Morgunblaðið - 22.07.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.07.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 1979 21 erlendis, því að þá hef ég verið í fríi frá leikhúsinu og getað gengið áhyggjulaus að æfingum á hverj- um degi. Mér buðust reyndar úti mörg freistandi leikstjórnartilboð. Ég tók einhverjum, en hafnaði þeim flestum og tók þetta starf fram yfir. Það er kannski og seint núna... Hvaða hlið persónuleikans hef- urðu einkum þurft að snúa fram í þessu starfi? Ég er nú ekki fær um að dæma það sjálfur. En ég hef þó stundum á tilfinningunni, að mín- ir samstarfsmenn leiti ekki nóg eftir því sem ég tel sjálfur minn styrk, en vilji heldur að ég geri eitthvað, sem ýmsir aðrir gætu gert.“ Starfið gæti með öðrum orðum verið meira listræns eðlis? „Já, en þá þyrfti líka meira starfslið; mér finnst ég oft vera hálfgerð miðstöð eða símaþjón- usta. Þjóðleikhússtjóri ætti að mínu viti að vera minni skrif- stofumaður og aðstoða meira við að láta hugmyndir fæðast og vaxa. En þessi aðstaða hans hér er ekkert einsdæmi því miður. Því er eins háttað á nágrannalöndunum, og m.a.s. Ingmar Bergman varð að setja það sem skilyrði fyrir leik- hússtjórastarfi sínu í Dramaten í Stokkhólmi, að hann fengi að leikstýra jafnhliða því. Ástandið er hins vegar verra hér vegna mannfæðar." Stundum hefur það frétzt út úr leikhúsinu, að þú hafir gripið fram fyrir hendur leikstjóra á æfingatímum, t.d. vegna þess að lengd sýningar hafi verið orðin of mikil. Hafa slík afskipti ein- göngu verið vegna tímalengdar eða kostnaðar? „Þarna komum við inn á mjög athyglisverða spurningu: Ef leik- hússtjóri er valinn til yfirstjórnar í krafti þekkingar sinnar á leik- húsi, hversu mikið á hann þá að skipta sér af starfi listamanna hússins? Eiga þeir að hafa alger- lega frjálsar hendur? — Með árunum lærist manni að þekkja þarfir og óskir leikstjóra innan leikhússins, hvenær og hvort þeir vilja að gripið sé inn í þeim til hjálpar. Sumir vilja það alls ekki. Þetta er fínlegt mál, leikstjóri ber mikla ábyrgð. Og ég held það sé vont að vera alltaf að klippa af honum vængina. Hins vegar er þörf á aðgerðum ef vinna, sem hófst vel, virðist ætla að enda í upplausn og ringulreið. Nýlega tók t.d. leikhússtjóri norska Þjóðleik- hússins sýningu út daginn fyrir frumsýningu af þessum sökum. Og ég á eina ekki ósvipaða minningu frá starfi mínu í leikhúsunum hér. En þarna er erfitt að dæma, því að þótt æfingar virðist hafa gengið illa, getur sýningin runnið saman tvo síðustu dagana." Það virðist þá sem leikhússtjór- inn hafi talsverð áhrif á svið leiklistarinnar f húsinu jafnóð- um. Hvaða mynd heldurðu að leikhúsgestir hafi af því? „Ef illa fer, er það leikhússtjór- anum að kenna, en ef það fer vel, er það hinum að þakka," segir Sveinn og brosir. Nú voru gagnrýnendur óvenju- sammála um að ráðast á Prins- essuna á bauninni. m.a.s. þeir sem að öðrum kosti eru lítt málgefnir. Hvert beinast þá spjótin? „Ég vil nú ekki ræða hana svo mikið í þessu samhengi, 'eg var í leyfi erlendis lengst af æfingatíma hennar og aðrir stóðu í eldinum, en auk þess er leikstjórinn ekki hér á landi til að bera hönd fyrir höfuð sér. — En hún leit ekki illa út þegar ég fór.“ En hvað gerðist? „Ja, mér fannst nú ýmislegt gott í sýningunni og hef heyrt ánægju- raddir sumra með hana. Hún var of löng, og skemmtileg atriði voru um of endurtekin. Hvað snertir viðbrögð gagnrýnenda, þá eru söngleikir kannski ekki þeirra eftirlæti, nema þegar óvenju vel tekst til, þeir eru flestir bók- menntamenn." „Leikstjórinn er þekkt af betri hlutum, og hún var fengin hingað vegna eindreginna tilmæla leikar- anna sem skemmtilegur sam- starfsmaður. En enginn er óskeik- ull, og sýningen reyndist ekki alveg í þá átt sem við höfðum í huga þegar við völdum verkið, — þar höfðum við ætlað okkur öllu „sérbetri" (exclusivari) sýningu, en í reynd er útfærslan alltaf 60% af svona söngleikjum. — Það er hins vegar fullkominn barnaskap- ur að tala um eitthvert gífurlegt tap í þessu tilfelli. Það er alltaf vitað fyrir, að slíkar sýningar verða dýrar, — heildarkostnaður er yfirleitt það mikill að hagnað- arvon er ekki stór. Þannig hefði leikhúsið komið út svipað fjár- hagslega, hvort sem sýningar á Carmen hefðu orðið 10 eða 50. Og í þessu tilfelli Prinsessunnar beind- ist áhugi áhorfenda í staðinn að öðrum sýningun leikhússins, sem skila meiru af sér á kvöldi. Og við lékum yfirleitt fyrir fullu húsi áhorfenda í allt vor.“ Það eru annars óskrifuð lög í leikhúsinu að meta aldrei einstak- ar sýningar til peninga; þá erum við strax komin út í hættulegt sjónarmið í verkefnavali, þar sem höllum fæti stæðu verk sem telja má líklegt að næðu ekki almenn- ingshylli. Slíkt verður bara að jafna út á lengri tíma.“ Endurreisnin í íslenzku leikhúsi Þekktir leikhúsmenn, eins og Englendingurinn Peter Brook, hafa löngum talað um það, að hefðbundnar leikhússtofnanir á Vesturlöndum væru dauðar, að leiklist þeirra næði t.d. sárasjald- an að lifa í réttum tengslum við áhorfendur. Hvað hugsar þú, þegar þú lest slíkar lýsingar? „Ef einum miklum listamanni eins og Peter Brook hentar að hafa um sig fastan hóp fólks, sem vinnur fyrst og fremst út frá hugmyndum hans, þá er það á- gætt. En ég trúi ekki á algildi kenninga, og það er fjarstæða að ætla að slíkar lausnir eigi alltaf við. Svona hjal um hnignun leik- hússins og það, að leikhúsið sé dautt, hefur heyrzt um margar aldir, og iðulega er það svo, að þeir sem tala þannig eru sjálfir ó- ánægðir með sinn hlut í leikhús- inu og finnst þá að sú óánægja hljóti að vera almenn. Leikhúsið er bæði sprelllifandi og steindautt, og ég sé ekki betur en við upplifum nú ákveðna endurreisn hér á landi, bæði hjá atvinnu- og áhuga- leikhúsum. Leiklistin hefur eflzt að fjölbreytni og skírskotun og virðist ná betur til áhorfenda. Samfara þessu hefur orðið gleði- leg þróun í íslenzkri leikritun, og á því sviði lifum við skeið sem er algerlega nýtt í íslenzkri menn- ingarsögu, — nú tengist leikritun- in sjálfri stefnu leikhúsanna, en t.d. þótt Jóhann Sigurjónsson og Guðmundur Kamban væru í og með að lýsa íslenzkum veruleik, höfðu þeir lítil tengsl við leikhús á íslandi. Af hálfu leikhúsanna er hér um að ræða meðvitaða stefnu- mótun, og hún hefur tekizt. Við eigum nú hóp mjög hæfra og spennandi höfunda, sem bæði kunna að skrifa fyrir leiksvið og höfða til almennings. Ef við lítum á síðasta leikár, þá eru þar fjórar íslenzkar sýningar, sem allar ná til áhorfenda og eru á ákveðnu listrænu plani. Nýjasta verk Jökuls Jakobssonar, sem náði miklum vinsældum, barnaleikrit Odds Björnssonar, þar sem reynd- ar voru nýjar leiðir í samvinnu við Leikbrúðuland, tveir einþáttungar eftir Agnar Þórðarson í kjallaran- um, sem margir telja nýjan pól í leikritun hans, — og síðast en ekki síst Stundarfriður Guðmundar Steinssonar, sem hittir svona beint í hjartastað landsmanna. Það hefur verið ýjað að því að sú sýning boðaði nýjan tón í leikhúsinu, þar sem höfundur legði fram hráan efnivið sem gæfi meiri möguleika en áður á einhvers konar „leikstjórnar- fantasíu“ um íslenzkan veruleika. Ég lít ekki þannig á það. Ég held að þarna hafi farið saman vinna leikhússins og höfundar, sem veit nákvæmlega hvað hann er að fara, — predikar án þess að predika, bendir á meinsemdir án þess að vera með puttann stöðugt á lofti. Nákvæmlega þess vegna snertir það okkur. íslendingum leiðist alltaf, þegar þeim er sagt eitthvað sem þeir vissu fyrir, — nema þegar það er gert af óvenjulegu listfengi og smekkvísi. Þessi alda er hins vegar búin að standa í nokkur ár, — flest af því sem hér er gert bezt hefur orðið til algerlega í okkar höndum. Það hefur nefnilega orðið einkennileg þróun í alþjóðaleikhúsi. Fyrir nokkrum árum var leikritun okkar vestræna umheims mjög sterk og þar var margt af athyglisverðum höfundum. En með breyttri heimsmynd hefur þessi mynd líka breyzt, Nú leita menn heldur spennandi efniviðar utan þessa hrings Vestur-Evrópu og Amer- íku, sem eru ekki söm og fyrr. Kannski má líta á þróunina hjá okkur sem hluta af þessari breyttu heimsskynjun, — ég tala nú ekki um ef okkur tekst að koma þessum verkum á framfæri erlendis. En nú berást ykkur miklu fleiri ný, íslenzk verk en tekin eru til sýninga. Er eitthvað sér- stakt sem þú veitir athygli varð- andi þann fjölda leikverka? „Það má segja það, já. Ég var nýlega í Bandaríkjunum og kom þá víða í litil leikhús hér og þar utan við New York. Þar er nú lögð höfuðáhersla á ræktun eigin höf- unda, og virðist það þegar farið að bera árangur. En þar sögðu ráða- menn leikhúsanna, að af um 500 leikritum sem bærust þeim á hverju ári, væru ekki nema eitt eða tvö nýtileg. Hér erum við hins vegar oft með 20 til 30 ný leikrit til umfjöllunar hverju sinni, og Það er ekki óalgengt að u.þ.b. fjórði hluti þeirra komist á svið. Érlendir leikhúsmenn hafa líka undrazt mjög, hversu stór hluti frumsýninga hér eru ný, innlend verk.“ En hefur þá ekki bara verið slakað á kröfunum til innlendra verka? „Það held ég ekki. Undanfarin ár höfum við séð gjörbreytt við- horf bæði leikhúsfólks og áhorf- enda til nýrra, íslenzkra verka, og ég held að ástæðan sé ekki sú, að kröfurnar hafi breyzt. Við skulum horfast í augu við það, að það er þegar farið að sýna þessi verk í útlöndum. Herbergi 213 hefur verið sýnt í Ncw York og Noregi, Leikir Jónasar Árnasonar hafa hlotið vinsældir víða erlendis, og í London hafa menn séð verk Guð- mundar Steinssonar, Lúkas, að ég hýgg fyrstu sýningu á íslenzku verki í þeirri borg, þótt einhverjar kenningar séu um að Fjalla-Éy- vindur hafi verið sýndur þar endur fyrir löngu; mér hefur ekki tekizt að finna því stað ennþá. Nú þegar höfum við orðið vör við mikinn áhuga að utan fyrir Stund- arfriði. Stjórnvöld og menn- ingarpólitíkin „Það er niðurskurður í þjóðfé- laginu nú,“ segir Sveinn. „í fjár- lagatillögum Þjóðleikhússins fyrir yfirstandandi ár voru skornar burt á annað hundrað milljónir króna. Við bentum strax á, að þessi niðurskurður lenti á þáttum, sem væru grundvöllur starfsins, en okkur var þá sagt að afla mismunarins með sjálfsaflafé. Þá fórum við tvívegis fram á að miðaverðið yrði hækkað, en því var alltaf synjað. Mér er ekki alveg ljóst, hvernig okkur er ætlað að fara að láta enda ná saman, enda er miðaverð í leikhús ekki í samræmi við annað og meira að segja ódýrara að fara í Þjóðleik- húsið en önnur leikhús. Árum saman kostaði sama að halda dagblað og fara í leikhús. Nú er áskrift á dagblaði 75% hærri. Mér finnst reyndar alltaf furðu- legt, að þegar listamenn eða lista- stofnanir hér á landi fá á sig gagnrýni fyrir árangur sinn og fólk talar um það fé, sem veitt hafi verið í þá tilteknu starfsemi, bregðast listamennirnir alltaf við með því að benda á einhverja aðra listastarfsemi sem hafi kostað enn meira. Þetta finnst mér kolröng menningarpólitík, — ef menn ætla að halda uppi ákveðnum gæða- kröfum, þá felst í því viss kostnað- ur og jafnframt áhætta, sem gefur mönnum leyfi til að mistakast. Við eigum að líta á ráðstöfun almannafjár í heild og spyrja, hve miklum hluta þess sé varið til menningarmála, og þá sérstaklega lista. Þá sjá menn, hversu ótrú- lega lítill hundraðshluti það er. Eða vilja menn lifa á brauði einu saman?" En hvert er álit þitt á pólitískri yfirstjórn hússins, er hún til góðs? „Stjórnmálaflokkarnir líta á sig sem fulltrúa almennings og segja að þegar þeir setji t.d. fólk í leikhúsráð, sé þar að verki rödd almennings. Ráðamenn hafa ald- rei í minni tíð reynt að hafa áhrif á verkefnaval hússins, en það gera þeir hins vegar óbeint með áður- nefndum niðurskurði, sem olli því, að leikhúsið gat í vetur ekki sinnt lagalegri kvöð um óperuflutning. Ef stjórnvöld ætla sér að reka ábyrga menningarpólitík, nægja ekki orðin ein. Ég hef reyndar áður lýst því áliti mínu, að þrjár svo vaxandi listgreinar sem leiklist, óperur og danslist geti ekki öllu lengur þrifiast í þessu húsi án þess að troða hver annarri um tær. Við höfum lagt til við ríkið að það keypti Gamla bíó sem bráða- birgðalausn fyrir tvær síðar- nefndu listgreinarnar. Eina full- nægjandi lausnin er hins vegar sérstakt óperuhús, og miðað við allan meðgöngutíma á bæði Þjóð- leikhúsinu og Borgarleikhúsinu, tel ég alls ekki of snemmt að byrja að ræða þær hugmyndir nú.“ Litla sviðið í Þjóðleikhúskjall- aranum er á ýmsan hátt óhentugt til gróskumikillar starfsemi. Hvert beinast augun? „Á Iþróttahús Jóns Þorsteins- sonar að baki leikhússinu. Þjóð- leikhúsið kynni að eiga forkaups- rétt á því húsi.“ Geturðu nefnt fleiri hugmynd- ir þínar um framtíðarmöguleika í leikhúsi hér? „Eitt af því sem ég hef öðrum þræði haft vonda samvizku út af er þessi kvöð Þjóðleikhússins að fara í leikferðir um landið. Við höfum vissulega gert talsvert af því og meira en áður var, meira að segja er farið að tíðka að hafa frumsýningar á landsbyggðinni. En í raun ætti að stofna hér ferðaleikhóp eins og á Norður- löndum, þar sem sérstakt ríkis- rekið ferðaleikhús var látið leysa fyrrnefndan vanda þjóðleikhús- anna sem síðan geta lagt af mörkum einstakar sýningar. Ég vil einnig koma upp leikmiðstöðv- um í hverjum landsfjórðungi með kjarna af atvinnuleikurum. Ég vil að sjónvarpið fastráði leikara, — ekki ævilangt, í guðanna bænum, en við erum komin með stóran hóp af hæfileikafólki, sem þarf að nýta betur. Svona má lengi telja. Allt þetta streð hefur ekkert breytt áhuga þínum á leikhúsi, t.d. ýtt einhverjum gerðum þess út af þínu áhugasviði? „Nei, það held ég ekki, en mig langar heldur ekkert til að endur- taka mig. Reyndar á ég ýmsa framtíðardrauma fyrir hönd þessa húss, sem hafa enn ekki orðið að veruleika og óneitanlega væri gaman að sjá þá rætast. Ég er óbifanlegur í þeirri skoðun minni, að leiklist sé af hinu góða í mannlífinu, meðal þess sem gerir það eftirsóknarvert, — og jafnvel bæti það. Þetta hljómar einfalt, en það skiptir engu. Ég held ekki að neitt leikhús dafni án hugsjónar. Ég hef engan áhuga á að sitja hér bara til að halda einhverjum völdum. Ég er búinn að starfa við stjórn beggja stóru leikhúsanna og veit að það hefur verið mikill áhugi á starfsemi þeirra þann tíma. Leikstjórn freistar mín, ég hef í handraðanum efni, sem mig langar að skrifa, og það er orðið langt síðan ég hef komið upp í sjónvarp. Ég brenn í skinninu að fást við þessi verkefni og önnur áður en mörg ár líða.“ HHH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.