Morgunblaðið - 25.09.1979, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1979
39
Hershöfðingí á
Spáni myrtur
San Sebastian, 24. sept. AP — Reuter.
MIKILLAR gremju gætti í dag á
Spáni vegna morðsins á Lorenzo
Gonzalez-Valles hershöfðingja er
hryðjuverkamenn úr aðskilnað-
arsamtökum Baska (Eta) myrtu
á baðströnd í San Sebastian í
gærdag.
Varnarmálaráðherra Spánar,
Agustin Rodriguez Sahagun, flaug
í dag til San Sebastian til að verða
viðstaddur útför hershöfðingjans.
Valles var 59 ára. Er árásin á
hann var gerð var hann á gangi
með konu sinni, en hún slapp
ósærð.
Hópur unglinga gerði í gær-
kvöld árás á stöð hj álparsveita í
Navarre héraði á Norður-Spáni og
særðu suma varðliða. Lögreglu
tókst að hafa hendur á hári
margra árásarmannanna.
Rokkaramótmæli
gegn kjarnorku
New York, 24. september. AP.
TUGÞÚSUNDIR andstæðinga
kjarnorkuvopna söfnuðust sam-
an í New York í gær til að hlusta
á rokkstjörnur og andófsleiðtoga
á borð við Jane Fonda og Ralph
Nader og þetta voru taldar ein-
hverjar fjölmennustu mótmæla-
aðgerðir sem gripið hefur verið
til af þessu tagi í sögu Bandaríkj-
anna.
Lögregla hafði mikinn viðbúnað
til að hafa stjórn á mannfjöldan-
um sem var um allt að 200.000 á
sex tíma fundi sem var haldinn á
vegum nefndar tónlistamanna
sem hafa sameinazt til að spara
orku.
Meðal þeirra sem komu fram
voru Bella Abzug, fyrrverandi
þingmaður frá New York, og
skemmtikraftarnir Pete Seeger,
Graham Nash, Tom Paxton, Bon-
nie Raitt og Jackson Browne.
Fundurinn í New York var einn
af um tólf fundum sem var
haldinn um öll Bandaríkin og með
honum lauk viku mikilla tónleika
sem náðu hámarki með miklum
konsert með frægum rokkstjörn-
um sem gáfu vinnu sína og vildu
með því hvetja til fjársöfnunar
fyrir pólitískum aðgerðum and-
stæðinga kjarnorku.
Mótmælafólk frá þremur
ríkjum Nýja Englands söfnuðust
saman í Vernon í suðausturhluta
Vermont til að reyna að loka
inngangi Vermont Yankee kjarn-
orkuversins þar.
Þeir sem stóðu fyrir mótmælun-
um í New York sögðu að fundur-
inn og tónleikarnir væru fyrsti
liðurinn í tilraunum til að gera
kjarnorku að máli málanna í
forkosningunum fyrir forseta-
kosningarnar 1980 og í kosninga-
baráttunni sem fylgir á eftir.
Ludmila Vlasova hélt „frumsýningu“ sína með Bolshoiballettinum í Moskvu eftir að
hún ákvað að snúa til Sovétríkjanna en ekki fylgja manni sínum til Bandaríkjanna.
I skoðanakönnun meðal íbúa New York kom í ljós, að mikill meirihluti þeirra var á
þeirri skoðun að Gudunov hafi sjálfur átt að fá að tala við hana eins og hann óskaði
en ekki fulltrúi Bandaríkjastjórnar.
Markið hækkað
Bokassa fór til Ffla-
beinsstrandarinnar
Abijan — Bangui — Parls
24. september — AP — Reuter
BOKASSA, fyrrum keisara
Mið-Afríkukeisaradæmisins var í
dag veitt hæli á Filabeinsströnd-
inni eftir að þota hans hafði
staðið á herflugvelli í Frakklandi
frá því á föstudag. í Bangui,
höfuðborg Mið-Afríkulýðveldis-
ins sem nú heitir, var tilkynnt að
Bokassa hefði verið dæmdur til
dauða vegna ódæðisverka sinna í
landinu. Jafnframt tilkynnti
hinn nýi forseti landsins, David
Dacko, að landið hygðist taka
upp stjórnmálasamband við S-Af-
ríku, hvað sem þjóðir Afríku
segðu, eins og hann orðaði það.
Vera Bokassa í Frakklandi var
stjórn landsins verulegt vanda-
mál. Bokassa hafði franskt vega-
bréf og átti því sjálfkrafa hæli í
landinu. En vegna ódæðisverka
sinna í Mið-Afríkukeisaradæminu
vildi franska stjórnin hann ekki
inn í landið. Að sögn heimilda, var
leitað ljósum logum að hæli fyrir
keisarann fyrrverandi á meðan
þota hans stóð á herflugvelli
skammt frá París, umkringd her-
mönnum og lögregluliði.
Síðan var flogið með Bokassa til
Fílabeinsstrandarinnar í DU-8
þotu franska flughersins í dag, en
Fílabeinsströndin er einn helsti
bandamaður Frakka í Afríku.
„Vegna kristilegs kærleika getur
land okkar ekki neitað honum um
hæli, sérstaklega vegna þrábeiðni
keisaraynjunnar fyrrverandi,
Katrínar," sagði Felix Houphou-
et-Boigny, forseti landsins.
Brussel, 24. september.
AP. — Reuter.
VESTUR-Þjóðverjar
hækkuðu í dag gengi
marksins um tvo af hundr-
aði gagnvart gjaldmiðlum
Frakklandsv Belgíu, Lux-
emborgar, Italíu og Hol-
lands og um fimm af
hundraði gagnvart dönsku
krónunni. Þetta er fyrsta
breytingin sem gerð er á
gjaldmiðlum innan gjald-
eyriskerfis Evrópu (Ems)
er myndað var fyrir sex
mánuðum.
Talið er að náin samráð hafi
verið höfð við bandarísk stjórn-
völd í sambandi við hækkun
marksins, og að eitt af markmið-
um hækkunarinnar hafi veriö að
styrkja dollarann. Hækkunin var
ákveðin eftir 15 klukkustunda
fund fjármálaráðherra og seðla-
bankastjóra aðildarríkja Efna-
hagsbandalagsins (EBE) í gær.
I tilkynningu um hækkunina
sagði að hún hefði verið ákveðin
vegna spennu er myndast hefði á
gjaldeyrismörkuðum síðustu daga
vegna fjárstreymis utan ríkja
Ems. Einnig sagði að hækkunin
væri gerð í þeirri von að draga
mætti úr spennu á peningamörk-
uðum og til að treysta stöðu
annarra gjaldmiðla, en talið er
víst að þá sé fyrst og fremst átt
við dollarann.
Otmar Emminger er senn lætur
af störfum bankastjóra seðla-
banka V-Þýzkalands sagði í dag að
senn myndi draga úr verðbólgu í
landinu ef ekki kæmu til óvæntir
utanaðkomandi atburðir. Verð-
bólgan í landinu er nú 4,9 af
hundraði og er spáð að hún
minnki frá og með desember
næstkomandi.
Efni í bjór
krabbavaldur
Washinxton. 24. september. AP.
í ÖLLUM nema tveimur af 30 bjórtegundum sem starfsmenn
bandariskrar ríkisstofnunar rannsökuðu var að finna merki um
nitrosamines, efni sem vitað er að veldur krabbameini í dýrum.
bjórneyzluvenjum sínum eða
drekka annan bjór.
Fyrst var skýrt frá nitrosam-
ines í bjór í Þýzkalandi í fyrra.
Þær fréttir hafa síðan verið stað-
festar og merki um efnið hafa
einnig fundizt í sumum tegundum
af skozku whisky.
Gerðar voru tilraunir á 18
bandarískum og 12 innfluttum
bjórtegundum. Efnið fannst ekki í
Coors og Guiness Stout.
Ekki er vitað hvaða áhrif þetta
magn hefur á fólk, en opinber
talsmaður kvaðst ekki telja
ástæðu til fyrir fólk að breyta
„Algert stríd”
í Afghanistan
París. 24. september. Reuter — AP.
ÁTÖKIN í Afghanistan milli ríkisstjórnarinnar sem
Rússar styðja og múhameðskra skæruliða hefur snúizt
upp í algert stríð að sögn franska blaðamannsins Pierre
Blanchet sem hefur fylgzt með bardögum í landinu fyrir
vikublaðið La Nouvel Observateaur.
Hann segir að víglínan sé tæp-
lega 100 km frá höfuðborginni
Kabul. Grein Blanchet er fyrsta
nákvæma lýsing sjónarvotts að
bardögum stjórnarhermanna og
uppreisnarmanna.
Blanchet segir, að uppreisnin
hafi verið hafin með úreltum
vopnum sem voru keypt í pakist-
anska landamærabænum Dara, en
síðan hafi skæruliðar komizt yfir
mikið safn sovézkra hergagna, allt
frá vörubílum til loftvarnaeld-
flauga.
„Þeir nota rifflana til að skjóta
á sovézksmíðaðar MIG-þotur af
fjallatindum," segir Blanchet.
„Átökin ná til allra landsmanna
sem skiptast í ólíka ættflokka og
Rússar vilja fá aó veiða 1,500
búrhvali er verndaóir haf a verió
Eftirfarandi fréttatilkynninK barttt i *ær frá skrifstofu Greenpeaco-samtakanna 1
Lundúnum:
ÞRÁTT FYRIR þá ákvörðun Alþjóðahvalveiðiráðsins í sumar að
banna að hluta hvalveiðar á úthöfum, sem i raun hefði þýtt að Rússar
hefðu orðið að hætta hvalveiðum frá verksmiðjuskipum, hafa Rússar
nú fariö þess á leit að fá að veiða 1,500 búhveli frá verksmiðjuskipum
á árunum 1979—1980.
Rússar hafa farið þess á leit við
framkvæmdastjóra Alþjóðahval-
veiðiráðsins, að hann láti fara
fram bréflega atkvæðagreiðslu
meðal aðildarþjóðanna um það
hvort taka skuli beiðnina til
athugunar. Til að svo verði þurfa
12 af 23 þjóðum ráðsins að veita
samþykki sitt, en tveir þriðju
aðildarþjóðanna þurfa síðan að
samþykkja þennan kvóta til að af
veiðunum geti orðið. Ef málaleit-
un Rússa nær fram að ganga
hefur það í för með sér, að
búrhvalir verða á ný veiddir í
suðurhöfum. Og ef kvótinn verður
samþykktur óttast grænfriðungar
að samþykktinni um bannið við
hvalveiðum á úthöfum verði koll-
varpað og að Rússar veiði þúsund-
ir hvala til viðbótar kvóta sínum,
eins og álitið er að þeir hafi gert
að undanförnu.
Grænfriðungar hyggjast efna
til herferðar og leggja sitt af
mörkum til þess að málaleitan
Rússa nái ekki fram að ganga.
Alan Thornton, framkvæmda-
stjóri Greenpeace í Lundúnum,
sagði í dag að málaleitan Rússa
væri viðurstyggileg þegar haft
væri í huga, að samþykkt var að
vernda umrædda hvalategund fyr-
ir aðeins fáeinum mánuðum. „Við
munum hvetja aðildarþjóðirnar
til að synja málaleitan Rússa. Við
gerum ráð fyrir að svo verði og
munum halda til streitu baráttu
okkar fyrir því að hvalveiðar verði
með öllu bannaðar frá og með
1980. Það væri skelfilegt ef 1,500
hvalir til viðbótar yrðu dæmdir til
dauða einvörðungu til að halda lífi
í hvalveiðum Rússa eitt ár til
viðbótar," sagði Thornton.
þjóðir og hata hver annan inni-
lega,“ segir hann. Hann kallar
átökin hræðilegustu tegund allra
átaka: „heilagt stríð.“
Fulltrúar stjórnarflokksins sem
eru teknir til fanga eru höggnir í
spað. Blanchet spurði að því hvort
sovézkum föngum væri haldið á
lífi og svarið sem hann fékk var:
„aldrei."
Bardagarnir eru óvenjulega
kyrrstæðir vegna lítillar samræm-
ingar. Uppreisnarmenn eru ekki
undir það búnir að taka bæi og
halda þeim. Þeir hafa ekki síma
þannig að herflokkar sitt hvoru
megin við dal geta ekki haft
samband sín á milli.
Útvarpið í Kabul sagði um
helgina, að 60 manns hefði verið
sleppt úr afghönskum fangelsum
og að nýi forsetinn, Hafizullah
Amin, hefði skipað sérstaka nefnd
til þess að kanna mál fanga.
Sovézka fréttastofan Tass skýrði
frá því, að komið hefði verið á fót
sérstökum byltingardómstóli til
þess að efla lög og reglu.
í Nýju Delhi var haft eftir
áreiðanlegum heimildum að Nur
Mohammed Taraki, fyrrverandi
forseti, væri heill á húfi og
dveldist einhvers staðar í Kabul.
ERLENT