Morgunblaðið - 25.09.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.09.1979, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1979 Þú getur byrjað að telja hann út! Hann borðar orðalaust allt sem ég set á borðið BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Spurning, sem varnarspilari veltir oft fyrir sér er hvenær best og nauðsynlegt sé að trompa með hæsta trompi varnarinnar. Sé hægt að gefa nokkra reglu um þetta er hún þessu lík: Hafir þú engan möguleika á að komast inn er best að trompa við fyrsta tækifæri. En ef þú sérð möguleika á innkomu er betra að bíða og fá tvö tromp í trompið þitt. Norður gaf, allir utan. Norður S g H. ÁK105 T. K963 L. Á964 COSPER Hvað hefur orðið af gömiu konunni. Það er svo langt siðan hún hringdi og sagðist ætla að koma? Gleymd börn í Garðabæ Það er eftirtektarvert að í okkar þjóðfélagi skuli finnast svo margir hópar gleymdra barna. í Garðabæ finnst einn slíkur hópur (eining). í þeim bæ, sem hefur hvað hæstar meðaltekjur landsmanna og stjórnað er af sjálfstæðismönnum, eru börn, sem ekki er hægt að segja annað um, en að þau mæti verulegum fjandskap af bæjar- stjórnendum, en þessi börn eru börn einstæðra foreldra, það er hreinlega ekki gert ráð fyrir þeim neins staðar. Þetta er á sama tíma og sjálf- stæðismaður leggur fram þá til- lögu á Alþingi að bannaðar verði fóstureyðingar, sem gerðar eru af félagslegum ástæðum. Þessi þing- maður ætti að leggja leið sína suður í Garðabæ og fá ofurlitla innsýn í þá opinberu þjónustu, er þessi bær veitir. Einstætt foreldri í Garðabæ stendur ekki vel að vígi. Þeir sem ekki hreinlega hafa tekjur til að ráða ráðskonu eða vinnukonu á heimilið (ef hún þá fæst), hafa enga kosti, þeim er hreinlega ekki gert kleift að sjá fjölskyldu sinni farborða. í Garðabæ er hvorki til dagheimili né skóladagheimili. Leikskóli er hins vegar til, mikið og veglegt hús, reist fyrir heima- vinnandi húsmæður, sem er ofviða að hafa ofan af fyrir börnum sínum, og merkilegt nokk, slagorði sósíalista: „réttur hvers barns er að vera á leikskóla", er óspart veifað í þessum bæ sjálfstæðis- manna. Börn þeirra foreldra, sem af illri nauðsyn þurfa að koma þeim fyrir á uppeldisstofnunum, hafa þó engan rétt. Einkagæzla barna í dag kostar hjá svokölluðum „dagmömmum" L^Lausnargjald 1 Persíu Eftir Evelyn Anthony Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á islenzku Austur S. Á10942 H. G63 T. 2 L. K875 Suður S. D83 H. D97 T. ÁG876 L. D2 Suður varð sagnhafi í 5 tíglum og vestur fann besta útspilið — laufgosa. Sagnhafi varð að taka með ásnum því hann sá fram á, að ef trompin féllu ekki 2—2 og austur ætti laufkóng yrði spilið óvinnandi. Betra væri að taka tvisvar tromp og vona, að hægt yrði að láta lauf í fjórða hjarta. Eftir fyrsta slaginn tók hann því á trompkóng og ás og tók hjartaslagina. Vestur átti kost á að trompa fjórða hjartað en sá að sér og lét í þess stað háan spaða. Og þegar spaða var spilað næst frá borðinu lét austur lágt, vestur fékk slaginn og gat þá tekið á trompdrottninguna. Og eitt tromp í borði nægði ekki til að trompa spaðaspilin tvö á hendi sagnhafa — einn niður. 69 Hún yrði líflátin eins og það hét á þeirra máli. Hann minntist með hryllingi myndar af þýzkum diplómata sem hafði verið skotinn ú höfuðið eftir mannrán sem hafði ekki skilað ræningjunum þvf sem þeir heimtuðu. Hann var niðurbrotinn og hugsjúkur. Hræðilegar hugsan- ir leituðu á hann. Logan var að vfsu brugðið. En ef þeir krefð- ust nú lausnargjalds sem hann væri ekki reiðubúinn til að iáta af hendi. Hann gekk út f garð- inn að finna Ardalan hershöfð- ingja. Hann hafði reynt að finna skýringu á heimsókn Homsa. Engan mátti gruna hvað var á döfinni. Ardalan hafði skemmt sér konunglega í samkvæminu. Hann var hress og glaðsinna félagsvera sem hafði unun af þvf að hitta fólk, flugelda- sýningin hafði tekizt mætavel. Hann ók heim ásamt eiginkonu sinni og þegar heim kom settust þau út á veröndina og hann fékk sér viskfiögg fyrir svefn- inn. Hann trúði ekki einu orði af þvf sem Kelly hafði sagt til skýringar. Það var hreinasta snakk. Sýrlendingurinn hafði f fórum sfnum sjaldgæf koptisk handrit sem hann hélt að Logan Fieid kynni að hafa áhuga á að kaupa. Hann hafði heyrt að Field safnaði sjaldgæfum hlut- um af ýmsu tagi og Logan hafði fengið á tilfinninguna að bann- að væri að taka slfk skjöl úr landi. Hann hafði sagt honum að hann hefði engan áhuga á að taka þátt í þessu fyrst vafi léki á um lögmæti þess og sagt honum að snúa sér annað. Þetta var ijómandi sannfær- andi saga og undir öðrum kringumstæðum hefði hershöfð- inginn trúað henni. ólögleg viðskipti af þessu tagi stóðu með mesta blóma, og þess vegna hefði þetta vel getað staðizt. Hann hafði hlustað kurteislega og þakkað KelJy fyrir að segja sér frá þessu. Hann hafði meira að segja bætt því varfærnislega við að svo gæti farið að Homsi ætti sfðar eftir að bjóða eitt- hvað annað. Hann hafði veitt því athygli að eftir að Logan ræddi við Homsi höfðu hvorki Kelly né Field sézt í langan tíma. Þegar Logan slóst aftur í hópinn hafði yfirbragð hans ekki borið með sér að honum hefði verið boðið merkilegt handrit til kaups. Og hönd James Kelly hafði skolfið þegar þeir kvöddust. Ardalan var snillingur f að greina hræðslu. Og hann sá hræðslu í augum þeirra beggja Logan Fields og James Kelly. | Hann lauk úr glasinu sfnu. Stykkin f púsluspilinu voru að byrja að skila sér. Ekki vafi á því að stærsta stykkið var í höndum Sýrlendingsins. Og önnur mjög mikilvæg voru án efa hjá Logan Field sjálfum. — Ástin mín, sagði Janet — kemurðu ekki með inn. Logan hafði ekið henni til hótelsins og farið með henni að lyftunni og hún varð mjög hissa þegar hann kyssti hana eins og annars hugar á kinnina. Hann hafði ekki virzt f neinu sólskins- skapi seinni hluta kvöldsins og þar sem hún þekkti hann vel hafði hún tekið eftir því að hann hafði verið þvingaður í framkomu þótt hann reyndi að láta ekki á neinu bera. — Nei, ekki í kvöld, sagði hann. — Ég er slituppgefinn. Lyftan var að koma niður. — Er nokkuð að? Þú virðist ekki alveg eins og þú átt að þér. Hún lagði höndina á handlegg hans. — Nei, það er ekkert að, sagði Logan. — Ég hringi tií þín í fyrramálið áður en við förum á skrifstofuna. Lyftudyrnar opnuðust og hún sté inn. Hann hafði snúizt á hæli og var að ganga á braut þegar hún lagði af stað. Eileen hafði aldrei komið til Meath House. Faðir hennar hafði verið stuttur í spuna og lítt vinsamlegur í sfmanum. Vestur S. KG75 H. 842 T. D104 L. G103

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.