Morgunblaðið - 25.09.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1979
37
kr. 85.360, á sama tíma og barns-
meðlag er kr. 23.500 með þeim
börnum, sem ekki fá inni á dag-
heimilum. Þessar greiðslur eru
inntar af hendi bæði í Reykjavík,
Kópavogi og Garðabæ, en sá er
munurinn á Reykjavík og Kópa-
vogi, að þessi mikli aukakostnaður
einstæðra foreldra spannar yfir-
leitt ekki nema nokkra mánuði,
eða þar til barn fær inni á dag-
heimili, þar sem kostnaður er sá
sami og barnsmeðlag. í Garðabæ
hins vegar varir þetta ástand þar
til barn hefur skólagöngu og það
sem verra er, skattstofan tekur
ekkert tillit til þessara auka-
greiðslna, barnafrádráttur sá
Þessir hringdu . . .
• Siðspillandi
sjónvarps-
efni
Nokkrar konur höfðu sam-
band við Velvakanda í gær vegna
nýja framhaldsmyndaflokksins í
sjónvarpinu, „Seðlaspils". Fyrsti
þáttur þessa flokks var sýndur s.l.
sunnudag.
Konurnar vildu eindregið mót-
mæla sýningu þessara þátta og
töldu þá bæði siðspillandi og
ógeðslega og sögðu það ekki vera
hægt að koma með slíkt inn á
heimili fólks. Vildu þær í staðinn
fá einhverja fallega þætti eða
kvikmyndir, sérstaklega þar sem
um sunnudagskvöld væri að ræða.
Einnig vildu konurnar mótmæla
þessari sífelldu hippatónlist, eins
og þær orðuðu það. Vildu þær í
staðinn fá klassíska tónlist í
sjónvarpið.
skaiT
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á opnu alþjóðlegu skákmóti í
Heidelberg í Þýzkalandi sem lauk
um síðustu helgi kom þessi staða
upp í skák þeirra Lobrons,
V-Þýzkalandi, sem hafði hvítt og
átti leik, og Reichers, Rúmeníu.
Svartur lék síðast 19.. .Be7—f6? í
stað 19.. .g6 sem hefði komið í veg
fyrir skemmtilega fléttu:
20. c4!! (Hvítur opnar þriðju
reitaröðina fyrir hrókinn og gerir
þannig biskupsfórn á h7 mögu-
lega) Bxe5 ( Ef 20 — dxc4 þá 21.
Bxh7+!Kxh7+, 22. Dh5+—Kg8, 23.
Hh3 o.s. frv.) 21. cxd5 (En ekki
strax 21. Bxh7+—Kxh7, 22.
Dh5+—Kg8, 23. Hh3-f6!).
----Dxd5, 22. Dxd5—cxd5, 23.
dxe5 og hvítur vann endataflið.
Rúmeninn Ghinda sigraði á
mótinu, hlaut 7% vinning af níu
mögulegum. Næstir komu
Nonenmacher, V-Þýzkal.,
Dzindsindhashvili, ísrael og
Donaldson, Bandaríkjunum með 7
vinninga.
sami og einnig persónufrádráttur.
Félagsmálaráð í Garðabæ lýsti
því yfir við fjölmiðla nú í sumar,
að Garðabær myndi vilja taka á
móti flóttafólki frá Vietnam, en á
sama tíma er fólk á flótta úr
Garðabæ vegna þess að félagsleg
aðstaða er í algjöru lágmarki.
Aðilar félagsmálaráðs, sem
hafa með dagvistunarmál að gera,
kunna ekki neina lausn á vanda
einstæðra foreldra, engrar hjálpar
að vænta úr þeirri átt, og er rætt
er við meðlimi þess er helzt að
vænta svara eins og: „Það er
eðlilegt að fólk fari þangað, sem
það getur haft það betra,“ og er
trúlegt að borgarkassi Reykjavík-
ur hafi fengið að kenna á því.
Það hefði verið veglegt verkefni
fyrir Garðabæ á barnaári að finna
þessum börnum stað. Eg, sem
þessar línur rita, á þá ósk öllum
börnum til handa, að þau mættu
alast upp á sínu eigin heimili, en
ekki á neinum stofnunum. En þau
börn eru til og verða alltaf til, sem
þurfa einhverra hluta vegna að
vera í burtu frá foreldrum sínum,
þó fáir efist um að ungum börnum
sé það fyrir beztu að dvelja á
heimilum sínum.
Sjálfstæð móðir.
• Endalausar
hækkanir
Kæri Velvakandi.
Mig langar til að biðja þig að
flytja „morgunpóstsfólkinu" mín-
ar bestu kveðjur og þakkir fyrir
einstaklega skemmtilega og inni-
haldsríka þætti. Þetta er að verða
besta útvarpsefnið, lifandi og
upplýsandi á margan hátt. Svona
á útvarpsefni að vera.
Sömuleiðis bestu kveðjur til
Ragnheiðar Ástu, hún velur
skemmtileg lög.
Ekki veitir af að fá eitthvað
þægilegt og skemmtilegt í útvarp-
ið því að á hverjum degi þegar
blöðin eru opnuð blasa við frá-
sagnir um nýjar hækkanir á lífs-
nauðsynjum. Er orðið hægt að
bjóða okkur íbúum þessa harðbýla
lands endalausar hækkanir? Er
ekki kominn tími til að fólk hætti
einstaklingshugsunarhættinum og
taki sig nú saman og mótmæli
kröftuglega, já geri jafnvel upp-
reisn gegn núverandi stjórnendum
okkar heittelskaða lands? Þetta
nær ekki nokkurri átt lengur.
Bestu kveðjur.
,Ein sem er búin að fá nóg.“
HÖGNI HREKKVlSI
Adrxj/u.
myndir
a minutunm
í ö/I skírteini
Minúty,
v / myndir
_ VD LŒKJARTŒG
myndir si'mi 12245
Sjöbergs
hefilbekkir
Fyrirliggjandi þrjár stæröir af hefilbekkjum fyrir
verkstæði, skóla og tómstundavinnu.
Verzlunin
Laugavegi 29, sími 24320, 24321.