Morgunblaðið - 25.09.1979, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1979
25
HIP mót-
mælir
verð-
hækkunum
FULLTRÚARÁÐ Hins íslenzka
prentarafélags samþykkti á
fundi sínum hinn 20. september
ályktun, þar sem mótmælt er
siendurteknum hækkunum, sem
dunið hafi yfir launafólk og hafa
i för með sér siminnkandi kaup-
mátt. Ályktun HÍP er svohljóð-
andi:
„Á síðustu mánuðum hefur
verkalýðshreyfingin haldið uppi
lágmarkslaunakröfum og tekið
þannig fullt tillit til fullyrðinga
stjórnvalda um lélegan efnahag.
Með þessari stefnu var þess
vænzt, og raunar gefin um það
fyrirheit af stjórnvöldum, að verð-
lagi yrði haldið í skefjum, þannig
að umsaminn kaupmáttur laun-
taka héldist óskertur.
Því mótmælir fundurinn harð-
lega þeim margendurteknu verð-
hækkunum, sem dunið hafa yfir
launafólk að undanförnu og hafa í
för með sér síminnkandi kaup-
mátt.
Slík vinnubrögð eru ekki nú,
frekar en áður, til þess fallin að
auka traust almennings á stjórn-
völdum.
Fundurinn skorar því a verka-
lýðshreyfinguna að halda vel vöku
sinni í komandi kjaraátökum og
snúa vörn í sókn.“
Fjölbrautaskóli
settur á
Sauðárkróki
Sauóárkróki, 24. september 1979.
FJÖLBRAUTASKÓLINN á
Sauðárkróki var settur i
fyrsta skipti á laugardag að
viðstöddu fjölmenni. Meðal
gesta við skólasetninguna
voru þingmenn og ráðherrar.
Jón Ásbergsson formaður
skólanefndar setti athöfnina
og stjórnaði henni. Aðrir
ræðumenn voru Ragnar Arn-
alds menntamálaráðherra,
Þorbjörn Árnason, forseti
bæjarstjórnar Sauðárkróks
og Jón Hjartarson, nýskip-
aður skólastjóri.
Jón Hjartarson gat þess m.a.
í skólasetningarræðu sinni að
tæplega 90 nemendur yrðu í
skólanum í vetur.
Fjölbrautaskólinn er til húsa
í húsnæði Gagnfræðaskólans,
en í haust var hafin bygging
verkmenntunarhúss og er þess
vænst að smíði þess verði
hraðað.
Nánari frásögn af setningu
Fjölbrautaskólans birtist í
Morgunblaðinu síðar.
-. Kári.
Benedikt
ávarpar alls-
herjarþing
SÞ í dag
BENEDIKT Gröndal, utanríkis-
ráðherra, hélt vestur um haf
síðastliðinn föstudag til þess að
sækja 34. allsherjarþing Samein-
uðu þjóðanna og mun hann sitja
þingið til 28. september næstkom-
andi.
Benedikt Gröndal mun taka
þátt í almennri umræðu þingsins
og er ráðgert að hann flytji ræðu
sína í dag.
Nám í Norðurlandamáli skap-
ar tengsl við 20 millj. manna
í NORRÆNA húsinu var haldin um helgina ráðstefna um
kennslu í Norðurlandamálunum og var það Norræna félagið í
Reykjavík sem stóð fyrir ráðstefnunni í samvinnu við mennta-
málaráðuneytið. Slikar ráðstefnur eru haldnar á öllum Norður-
löndunum að frumkvæði Menningarmálaskrifstofu Norðurlanda.
Um 60 fulltrúar sóttu ráðstefnuna. bæði innlendir og erlendir.
Norræna féiagið skipulagði ráðstefnuna í samvinnu við ýmsa
aðila í Háskóla íslands og utan hans. Miklar umræður urðu á
ráðstefnunni í kjölfar ýmissa erinda sem flutt voru. en
samkvæmt upplýsingum Hjálmars ólafssonar formanns Norr-
æna félagsins virtist sem allir væru sammála um það að menn
væru ekki aðeins að læra eitt tungumál með þvi að læra
Norðurlandamál, þvi að i rauninni væri veerið að opna möguleika
á tengslum við alls um 20 milljónir ibúa á þessu svæði.
„Það kom fram,“ sagði Hjálm-
ar, „að margir telja að börn séu
látin hefja dönskunám of
snemma og komu m.a. fram
hugmyndir að færa dönsku-
kennsluna aftur um eitt ár, þ.e.
hefja hana hjá 11 áa börnum í
stað 10 ára. Rökin fyrir því eru
m.a. þau að börnin séu á þessu
aldursskeiði ennþá að læra sitt
eigið tungumál og öðlast skiln-
ing á ýmsum hugtökum þess.
Hins vegar kom fram hjá mörg-
um ráðstefnumönnum að nauð-
synlegt sé að hafa ekki færri en
fjórar kennslustundir í viku í
erlendu máli.
Þá var rætt um það að í
kennslubókum í dönsku verði
einnig texti á sænsku og norsku
og jafnframt var fjallað um
nauðsyn þess að endurskoða
kennslubækur í dönsku, en það
hefur ekki verið gert síðan
kennslan var færð niður í yngri
aldursflokka."
Þá kvað Hjálmar menn hafa
rætt talsvert um það að ekki
Hjálmar ólafsson formaður
Norræna félagsins.
væri nóg haldið á loft fyrir
nemendur að samkvæmt lögum
gætu þeir ráðið hvaða Norður-
landamál þeir vildu læra og kom
fram vilji til þess að vekja meiri
athygli á þessu.
Einnig var m.a. rætt um nauð-
syn þess að Menningarmála-
skrifstofan efndi til námskeiðs
fyrir jaðarríkin í norræna sam-
starfinu, þ.e. Grænlendinga, ís-
lendinga, Færeyinga, Finna og
Sama. Var samþykkt ósk til
Menningarmálaskrifstofunnar
um að halda slíka ráðstefnu.
Þátttakendur í ráðstefnunni
voru frá Færeyjum, Danmörku,
Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og
Islandi. Frá innlendum félögum
voru m.a. fulltrúar frá mennta-
málaráðuneytinu, samtökum
kennara og skólastjóra, Norr-
æna félaginu, Dansk kvindeklub,
Færeyingafélaginu, félaginu ís-
land Færeyjar, Normanslaget,
Finnlandsvinafélaginu, Græn-
landsvinafélaginu, Námsflokk-
um Reykjavíkur og fleiri aðilum.
Fyrirlesarar voru Gustav
Skuthalla frá Danmörku,
Christina Andersson frá Finn-
landi, Elizabeth Nylund frá Sví-
þjóð, Hörður Bergmann og Guð-
rún Halldórsdóttir.
EndurskoðunFramleiðsluráðslaganna:
Slitnaði upp úr starfi
nefndar st jórnarflokka
SLITNAÐ hefur upp úr starfi
nefndar stjórnarflokkanna
þriggja, sem hafði það hlutverk
að reyna að ná samkomulagi um
heildarendurskoðun laga um
Framleiðsluráð landbúnaðarins,
verðskráningu, verðmiðlun og
sölu á landbúnaðarvörum o.fl. I
nefndinni áttu sæti Jónas Jóns-
son ritstjóri fyrir hönd Fram-
sóknarflokksins, Vilmundur
Gylfason, alþingismaður fyrir
hönd Alþýðuflokksins og Helgi
Seljan alþingismaður fyrir hönd
Alþýðubandalagsins. Mun hafa
slitnað upp úr starfi nefndarinn-
ar vegna ákvæðis laganna um
svokallaða tekjuviðmiðun bænda
og skylduliðs þeirra en sam-
kvæmt þvi skal launaliður bónd-
ans miðaður við kaupgjald verka-
manna og iðnaðarmanna. Vildi
Vilmundur Gylfason að þetta
ákvæði félli niður en hinir full-
trúarnir stóðu fast gegn því.
Þótti mönnum þá sýnt að ekki
væri til staðar neinn samkomu-
lagsgrundvöllur innan nefndar-
innar og hefur hún nú hætt
störfum.
Þegar nefndin hætti störfum
hafði hún ekki enn tekið til
umræðu hugsanlegar breytingar á
útflutningsbótakerfinu en talið
var að tillögur um það kynnu að
valda ágreiningi milli stjórnar-
flokkanna. Tekjuviðmiðunar-
ákvæðið, sem ágreiningur reis um
nú, var einnig ágreiningsatriði við
endurskoðun Framleiðsluráðslag-
anna á árinu 1972, en þá vildi
Björn Jónsson forseti Alþýðu-
sambands íslands að það yrði fellt
niður.
Þessi nefnd stjórnarflokkanna
var sett á laggirnar eftir að nefnd
skipuð fulltrúum bænda og sam-
taka vinnumarkaðarins hafði skil-
að tillögum um heildarendurskoð-
un Framleiðsluráðslaganna en sú
nefnd klofnaði og skiluðu fulltrúar
Alþýðusambandsins og Vinnuveit-
endasambandsins minnihlutaáliti.
Steingrímur Hermannsson land-
búnaðarráðherra lagði fram í
ríkisstjórninni tillögur um end-
urskoðun laganna á grundvelli
þessara tillagna nefndarinnar en
innan ríkisstjórnarinnar náðist
ekki samkomulag um að flytja
frumvarp á Alþingi um þær breyt-
ingatillögur. Var því ákveðið að
skipa fyrrnefnda nefnd stjórnar-
flokkanna, sem nú hefur hætt
störfum.
4 umferðaróhöpp á
Húsavík um helgína
FJÖGUR umferðaróhöpp urðu á
Ilúsavík og nágrenni um helgina.
þar af tvö stórvægileg. Á föstu-
dagskvöld varð árekstur tveggja
bíla í Ljósavatnsskarði og
skemmdust báðir bilarnir mjög
mikið. annar þeirra er talinn
ónýtur. Slys urðu þó ekki á
mönnum.
Á laugardag varð minniháttar
árekstur á Húsavík, og aðfarar-
nótt laugardagsins varð útafakst-
ur í Aðaldalshrauni skammt frá
flugvellinum; billinn skemmdist
mjög mikið en engin meiðsl urðu á
fólki.
Á sunnudag varð síðan harður
árekstur rétt sunnan við kaup-
staðinn. Tvennt þurfti að flytja til
Reykjavíkur á sjúkrahús; var ann-
ar aðilinn með höfuðáverka en
hinn hafði lærbrotnað.
r
Utvarpsskákin
Svart: Guðmundur
Ágústsson, íslandi.
Hvítt: Hanus
Joensen, Færeyjum.
1. e4 — e6
2. d4 - d5
3. Rd2 — c5
4. exd — exd
5. Bb5+ — Rc6
6. De2+ — Be6
7. Rf3 -
INNLENT