Morgunblaðið - 25.09.1979, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1979
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1979
21
Skoraði 70 stig
og setti nýtt met
TVÆR umferðir fóru fram
í Reykjavíkurmótinu í
körfuknattleik um helgina
og verður að segjast að
fátt varð um óvænt úrslit.
KR vann viðureign^ jötn-
anna gömlu, KR — ÍR, en
mesta athyglina vakti
Bandaríkjamaðurinn í liði
Ármanns, Danny Showers,
sem skoraði 134 stig í
tveimur leikjum. Þar af 70
í öðrum leiknum og er það
stigamet á íslandi. Svo
gæti farið, að kappi þessi
skori 100 stig í 1. deildinni
í vetur, ef sá er gállinn á
honum. En lítum á leikina.
Ármann — Fram
100-124 (48-63)
Þessi fyrsti leikur Reykjavíkur-
mótsins í körfuknattleik var milli
þeirra liða, sem slógust um að
komast í úrvalsdeildina í ár.
Framarar urðu hlutskarpari og
enn höfðu þeir yfirhöndina er liðin
áttust við á laugardaginn. Ár-
menningar skörtuðu nýjum Am-
eríkana, Danny Showers að nafni,
og þrátt fyrir að sá skoraði 64 stig
í þessum leik, þá voru Framarar
mun jafnari í skoruninni. í hálf-
leik var staðan 48—63 Fram í vil,
en lokatölur urðu 124—100.
Sem fyrr sagði skoraði Danny
Showers 64 stig, en aðrir voru 50
stigum á eftir honum. Hjá Fröm-
urum var John Johnson stiga-
hæstur, skoraði 38 stig, Símon
ólafsson skoraði 23 og Þorvaldur
Geirsson 22. Þorkell Sigurðsson
kom síðan með 11 stig.
KR - ÍR
99-89 (46-45)
Leikir KR og ÍR eru nær alltaf
jafnir og var þessi leikur engin
undantekning. Bæði lið mættu til
leiks með nýjan útlending, KR
með mikinn risa, Dakarsta Web-
ster að nafni, og ÍR-ingar með
stigahæsta leikmann íslandsmóts-
ins í fyrra, Mark Christensen, sem
áður lék með Þór á Akureyri. Eins
og áður sagði var leikurinn jafn og
brá oft fyrir góðum köflum hjá
báðum liðum. Er 4 mínútur voru
liðnar af síðari hálfleik var ÍR
komið 11 stigum yfir, en þá skor-
uðu KR-ingar 19 stig í röð og náðu
forystunni, sem þeir létu ekki af
hendi og sigruðu 99—89. Hjá KR
var Jón Sigurðsson langbestur, en
einnig átti „nýliðinn" Geir Þor-
steinsson góðan leik. Webster
sýndi ekkert sérstakt í sínum
fyrsta leik. Mark Christensen stóð
sig ágætlega og skoraði 23 stig í
sínum fyrsta leik með ÍR. Þá voru
bræðurnir Jón og Kristinn góðir
og skoruðu 24 og 23 stig. Fyrir KR
skoruðu mest Jón 25 stig, Webster
24 og Geir 16.
Valur - Í.S.
102-90 (54-51)
Valsmenn náðu þegar í upphafi
að komast í 8—0 og leiddu leikinn
allt fram undir miðjan hálfleik-
inn, en þá minnkuðu ÍS-menn
muninn og komust yfir 47—45 rétt
fyrir hálfleik, en í lokin skriðu
Valsmenn aftur fram úr, en stað-
an var 54—51 í hálfleik Val í hag.
Stúdentar gáfu síðan Vals-
mönnum 10 fyrstu stig seinni
hálfleiks og eftir það voru þeir í
litlum vandræðum með að inn-
byrða sigurinn. 12 stig skildu liðin
út allan hálfleikinn og lokatölur
voru 102—90.
Tim Dwyer og Þórir Magnússon
voru bestu menn Vals í þessum
leik, en auk þeirra var Torfi
Magnússon sprækur.
Trent Smock var bestur stúd-
enta, en Jón Héðinsson átti ágæta
kafla og gæti vafalaust meira ef
hann legði sig fram við það.
STIG Vals: Dwyer 30, Þórir 24,
Torfi Magnússon 15, Ríkharður
Hrafnkelsson 11, Sigurður Hjör-
leifsson, Óskar Baldursson og
Kristján Ágústsson 6 stig hver og
Jón Steingrímsson 2 stig.
STIG ÍS: Smock 37, Gísli Gíslason
og Jón Héðinsson 13 stig hvor,
Atli Arason 11, Bjarni Gunnar
Sveinsson 6 stig, Ingi Stefánsson
og Gunnar Halldórsson 4 stig hvor
og Jón Óskarsson 2 stig.
Kðrluknattlelkur
KR — Ármann
124-107 (60-51)
Ármenningar komu nokkuð á
óvart og stóðu í KR-ingum lengi
framan af og í leikhléi var aðeins
9 stiga munur. KR jók forystuna í
síðari hálfleik og sigraði með 17
stiga mun, sem var minna en búist
var við. Það sem gerðist mark-
verðast í þessum leik var, að
Bandaríkjamaðurinn í liði Ár-
manns, Daniel Shouse, var alger-
lega óstöðvandi og setti nýtt met í
stigaskorun og skoraði hvorki
meira né minna en 70 stig og var
hittni hans með ólíkindum. í lið
KR vantaði Jón Sigurðsson, sem
meiddist daginn áður í leik gegn
ÍR, og munar um minna. Dakarsta
Webster var nú mun sprækari en í
leiknum gegn ÍR og skoraði 36
stig. Þá áttu Ágúst Líndal (18
stig), Geir Þorsteinsson (22 stig)
og Eiríkur Jóhannesson (12 stig)
ágætan Ieik.
ÍR - ÍS
101-92 (48-44)
Fyrri hálfleikur í þessum leik
var mjög jafn, en undir lokin sigu
ÍR-ingar framúr og höfðu fjögurra
stiga forystu í leikhléi. ÍR byrjaði
síðari hálfleikinn mjög vel og náði
góðri forystu, sem ekki varð ógnað
og ÍR-ingar sigruðu örugglega
þrátt fyrir að Mark Christensen
T vöf alt
hjá Knapp?
VÍKINGARNIR frá Stafangri
tryggðu sér sæti í úrslitaleik
norsku bikarkeppninnar með því
að sigra Brann frá Bergen 1—0 í
undanúrslitum. „„ ,
Víkingur mætir
2. deildar liðinu Haugen í úrslit-
um og á Víkingur nú mjög góða
möguleika á þvi að vinna tvöfalt í
Voregi, þ.e.a.s. bæði deild og
úkar, en liðið stendur mjög vel
að vígi í norsku deildarkeppn-
inni.
Haugen gerði það gott í undan-
úrslitunum, vann 1. deildar liðið
Mjoendalen 3—1 á útivelli. Það
hefur verið gott ár hjá Haugen,
þvi að liðið hefur þegar tryggt
sér sæti í 1. deild að ári. Þrír
Englendingar leika með félag-
inu, Dennis Burnett, Steve Hob-
son og Dean Mooney.
fengi sína fimmtuyillu um miðjan
síðari hálfleik. ÍR-ingar verða
vafalaust sterkir í vetur, en
breiddin er sem fyrr ekki nógu
mikil. Stigahæstir í Ieiknum gegn
ÍS voru Kristinn Jör. með 26 stig,
Mark með 23, Kolbeinn Kristins-
son með 17 og Jón Jör. með 15.
Stúdentar töpuðu báðum leikjum
sínum um helgina og virkuðu ekki
nógu sannfærandi. Trent Smock
var langstigahæstur með 35 stig,
Bjarni Gunnar skoraði 14 stig og
Jón Héðinsson 12.
Valur — Fram
94-68 (47-32)
Valsmenn sýndu það gegn Fram
að þeir hafa engu gleymt frá því í
vor. Tim Dwyer og félagar hrein-
lega gengu frá efnilegu liði Fram-
ara. Strax á fyrstu mínútunum
var Ijóst hvert stefndi og í hálfleik
var orðinn 15 stiga munur Val í
vil. í seinni hálfleik slökuðu Vals-
menn aðeins á klónni, en Framar-
ar gátu aldrei fært sér það í nyt.
Lokastaðan 94 —68 og Valsmenn
líta því björtum augum á fram-
haldið.
STIGAHÆSTIR Valsmanna voru:
Tim Dwyer 26 stig, Þórir Magnús-
son 20, Torfi Magnússon 11 og
Kristján Ágústsson 12 stig.
Hjá Fram var John Johnson
með 29 stig, Símon Ólafsson 19 en
aðrir mun minna.
Eftir fyrstu tvær umferðir
þessa Reykjavíkurmóts verður
ekki annað sagt, en að veturinn
lofi góðu. Leikmenn virðast ætla
að halda áfram þar sem frá var
horfið í fyrra. Jafnvel dómgæslan
var betri en við mátti búast eftir
Ianga hvíld yfir sumarmánuðina.
ÁG/gig
STAÐAN: 1 u t stig
Valur 2 2 0 196:158 4
KR 2 2 0 223:1% 4
ÍR 2 1 190:191 2
Fram 2 1 1 192:194 2
ÍS 2 0 2 182:203 0
Ármann 2 0 2 207:248 0
Hurð skellur nærri hælum við mark Valsmanna, en þarna var ekki skorað írekar en úr öðrum færum í leiknum.
Ljósm. Emilía.
Hvaða lið fær UEFA-sætið?
Valur og Akranes þurfa að leika á ný.
ÞAÐ er enn óútkljáð hvort það
verður Valur eða Akranes sem
tekur þátt í UEFA-keppninni
næsta ár fyrir íslands hönd.
Aukaleik liðanna um 2. sætið i
Islandsmótinu og þar með þátt-
tökurétt i UEFA-keppninni, sem
fram fór á sunnudaginn, lauk
með markalausu jafntefli eftir
framlengingu. Liðin verða því að
reyna með sér að nýju og verður
sá leikur á Laugardalsvellinum
n.k. laugardag kl. 14. Það er eins
gott að úrslit fáist i þeim leik því
á sunnudaginn halda bæði liðin
utan til þátttöku i Evrópumótun-
um og siðan liggur leið flestra
leikmanna til sóiarlanda og þvi
alls óvist hvenær hægt verður að
leika enn einn aukaleikinn. Má
telja liklegt að vítaspyrnukeppni
verði látin útkljá málið ef leikur-
inn á laugardag endar með jafn-
tefli.
Leikurinn á sunnudaginn var
bráðskemmtilegur á að horfa þótt
engin væru mörkin. Bæði lið léku
vel en Valsmenn þó mun betur og
hafa þeir ekki leikið jafn vel frá
því í miðju Islandsmóti. Maður
var hreinlega búinn að gleyma því
hve góðir Valsmenn geta verið á
góðum degi, svo langt er um liðið
síðan þeir féllu í öldudalinn. Hvað
eftir annað komu þeir vörn Skaga-
manna í vandræði með góðum og
markvissum samleik og aðeins
frábær markvarzla hins unga
markvarðar Bjarna Sigurðssonar
kom í veg fyrir, að Valsmenn færu
með sigur af hólmi. Skagamenn
fengu einnig góð marktækifæri en
þau voru færri og enduðu flest
með skotum framhjá markinu.
Inattspyrna
9 Spánartitlar
í safni Barcelona
• Jón Sigurðsson körfubolt-
amaður, átti góðan leik með liði
sinu KR gegn ÍR, en var fjarri
góðu gamni gegn Ármanni.
BARCELONA er enginn nýgræð-
ingur i knattspyrnunni. Félagið
hefur niu sinnum orðið Spánar-
meistari, siðast 1974 undir stjórn
Johans Cruyff. 18 sinnum hefur
félagið unnið spænsku bikar-
keppnina, siðast 1978.
Barcelona er einnig eitt af
ríkustu félögum veraldar og
óviða eru knattspyrnumenn jafn
hátt launaðir. Engan skal undra
það, þegar mæta að jafnaði
90.000 áhorfendur á hvern ein-
asta heimaleik liðsins. Völlurinn
tekur ekki fleiri. En forráða-
menn kunna ráð viö þvi og nú eru
i gangi breytingar á áhorfenda-
svæðum vallarins Nou Camp, sem
gera mun 100.000 áhorfendum
kleift að troða sér inn á völlinn.
Ekki er vafi að þessi aukasæti
verða þéttsetin, þar sem jafnan
komast færri að en vilja á heima-
leiki Barcelona.
• Carlos Rexach, kunnur
spænskur landsliðsmaður
í liði Barcelona.
Skagamenn voru frískari til að
byrja með og strax á 5. mínútu
komst Kristján Olgeirsson í
dauðafæri en skaut himinhátt yfir
þegar mark blasti við. Skömmu
síðar átti Árni Sveinsson þrumu-
skot að Valsmarkinu en Sigurður
Haraldsson, sem kominn var í
markið á ný, varði skot hans mjög
vel. Nú fóru Valsmenn í gang svo
um munaði og varð Bjarni að taka
á honum stóra sínum til að verja
skot og skallabolta Inga Bjarnar,
Harðar og Magnúsar Bergs.
I hálfleik kom Sveinbjörn inn á
fyrir Árna Sveinsson sem var
meiddur og friskaðist framlína
Akurnesinga við það. Sóttu bæði
liðin á báða bóga en sóknarleikur
Valsmanna var liprari og sóknar-
lotur þeirra þyngri. Þegar líða tók
á hálfleikinn fengu Valsmenn
nokkur góð tækifæri, sem flest
sköpuðust eftir einleik Ólafs Dani-
valssonar, sem nú lék sinn lang-
bezta leik með Val. Albert komst
einn upp að markinu en Bjarni
bjargaði mjög vel með úthlaupi og
skömmu síðar komst Ingi Björn í
dauðafæri en enn á ný varði
Bjarni meistaralega. Þremur mín-
útum fyrir leikslok munaði svo
litlu að Skagamenn skoruðu mark.
Tveir framherjar liðsins lágu þá
óvígir í vítateig Valsmanna en
Sveinbjörn lét það ekkert setja sig
úr jafnvægi, lék á þrjá Valsmenn
og renndi boltanum út á Sigurð
Halldórsson miðvörð sem kominn
var í sóknina en hann skaut yfir af
þriggja metra færi.
Nú var framlengt og gerðist þá
fátt markvert utan hvað Jón
Einarsson komst í dauðafæri
skömmu fyrir leikslok en enn á ný
varði Bjarni frábærlega.
Skagamenn geta þakkað Bjarna
markverði að þeir eiga enn mögu-
leika á UEFÁ-sætinu. Hann var
frábær í markinu, bezti maður
vallarins. Auk hans áttu góðan
leik hjá ÍA miðverðirnir Jón og
Sigurður, tengiliðirnir Kristján og
Jón Alfreðsson og Sveinbjörn var
sprækur eftir að hann kom inn á.
Og talandi um Jón Alfreðsson má
skjóta því að, að það er undravert
hve mikla yfirferð hann hefur á
vellinum.
Valsliðið átti í heild góðan dag.
ólafur Danivalsson var bezti mað-
ur liðsins að þessu sinni en einnig
áttu þeir mjög góðan leik Guð-
mundur, Hörður, Dýri og Albert,
sem loksins virðist vera að ná sér
eftir slakt sumar. Þá átti Sigurður
góðan leik í markinu.
f STUTTU MÁLI:
Laugardalsvöllur 23. september, aukaleik-
ur um 2. sætift i íslandsmfttinu, Valur—ÍA
0.0 (eftir framlengingu).
Áminningar: Jón Alfreftsson og Dýri Guft-
mundsson bókaðir.
Áhorfendur: 1447.
LIÐIN:
Valur: Sigurður Haraldsson, Magnús Bergs,
VllhJAImur Kjartansson (Þorgrimur Þráins-
son). Hörftur Hilmarsson, Dýrl Guðmunds-
son, Sævar Jónsson, Ingi Björn Albertsson,
Atli EAvaldsson, Albert Guftmundsson, Guft-
mundur Þorbjörnsson, Ólafur Danivalsson.
lA: Bjarnl Slgurðsson. Guðjón Þórðarson,
Jóhannes Guðjónsson, Sigurður Lárusson,
Slgurður Halldórsson, Kristján Olgeirsson.
Jón Gunnlaugsson, Jón Alfreðsson, Árnl
Svetnsson (Sveinbjörn Hákonarson), Krist-
Inn Björnsson, Sigþór Ómarsson (Guðbjörn
Tryggvason).
- ss
Haustbragur á
handknattleiknum
4 LEIKIR voru keyrðir í gegn í Reykjavikurmótinu í handknattleik á
laugardagseftirmiðdaginn, tveir i hvorum riðli sem leikið er i. Þarna
fór fram dæmigerður hausthandbolti, þó svo að góðir sprettir hafi
iðulega sést. Merkilegast var að sjá hvernig hinir nýju menn liðanna
spjöruðu sig. Ólafur H. Jónsson og Sigurður Sveinsson hjá Þrótti,
Stefán Halldórsson og Gunnar Lúðviksson hjá Val, Þorbergur
endurheimtur til Víkings erlendis frá, eins þeir Hannes Leifsson og
Andrés Bridde, Framararnir, sem léku með Eyjaþór á síðasta
keppnistimabili, o.fl. o.fl.
Valur - ÍR
23-23 (11-9)
Óvænt úrslit, óumdeilanlega.
Framan af var Valur mun
sterkari, en ÍR-ingarnir sýndu
seiglu og áttu jafntefli skilið fyrir
hinn góða endasprett, en staðan
var 22—20 þegar stutt var til
leiksloka.
Jöfnunarmarkið skoraði Bjarni
Bessason þegar aðeins 20 sekúnd-
ur voru til leiksloka. Var markið
sögulegt. ÍR-ingar náðu knettin-
um og löng sending var gefin fram
á Bjarna. Ólafur Benediktsson
markvörður varð þó fyrri til og
virtist ná knettinum. Skullu þeir
Ólafur o'g Bjarni saman með þeim
afleiðingum að Bjarni handsamaði
knöttinn og sendi hann í autt
markið. Þegar Rögnvaldur Erl-
ingsson dómari dæmdi markið
gilt, reiddist Ólafur og hrinti
honum í gólfið. Ekki verður hér
rætt um réttmæti dómsins, en
Ólafur á nú vafalaust yfir höfði
sér lengra eða skemmra leikbann.
Nýju mennirnir hjá Val, þeir
Stefán Halldórsson og Gunnar
Lúðvíksson, stóðu fyrir sínu, eink-
um þó Gunnar, sem er ógnandi og
skemmtilegur hornamaður.
Mörk Vals: Bjarni 8, Stefán Gunn-
arsson og Stefán Halldórsson 4
hvor, Þorbjörn G. 3, Gunnar 2, Jón
K. og Steindór 1 mark hvor.
Mörk ÍR: Bjarni Bessason 6,
Ársæll Hafsteinsson 4, Bjarni
Hákonarson 3, Pétur Valdemars-
son og Guðjón Marteinsson eitt
hvor.
Víkingur — Fram
27-17(13-10)
Yfirburðir Víkings voru ekki í
samræmi við lokatölur leiksins
fyrr en síðasta stundarfjórðung-
inn eða svo. Víkingur var þó
sterkari allan tímann, en Framar-
arnir héngu í þeim. Víkingsvélin
hikstaði dálítið, en hrökk í gang
þess á milli. Jens stóð í markinu í
fyrri hálfleik og varði vel, m.a. 3
vítaköst. Nýliði hjá Víkingi, Guð-
mundur Guðmundsson, vakti
einnig athygli fyrir góðan leik, en
hann fiskaði 3 víti og átti aðra
sendingu sem gaf mark. Hannes
var skæðastur Framara, lítið bar
á öðrum.
Mörk Víkings: Sigurður Gunn-
arsson 7, Erlendur Hermannsson
5, Þorbergur Aðalsteinsson 4,
Steinar Birjcisson 3, Páll Björg-
vinsson, Arni Indriðason og
Magnús Guðmundsson 2 hver og
Ólafur Jónsson eitt mark.
Þróttur — Ármann
18—16 (10—12)
Þróttur, með Óla Jóns og Sigurð
Sveinsson í fararbroddi, vann sig-
ur á Ármanni, en leikur þessi var
sá slakasti þennan dag. Hama-
gangur og skipulagsleysi réð
ríkjum, allir ætluðu að gera allt
upp á eigin spýtur. Ármenning-
arnir höfðu forystuna framan af
og voru þá betri, Þróttararnir sigu
hins vegar fram úr og unnu góðan
sigur.
Áhorfendur fengu að sjá þessi
frægu þrumuskot Sigurðar
Sveinssonar og eru sannarlega
ekki margir gæddir slíkum skot-
krafti. Ef veðja ætti á markakóng
í 2. deild í vetur, væri sterkt að
veðja á Sigga Sveins.
Mörk Þróttar: Sigurður Sveins-
son 9, Ólafur 4, Sveinlaugur 2 og
Magnús 1 mark.
Mörk Ármanns: Þráinn 5, Björn
4, Friðrik 3, Bragi 2, Jón Viðar 1
mark.
KR - Fylkir
18-27 (10-13)
Það þarf margt að laga hjá KR
ef leiðin á ekki að liggja beinustu
leið niður í 2. deild aftur. Tíminn
er naumur. Eftir að jafnræði hafði
verið framan af, tóku Fylkismenn
leikinn algerlega í sínar hendur og
skoruðu hvert markið af öðru gegn
stöðum KR-ingunum. Með KR lék
að þessu sinni Konráð Jónsson,
markakóngurinn mikli úr Þrótti.
Hann var frekar lítið með og gekk
litlu betur en öðrum KR-ingum að
finna leiðina í netið að baki Jóni
Gunnarssyni, sem var maður
dagsins á laugardaginn, varði flest
með kjafti og klóm, t.d. skoraði
KR ekki mark fyrstu 15 mínútur
síðari hálfleiks.
Mörk KR: Konráð og Haukur 3
hvor, Kristinn, Þór, Friðrik og
Jóhannes 2 hver, Þorvarður,
Haukur Geirmundsson og Björn
eitt mark hver.
Mörk Fylkis: Guðni 6, Magnús
og Gunnar 4 hvor, Sigurður 3,
Ragnar, Guðmundur og Ögmund-
ur 2 hver, Stefán eitt mark. — gg.
Ingibjörg kom a
óvart á Burknamótinu
FYRSTA Burknamót haustsins
var haldið í Hafnarfirði um
helgina og var þá keppt í kast-
greinum kvenna. Verða mót þessi
haldin vikulega þar til vetur
gengur í garð, en reynt síðan að
halda mótið öðru hvoru í vetur.
Ingibjörg Guðmundsdóttir kom
mjög á óvart með frammistöðu
sinni í mótinu, sem er annað meiri
háttar mót hennar. Hún sigraði
örugglega í öllum greinunum,
varpaði kúlu 9,75 metra, kastaði
spjóti 30,40 metra og kastaði
kringlunni 26,10 metra. Lára Hall-
dórsdóttir varð önnur bæði í
kúluvarpi og spjótkasti, kastaði
kúlunni 8,61 metra og spjótinu
29,10 metra. Hún varð síðan þriðja
í kringlukasti með 22,10 metra
kast.
Anna Haraldsdóttir varð önnur
í kringlukasti með 24,20 metra.
Hún varð einnig þriðja í kúlu og
spjóti 8,32 metra í kúlu og 23,10
metra í spjótinu.
Nýir menn til Derbv
Framkvæmdastjóri eins af
botnliðum ensku knattspyrnunn-
ar. Derby, keypti í gær tvo nýja
leikmenn og seldi einn. Er það
von hans og annarra velunnara
Derby að breytingarnar verði til
hins betra hjá félaginu.
Addison borgaði Hereford Utd.
110.000 sterlingspund fyrir Steve
Emery, tengilið. Enn meira kom
þó á óvart að hann festi kaup á
Roger Davies, fyrrverandi leik-
manni Derby. Davies lék í sumar
með Grófhálsunum frá Tulsa í
Bandaríkjunum og gerði það gott.
Hann lék áður með Derby fyrir
nokkrum árum og síðan með
Leicester. Kappinn þykir frábær
þegar sá gállinn er á honum, en að
sama skapi lélegur þar fyrir utan.
Davies var ódýr, kostaði aðeins
40.000 pund.
Þá var gengið frá sölu miðvarð-
arins sterka Steve Wicks, sem fer
til Tommy Dochetry hjá QPR
fyrir 300.000 sterlingspund. Wicks
lék áður með Chelsea og hafði hug
á að komast aftur til Lundúna.
Haukar sigruðu FH
FH nægði ekki þrír nýir leik
menn, Magnús Teitsson, Pétur
Ingólfsson og Eyjólfur Bragason,
til þess að vinna sigur á Haukum,
er liðin áttust við i hinum árlega
ESSO-bikarleik. Haukarnir
hrepptu bikarinn þetta árið,
unnu FH 27—26, eftir að staðan í
hálfleik hafði verið 15—11 fyrir
Hauka.
Haukar komust í 5 — 1 á
skömmum tíma, en áður en langt
um leið höfðu FH-ingar gert
þann mun að engu og staðan varð
jöfn á tiunda marki, 10—10. Þá
tóku Haukarnir annan kipp og
sigldu fram úr, náðu 4 marka
forskoti.
FH-ingar minnkuðu muninn
mjög í síðari hálfleik, allt þar til
þeim tókst að jafna í 18—18. Hið
sveiflukennda lið Hauka tók þá
nýjan fjörkipp og seig fram úr á
nýjan leik, skoraði næstu fjögur
mörkin. FH-ingar hófu þegar í
stað að saxa á forskotið og hefðu
líklega jafnað ef tíminn hefði
reynst nægur. En hann rann út og
Haukar hrepptu því Tobbasjoppu-
bikarinn eftirsótta.
Svo virðist sem reikna megi með
báðum liðum þessum sterkum
þegar kemur fram í íslandsmótið,
ekki síst FH, þrátt fyrir tapið,
með þrjá nýja og sterka leikmenn.
Markhæstir Hauka: Hörður 8 og
Andrés 6 mörk.
Markhæstir FH: Geir 7 og Pétur
Ingólfsson 6 mörk. G.G.