomna hreinsibúnaðar í Álverinu í Straumsvík hefur verið í notkun um tveggja mánaða skeið og hefur reynzt vel. Að sögn Ragnars Halldórs- sonar, forstjóra Isals, var hreinsi- búnaður fyrir fyrstu 40 kerin komin í endanlegt horf í maí s.l. Þau ker eru alveg lokuð, þeim miðjuþjónað og gasið látið fara í gegnum hreinsistöð. Er nú ekki um mengun að ræða frá þessum 40 kerjum hvorki í sjálfum ker- skálanum né í andrúmsloftinu. Þá er þess að geta, að búnaðurinn var tölvutengdur í síðustu viku en hreinsibúnaðurinn i Straumsvík verður tölvustýrður. Ragnar Halldórsson sagði, að eins og alltaf þegar væri um nýjan útbúnað að ræða hefði ýmislegt komið í ljós sem betur mætti fara og myndu tæknimenn fyrirtækis- ins fikra sig áfram smátt og smátt. Áætlað er að hreinsibúnaður verði kominn á öll ker í skála tvö á næsta ári og búnaður verði kominn á ker í skála eitt og þar með alla verksmiðjuna í árslok 1981. Prestvígsla í Kristskirkju Ágúst K. Eyjólfsson var í gær vígður til prests í Kristskirkju, og er hann þar með orðinn annar maðurinn sem vígist til prestsstarfa fyrir kaþólsku kirkjuna frá siðaskiptum hér á landi árið 1550. Áður var séra Hákon Loftsson vígður til prests í Kristskirkju árið 1947. í dag verður þess sfðan minnst með hátíðarguðsþjónustu í Kristskirkju, að fimmtíu ár eru liðin síðan kirkjan var vígð. Hefst athöfnin klukkan 10.30 árdegis og syngur biskup kaþólskra, dr. Hinrik Frehen, messuna. „ Allt fór í vitleysu og upplausn þegar pallurinn brotnaði” -- sagði Halldóra B jörk fulltrúi ís- lands í sögulegri Miss Universkeppni „ÉG STÓÐ vinstra megin við pallinn og var töluvert frá þeim stað sem brotnaði niður. Ég var ekkert að flýta mér að komast að Miss Universe vegna þess að ég vissi að ég gæti óskað henni til hamingju á eftir. Þó nokkrir íslendingar voru í salnum og ég var einmitt að veifa þeim þegar ósköpin dundu yfir,“ sagði Ilall- dóra Björk Jónsdóttir fulltrúi íslands í Miss Universe-keppninni í Ástralíu, en frá þessu atviki var nokkuð sagt í Mbl. í gær. „Það fór allt í upplausn og vitleysu og ringlureið eins og geta má nærri. Stúlkurnar sem duttu niður í gryfjuna slösuðust að vísu ekki alvarlega, en þær mörðust og skrámuðust og flíkur rifnuðu og margar stúlknanna fengu snert af taugaáfalli. Ég held ekki að Miss Universe hafi orðið fyrir neinu hnjaski sjálf og menn þustu strax til hennar að bjarga henni í burtu. Ungfrú Skotland sem hafði dottið niður rétti fram höndina eftir hjálp og þurfti að kalla margsinn- is áður en henni var sinnt,“ sagði Halldóra Björk. „Annars er mikil óánægja með niðurstöðu dómenda og öllum ber saman um að það sé ekkert réttlæti í því að hún skyldi kosin. Ungfrú Bermuda hafði verið talin langlík- legust. Menn tala hér um að dómur- um hafi verið mútað. Miss Universe sem er frá Venezuela kom hingað í einkaþotu með foreldrum sínum og hefur allan tímann reynt að ota sér Halldóra Björk Jónsdóttir. og pota. En hún er köld í framkomu og þykir ekkert sérstök í útliti, svo að flestum ber saman um að hér hafi peningar verið aflið sem úrslit- um réð.“ Halldóra Björk sagði að fyrir sig hefði þetta verið mikið ævintýri, en hún væri fegin að þessu væri lokið og hún hlakkaði mjög til að koma heim, væntanlega á þriðjudaginn kemur. Geir Hallgrímsson og Steinþór Gestsson á almennum fundi um landbúnaðarmál Sjálístæðisfélögin í Ár- nessýslu efna til almenns fundar um landbúnaðar- mál að Borg í Grímsnesi n.k. þriðjudag 24. júlí og hefst fundurinn kl. 21. Fundurinn er öllum op- inn, hvar í flokki, sem þeir standa. Frummæl- endur verða þeir Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Steinþór Gestsson, fyrrv., alþingismaður. Að lokn- um framsöguræðum verða fyrirspurnir og al- mennar umræður. Bænd- ur og áhugamenn um landbúnaðarmál í Ár- nessýslu og nærliggjandi byggðum eru hvattir til að fjölmenna á þennan fund. Landbúnaðarmálin hafa verið mjög í brennidepli í vor og sumar, ekki sízt vegna afstöðu Hallgrímssyni, á sæti í nefnd þeirri, sem landbúnaðarráðherra skipaði í sumar til þess að fjalla um þann vanda sem steðjar að bændum vegna harðinda í vor og er því gjörkunnugur þeim vandamálum, sem leitt hafa af vorharðindum, en hann hefur um langt árabil verið einn af helztu forystumönnum bænda og talsmönnum landbúnaðarins í Sjálfstæðisflokknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.