Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1979 11 HNÚTUKAST í ÞENGVÍSUMHI^HHl „Sumt œvintýrið endar skjótt... ” ÞINGVÍSUR hafa margar orðið landfleygar og þá ekki síður vísur kveðnar í þingveizlum. Á dögunum rak á fjörur okkar nokkrar vísur eftir Gylfa Þ. Gfslason fyrrum alþingismann og ráðherra. Á þingi eltu þeir oft grátt silfur saman Gylfi og Stefán Valgeirsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. En Gylfi kom víðar við í kveðskap sínum og hann veitti góðfúslegt leyfi sitt til að birt væru nokkur vfsukorn, sem hann flutti í þingveizlum. HELG ARVIÐT ALIÐ GOLF er íþrótt, sem stöðugt nýtur meiri vinsælda, ekki aðeins sem keppnisíþrótt heldur einnig og ekki síður sem góð afpreying og íprótt fyrir alla fjölskylduna. Hér á pessum dálkum er ætlunin að ræða við keppnismann, pann kylfing, sem í sumar hefur skotið öðrum íslenzkum kylfingum aftur ffyrir sig, íslandsmeistarinn Hannes Eyvindsson. Honum er pó ýmislegt annað til lista lagt en aö iðka golf. Hannes lék meö unglingalandsliðinu í knattspyrnu á sínum tíma, hann er liðtækur handknattleiksmaður og lauk í vor stúdentsprófi frá Verzlunarskóla íslands. j haust liggur leiðin í Viðskiptadeild Háskóla íslands. „Ég hefaldrei fgrirgef- ið honum og svo er hann sjálfursama sem hœttur” í þingveizlu 1974 kvað Gylfi um Stefán Valgeirsson: „Stefán á sér engan líka á allri jörðinni, enda vel til forystu fallinn í framsóknarhjörðinni. Þar er hann talinn horskur höfðingi í heimi andans, þótt ekki skilj’ann, að allt er þar að fara til fjandans." Gylfi flutti síðustu þingvísu sína í þingveizlu vorið 1978. Þá hafði Stefán Valgeirsson flutt skammarbrag um Alþýðuflokkinn seint í veizlunni. Gylfi rifjaði upp kunna vísu eftir flokksbróður Stefáns, Karl Kristjánsson, sem er þannig. „Dauðinn kemur, dýrt er fjör, dagsins stutt að njóta. Sá, sem hefur eina ör, ei má gálaust skjóta." Við Stefán sagði Gylfi: „Gefið er þér andlegt fjör, með aðgát þess skalt njóta. Þótt þú hefðir eina ör, þú ættir hvergi að skjóta." I þingveizlu á síðasta stjórnar- ári samstjórnar Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokksins kvað Gylfi eftirfarandi og kallaði braginn „Um stjórnarráðshúsið, sem einu sinni var fangahús." „Við lítið torg, í litlum bæ, er lítið hús. Þar voru eitt sinn vondir menn með vatn í krús. Um litlar stofur læðast núna lögmenn tveir, því lágvaxinn er litli Óli og litli Geir. Þeir eiga lágt og lítið borð og lítinn disk og litla skeið og lítinn hníf og lítinn fisk. Nú á að sýna, að menn þurfi ekki meir, því lítið borði litli Óli og litli Geir. Þeir byrjuðu sitt litla líf með litla trú á einlægt samstarf, aukinn frið og ánægð hjú. í gömlum stofum gerast engin gamanmál. Báða grunar græsku, pretti, gabb og tál. Sumt ævintýrið endar skjótt og illa fer. Lögmenn segja: Lítið var, en lokið er. Úr litlu húsi, lotnir í herðum laumast þeir, því lítið elskar litli Óli hann litla Geir. Viö spuröum Hannes fyrst um gengiö á gotfvöllunum í sumar. — Þetta er búin aö vera mikii törn og ég neita því ekki aö þreytan er farin aö segja tll sín. Ef viö tökum aöeins síöustu vikurnar og byrjum á meistara- mótí Golfklúbbs Reykjavíkur, þá var þar um hörkukeppni aö rœöa á milli mín og Óskars Sæmunds- sonar og haföi hann betur. Þá kom Coka-Cola keppnin í Graf- arholti, sem er stigamót GSÍ og ég vann Jaöarsmótiö á Akureyri vann Björgvin Þorsteinsson og strax þriöjudaginn eftir þá keppni hófst íslandsmótiö, sem mér tókst aö vinna. Svo var þaö Afrekskeppnin, sem ég vann víst einnig og um þessa helgi er þaö „lcelandic Open“ golfmótiö í Grafarholti. — Þaö hafa veriö mót og mikll keppni núna 5 helgar í röö og svo sem engin rólegheit vikurnar á undan. Ég get nefnt unglinga- meistaramótiö í Vestmannaeyj- um og Evrópumótiö, sem haldiö var í Danmörku. Á þessum stærri mótum hér heima hefur mér tekist aö vinna þrisvar sinnum og í fjögur skipti hef ég oröið í 2. sæti. — Er ekki erfitt aö halda einbeitingunni í lagi pegar þreytan fer að segja til aín? — Ég neita því ekkl, aö ég er oröinn þreyttur og þá getur veriö erfitt aö spila gott golf. Til dæmis í Afrekskeppninni á Nesvellinum um síðustu helgi átti ég 8 högg á næsta mann þegar aöeisn 18 holur voru eftir af 72. Er það er alltaf erfitt aö leiöa, þaö er miklu betra aö sækja. Jón Haukur Guölaugsson lék mjög vel síö- ustu holurnar og viö vorum orön- ir jafnir þegar aðeins eln hola var eftir, en mér tókst aö vinna meö einu höggi. — Ég var í hlutverki þess, sem sótti á brattann í íslandsmótinu { ár og einnig í fyrra. í bæði skiptin tókst mér aö sigra Björgvin Þorsteinsson. — Hvenær byrjaöir þú aö æfa golf? — Ég byrjaöi á þessu 1971. Vinur minn plataöi mig út á völl. Ég hef eiginlega aldrei fyrirgefiö honum og hann sem er sama sem hættur aö æfa sjálfur. — En nú þóttir þú efnilegur knattspyrnumaöur á sínum tíma og æfir handknattleik á vetrum. Hvers vegna varö golfið fyrir valinu? — Já, ég var valinn f unglinga- landsliöiö í fótbolta 1975 og keppti m.a. með því í írlandi. Meö mér í liöi voru fínir strákar eins og Guömundur Þorbjörns- son og Atli Eövaldsson í Val, Hálfdán Örlygsson þá KR-ingur, nú Valsari, Sigurður Halldórsson Akranesi og félagi hans í ÍA, Jón Þorbjörnsson, sem þá lék meö Þrótti, Víkingarnir Haraidur Har- aldsson og Róbert Agnarsson, en Haraldur leikur aö vísu með Austra núna. — Þetta var mjög skemmti- legt fiö, en ég hætti fijótlega upp úr þessu. Mér fannst harkan mikil í fótboltanum og vildi ekki eiga þaö á hættu aö æfa kannski í 3—4 mánuöi yfir leiöintegasta tímann, meiða mig svo kannski í fyrsta leiknum og vera fyrir vikiö frá keppni 3—4 mánuði. Nú, ég hef alltaf haft gaman aö prófa eitthvað nýtt og mér líkaöi vel í golfinu, þannig aö þetta var ekki erfitt val. Handboitinn er hins vegar meira hjá mér til aö hatda mér í æfingu yfir vetrartímann og tíl aö halda sambandi viö gömlu félagana úr fótboltanum — Ég varð unglingameistari í golfinu 1974 og þaö ýtti á aö halda golfínu áfram. I fyrra fór þetta svo allt saman aö smella saman óg ég kvarta ekki yfir árangrinum í ár. Nú er ekki lengur um neina aöra íþrótt aö ræöa þó þaö hafi veríö gaman aö spila „sentir“ meö Breiöablik í yngri flokkunum og skora mörk. — Hvað er framundan? — Aö golfvertíöinni hér heima lokinni fer ég til ítalíu i lok september og tek þátt í Fiat-keppninni ásamt Björgvini Þorsteinssyni, Jóhönnu Ingólfs- dóttur og Kristínu Þorvalds- dóttur. Siöasta verkefniö í golf- inu t ár verður síðan Heimsmeist- arakeppnin, sem fer fram í Aþenu aö þessu sinni. %Ég hef veriö valinn til aö taka þátt í þeirri keppni sem íslandsmeist- ari, meö mér fer sá sem sígrar í „lcelandic Open“ nú um helgina. — Aö þessu öllu loknu veröur víst eins gott aö fara og snúa sér aö skólanum. Ég lauk Verzlunar- skólanum í vor og ætla í við- skiptafræöina í Háskólanum í haust. Ég er svo lánsamur, aö sem stúdent úr Verzló get ég tekiö þessu rólegar í haust heldur en þeir sem koma úr öðrum skólum. Þetta kemur sér vel fyrir golfið hjá mér því hápunkturinn á sumrinu er aö sjálfsögöu þátttakan í HM í Aþenu, sagöi Hannes Eyvinds- son, þessi 22 ára stud.oecon og íslandsmeistari í golfi meö meíru, aö lokum. - álj. „Sólnes kom á staðinn ogþungtí tálknum þaut” í nýútkomnum íslendingi getur að líta talsverðan ljóða- bálk undir nafninu „Jóns-messa“. Hákon Aðalsteinsson á Húsavík gerir þar ýmsa Jóna að yrkisefni og baráttu þeirra við þann úr neðra. Við grípum niður í kvæði Hákonar þar sem búið er að velja í Kröflunefnd. þ.á.m. Jón Sólnes formann. En þá hófust mikil umbrot á Kröflusvæðinu: „Svo fór hann að lyfta þessum litla Kröflustað landið skalf og hristist eins og gamalt Morgunblað. Þá opnaði hann Leirhnjúkinn og lét þar vaða út ljóta spýju af hrauni, ösku og drullugrút. Sólnes kom á staðinn og þungt í tálknum þaut setti í brýrnar, bretti grön og bölvaði sem naut. Hvössu auga á Leirhnjúk leit, sem lokaðist með kurt en fjandinn lagði á flótta strax og forðaði sér burt. íleiMnni Seinheppinn sjónvarpsmaður • Lánið lék ekki við Bjarna Felixson íþróttafréttamann Sjónvarpsins fyrir skömmu. Það stóð nefnilega yfir blaðamanna; fundur hjá Val, Fram og KSÍ vegna bikarúrslitaleiksins rnikla. Bjarni fékk leyfi til að hafa með sér niður á Sjónvarp bikarinn eftirsótta til mynda- töku. Hvort að minningar liðinna knattspyrnudaga svifu á Bjarna skal látið ósagt um, en þegar hann lyfti bikarnum eins og fyrirliði í leikslok, gerðist það, að hann braut annað handfang- ið af! Varð Bjarni að sögn sjónarvotta hálf aumingjalegur, en bikarnum var snarað í við- gerð og ekki er talið að fresta þurfi bikarleiknum vegna þessa. Bókaverðið verðbólgið HVAÐ úr hverju má reikna með að fyrstu bækurnar á væntanlegri vertíð bókaútgefenda fari að líta dagsins ljós. Þegar hafa verið skrifaðar margar fréttir um hvaða bækur koma út í haust, Hvaða snillingar láti gamminn geisa í bókaflóði bókaþjóðarinnar. Margur gómsætur bitinn verður þar væntanlega á borðum, en hvað skyldi veizlan kosta? Reikna má með að bækur almennt hækki verulega og jafnvel allt að 50—60% frá því í fyrra. Samkvæmt því er ekki fjarri lagi að ætla að meðal- bókin kosti um eða yfir 10 þúsund krónur í jólabókaflóðinu í ár. Norðanmenn á hraðferð FRÁ því segir í Akureyrarblaðinu Degi að 15 manns hafi verið teknir við of hraðan akstur á götum Akureyrar föstudaginn fyrir viku. Segir í blaðinu að ökumenn hafi ekið á allt að 90 km hraða á götum bæjarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.