Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1979 31 Strætisvagnastjórar. að fá skipt um blóð í æðum sér. Taldi, að jafnframt því, að leitast væri eftir jafnari efnahagsskipt- um í samfélagi manna, mætti einnig regúlera og tempra efna- skipti likamans, með þeim hætti að stilla blóðrás. Fleiri þjóðkunnir fylgdu dæmi Óskars. Meðal þeirra aidavinkona höfundar, Árný Filipusdóttir í Hveragerði. Adolf Björnson sem er geyminn á frásagnir og margfróður hefir gaman af að rifja upp blóðskipta- sögu þeirra félaga er fylgdu Ár- nýju Filipusdóttur aldavinkonu höfundar til Sviss. I þeim þunga- viktarflokki voru þeir Guðmundur á Hrafnkelsstöðum í Garði, Jón- geir fiskasali Eyrbekk auk Óskars Jónssonar er fyrr er getið. Svo sem fram kemur í ævisögu Jón- geirs, er Jónas Árnason hefir skráð þótti Jóngeir það engin frágangssök að lyfta glasi með góðvinum við hátíðleg tækifæri. Kunni einnig vel að meta þétt- holda Evudætur, klæddar af hóf- semi. Nú bregður til undarlegra hamskipta, að loknum blóðskipt- um þeirra félaga. Að sama skapi sem Jóngeir gerist fáskiptnari og bregður eigi lit þótt vín glói á skál í nærveru hans og barmfagrar blómarósir dilli sér í mjöðmum og gefi í skyn að þær vilji gera þetta og hitt, sé við þær rætt af kurteisi og karlmennsku, þá hrærir það eigi strengi í brjósti fisksalans. Hafði ekki meir áhuga á þeim en nætursöltuðum og langlegnum gellum. Hinsvegar færist Öskar allur í aukana að sama skapi. vill skudda og skyndikonur engar refjar. Var nú kannað hver væri sá örlagavaldur. Minntust menn þess að þá er riðinn var vafurlogi á vit valkyrja í fornum hetjusög- um, að heitt var fjölkyngi við Fáfnisbana. Við rannsókn kom í , ljós að Óskari Jónssyni hafði verið úthlutað blóði Jóngeirs fisksala. Þótti við hæfi að útgerðarblóð og fisksölu er rann í æðum beggja skyldi notað með sem mestri hagkvæmni, til blóðjöfnunar. Er áhrif þeirra blóðskipta komu í ljós með svo geigvænlegum hætti var undinn að því bráður bugur að efna til nýrra skipta. Tók þá hvor upp fyrri hætti og héldu skapgerð sinni síðan. Þeir Óskar Halldórsson og hinn þjóðkunni gleðimaður og revýu- ! höfundur Morten Ottesen voru frændur af Ottesenskyni. Guðný móðir Óskars, er höfundur minn- ist sem aldraðrar heiðurskonu var þeirrar ættar. Morten gleymdi ekki frænda sínum Óskari í gleði- leikjum sínum á fjölum Iðnó á gullaldarárum revýusöngva. í gamanvisunum er höfðu að við- lagi: Hann var einu sinni lítill, en er orðinn gróflega stór, er Óskar einn þeirra er hann minnist. Þjóðernishreyfingin þar er ei dreifingin, þar eru vikuieg wkröll. FlokksinH þarfsemi. þörf ok Htarfsemi, það er að halda skröll. Dömurnar msandi f dramminn aplæaandi dansandi Charleaton. mttlandafrelsarinn, erkifilhrerinn Óakar Halldðraaon. Hann var einu sinni Iftill er er orðinn Króflega stór. Hann var einu sinni magur. hann var einu sinni mjór. Hann var miklu minni áður. svona á stærð við Manga Storm. Nú er hann orðinn eins ok GörinK, nema hann vantar úniform. Hér er höfðað til þess að Óskar Halldórsson var frambjóðandi Þjóðernissinna í kosningum. Bauð sig fram í Gullbríngu- og Kjósar- sýslu. Tíu ára áætlun og mislitt tyggigúmmí Tölur allar í sparisjóðsbókum þeirra tíma voru ritaðar tempruðum hraða uglupenna og hóflegum núllafjölda. Þjóðkunn göfugmenni vöktu félagsmála- hreyfingar í því skyni að venja skólabörn af „lakrísáti" og sveigja vilja þeirra til fésýslu og nýtni og fá þau til að rita undir eiðstaf sjálfsafneitunar. að ját- ast leiðsögn Reynivallaklerks í Kjós og beina huganum frá mis- og marglitum tyggigúmmíplötum er Hafberg í Tóbakshúsinu freist- aði með, hafna Pettísúkkulaði, er svo var nefnt og röndóttum lakkrískonfektstykkjum þótti bera vott um sálarstyrk og stefnu- festu. Kjósarklerki hefði tekist með krafti sannfæringar að vekja áhuga fjárgæzlumanna á hugðar- efni sínu er hann boðaði af spá- mannlegri andagift. í sem fæstum orðum fengu þeir hátíðlegt loforð bankans og feit- letraða stimpla að auki, 10 ára áætlun séra Halldórs á Reynivöll- um er gangast vildu undir eins- konar hjúskapar- eða festarsátt- mála við bankann. Lýsa því yfir skorinort að fé það er þeir tryðu bankanum fyrir skyldi bundið til 10 ára. Hvað sem liði Ramónu og Ástasöng heiðingjans. Litla og Stóra, Bíópetersen og því slekti, sekmmtana og eyðslu. Gegn því lofaði bankinn á móti að greiða 'Æ prósent hærri vexti. Það voru ýmsar skuldbindingar sem bank- inn varð að taka á sig á þeim árum. Útvegsbankinn selur ekki pylsur — Benedikt stundar ekki lánsviðskipti Ein þeirra, var sáttmáli við Benedikt er seldi pylur í vagni sínum við hlið bankans. Auk hans voru þar tveir aðrir er kepptu um hylli vegfarenda. Nú kom það fyrir á þeim árum að svangir útigangsmenn og glorhungraðir gútemplarar reyndu að semja um gjaldfrest á pylsum og grjúpánum Bensa. Slíku tók hann fjarri. Sagði: Ég skal segja þér eitt, minn kæri. Það er samningur milli mín og bankans. Bankinn selur ekki pylsur gegn því loforði af minni hálfu, að ég stundi ekki lánsvið- skipti. Hagfræðingar poppaldar og verðbólguvaxtar mættu gjarn- an skrifa lærðar ritgerðir um útkomu 10 ára áætlunar séra Halldórs, sem annars var hinn merkasti fræðimaður og liggur með ýmsum hætti óbættur. Landsbókasafn geymir rit hans um íslenska tónlist og tónlistar- menn. Lagði hann alúð við þá söfnun, sem og annað er honum var hugleikið. Göfugt fas hans og hófstillt er enn í minni, þótt 10 ára áætlun hans er var hugsuð sem persónugerð ábyrgðar og alvöru í mannlífsleikum í bankaheimi endaði sem sorgartrúður án annarrar replikku í síðasta þætti en fimmaura brandara. A tvinn uleysisár og sjálfsbjargarviðleitni Við biðjum Jón að víkja tali að ! eigin ævi. Skipaskækja var ég kallaður á tímabili, segir Jón Sæmundsson og hlær dátt. Þegar ég byrjaði formennsku fyrir 1930, þá var aldrei neitt að gera nema i bara á vertíðinni og síldinni. Allir smábátar, landróðrabátar og þess konar dót byggt erlendis. Fór oft í að sækja svona báta til útlanda. 15—20 tonna báta. Sótti þá til Noregs, Danmerkur og víðar. Þessvegna var ég stutt á mörgum skipum sem ég var með. Þetta voru hinir og aðrir skottutúrar. Sigldi þeim bara heim. Fyrir Austfirðinga, Grindvíkinga, Hafn- firðinga og aðra. Til Belgíu og Þýskalands fór ég einnig, segir Jón og sýpur sér sopa milli landa ! og báta er við ræðumst við. Þetta var ágætt að drepa tímann milli síldar og vertíðar sem annars var langur atvinnuleysistími. Svo hverfum við Jón frá tali um hafið og sveigjum ræðu að bróður hans, Sigmundi, tengdaföður Halldórs Péturssonar listamanns. Sig- mundur keypti sinn fyrsta bíl af Magnúsi Guðjónssyni, Helgustöð- um í Garðahreppi. Það mun hafa verið Fordbíll model (árgerð) 1920. Bíll Sigmundar mun vcra einn hinn fyrsti er kemur til Vest-. fjarða. Góðvinur minn, Guðmund- ur Guðmundsson, sá er Steinn Steinarr nefndi ljóðasjóð, sökum minni hans á það sem kveðið hefir verið, er einnig minnugur á bif- reiðar. Bíll Sigmundar var hinn fyrsti er Guðmundur tók sér far með. Beljan og lambið Jón minnist þess, að Jakob Dagsson frá Stykkishólmi ílengd- ist á ísafirði. Var Sífellt yrkjandi. Eitt sinn vildi Sigmundi það óhapp til, að aka yfir lamb er hljóp í veg fyrir bíl hans. Annars var hann gætinn og heppinn öku- maður. Um þetta kvað Jakob brag nokkurn. Man þetta eitt: Djöfuls beijan beit, blessað lambið sundur. Sé þetta rétt munað hjá Jóni mun það vera fyrsta sinni er, bifreið er nefnd belja. Nú kannast allir orðið við blikkbeljur. Sigmundi græddist eigi fé á akstri sínum á Vestfjörðum. Brá hann því á það ráð aö flytjast þaðan og taka að sér póstferðir á bíl yfir Holtavörðuheiði. Mun fyrstur hafa tekið við þeim ferðum af hestum og póstum er áður fluttu bréf og varning frá Borgar- nesi norður á Blönduós. Sigmund- ur réði yfir tveimur bílum. Notaði einkum 6 manna bíl er hann hafði eignast. Átti einnig lítinn Dodg- ara er hann hafði í snatt. Að aka á sjálfum scr frá Grænumýrartungu í Fornahvamm Jón fór eina ferð með þeim Kristni Magnússyni og Ingibjörgu Sæmundsdóttur. Kristinn rak lengi verzlun og stjórnaði siðar útibúi Kaupfélagsins á Blönduósi. Jón fór eina ferð milli Blönduóss og Borgarness. Þá var engina vegur kominn, en keyrðir melar og hestagötur. Ófært í rigningum, að heita mátti. Hægt að skrölta þegar þurrt var og gekk vel, en er suður var farið óku þeir á sjálfum sér, allt sat fast. Sex tíma voru þeir frá Grænumýrartungu í Fornahvamm. Það er svipaður hraði og gangandi menn fara. Eins drullugir og þeir hefðu velt sér úr keldu, er yfir heiðina kom. Svakalega erfiðar ferðir, fyrstu bílferðir norður í land, segir Jón og sýpur á kaffibollanum. Bræður hjá SVR Seinna færir Sigmundur sig suður til Reykjavíkur. Kaupir hlutabréf í nýstofnuðu strætis- vagnafélagi þeirra Ólafs og Kristjáns Þorgrímssona, frá Laugarnesi. Aðrir ökumenn fé- lagsins eignuðust, margir hverjir, sinn hlut. Áður, í millibilsástandi, hafði Sigmundur ekið bíl hjá BSÍ í eitt ár. Eftir að hann kom til strætisvagnanna ók hann oftast Skerjafjarðarleið. Snemma árs 1936 tók hann sótt, lungnabólgu, og andaðist eftir 4 daga legu. Simbi var mikill vinur minn, segir Skúli Halldórsson, er ég ieita til hans um myndir. Ég skal biðja hann Eirík forstjóra að finna fyrir þig mynd af honum. Svo þurfum við að tala um músikina í Ötvarp- inu við tækifæri, bætir Skúli við um leið og hann skiftir yfir til Eiríks. Það fór vel á með okkur Eiríki og innan háifrar stundar stóð sendimaður frá SVR með fjölda mynda af vagnstjórum og farartækjum þeirra. Þær prýða grein þessa, sumar hverjar. Þriðji bróðirinn, Guðmundur Sæmundsson, ók einnig lengi hjá SVR og minnist hans margur farþegi fyrir glaðlegt viðmót og lipurð. Nú, hin seinni ár, hefir Guðmundur starfað á bifreiða- verkstæði lögreglunnar í Síðu- múla. Hann, sem það fólk allt, vinnur störf sín af lipurð og trúmennsku. Guðmundur G. Hagalín rithöf- undur skráði æviminningar Sæmundar föður Jóns, Guðmund- ar og Sigmundar. Þarflaust er að rekja ævi Sæmundar. Það hefir Hagalín gert og er það hollur lestur. En mynd hans fylgir grein- inni, teiknuð af Halldóri. Frá mynd Sæmundar víkjum við að fjölda annarra mynda er geymdar eru til afnota og minninga. Pétur Pétursson, þulur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.