Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1979 Um síðustu aldamót fannst ungri stúlku í San Francisco dansinn kominn í ógöngur. Hún kastaði frá sér lífstykki og ballettskóm og dansaði berfætt í grískri skykkju um pvera og endilanga Evrópu — hundsaði allt sem kallast gat formlegar ballettreglur eóa almennt siðareglur pess tíma. „Oans er hreyfingar líkamans í samræmi viö hreyfingar jarðar .. ísadóra Duncan arfleiddí dansinn ekki aö nýrri tækni né uppgötvaði hún ný dansspor. Dansinn fyrir henni var, eins og hugtakið dans merkír í upprunalegri merkingu, móðir listanna, tjéning líkamans til dýrkunar móöur néttúru. Hún dansaöi í anda grísku goðafræöinnar, einfaidleikinn var aðalsmerki hennar og hún poldi hvorki prjál né sýndarmennsku, sem henni fannst vörumerki dans síns tíma. Framlag ísadóru til dansins var mikilvægara en nokkur ný spor eða aukin tækni. Hún átti sinnpátt í pví aðddansinn varð metinn að veröleikum líkt og aörar listgreinar, tónlist og leiklíst. Hún arfleiddi dansinn að hugsjón, virðingu og ástríöu. Hún færöi dansinum listrænt gildi og pólitískt inntak. Hún ruddi veginn fyrir aöra dansara og breytti peirri ímynd aö dansinn væri aöeins við hæfi gleðikvenna og götustráka. ísadóra Duncan uppgötvaði ekki nýjan dans né endurvakti hún fornan. Stíll hennar var ekki grískur eins og sumir virðast halda, hún var eingöngu klædd grískri skikkju og vildi meö pví túlka heiðarleika, einfaldleika og boðskap pess sígilda í lístinní. Hún dansaði eftir tónlist meístaranna, Schuberts, Beethovens og Wagners. Dansinn fyrir henni var tilgangslaus ef hann var ekki sprottinn af innri tilfinningum góðum eöa slæmum ... Dansinn var tákn frelsis og hún haföi mikil áhrif á kvenréttindabaráttu síns tíma og síðari tíma líka. Hún hafði áhrif á klæðnað kvenna sem pankagang. „Losið ykkur við lífstykkin, pannig aö piö eigiö auðveldara með að fæða börn, losið ykkur við háhæluðu skóna, svo pið getið hreyft ykkur, kastiö pessum fjaðrahöttum og losiö ykkur úr hlekkjum liðinna alda, hugsið um heilsu ykkar og verið ófeimnar viö aö tjá ykkur.“ Fáum konum hefur tekizt betur upp í tjáningunni en henni og fáar hafa verið einlægari... Franski myndhöggvarinn Rodín, sagðist tala fyrir munn margra samtímamanna, Þegar hann segöi, aö ísadóra Duncan væri einhver merkasta kona sem heimurinn heföi pekkt. Lífskraftur hennar, persónuleiki, hispursleysi hennar og gáfur — að frátaldri snilld hennar og dýpt í danslistinni hafa haft mikilvæg áhrif á siðmenningu okkar tíma. Isadora Duncan fæddist viö sjávarsíðuna í San Francisco 27. maí 1878 og þar steig hún sín fyrstu dansspor í takt viö öldurnar. Hún var yngst fjögurra barna. Móöir hennar Dóra, fædd Gray, var af írsku bergi brotin og faöir hennar Joseph Charles Duncan af skosk- um og írskum ættum en einn forfeöra hans var hershöföingi í bandarísku borgarastyrjöldinni. Báöir foreldrarnir voru listrænir, móöirin tónlistarkennari og faðirinn áhugasamur um bókmenntir. Joseph Duncan var ævinramaöur, fékkst stundum viö blaöamennsku, annaö slagiö cið gróöabrask, orti Ijóö, seldi listmuni og haföi mikinn áhuga á konum. Framhjáhöld hans og hirðuleysi í peningamálum voru megin orsakir þess aö hjónin skildu rétt eftir fæöingu ísudóru. Móöir hennar kastaöi írsk-kaþólskri trú sinni og sökkti sér niöur í lestur bóka óvissutrúarmannsins Roberts Ingersolls. Sjaldnast haföi hún pen- inga aflögu fyrir húsaleigunni og var fjölskyldan því á stööugu flakki. Reyndi hún aö hafa í þau og á meö píanókennslunni. Börnin léku sér í fjörunni, sváfu og borðuöu þegar þeim hentaöi. Hún brýndi fyrir þeim andtrúar- legar skoöanir og ógnir kapítalism- ans, skoöanir sem fylgdu ísadóru allt lífiö. Þetta uppeldi ýtti undir sjálfstæöi ísadóru og sjálf sagöi hún síöar aö móöir hennar heföi átt mestan þátt í aö ýta undir sköpunarhæfileika hennar. Duncan krakkarnir voru „uppreisnarseggir" löngu áöur en þau vissu hvaö hugtakið merkti. Þaö átti illa viö ísadóru litlu aö sitja á skólabekk. Hún var byrjuð að kenna krökkunum í hverfinu aö dansa sex ára gömul og tíu ára stofnaði hún „dansskóla“. Hún hætti í skóla þar sem hún sá fram á aö geta séö fyrir sér meö dans- kennslu og fljótt fyrir fjölskyldunni allri, þótt tekjurnar væru ekki háar. Ellefu ára var hún einnig farin aö kenna fullorönum samkvæmis- dansa og hafði Elisabetu systur sína sér til aöstoöar. Innan fárra ára var dansskóli þeirra systranna orö- inn viöurkenndur af heldri þorgur- um San Francisco. Þá hafði ísadóra komist í kynni viö Inu Donnu Cool- brith skáld og var farin aö skrifa sjálf. Hún gerði dansinn að list og gaf honum Teikning eftir Bakst. Móöursystir ísadóru, Augusta, sem var leikkona, haföi mikil áhrif á hana og vakti meö henni áhuga á leiksýningum og tólf ára slóst hún í för meö systkinum sínum í dans- ferö. Móöir ísadóru hvatti hana til aö sækja balletttíma, sem end- úöu meö þeim hætti aö þegar ballettmeistarinn baö hana aö standa á tánum, spuröi hún hneyksluð: „Af hverju?“ „Vegna þess aö þaö er fallegt" svaraði kennarinn. „Nei, það er Ijótt og óeölilegt", mótmælti ísadóra og snerist hnarreist á hæli og sótti aldrei balletttíma framar. Eftir þaö einbeitti hún sér aö því aö þjálfa hreyfingar sínar sjálf. Frama var hún samt staðráöin í að ná og þegar framkvæmdastjóri faranddansflokks neitaði henni um vinnu taldi hún móöur sína á aö flytjast meö sér til borgar leikhús- anna Chicago. Þar gekk ísadóra á milli leikhússtjóra, dansaöi fyrir þá í grískri skikkju og var alls staöar nema á einum staö hafnaö. Þar bauö framkvæmdastjórinn henni aö dansa fyrst þetta „gríska atriöi" og síöan skyldi hún smella sér í blúndukjól og dansa kan kan meö hópi stúlkna. Þaö blés ekki byrlega fyrir ísa- dóru á þessum tímum og frá Chicago hélt hún til New York, þar sem hún fékk aö dansa meö dans- flokki, slóst í hóp meö leik- og dansflokki Augustine Daly og bæöi dansaði og lék. Tvítug yfirgaf ísa- dóra Augustine Daly. Hún haföi megna óbeit á leiklist en álit hennar á eigin hæfileikum var nægilegt til þess aö hún þyröi aö bjóöa heimin- um byrginn. Hún leigöi sér íbúö í Carnegie Hall og dansaöi í einka- samkvæmum ríka fólksins. Hún eignaðist marga aödáendur sem bæöi hrifust af útliti hennar, skær- um bláum augunum, Ijósbrúnu hárinu og þokkafullum hreyfingum. Af dansi hennar mátti greina áhrif frá Francois Delsarte sem var einn af frumkvöölum hins tjáningarfulla dans. ísadóra var vinsæl í New York en henni fannst Bandaríkjamenn samt ekki tilbúnir aö meötaka snilld sína, svo með lánum hér og þar tókst Teíkning eftir Grandjouan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.