Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1979 19 Jón G. Sólnes alþingismaður: Hvemig ekki á að fjármagna Yirkjunarframkvæmdir í grein Jóns G. Sólnes, alóm. í blaöinu í fyrradag fóllu niöur setningar, sem breyttu merk- ingu greinarinnar. Hún birtist bví hér í heild á ný. Einhverntíma þegar verið var að baslast við fjármunaút- vegun vegna Kröflufram- kvæmdanna, þá hitti ég á förnum vegi góðkunningja minn, sem á sæti í stjórn Landsvirkjunar. Ég spurði þá þennan aðila að því, hvernig væri háttað fjármálum Lands- virkjunar, hvort þeir hefðu r tekið mikið fé að láni í svoköll- J0n Sð,nes- uðum spariskírteinalánum Ríkissjóðs. Svar góðkunningja míns, var stutt og laggott, sem Athyglisvert er í sambandi sé: „Nei — svo vitlausir erum erlendu lánin vegna við ekki í stjórn Landsvirkjun- Kröfluvirkjunar, að þau eru að ar, að fara að taka slík lán. meginstofni til mjög skamms Að ég rifja þetta upp nú, tíma, og gert er ráð fyrir því kemur til af því, að nú nýlega að greiðsla afborgana af þeim bárust mér í hendur reiknings- hefjist strax á næsta ári eftir skil frá Ríkisbókhaldinu fyrir að þau eru tekin. En almenn- árið 1978 vegna Kröfluvirkjun- ast niun nú vera, við slíkar ar. lántökur, að alllangur tími Samkvæmt þessum reikn- (nokkur ár) sé látinn líða þar ingsskilum hafa verið tekin til endurgreiðslur slíkra lána spariskírteinalán vegna hefjast, svokallað fram- Kröfluframkvæmda samtals kvæmdatímabil. að nafnverði Með hliðsjón af því, hve kr. 21U9U25b4U.-. þýðingarmikla brautryðjenda- Innlausnarverð þessara spari- framkvæmd íslenska þjóðfé- skírteina er samkv. fyrr- greindum heimildum: ---------------------------- Samkvæmt vísitölu 31.12. 78 ............ Kr. 3223406495.- en samkv. vísitölu 01.01. 79............. Kr. 3465366307.- Til upplýsinga fyrir almenning, þykir mér hlýða, að geta þess nú, að samkv. fyrrgreindu yfirliti Ríkisbókhaldsins hafa allar framkvæmdir á vegum Kröflunefndar kostað frá upphafi til ársloka 1978, samtals................... Kr. 7597393672.- en gengismismunur og fjármagnskostnaður nemur á sama tímabili: samtals........... Kr. 6388260004.- þar af á árinu 1978, Kr. 4629848730.- lagið var að leggja út í, þegar hafist var handa um Kröflu- virkjun, þ.e. í fyrsta skipti að virkja jarðvarma í stórum stíl til raforkuframleiðslu, og hve mikil samstaða ríkti um þá ákvörðun í upphafi, þá finnst manni einhvern veginn, að það hefði ekki verið óeðlilegt, að slík framkvæmd hefði notið „beztu kjara" að því er alla fjármögnun fyrirtækisins áhrærir. En því miður — eins og dæmin sem tilfærð hafa verið hér að framan sýna, þá hefur nú reynslan orðið alit önnur. Til samanburðar kemst ég ekki hjá því, að nefna dæmi um það, hvernig frá svona málum er gengið í sambandi við framkvæmdir Landsvirkj- unar. Plagg sem ég hefi í höndum og dagsett er 5/4 ‘76 hljóðar þannig: „Konvertering lána í janúar 197,4 var gengið frá láni af hálfu Landsvirkjunar vegna virkjunar Sigöldu. Láns- upphæðin var 30 milljónir dollara. Lánið er til 10 ára, en afborganir verða svo sem hér segir: 3 millj. $ 1981 3 millj. $ 1982 3 millj. $ 1983 21 millj. $ 1984 Þegar gengið var frá þessu láni þótti ljóst og um það rætt við lánveitendur, að kon- vertera yrði greiðslu þeirri, sem fram á að fara á árinu 1984. Miðað við gengi dollars í dag, er sú greiðsla sem fram á að fara á árinu 1984 kr. 3.675 milljónir, en heildar virkjun- arkostn. er nú áætlaður 12.858 milljónir kr. Ekki var gengið frá því, hvernig konvertering yrði, en í áætlunum sínum gerir Landsvirkjun ráð fyrir að sú upphæð, sem fellur í gjalddaga árið 1984 dreifist á fjögur ár.“ Eg hefi margsinnis rætt um það við ráðamenn, að fjár- mögnun Kröfluframkvæmda yrði að vera með öðrum hætti en raun ber vitni, og þá hefi ég skírskotað til upplýsinga um fjármögnun Landsvirkjunar- framkvæmda sem að hluta eru birtar hér að framan. Þegar hafist var handa um fram- kvæmdir við Kröflu, var mjög mikill áhugi fyrir hendi hjá erlendum fjármálastofnunum um að fá að lána fé til fyrir- hugaðra framkvæmda, svo það er enginn vafi á því, að það hefði verið hægt að ná hag- stæðum kjörum í sambandi við þau mál. En því miður, nauð- synlegur skilningur og áhugi þeirra aðila, sem ákvörðunar- valdið hafa, hefur ekki verið fyrir hendi, og því hafa fjár- mál í sambandi við þessa mikilvægu framkvæmd lent í miklu verri og erfiðari farvegi en þurft hefði, ef hinar marg- umdeildu Kröfluframkvæmdir hefðu mætt eðlilegum skiln- ingi stjórnvalda. „Nei — svo vitlausir erum við ekki í stjórn Landsvirkjun- ar að fara að taka slík lán. —“ sagði góðkunningi minn við spurningu minni, eins og skýrt var frá í upphafi þessa grein- arkorns. Spurningin er þá bara þessi. — Hver eða hverjir voru svo vitlausir að dómi umrædds góðkunningja míns, að hafa fjármögnun Kröflufram- kvæmdanna á þann veg sem lýst hefur verið hér að fram- an? — Það væri fróðlegt að fá svar við þeirri spurningu. Danir kaupa 270 tonn af lambakjöti BÚIÐ er að selja um 270 tonn af lambakjöti til Danmerkur það sem af er árinu, að sögn Gunn- laugs Björnssonar hjá Búvöru- deild Sambands íslenskra sam- vinnufélaga. Allt árið í fyrra voru seld þangað 290 tonn, sem er minna en árið þar áður þegar seld voru til Danmerkur 445 tonn af lambakjöti. Gunnlaugur sagði að eðlileg árssala til Danmerkur væri um 500 tonn og margt benti til að i. ár gæti salan nálgast það mark. Gunnlaugur sagði að reynt yrði að selja nýtt kjöt í sláturtíðinni í haust og flytja það með flugi til Danmerkur. Það kostaði hins veg- ar meira og viðræður væru að hefjast á næstunni um hærra verð á lambakjötinu. Einn bátur seldiíHull SÆLJÓNIÐ frá Eskifirði seldi afla sinn í Hull í gær. Aflinn var -62.8 tonn og verðið sem fékkst fyrir var 35.5 milljónir króna. Meðalverðið var 565 krónur fyrir kílóið. Leiðrétting MISRITUN varð í nafni ungs pilts, sem varð annar í flokki optim- ist-báta í íslandsmótinu í sigling- um. Drengurinn heitir Jón Olafur Winkel en ekki Vincel eins og kom í blaðinu 8.1. miðvikudag. Er beðist velvirðingar á þessu. Prentvilla LEIÐINLEG prentvilla slæddist inn í fyrirsögn á viðtali við séra Sigurð Guðmundsson í Mbl. í gær. Rétt er fyrirsögnin þannig: „Reyn- um að hafa viðbrigðin sem minnst." Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. \i <;i.ysin(;asiminn er; 22480 Toyota Bílakynning frá kl. 10-17 í dag, og á morgun sunnudag Notiö tækifæriö og skoöiö og reynsluakiö hinum frábæru japönsku smábílum Toyota Starlet og Toyota Tersel. m TOYOTA NÝBÝLAVEGI 8 KÓPAVOGI SlMI 44144 Sýnum líka úrval af notuðum bílum á staðnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.