Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1979 29 Hagur fiskvinnslunnar hefur farið versnandi SAMKVÆMT upplýsingum sem Viðskiptasíöan hefur aflað sér hefur hagur fiskvinnslunnar farið versnandi eftir því sem liðið hefur á árið. Er nú talið að taprekstur frystivinnslunnar nemi um 3,5% en saltfisks- og skreiðarverkenda 4,5%. Benda má á að um áramótin síðustu tók gildi nýtt afurðalánakerfi fyrir fiskverkendur og stefndu stjórnvöld að því að bæta stöðu fiskvinnslunn- ar um 2—3% með þessu nýja kerfi. Reynslan hefur hins vegar leitt í ljós að þetta nýja kerfi hefur skert stöðu greinarinnar um 1—2%. Um næstu mánaðamót munu laun hækka um 9,17% og síðan kemur ný fiskverðs- ákvörðun 1. október. Er því ekki ólíklegt að áætla að tap þessarar atvinnugreinar verði um 10—12% þegar kemur fram á haustið. Þess má að lokum geta að áætluð ársvelta frystivinnslunnar er nú rúmlega 100 milljarðar og saltfisks- og skreiðarverkenda um 35 milljarðar. Dönsk fyrirtæki arðsöm SAUTJÁN af þrjátíu arðsömustu fyrirtækjunum á Norðurlöndum eru dönsk og af þeim eru átta sem starfa að framleiðslu landbúnaðarvara. Ellefu sænsk fyrirtæki eru á listanum, eitt norskt og eitt finnskt og er það efst á listanum. Finnska áfengiseinkasalan er arðsamasta fyrirtækið á Norðurlöndunum og gefur nettó af sér um 30 kr. af hverjum 100 sem koma í kassann. Þjóðartekjurnar lœgri hér en íDanmörku ogNoregi HÉR að neðan má sjá hve háar þjóðartekjurnar voru á hvern íbúa í nokkrum löndum árið 1977, og eru tölurnar í dollurum. Bandaríkin 7.910 Ítalía 3.040 Belgía 6.720 Kanada 8.450 Bretland 3.940 Luxemburg 6.300 Danmörk 7.590 Noregur 7.770 Frakkland 6.560 Portúgal 1.620 Grikkland 2.400 Tyrkland 1.000 Holland 6.500 V-Þýskaland 7.240 ísland 6.610 Kínverjar juku inn- flutning sinn um 40% KÍNVERJAR juku innflutning sinn um 40% eða 10 milljarða dollara á síðasta ári. Helztu útflytjendur vara þangað voru Japanir og V-Þjóðverjar. Bandaríkjamenn voru í sjötta sæti yfir þá sem selja mest til Kína og eru á hraðri uppleið og er gert ráð fyrir því að þeir verði orðnir númer tvö innan fárra ára. Flest öll vestræn ríki hafa fengið einhverjar pantanir frá Kína. Danir, Svíar og Norðmenn seldu þangað t.d. rafbúnað, vörubíla og fóðurvörur. TEKJUR Sovérríkjanna af út- flutningi olíu námu samtals um 88,9 milljörðum D.kr. á árinu 1978 á móti 84,2 milljörðum 1977. Talið er að útflutningur þeirra til ís- lands 1978 hafi numið um 1% af heildarútflutningi þeirra á því ári. MÍR minnist 60 ára afmælis sovéskrar kvikmyndagerðar Á ÞESSU hausti er liðin 60 ár frá upphafi sovéskrar kvik- myndagerðar og hyggst félagsstjórn _ MIR, Menningartengsla íslands og Ráðstjórnarríkjanna. minn- ast afmælisins fyrst með kvikmyndasýningum í MIR-salnum, Laugavegi, og síðar með sýningum á nokkrum úrvalsmyndum í einu kvikmyndahúsanna á Reykjavíkursvæðinu. Kvikmyndasýningarnar í MIR-salnum verða dagana 25.-27. ágúst. Sýndar verðar þrjár gamlar kvikmyndir, sem telja má klassiskar í sovéskri kvikmyndasögu: myndröðin um Maxím og byltinguna, en þessar myndir voru gerðar á árunum 1934 — 1938 undir stjórn Grígorí Kozintsévs og Leoníd Traubergs. Tvær fyrstu kvikmyndanna um Maxím hafa verið sýndar áður á vegum MÍR, en síðasta myndin í röðinni, Vilborgar- hverfið, er nú sýnd hér í fyrsta skipti. Kvikmyndasýningarnar í MÍR-salnum verða sem hér segir: Laugardaginn 25. ágúst kl. 15: Æska Maxíms. Sunnudaginn 26. ágúst kl. 16: Maxím snýr aftur. Mánudaginn 27. ágúst kl. 20.30: Viborgarhverfið. Aðgangur að kvikmynda- sýningunum í MIR-salnum er ókeypis og öllum heimill. Síðar verður skýrt frá sýningum úrvalsmyndanna í kvikmyndahúsinu, hvenær og hvar þær verða, en kvik- myndirnar sem væntanlega verða sýndar eru þessar: Seigla eftir Larissu Shepitko (frá 1976), Verkfall eftir Sergei Eisenstein (1925), Og hér ríkir kyrrð í dögun eftir Stanislav Rostotskí (1972), Spartakus, ballettkvik- mynd, (1975), Hamlet, mynd Grígorí Kozintsévs (1964). Úr myndinni Maxim snýr aftur. / sýningardeild okkar á Alþjóðlegu vörusýning- unni í Laugárdalshöll sýnum við fjölhreytt úrval fagurra listmuna. í tilefni þess hjóðum við til sölu í sýningardeildinni nokkra muni úr kristal á sérstöku sýningarverði: Kertastjaka (,,Snjóboltinn“ frá Kosta) Skál (,,Rapsody“ frá Boda) Gluggaskraut („Fuglinn“ frá Boda) Verið velkomin í sýningardeild okkar (nr. 70, Aðalsal til hægri). Kynnist þar fagurri hönnunóg listrœnu yfirbragði. ALÞJOÐLEG VÖRUSÝNING INTERNATIONAL FAÍR 1979 Klingjandi kiistall-kjöigripirfiá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.