Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1979 3 Bilunin í DC-10 þotu Flugleida: V arúðarráðstaf animar lengja viðgerðartímann Flugmálast jórn Bandarík janna og Douglas verksmið jurnar fylg jast með viðgerðinni FLUGMÁLASTJÓRN Bandaríkj- anna og Douglas verksmiðjurnar fyÍKjast með viðgerð á stélhreyfli íslenzku DC-10 þotunnar í París. en reiknað er með að viðgerð ljúki um helgina. Viðgerð hefur tekið lengri tíma vegna þcss að allar varúðarráðstafanir eru gerðar í málinu. þ.e. kannað frá mörgum hliðum hvort þessi bilun í heita- loftsröri getur hafa eyðilagt eitt- hvað annað en virðist. M.a. var ákveðið að kanna hvort hitinn hefði getað veikt málm ýmissa hluta. Morgunblaðið hafði í gær samband við Halldór Guðmunds- son forstöðumann viðgerða- og verkfræðideildar og innti hann eftir þvf hvað hefði nákvæmlega gerzt. „Bilunin í stélhreyflinum varð með þeim hætti að rör, sem blæs heitu lofti m.a. til afísingar á fremri hluta vængs, brotnaði og fór ' sundur. Þetta rör er staðsett fyrir ofan hreyfilinn í hreyfilshúsinu og vegna þessarar bilunar blés heitt loft utan með hreyflinum í stað þess að þar á að blása kalt loft. Eftir flugtak frá New York á leið til íslands varð vart við blikkljós sem gaf til kynna að eitthvað gæti Annríkií \ sjúkraflugi hjáVængjum ANNRÍKI var hjá fluginönn- um Vængja í fyrrakvöld og var þá farið í tvö sjúkraflug. Fyrst kom kall frá Rifi á Snæfells- nesi þar sem stúlka hafði skor- ist í andliti á glerbroti í heima- húsi. Til Siglufjarðar var síðan sóttur drengur, sem slasast hafði í bílslysi. Þoka var í Siglufirði og gat flugvél Vængja því ekki lent þar fyrr en eftir miðnætti, en meðan þess var beðið að þokunni létti beið vélin á Sauðárkróki. Að sögn skrif- stofustjóra Vængja eru vélar Vængja að meðaltali kallaðar í sjúkraflug þriðja hvern dag. hafa farið úrskeiðis, en flugmenn vélarinnar gerðu strax þær ráð- stafanir sem ber að gera í slíkum tilvikum eftir tékklista. Ef aðvör- unarljós kvikna í stjórnborði eru margs konar varúðarráðstafanir sem unnt er að grípa til svo öryggi flugvélarinnar sé tryggt og til þess var gripið um leið. Vélin millilenti í Keflavík og varð aftur vart við blikkljós eftir flugtak þaðan til Luxemborgar, en við ítarlega skoð- un þar kom í ljós hvað hafði skeð.“ Halldór hvað það ekki skipta máli upp á viðgerðartíma hvort vélinni var flogið til Luxemborgar miðað við að henni hefði verið snúið við eftir flugtak frá New York og bilunina kvað hann enga stórbilun, hins vegar tæki tíma að kanna þetta til hlýtar því þessi bilun væri grandskoðuð með allar hugsanlegar varúðarráðstafanir fyrir augum. FÍA varar við þjónustuskerð- ingu Flugleiða Þau mistök urðu, að Lcsbók. sem fylgir blaðinu núna um helgina. er dagsett 1. sept. í stað 25. ágúst. Einnig er þetta 30. tölublað en ckki 31. eins og stendur á blaðinu. FÉLAG íslenzkra atvinnu- flugmanna hefur sent al- þingis- og sveitarstjórnar- mönnum, alls um 90 aðil- um, bréf, þar sem félagið skorar á þessa aðila að spyrna við fótum gegn fyrirætlunum Flugleiða í innanlandsflugi. Það er |>koðun stjórnar FÍA að með minni vélum eins og Otterum geti Flugleiðir ekki haldið uppi sömu þjónustu og áður. Dansaði fyrir GeiríMoskvu SVO SEM getið var í Morgun- blaðinu í gær baðst Alexander Gudunov aðaldansari Bolshoi-balletsins hæiis í Banda- ríkjunum í fyrradag. í því sam- bandi má geta þcss, að þegar Geir Ilallgrímsson fór í opinbera heimsókn til Sovétríkjanna fyrir tveimur árum dansaði Gudunov á fjölum Bolshoi-leikhússins á sýn- ingu, sem var til heiðurs forsætis- ráðherrahjónum íslands. Verkið, sem sýnt var, var „Vorblót" eftir Igor Stravinsky og dansaði Gudunov þar aðalhlut- verkið, fjárhirðinn unga, sem reyndi að frelsa unga stúlku, sem fórna átti sólguðnum. Fjárhirðin- um tókst ekki að frelsa stúlkuna og í bræði sinni vegna dauða hennar ræðst hann gegn tákn- mynd guðsins með hníf að vopni. í bréfi FÍA segir svo m.a.: „Við væntum þess, að framá- menn í héruðum landsins svo og allur almenningur geri sér grein fyrir þeim vandræðum, sem aug- ljóslega skapast ef fyrirhuguð þjónustskerðing, boðuð af forráða- mönnum Flugleiða, nær fram að ganga, því augljóst er, að ekki er hægt að ná sama þjónustuárangri og hingað til með stórskertum flugvélakosti. Við heitum nú á yður að vera vakandi á verðinum og spyrna við fótum, því að með samstilltu átaki er enginn vafi á því, að koma má í veg fyrir þau vandræði, sem framgangur fyrir- ætlana Flugleiða myndi leiða af iér.“ Sjá blaðsíðu 24: Margir smáir og dreifðir rekstraraðilar. Athugasemd frá Herði Ólafssyni Hr. ritstjóri. í blaði yðar í gær er það missagt að ég sé „verjandi" Greenpeace— manna. Ég er lögmaður þeirra en þeir hafa fram að þessu ekki verið ákærðir fyrir neitt. Virðingarfyllst Hörður Ólafsson. Á brúnni yfir Langadalsá glímir Sigurður J. Jóhannsson bankafulltrí við þann stóra, sem verður uppistaðan í veiðisögum vetrarins. Þrátt fyrir harða glímu hafði iaxinn betur pg hvarf á braut með sporðakasti. (Ljósm. Úlfar). Stangveiði geng- ijr vel í ám við Isafjarðardjúp ísafirdi 22. ágúst. STANGAVEIÐIFÉLAG ísfirð- inga hefur tvær ár á ieigu við Djúp, Langadalsá og Hvanna- dalsá. Hefur veiði í ánum geng- ið vel og 18. ágúst s.l. var veiðin orðin um 50% meiri en s.l. ár. í Langadalsá eru leyfðar 4 stang- ir og voru komnir þar á land 220 laxar frá 25. júní. Er veiðin misjöfn eins og gengur en mest hafa fengist 20 laxar á stöng í þrjá daga. Voru þar að verki puðbjörn Kristmannsson verk- stjóri frá Suðureyri og sonur hans. Guðbjörn á ekki langt að sækja aflasældina en hann er sonur Kristmanns heitins Jónssonar skipstjóra á ísafirði. Laxinn í Langadalsá í ár er frekar smærri en undanfarin ár og líklega ekki komið stærri lax upp úr ánni en 15 punda nú, en í fyrra veiddist þar 28 punda fiskur og mun hann vera sá stærsti sem veiddist í íslenskum ám það árið. Langadalsá sem hefur um 20 km veiðisvæði er mjög misjöfn veiðiá vegna þess, að mikill klakaburður er í ánni sum vor, og geta þá jakar og flóðbylgja skemmt allt náttúru- legt klak. Árlega er þó sheppt nokkru af eldisseiðum í ána og hefur nú nýveriö verið sleppt þar 2000 seiðum. I Hvannadalsá voru komnir á land 69 laxar frá 10. júlí. Þar eru leyfðar tvær stangir á dag. Ulfar Garpur efstur í fimmgangi — en var dæmdur úr leik vegna flensunnar NÍELS Hafstein opnaði sýningu á verkum sfnum að Kjarvalsstöðum fimmtudaginn 23. ágúst sl., en á sýningunni eru fimm verk unnin í tré og stál. Þetta er fjórða einkasýning Níelsar Hafstein, en auk þess hefur hann tckið þátt f fjölmörgum samsýningum. Sýningin er opin daglega frá klukkan 14—22, en henni lýkur 9. september. Frá Valdimar Kristinssyni. fréttarítara Mbl. á EM f Hollandi. 24. ágúst. IIESTARNIR í isiensku kcppnisveit- inni á Evrópumótinu hér f Ilollandi eru enn veikir af hrossainflúensu en þeir éru þó heidur að hjarna við. Gert er þó ráð fyrir að hitinn eigi enn eftir að aukast í sumum hestunum og þeir verði ekki búnir að ná sér af veikinni fyrr en að þremur vikum liðnum. Sigurbjörn Bárðarson keppti í' dag á Garpi f fimmgangi og fékk hann flest stig allra keppenda eða 59. Garpur var seinna um daginn dæmdur úr lcik, þar sem hann var talinn veikur enn. en samkvæmt hollenskum lögum er bannað að fara með sjúka hesta f keppni. Þá hafði heldur ekki verið leitað eftir leyfi dýralæknis en hann taldi hestinn ekki f þvf ástandi að óhætt væri að fara með hann f keppnina. Keppnin á mótinu hófst í morgun með keppni í hlýðniæfingum B en enginn Islendingur keppti í þeirri grein vegna veikinda íslenku hestanna og lánshestarnir, sem knaparnir hafa fengið voru ókomnir frá Þýskalandi. Eftir hádegi var keppt í fimmgangi og voru þrír íslendingar meðal keppenda þar. Sigurbjörn Bárðarson keppti sem fyrr sagði á Garpi, Ragnar Hinriksson á Fróða frá Ásgeirsbrekku og Reynir Aðalsteinson á brúnni hryssu, Pöndru. Miðað við þann árangur, sem íslensku hestarnir höfðu náð á úrtöku- mótum heima má fullyrða að þeir hefðu í fimmgangskeppninni verið í sérflokki, ef veikindi hefðu ekki komið í veg fyrir þátttöku þeirra. I undanúrslitum í fimmgangi er efstur Vindskjóni frá Álfsnesi, sem keppir fyrir Danmörku, knapi Jens Iversen með 53 stig og í öðru sæti er Ragnar Hinriksson á Fróða með 51 stig en í fimmta til sjötta sæti er Reynir Aðalsteinsson á Pöndru. I undanúrslitum í fjórgangi náði best- um árangri Fagri-Blakkur frá Hvítár- bakka, sem keppir fyrir Þýskaland, knapi Bernd Vith með 56,1 stig. í öðru sæti í fjórgangi er Grákollur frá Heggstöðum, sem Aðalsteinn Aðal- steinsson situr en þetta er lánshestur, sem Bernd Vith á. Grákollur er vindóttur og má nefna að hér heima var hann vinningur í happdrætti Fáks. Sigurður Sæmundsson keppti á lánshesti í töltkeppninni, gráum hesti, Fjalari, og varð í áttunda sæti. I 250 metra skeiði náði bestum árangri í þeim tveimur umferðum af alls fjórum, sem keppt verður í á mótinu, Ljóri frá Eiríksstöðum eða 25,8 sek. Knapi á Ljóra er Jóhannes Hoyos. Ragnar Hinriksson keppti í skeiðinu á tveimur hestum, Gretti frá Svarfhóli og Fróða, en hvorugur þeirra lá. Ragnar keppti á Gretti á síðasta Evrópumóti. I skeiðinu keppti einnig Reynir Aðalsteinsson á Pöndru en hún lá ekki. Tveir íslensku knapanna, Trausti Þór Guðmundsson og Eyjólfur ísólfs- son, voru í gær ekki búnir að fá hesta til að keppa á en Eyjótfur átti aö sitja varahest íslensku sveitarinnar, Brján. Veðrið hér á mótinu hefur verið frekar leiðinlegt. í morgun kom helli- rigning en skánaði, þegar leið á daginn. Nuu er orðið kalt og þung- skýjað. Veðrið minnir því á dæmigerö- ar sveitakappreiðar heima á íslandi. Eitthvað mun vera um að flensa sé farin að leggjast á Islendingana, sem hingað komu. Hestar frá öðrum lönd- um en ísiandi hafa einnig sýkst af hrossainnflúensunni og má nefna að forföll eru af þessum sökum hjá dönsku, hollensku og svissnesku sveit- unum og einnig eru allir hestar Svíanna veikir. Tveir Svíar keppa þó á mótinu á lánshestum. Evrópumótinu lýkur á sunnudags- kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.