Morgunblaðið - 22.07.1979, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ1979
1
Umsjón: SIGRÚN
DAVÍÐSDÓTTIR
Sýrður rjómi er einkar bragð-
góður og tii margra hluta nyt-
samlegur. Sýrður rjómi hefur
lengi verið sérstaklega vinsæll í
Frakklandi, en þar er hann
yfirleitt miklu feitari en okkar
rjómi. Annars hefur sýrður
rjómi væntanlega verið notaður
alls staðar þar sem rjómi var til
því auðvitað var hann ekki
alltaf nýr frekar en mjólkin.
Sýrðar mjólkurafurðir geymast
betur en nýjar, rétt eins og
reykt kjöt eða saltað geymis
betur en nýtt. Sýring var því
geymsluaðferð. Þó við þurfum
ekki lengur að sýra mjólk eða
rjóma til geymslu vill enginn
án þessa vera.
Eg nefndi að sýrður r jómi
væri til margra hluta nytsam-
legur og hér á eftir koma
nokkrar ábendingar og
uppástungur.
Góða skemmtun!
Ostur úr
sýrðum rjóma
Allur ostur er búinn til úr
mjólk, sem fyrst er sýrð og síðan
síuð. Síðan er osturinn ýmist
borðaður nýr, eða fergður og
látinn geymast. Geymslan ræður
síðan miklu um, hvernig ostur-
inn verður. Það er nokkuð
vandasamt að geyma osta, en
það er enginn vandi að búa til
ost til að borða nýjan. Víða
erlendis eru til ljómandi rjóma-
ostar, sem eru kryddaðir á ýms-
an hátt, t.d. með grænum jurt-
um, kúmeni eða jafnvel rúsínum.
Þekktur franskur jurtaostur er
t.d. Boursin. Ókryddaður osta-
massinn er einnig gjarnan
notaður í kökur, þá
ásamteggjum
SÝRÐUR RJÓMI
og sykri. Einkum eru Svíar og
Austur-Evrópuþjóðir þekktar
fyrir ljómandi ostakökur. En við
ætlum að huga að kryddostinum
ídag.
2 dósir sýrður rjómi
2 msk fínsaxaður graslaukur
2 msk fínsöxuð steinselja
'A—1 hvítlauksrif
svolítið salt og pipar eftir smekk
1. Hellið sýrða rjómanum í
pappírskaffipoka eða vandlega
undna, tandurhreina lérefts-
tusku og látið hann standa í
‘/2 —1 sólarhring, eða þar til
hann er orðinn vel þurr og loðir
saman. Blandið fínsöxuðu
kryddinu og lauknum saman við
saltið og piprið eftir smekk. Þar
með er osturinn í raun tilbúinn,
en hann batnar ef hann fær að
standa og jafna sig í nokkra klst.
eða 1 sólarhring í kæliskápnum.
Ef þið viljið hafa ostinn feit-
ari, svona til hátíðabrigða, getið
þið sett um 50—100 gr af mjúku
smjöri saman við hann.
Ostur II
Kerfill er geysi góð kryddjurt
og hefur svo þann góða kost að
hún sprettur vel hér. Auk þess er
spánskur kerfill hér í mörgum
görðum, og hann er einnig mjög
góður í mat, bæði blöðin, fræin,
og svo þurrkaðir stönglarnir.
Hann má einnig nota í svona
kryddost.
2 dósir sýrður rjómi
2 msk fínsaxaður graslaukur
3 msk fínsaxaður kerfill, þ.e.
blöðin
1 tsk sítrónusafi
salt og pipar eftir smekk
1. Farið að með rjómann eins
og lýst er hér að ofan. Blandið
kryddi í sítrónusafa saman við
ostinn. Saltið og piprið eftir
smekk. Smjörviðbót gerir sama
gagn í þessum osti og hinum
fyrri.
Sósa úr
sýrðum rjóma
(Handa fjórum)
Sósur úr sýrðum rjóma eru
ljómandi góðar, bæði út á salöt,
með fiski, bæði heitum og köld-
um og svo kjöti. Ég legg það ekki
að líku, hvað mér finnast sósur
úr sýrðum rjóma betri og lyst-
ugri en sósur úr majonesi, eða
olíusósu. Sósan hér á eftir er
fljótleg og sumarleg og hentar
reyndar ágætlega með glóðar-
steiktu lambakjöti. Nú er rétti
tíminn til að grilla úti, og maður
þarf ekki að fara upp í sveit til
þess. Sósan er auk þess góð með
fiski, og svo grænu salati, þó þá
þurfi aðeins um helminginn á
eitt vænt salathöfuð.
1 dós sýrður rjómi
2 vænir tómatar
'A knippi steinselj
1—4 dropar af Tabasco, eða
annarri piparsósu, eftir því hvað
þið viljið hafa sósuna sterka
salt og pipar eftir smekk
1. Bezt er að afhýða tómatana.
Það er gert með því að láta þá
augnablik í sjóðandi vatn, svona
5 sek. og síðan undir kalda
kranann. Þá er auðvelt að fletta
hýðinu af. Skerið tómatana í
litla bita og stappið þá. Blandið
þeim saman við sýrða rjómann,
ásamt fínsaxaðri steinseljunni,
Tabasco, pipar og salti og þar
með er sósan tilbúin.
Gúrkusalat
(Handa fjórum)
Þetta salat er ljómandi gott
með glóðarsteiktu lambakjöti,
auk þess með fiski eða sem lítill
réttur á eigin spýtur. Balkan-
þjóðir, t.d. Búlgarar, eru þekktir
fyrir að nota mikið jógúrt og
dilli í mat sinn, og þaðan er
hugmyndin að þessum rétti
komin. Við höum því miður ekki
óbragðbætt jógúrt, en hér getum
við gripið til sýrða rjómans.
GUæuaC , 'reí-vA'rMe , 6-*Aí-
UAUtuC. 06- i^iuk. n'is'vifc.
Á Uu i-| Aíj ©, íen /tTi-'i
A-ö , e** ,
/t-ruo,e AG ua~T>4 6 í&t
2 gúrkur
1 dós sýrður rjómi
1 knippi dill
salt og pipar eftir smekk
1. Þvoið gúrkurnar vel eða
afhýðið þær, ef þið viljið. Hýðið
gefur reyndar gott bragð. Skerið
þær í þunnar sneiðar, saxið
dillið og blandið öllu saman.,
Saltið og piprið. Þetta salat(
er bezt vel kælt.
Sigurður Bergs-
son bakarameist-
ari — S jötugur
Sunnudaginn 22. júlí verður
Sigurður Bergsson bakarameistari
70 ára.
Vegna þessara tímamóta á ævi
hans, vakna hjá mér hugleiðingar
um samstarf okkar að félagsmál-
um bakarastéttarinnar á Islandi
um 38 ára skeið. Það hófst strax
eftir að hann fluttist hingað til
Reykjavíkur frá Akureyri 1941. Þá
hóf hann hér sjálfstæðan atvinnu-
rekstur í bakaraiðn og ári síðar
tók hann við rekstri Bernhöfts-
bakarís á Bergstaðastræti 14, sem
hann seinna gerðist svo eigandi
að. Mér er efst í huga þegar við
Sigurður ásamt Jóni Símonarsyni
mynduðum stjórn Bakarameist-
arafélags Reykjavíkur, og gerðum
okkar starfsáætlanir. Þá kynntist
eg honum mjög náið, mannkostum
hans og hvað hann stóð okkur
bökurum hér mikið framar að
fjölhæfni og menntun iðnaðar-
lega, enda hafði hann verið 5 ár
við nám úti í hinum stóra heimi.
Sigurður Bergsson hóf sín
fyrstu störf í bakaríi í Hafnarfirði
— en þar var hann fæddur — við
snúninga og plötuhreinsun, en án
þess að hafa bakaranám í huga,
heldur miklu fremur til að hafa
eitthvað fyrir stafni, sem greiðsla
kæmi fyrir. En það fór nú svo
samt. Ef til vill hefur það ein-
hverju ráðið um, að 10 árum eldri
bróðir hans var orðinn bakaram. í
Vestmannaeyjum. Um fermingar-
aldur fór hann til Vestmannaeyja
og gerðist nemandi hjá bróður
sínum og lauk þar námi. Tók
sveinspróf 6. júní 1928, þá rétt að
verða 19 ára. A næsta ári fór hann
til framhaldsnáms í Danmörku og
Þýskalandi og eins og fyrr getur
kom hann ekki heim aftur fyrr en
að 5 árum liðnum. Gerðist þá
forstjóri brauðgerðar Kaupfélags
Eyfirðinga á Akureyri þar til
hann fluttist hingað.
í Bernhöftsbakaríi á Bergstaða-
stræti 14 hefur hann starfað
síðan. Haldið uppi heiðri og sóma
þess fyrirtækis með miklum ágæt-
um. Sigurður er einmitt þeim
kostum búinn, að vilja ekki láta
neitt frá sér fara nema það sé
gott, fallegt og vandað. Þessvegna
er hann líka mjög vandlátur með
þá efnisvöru, sem hann þarf að
nota. Hann sættir sig ekki við
neitt meðalleg í þeim efnum, þó
það kunni að vera ódýrara í bili.
Nei, aðeins það besta fáanlega þó
það sé dýrara. Jafnvel það dýrasta
getur verið það ódýrasta í þessum
efnum sem öðrum segir hann.
Alla tíð hefur Sigurður starfað
meira eða minna að framfara- og
félagsmálum bakarastéttarinnar
hér á landi, enda hafa honum
verið falin mörg trúnaðarstörf.
Hann var í stjórn Bakarameist-
arafélags Reykjavíkur þegar ljómi
þess félags var mestur, stjórn
Innkaupasamb. bakarameistara,
formaður prófnefndar í bakara-
iðn, einn aðal hvatamaður að
stofnun verknámsskólans fyrir
bakaranema og í fjölda nefnda. Og
síðast en ekki sízt vil eg geta þess,
að Sigurður var fyrsti formaður
Landssambands bakarameistara,
sem stofnað var árið 1958, og hann
losnaði ekki úr því embætti fyrr
en eftir 12 ár, með því skilyrði þó,
að vera í varastjórn.
Þessar hugleiðingar mínar, sem
eg hef rifjað hér upp í tilefni af 70
ára afmæli Sigurðar Bergssonar,
eru meðal annars til þess að færa
sönnur á það, að hann hefur
margt gert fyrir íslenzku bakara-
stéttina á ævi sinni, sem hún
hefur fulla ástæðu til að vera
þakklát fyrir. Hvað mig persónu-
lega snertir þá á eg honum margt
að þakka svo sem samstarfið og
vináttu hans við mig og heimili
mitt, þessvegna sendum við hjónin
líka okkar innilegustu hamingju-
óskir vegna þessa afmælis.
Og vegna sföðu minnar í sam-
tökum bakarameistara, tel eg mig
geta leyft mér að tilkynna, að
bakarastéttin hér á landi er inni-
lega þakklát Sigúrði Bergssyni
fyrir störf hans í hennar þágu,
forystu og fræðslu sem hann hefur
oft veitt þeim, sem til hans hafa
leitað. Enda var honum sýndur
nokkur þakklætisvottur á síðast-
liðnu ári er hann var sæmdur
gullmerki stéttarinnar í tilefni af
20 ára afmæli Landssambands
bakarameistara. Og í dag er stétt-
in öll samhuga um að óska honum
og fjölskyldu hans til hamingju og
guðs blessunar um ókomna tíð.
Gísli ólafsson
TJALDSTÆÐIN í Tungudal við ísafjörð hafa enn sem
komið er ekki verið ýkja mikið notuð í sumar, þar sem
veðurfarið vestra hefur ekki laðað til sín ferðamenn,
fremur en kannski annars staðar á landinu. Tjaldstæði
þetta er 3 km frá bænum og er þar ágæt snyrtiaðstaða.