Morgunblaðið - 22.07.1979, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.07.1979, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 1979 MORö-dN/ KAFr/NÖ (!) <5í&_ 4 Já maður, og þeir eru skattfrjálsir þessir. PAS PASSPORT Úr því við erum búin með kertin, getum við byrjað á afmæliskökunni! BRIDGE „Nýju fötin keisarans” Sunnudaginn 1. júlí birti Morg- unblaðið grein eftir Halldór Lax- ness með fyrirsögninni: „Ræða um Snorra". Var þetta hátíðarræða sem haldin var á föstudegi klukk- an tvö í húsakynnum Háskóla íslands, að viðstöddum völdum gestum. Ekki var getið um neina gagnrýni eða athugasemdir við ræðuna þar sem hún var flutt, en það er nú reyndar galli. að hafa samkomur svo hátíðlegar að ekki sé viðeigandi að segja neitt, því slíkt sljóvgar athyglina. Þegar ég fór að lesa varð til dæmis fyrir mér þessi setning: „Verður ekki séð, að Ari (fróði) hafi nokkru sinni heyrt um helgi Ólafs (Ólafs helga Noregskonungs, 1014—1030) enda er það ekki fyrr en um 1170 að Eysteinn erki- biskup Erlendsson semur í Noregi jarteiknabók Ólafs á latínu." Ekki verður annað séð en að HL ímyndi sér, að flestar þær sögur, sem sagðar voru af helgi Ólafs konungs, hafi verið tilbúningur, settur saman eftir miðja tólftu öld, og aiveg sérstaklega tekur hann fram að Ari fróði „hafi ekki heyrt" um helgi hans. Hvernig væri nú að einhver af aðdáendum téðrar ræðu tæki sig til og læsi frásögn Snorra af ferð Ólafs konungs um Skerfsurð (Sefsurð), þegar hann var að flytja land fyrir mönnum Knúts kon- ungs. Þar er sagt frá því undri, sem varð þegar bænir Ólafs kon- ungs áorkuðu því að björg léttust og urðu meðfærileg, sem enginn gat hnikað áður. Eg tel víst að flestir fræðimenn muni flokka þessa sögu með þeim, sem sagðar voru til að efla trúna á helgi Ólafs — enda þótt blær hennar sé nokkuð ólíkur þeim sem er á flestum helgisögum. En undrið er þess eðlis að enginn getur sagt, að sá sé ókunnugur helgi Ólafs, sem þessa sögu þekkir. Snorri Sturluson hefur líka fundið hve ótrúleg sagan er, og hann tilgreinir því sérstaklega vel heimildir að henni. Hann segir í beinu framhaldi af sögunni: „Þessa grein konungdóms hans Umsjón: Páll Bergsson í úrtökumóti til landsliðs þótti frakkinn Chemla sýna írábæra tækni, eins og sjá ma í spili dagsins. Hann* var með spil vesturs og gaf spilið. Vestur S. KG74 H. ÁD T. Á83 L. ÁK98 Austur S. Á63 H. 952 T. KD105 L. D102 Chemla opnaði á tveim grönd- um og austur lýsti slemmuáhuga með stökki í fjögur grönd. Hugsanlega gat trompsamningur verið betri svo að Chemla sagði fimm lauf en samlega var ekki fyrir hendi og lokasögnin varð sex grönd. Norður spilaði út tígulgosa og sagnhafi tók þrjá slagi á tígulinn. I ljós kom, að norður hafði átt tvíspil þegar hann lét spaða í þriðja slaginn. Chemla ákvað þá að kanna spaðaleguna, tók á ásinn og svínaöi gosanum. Ekki tókst það, norður fékk á drottninguna og spilaöi aftur spaða en þá lét suður hjarta og hvernig myndir þú haga framhaldinu? Chemla dró sínar ályktanir. Norður átti greinilega ekki til gott útspil úr því hann valdi að spila frá tvíspilinu í tíglinum. Hann átti sennilega hjartakónginn og í ljós hafði komið spaðadrottningin fjórða. Og varla átti hann safn smáspila í laufinu úr því hann hvorki spilaði þar út í upphafi né eftir að hann fékk á spaðadrottn- inguna. Allt benti því til að norður ætti laufgosann. Chemla var því ekki í vafa um hvernig best væri að spila laufunum. Tók á kónginn, spilaði áttunni að borðinu og lét tíuna fara. Norður S. D852 H. K108 H. G6 Vestur T. G764 Austur S. KG74 S. Á63 H. ÁD H. 952 T. Á83 T. KD105 L. ÁK98 Suður S. 109 H. G7643 T. 9742 L. 53 L. D102 Hugsaðir þú spilið eins og fransmaðurinn? Pabbi þinn myndi snúa sér viö í niðursuðudósinni, ef hann sæi til þín? ' T • -g i s T'V a ^ Eftir Evelvn Anthon Lausnargjald 1 Persiu 27 minnsta kosti gagnvart honum nú orðið — og hann vonaði að hann gæti haft stjórn á. henni. Madeleine var í eldhúsinu og hann heyrði hana raula fyrir munni sér. Hún fann aldrei til taugaóstyrks, hætta vakti aðeins með henni fögnuð — rétt eins og kynmök. Hún var furðu- legur fulltrúi arabiskrar nútfmakonu þrátt fyrir þýzka bióðið í æðum hennar. Hún var hörð, ákveðin, ófyrirleitin og grimm. Óvinur hennar sá mesti var ísraelsk kynsystir hennar hvar sem hún sá slíka. Hún gat að vísu verið tryllt og hamslaus ástkona í rúminu sem hann hafði mikla nautn af að vera með, en aldrei gæti hann élskað hana í hefðbundnum skilningi þess orðs. Þau deildu með sér vfnflösku og átu ágætis kebab sem hún útbjó og sfðan elskuð- ust þau þar til hæði voru upp- gefin. Klukkan nfu næsta morgun var hún farin úr íbúð- inni og hann var á leið í leigubíl eftir Eisenhower Road í áttina að Mehrabadflugvelli. — Mér er sagt þú ætlir heim á morgun. Logan kom að henni í setu- stofunni, gluggarnir út í garð- inn voru opnir og kvöldið gaf fyrirheit um ögn meiri svala. — Já, sagði hún. — James útvegaði mér miða með vél í fyrramálið. Nú var augnablikið sem hann átti að grfpa, gera eitthvað. Sýna henni að hann iðraðist. Þó svo að hún þjáðist svo mjög, vonaði hún samt enn. Hvort það var vegna þess hún væri enn ástfangin af honum eða bara vegna þess að hún var kjarlaus, vissi hún ekki. Hann var kulda- legur, jafnvel óþolinmóður eins og hann nennti varla að eyða á hana orðum. — Ég hef beðið Janet að koma. Við erum komnir í basl með skepnuna hann Khorvan. Ég mun hafa nóg að gera og meira en það á næstunni. Hvers vegna skreppurðu ekki til ír- lands? Það hafði ekki hvarflað að henni að fara heim. Hún vissi að faðir hennar myndi ekki vera jákvæður f Logans garð. Hann hafði gagnrýnt það óspart er hún ákvað að giftast honum og sjálfsagt myndi hann segja að hún væri enn meira flón að yfirgefa hann nú þegar um svo mikia peninga væri að tefla. — Ég gæti farið með Lucy með mér, sagði hún. Hann hrukkaði ennið. — Nei, sagði hann. — Ég kæri mig ckkert um að sé verið að þvælast með hana. Henni líður ágætlega þar sem hún er — á sínu heimili. Hann kveikti sér í sígarettu. — Við reynum að greiða út þessu þegar ég kem heim, sagði hann svo. - Mér þykir leitt að svona skyldi þurfa að fara. Ég vona að þú trúir þeim orðum mfnum. En ég get ekki gefið þér tíma til að sinna þessu sem stendur. Ég verð að útkljá þetta Imshan mál. Hún stóð upp og gekk út að dyrunum sem lágu út í garðinn. — Það fer ekkert á milli mála að þú veizt hvaða mál hafa íorgang hjá þér, sagði hún rólega. — Og hvað snertir barnið mitt veit ég Ifka hvað ég vil. Ef ég vil taka hana með mér heim til írlands, geri ég það og meira er ekki um það mál að segja. Hún gekk út í garðinn án þess að eyða á hann fleiri orðum. Hames Kelly ók henni til flugvallarins. Hann hafði gefið henni nafn og heimilisfang lög- fræðinga sinna. — Þeir eru dálftið sérsinna og gamaldags og hafa kannski ekki fengizt við svona kauða eins og Logan, en þeir geta þá bent þér hvert á að leita. Þú verður að lofa mér því að þú talir við þá. Þau biðu í brottíararsalnum, flugið hafði verið kallað upp og hún var f þann veginn að fara í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.