Morgunblaðið - 25.09.1979, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 25.09.1979, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1979 Fer Bakhtiar brátt til írans? London, 24. september. AP. FYRRVERANDI hers- höíðingi í íransher og tveir aðrir kunnir borgar- ar voru teknir af lífi í morgun í Teheran að kröfu byltingardómstóls- ins í höíuðborginni. Hershöfðinginn hét Iraj Matbui og með honum voru teknir af lífi Taí efstur Moskvu, 24. september AP. MIKHAIL Tal íyrrum heims- meistari haíði forystu á milli- svæðamótinu í skák í Riga að loknum 13 umferðum, var með 9,5 vinninga og átti óteflda bið- skák. Næstur Tal kom landi hans Polugaevsky með 9,5 vinninga, þá Ungverjinn Zoltan Ribli með 9 vinninga og fjórði var Rúmeninn Gheorghiu með 8 vinninga og óteflda biðskák. í 13. umferðinni vann Sovét- maðurinn Kuzmin Bent Larsen frá Danmörku, Sovétmaðurinn Romanishin vann ísraelann Griin- feld, Ribli vann Miles frá Bret- landi, Ungverjinn Adorjan vann Trois frá Brazilíu og Sovétmaður- inn Tseshkovsky vann van Rims- dyck frá Brazilíu. Skák Polu- gaevskys og Ljubojevics frá Júg- óslavíu endaði með jafntefli og þremur skákum var frestað. Andófs- maður í fangelsi Varsjá, 24. september AP. ADAM Wojciechowski, fé- lagi í Póllandsdeild Amn- esty International, hefur verið úrskurðaður í fang- elsi í tvo mánuði sakaður um að trufla frið að sögn andófsmanna í dag. Andófsmaðurinn er 34 ára gam- all og var handtekinn á heimili föður síns snemma í síðustu viku og dæmdur tveimur dögum síðar eftir réttarhöld. Fjölskylda hans frétti um -málið fyrir nokkrum dögum. Rétturinn sem dæmdi hann fjallar um minni mál og hámarks- refsingar hans eru þriggja mán- aða fangelsi eða 5.000 zlotya sekt (um 70 þús. kr.) Salt vatn til áveitu Moskvu, 22.8eptember. AP. SOVÉSKIR vísindamenn gera nú tilraunir með að veita söltu vatni úr Kaspíahafinu á þurr svæði. Þessar tilraunir hafa lofað góðu að sögn sovésku fréttastofunnar Tass. Bændur hafa tvöfaldað og alit að þrefaldað uppskeru sina á hinum þurru steppum í ná- grenni Kaspíahafsins. Að sögn Tass auka hin ýmsu efni í söltu vatninu frjóscmi jarð- vegsins. Olga Gammatikati, sovéskur vísindamaður, sagði að í sumum tiivikum væri áveita salts vatns eina fjár- hagslega og tæknilega mögu- lega aðferðin til að veita vatni á svæðin i kringum Kaspía- haf. skurðlæknirinn Mojtaba Khajeh- nuri og þingmaðurinn Jamshid Alam. Ekki var getið í frásögn útvarpsins í Teheran hvaða sökum þeir væru bornir. Shapur Bakhtiar fyrrum for- sætisráðherra Irans sagði í viðtali við tímaritið Newsweek, er kom út í dag, að hann hygðist snúa til írans hið fyrsta. Hefur Bakhtiar farið þess á leit að honum verði tryggt öryggi þar sem hann hyggst snúa sér að stjórnmálum og kljást við Khomeini trúarleið- toga um völd. Nýtt skólaár hófst í íran í dag og við það tækifæri hvatti Kho- meini trúarleiðtogi allt námsfólk til að njósna um bekkjarfélagana og skýra viðeigandi yfirvöldum frá því ef þeir sýndu tilhneigingar til að brugga eitthvað illt gegn íslamskri trúarhefð. Veður víða um heim Akurayri 4 aiskyjaö Amsterdam 17 skyjað Aþena 31 heiöskírt Barcelona vantar Berlín 14 skýjað Brussel 16 heióskírt Chicago 23 skýjað Feneyjar 19 alskýjaö Frankfurt 13 skýjaö Genf 14 skýjaö Helsinkí vantar Jerúsalem 27 heiöskírt Jóhannesarb. 27 heiðskírt Kaupmannahöfn 14 skýjað Laa Palmas 23 skýjað Lissabon 23 heiöskírt London 17 haiöskfrt Loa Angeles 29 heiðskfrt Madríd 16 heiðskírt Malaga vantar Mallorca vantar Miami 31 rigning Moskva 21 skýjaö New York 21 heiðskírt Ósló 10 heiöskfrt Parfs 19 skýjaö Raykjavik 8 alskýjaö Rio De Janeiro 32 skýjaö Rómaborg 23 skýjaö Stokkhólmur 13 skýjaö Tsl Aviv 29 heiöskírt Tókýó 22 skýjaö Vancouvsr 17 heiðskírt Vínarþorg 12 rigning I>etta gerðist 1973 — Þriggja manna áhöfn Skylab 2 lendir eftir 59 daga á braut. 1970 —Vopnahlé í Jórdaníu. 1968 — Marcello Caetano valinn eftirmaður Salazars í Portúgal. 1963 — Herforingjar í Dómini- kanska lýðveldinu steypa stjórn Juan Bosch. 1962 — Castro segir frá ráðagerð Rússa um bækistöð fyrir fiski- skipaflota á Kúbu. 1959 — Krúsjeff heimsækir Kína — Bandaranaike ráðinn af dögum á Ceylon. 1955 — John Harding skipaður landstjóri á Kýpur. 1940 — Stjórn Quislings skipuð í Noregi. 1932 — Katalónía fær sjálfstjórn og fána. 1915 — Orrustan um Loos hefst. 1908 — Casablanca-málið: þýzkir liðhlaupar teknir með valdi. 1857 — Tilraunir til að bjarga Lucknow, Indlandi, úr umsátri hefjast. 1775 — Bretar og Indíánar taka stríðshetjuna Ethan Allen til Björgunarsveitir hafa undanfarið barist við skógarelda í Kaliforníu, sem valdið hafa miklu tjóni, og gert fjölda manns heimilislausa. Á AP-mynd sést hvar vatni er varpað úr flugvél yfir elda í Hollywood-hæðum. Kínverjar ræða við Kremlverja Monkvu, 24. september. Reuter. Aðstoðarutanríkisráðherra Kina, Want Youping, kom til Moskvu í gær og lýsti þvi yfir, að hann mundi vinna að „raunveru- lega bættum" samskiptum við Rússa i viðtækum viðræðum við ráðamenn i Kreml á næstu vikum. Wang var sendiherra í Moskvu þangað til í maí og er í forsæti fjögurra manna nefndar sem mun taka þátt í fyrstu ítarlegu samn- ingaviðræðunum í 14 ár um hin ýmsu vandamál sem við er að stríða í sambúð hinna tveggja stórvelda kommúnista. Á móti honum tók á flugvellin- um sovézki aðstoðarutanríkisráð- Dæmdirí vinnubúðir Moskvu, 24. september. AP. TVEIR háskólastúdentar voru dæmdir til vinnubúðavistar i dag fyrir að hrópa slagorð gegn kommúnistaflokknum i neðan- jarðarlest i Moskvu að sögn andófsmanna. Sergei Yermolayev, 19 ára stú- dent frá Tartu-háskóla í Eistlandi, var dæmdur til fjögurra ára vistar og Igor Polyakov, 24 ára gamall verkfræðistúdent frá Moskvu, var dæmdur til 31/2 árs vistar. Engin varnar-vitni fengu að koma fram í réttarhöldunum sem stóðu í einn dag. fanga er hann stjórnar árás á Montreal. 1688 — Loðvík XIV gerir innrás í Pfalz og þýzkir prinsar sameinast gegn honum. 1663 — Neuhausel, Ungverja- landi, gefst upp fyrir Tyrkjum sem síðan hóta innrás í Þýzka- land. 1604 — Spánverjar taka Ostend af Hollendingum eftir 3 xk árs umsátur. 1555 — Ágsborgarfriður: réttar- bót lútherstrúarmanna og lút- herskra ríkja. 1523 — Landganga hertogans af Albany í Dumbarton og upphaf ófriðar við Englendinga. 1513 — Vasco Balboa fer yfir Panama-eiðið og finnur Kyrrahaf. 1066 — Orrustan við Stafnfurðu- bryggju. Afmæli — Jean-Philippe Rameau, franskt tónskáld (1683—1764) — Dmitri Shostakovich, rússneskt tónskáld (1906-1975). Andlát — Haraldur harðráði Noregskonungur féll í orrustu, herrann Leonid Ilyichev sem hef- ur tekið þátt í árangurslausum viðræðum í Peking í nærfellt einn áratug um spennuna meðfram landamærum Kína og Sovétríkj- anna. Hann verður formaður so- vézku viðræðunefndarinnar. Vel fór með þeim Wang og Ilyichev á flugvellinum og rúss- neskir og kínverskir embættis- menn ræddust við í bróðerni. En því er spáð samkvæmt heimildum í herbúðum beggja aðila, að við- ræðurnar verði „langar og strang- ar“. Þær muni líklega hefjast á þriðjudageða miðvikudag, en und- irbúningsviðræður fóru fram í dag, mánudag. Wang sagði að hann væri ánægður að vera kominn aftur til Moskvu og afhenti blaðamönnum yfirlýsingu þar sem segir að Kín- verjar séu vinsamlegir í garð Rússa og vilji bæta samskiptin við þá. Hann minnti á að Kínverjar hefðu sjálfir stungið upp á viðræð- um í apríl og kvað það sýna vilja til að færa samskiptin í eðlilegt horf, en Rússar halda því fram að þetta hafi verið áróðursbragð. Wang kvað stjórn sína hafa alltaf verið þeirrar skoðunar að ágreiningur um grundvallaratriði, það er hugsjónaágreiningur, ætti ekki að standa í vegi fyrir eðlileg- um samskiptum. Þau, segir í yfirlýsingunni, verða að byggja á fimm meginreglum um gagn- kvæma virðingu fyrir fullveldi og sjálfstæði, afskiptaleysi um inn- anlandsmál, loforði um að grípa ekki til árásar, jafnrétti og um gagnkvæman hag og friðsamlega sambúð. 25. sept. 1066 — Samuel Butler, skáld, 1680 — Jóhann Strauss eldri, tónskáld, 1849. Innlent — Orrusta við Stafn- furðubryggju 1066 (d. Haraldur harðráði) — Filippus og Haraldur Sæmundarsynir drukkna á útleið 1251 — íslandsbanki settur á stofn 1903 — f. Björn Gunnlaugs- son 1778 — Gestur Pálsson 1852 — Helgi Thordarsen skipaður biskup 1845 — Húsrannsókn í bækistöðv- um þjóðernissinna 1936 — Brezk njósnaflugvél nauðlendir á Rauf- arhöfn 1939 — Fyrsti brezki tog- arinn tekinn innan 12 mílna (en sleppt) 1958 — Eiríkur Kristófers- son skipherra lætur af störfum 1962 — f. Guðmundur Magnússon læknir 1863 — Helgi Tómasson 1896 — Álverið tekur til starfa 1969. Orð dagsins — Það sem stjórnin gefur getur stjórnin tekið. Og þegar hún byrjar að taka getur hún tekið meira en hún gefur — Samuel Gompers, bandarískur verkalýðsforingi (1850—1924). Krabba- mein arf- gegnt? LÆKNAR við Beth Israel sjúkra- húsið i Boston hafa i fyrsta skipti uppgötvað meðfæddan litninga- galla sem virðist vera til marks um það að krabbamein sé i viss- um fjölskyldum, að sögn vikurits- ins Time. Upphaflega var skýrt frá rann- sókninni i „New England Journal of Medicine“. Hún hófst fyrir þremur árum þegar John nokkur Q. mætti i uppskurð i sjúkrahúsi i Boston. Hann var með illkynjuð æxli i báðum nýrum þótt aðeins 1 — 2% alla Bandaríkjamanna sem þjást af krabbameini i nýr- um hafi æxli i báðum nýrunum. Auk þess kemur þetta nánast sldrei fyrir fóik fyrr en það er orðið fimmtugt, en John Q. er innan við fertugt. Vísindamenn undir stjórn dr. Robert S. Brown rannsökuðu 40 fjölskyldumeðlimi af þremur kyn- slóðum. Rannsóknin leiddi í ljós að af þessum 40 höfðu tíu krabba- mein í nýrum, sex þeirra í þeim báðum. Sjúklingarnir höfðu sama litn- ingagalla og vísindamennirnir geta sér þess til að hann hafi fyrst komið fram í einhverjum forföður. Gallinn virðist viðvðrun um að sá sem þjáist af honum geti fengið krabbamein. Þeir fjölskyldumeðlimir sem hafa gallaða litninga en þjást ekki af krabba verða skoðaðir reglulega í von um að stemma megi stigu við sjúkdóminum. Athugun á fóstri getur leitt í ljós hvort gallinn hafi erfzt þannig að foreldrar geta ráðið því hvort þeir ákveði fóstur- eyðingu. Fólk með nýrnakrabbamein þarf ekki að hafa umræddan litn- ingagalla og þeir sem hafa hann þurfa ekki endilega að fá krabba- mein. Frumur hafa verið teknar úr fjölskyldumeðlimum og þær hafa verið settar í frysti svo að hægt verði að athuga þær síðar þegar fullkomnari vísindaaðferðir hafa verið fundnar. Engin skýring er enn til á því hvers vegna litningagallinn gerir það að verkum að vissri fjölskyldu er hætt við krabbameini. Mikill árangur hefur náðst með tilraun- inni, en vísindamennirnir vita ekki hvernig þeir eiga að notfæra sér vitneskjuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.