Morgunblaðið - 22.07.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ1979
29
II
hafa verulegt gagn og gaman af
tækjum sínum.“
Sæþór sagði ennfremur að
Toshiba myndsegulböndin hefðu
nær eingöngu verið seld um borð í
skip, enn sem komið er, en nú er
um ár síðan þau voru fyrst fáanleg
á íslandi. Sagði hann að einstakl-
ingar væru almennt ekki farnir að
fjárfesta í slíkum tækjum, því
óneitanlega væru þau nokkuð dýr.
„Ég á ekki von á því að verðið á
myndsegulbandstækjum eigi eftir
að lækka það mikið í framtíðinni,
að þau geti orðið almenningseign,
allavega ekki eins og sjónvörpin,"
sagði Sæþór.
Sanyo —
Gunnar
Asgeirsson
Sanyo myndsegulbandstækin
virðast vera þau ódýrustu á mark-
aðnum hérlendis, en þau kosta ný
781 þúsund krónur. Tækin eru
framleidd eftir Betamax kerfinu
og geta tekið upp efni úr sjónvarp-
inu, allt að þrjá daga fram í
tímann.
Hámarksspólulengd í Sanyo
myndsegulbandstækjunum er
þrjár klukkustundir, en með
hverju seldu tæki fylgir ein óátek-
in klukkutíma spóla. Verðið á
óáteknu spólunum fer eftir lengd
þeirra og er á bilinu 15 þúsund
upp í rúm 26 þúsund.
Að sögn sölumanns hjá Gunnari
Asgeirssyni eru Sanyo myndseg-
ulbandstækin búin að vera um
hálft ár á boðstólum hérlendis og
enn sem komið er eru þau lítið
keypt af einstaklingum. Fyrst og
fremst eru það fyrirtæki í sam-
bandi við sjávarútveg sem slík
tæki kaupa til notkunar í fiski-
skipum en einnig ýmsar stofnanir
og félög.
Taldi hann að notkunin hérlend-
is miðaði fyrst og fremst við það
að fresta sjónvarpsdagskránni og
eins að geta horft á sama efnið
aftur og aftur. Sagði hann að án
efa yrði almenningur kominn með
slík tæki inn á heimili sín eftir
einhvern tíma, því spólukostnaður
ætti eftir að minnka næstu árin og
eins myndi framboð af áteknu efni
aukast.
Nordmende —
Radíóbúðin
Nú eru liðin nokkur ár frá því
að fyrstu Nordmende myndsegul-
bandstækin voru flutt hingað til
lands og að sögn Halldórs Laxdal
jr. sölumanns í Radíóbúðinni
hefur sala á slíkum tækjum aukist
mjög á síðustu mánuðum, en þau
kosta nú 999.950 krónur.
Nordmende myndsegulbands-
tækin eru framleidd samkvæmt
VHS kerfi og hægt er að fá tæki
sem stilla má þannig að þau taka
upp sjónvarpsefni allt að 8 daga
fram í tímann. Þrenns konar
spólur eru fáanlegar í Nordmende
Sharp —
Karnabær
Karnabæ sagði að þau myndsegul-
bandstæki, sem nú væru á
markaðnum hérlendis, hefðu þrjú
mismunandi kerfi og hver héldi
sínu kerfi á lofti sem því besta.
„Sharp myndsegulbandstækin
eru japönsk og hafa VHS kerfi, en
það virðist vera það kerfi, sem á
framtíðina fyrir sér, því það eru
svo margir framleiðendur farnir
að framleiða myndsegulbönd sam-
kvæmt því kerfi," sagði Jón.
„Á Sharp tækjunum er hægt að
taka upp efni eða spila stanslaust
í þrjá klukkutíma. Hægt er að
velja sér sjónvarpsefni viku fram í
tímann og láta síðan tækið sjá um
að taka það upp, ef fjölskyldan
þarf t.d. að skreppa eitthvað burt.
I tækinu er klukka, sem gengur
fyrir sérstakri rafhlöðu, þannig að
þótt rafmagnið fari af raskast
klukkan ekkert, og tækið sér eftir
sem áður um að taka upp
sjónvarpsefni á réttum tíma.“
„Á Sharp myndsegulbands-
tækjunum er fleiri en ein hraða-
stilling og auk þess sem hægt er
að sýna myndina með venjulegum
hraða, er hægt að tvöfalda hrað-
ann. Á sama hátt er hægt að
minnka hraðann um helming til
þess að sýna myndina hægt og
eins er hægt að stöðva myndina ef
viðkomandi vill skoða hana
betur," sagði Jón. „Einnig má geta
þess að Sharp tækin eru fjarstýrð
að því leyti að fjarstýringin er
tengd sjálfu tækinu með sex
metra langri snúru, þannig að
ekki þarf að standa upp, þegar
breyta á um stillingu á tækinu,“
bætti Jón við.
„Sharp myndsegulbandstækið
hefur líka þann kost að ef t.d.
fleiri en einn sjónvarpsþáttur er á
sömu spólunni, getur tækið sjálft
fundið hvar seinni þátturinn
byrjar. Fólk losnar þá við að þurfa
að spóla fram og aftur 1 leit að
réttum stað. Ennfremur segir
tækið til um það hvað mikið er
eftir á spólunni, í mínútum, þegar
hún er spiluð og er það mjög
hentugt."
Að sögn Jóns fylgir ein óátekin
spóla með Sharp tækinu þegar það
er keypt.
„Við munum sennilega ekki vera
með mikið af spólum með áteknu
efni á lager, en við getum útvegað
þær með lítilli fyrirhöfn,“ sagði
Jón. Sjánæstusíðu
myndsegulböndin, eins, tveggja og
þriggja tíma spólur og kosta þær
frá 15 þúsund krónum í 29 þúsund
krónur. Auk þess eru þeir í Radíó-
búðinni nú að koma upp safni af
alls kyns myndaefni á myndsegul-
bandsspólum, sem þeir ætla síðan
að leigja út til fólks. Nú sem
stendur eru þeir aðallega með
tónlistarþætti og bíómyndir, en
ætlunin er að bæta alls kyns
fræðsluþáttum í safnið svo eitt-
hvað sé nefnt.
„Þessa þjónustu geta allir not-
fært sér, sem eiga myndsegul-
bandstæki er starfa samkvæmt
VHS kerfi," sagði Halldórs. „Að
vísu ganga þeir fyrir, sem eiga
Nordmende tæki, en fram til þessa
höfum við einnig getað sinnt
öðrum, sem óskað hafa eftir því að
fá leigðar spólur."
Aðspurður um það hvað kostaði
að fá leigða átekna spólu sagði
Halldór að þeir hefðu miðað við
200 krónur á sólarhring, en þó
væri sú tala nokkuð sveigjanleg,
sérstaklega þegar lánað væri út á
land.
„VHS kerfið virðist vera vinsæl-
asta kerfið í myndsegulböndum í
Ilalldór Laxdal sagði að töluvert hefði selst af Nordmendemyndsegulbandstæjunum hérlendis.
Ljówm.: Kristján.
Hægt er að fá fjarstýringu með nýja Sharp-myndseguibandstækinu.
Kenichi Takefusa virðir fyrir sér Sony-myndsegulbandstækið.
Ljósm.: Kristjin
Hjá Karnabæ fengust þær upp-
lýsingar að á næstunni ættu þeir
von á nýju og mjög fullkomnu
myndsegulbandstæki frá Sharp.
Jón Þ. Sveinbjörnsson hjá
dag og er það kerfi í mikilli
uppsiglingu. Innan skamms eru
væntanlegar á markað spólur, sem
duga allt að 6 klukkutíma, og
verða þær eflaust vinsælar," sagði
Halldór.
„Ég er þeirrar skoðunar að
útbreiðsla myndsegulbanda eigi
eftir að verða eins almenn og
sjónvarpa nú,“ bætti Halldór við.
„Fólk vill eiga möguleika á sinni
eigin dagskrá, en ekki vera bundið
við mjög takmarkað^n út-
sendingartíma sjónvarpsins. Að
minnsta kosti hafa þessi tæki
fengið mun betri undirtektir, en
við þorðum að vona í fyrstu."