Morgunblaðið - 09.10.1979, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 09.10.1979, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1979 10 í sýningarsalnum að Suður- götu 7 getur þessa dagana að líta 31 verk Walesbúans Peters Bett- any. Ekki þekki ég nein deili á þessum listamanni og ég sakna mjög upplýsinga um hann í fjölrituðum blaðsnepli er þjóna á sem sýningarskrá, jafnvel fæð- ingarárið er ekki finnanlegt. Undir listkynningu þjóna einnig upplýsingar um viðkomandi listamenn og er allt vel þegið hve lítið sem það er. Eftir nokkrar heimsóknir á þessa sýningu hef ég komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé með betri sýningum á þessum stað og hún verðskuldaði vissulega meiri athygli og betri aðsókn en raun hefur orðið á. Her er um að ræða mjög nostursamlega gerðar smámyndir og er augljóst að listamaðurinn kann sitt fag til hlítar. Hann er ágætur teiknari og fer vel með liti og ekki síður en félagi hans Peter Smith er sýndi á sama stað fyrir skömmu; eru þessir tveir listamenn þó í meginatriðum mjög ólíkir lista- menn. Peter Bettany tekur til með- ferðar ýmis smáatriði og smá- hluti úr umhverfinu sem segja okkur smágerð ævintýri hvunn- dagsins á þokkafullan hátt. Þetta er ekki átakamikil list og minnir oft meira á tæknileik í myndlistarskóla en sjálfstæð myndlistarverk, auk þess sem leikurinn ber nokkurn svip af sérvisku. Þessi sýning leggst þó þannig í mig að hér sé einungis um að ræða eina hlið á fjöl- þættri sköpunargáfu þessa lista- manns og að hann verði ekki réttilega metinn af þessum fáu verkum. Allt um það hafði ég ánægju af innliti á sýninguna, þakka fyrir mig og tel óhætt að hvetja ungt fólk til að heim- sækja sýninguna þótt hér sé um hliðarspor að ræða í konsept- stefnu sýningarsalarins. Allt er gilt sem vel er gert og vekur upp hjá áhorfandanum lífrænar kenndir. Vegna listsagnfræð- ings Dagblaðsins Sunnudaginn 23. september birtist eftir undirritaðan um- fjöllun um ágæta sýningu grafík-félagsins í Norræna hús- inu. Vegna missagna í annars mjög vel læsilegum formála hinnar veglegu sýningarskrár um upphafið að þróun þessara mala, þar sem samfelld kennsla og fræðsla á þessum sviðum skiptir höfuðmáli um þann ár- angur, er nú hefur náðst, fann ég mig knúinn til að koma með nokkrar leiðréttingar. Líkt og oftar, er listfræðingurinn er leiðréttur í skrifum sínum, mun hafa farið um hann mikill fiðr- ingur, og er hann fjallaði seinna um þessa sömu sýningu, sendi hann mér eitt af sínum „drengi- legu“ skeytum. Eitt sinn leiðrétti ég listfræðinginn, er hann al- íslenzkaði Bertel Thorvaldssen, — slíka dirfsku minnir mig að hann hafi nefnd dylgjur! Nú er ég leiðrétti nokkur ártöl í for- mála og bæti við nokkrum frá mínum bæjardyrum séð mikil- vægum upplýsingum, umturnast hann og segir sig hér vera að skrifa formála en ekki bók(!) — Að breyta umræddum ártölum og bæta við tveim til þremur setningum er þó naumst efni í þykkan doðrant í bókarformi, en hefði þýtt vandaðri og skil- Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON merkilegri vinnubrögð, er jafnan ber að stefna að í slíkum skrif- um. Ég neyddist til að skrifa lengra mál um þetta en ég hugðist, því að hverju máli þurfa að fylgja rök í formi greinar- gerðar. Svo sem ég sagði í grein minni er meira en lítið bagalegt að verða að leiðrétta slíka hluti og hefði ég sannarlega viljað vera laus við það. Sé þetta yfirsjón er eðlilegast að beðið sé velvirð- ingar á mistökunum, en ef ekki þá er þetta heimildafölsun en hvort heldur sem er ber hiklaust að leiðrétta missagnirnar. Við gagnrýnendur höfum því miður ekki ávallt við höndina bókaðar og skjalfestar heimildir að styðjast við í skrifum okkar, t.d. er ekki til neitt myndlistar- mannatal, — en hér dugar stundum að fletta upp í upp- sláttarritinu „íslenzkir sam- tíðarmenn". Allar missagnir ber að leiðrétta og jafnframt þakka, en þar sem listrýnir Dagblaðsins gerir það í þessu tilfelli með miklum semingi og gefur jafnvel í skyn í síðustu setningu greinar sinnar, að ábendingar mínar séu e.t.v. ekki pottþéttar, þá vil ég skora á hann að reyna að hrekja þær og jafnframt upplýsa hvert hann hefur sótt sinn vísdóm um þessi mál. Fyrir mér sem hef hrærst í þessum málum frá upphafi eru þau ekki flókin, heldur hrein, klár og skýr. — Úr því að ég fór að minnast á þessi mál langar mig til að fylla upp í eina gloppu í umsögn minní en hér var um algert skammhlaup að ræða frá minni hálfu því að ég hafði punktað þetta rækilega niður hjá mér. Það hefur verið hljótt um þetta atriði í fjölmiðlum þótt ærin ástæða hafi verið til að minnast þess á þessum tímamótum graf- ík-félagsins. Á ég hér við hinn stóra þátt Einars Hákonarsonar í þróuninni sl. áratug. Einar vissi vel hvað hann var að gera er hann festi kaup á málm- þrykk-pressu er hann hélt til Islands að loknu námi í Gauta- borg. Hann hafði sjálfur upplif- að tregðu ráðamanna Myndlista- og handíðaskólans við að end- urnýja tækja- og efniskost gamla grafík-verkstæðisins og vissi að það gæti tekið mörg ár að fá þá til að fallast á úrbætur. Er heim kom setti hann upp málmgrafík-verkstæði í húsa- kynnum skólans og það var stórum betur búið tækjum en t.d. litógrafíska verkstæðið hafði nokkurn tímann verið. Reyndist þetta líka æskileg vítamín- sprauta fyrir þróun grafískra lista hérlendis, sem leiddi svo fljótlega af sér stofnun grafík- félagsins nýja. Mikilvægast var þó er listgrafík var gerð að sérnámsdeild innan skólans árið 1978 enda má segja að um leið hafi þróunin tekið stórt stökk fram á við. Það er þannig öllu öðru frem- ur þáttur Einars, að málmgraf- íkin er meira iðkuð en nokkur önnur grein grafískra lista hér- lendis og hefði það að ósekju mátt koma betur fram í fjöl- miðlum, einkum í viðtölum við þátttakendur á afmælissýning- unni. Bragi Ásgeirsson Mörg eru þau dæmin er sanna hversu áhrif mikilhæfra manna geta verið sterk og langæ. Norðmenn áttu Ole Bull og þaðan í frá voru þeir betri fiðluleikarar en aðrir Norður- landabúar. Jenny Lind vakti með sænskum söngvurum stolt og áræði. Þá má ekki gleyma hversu bið Svía og Dana (og Islendinga) eftir sínum „Síbelíusum“ og „Griegum" hefur verið þungur myllusteinn að dragn- ast með. Hér á íslandi má merkja áhrif einstakra hæfileikamanna í þróun tónmenntar og hvað snertir sögu fiðluleiks, á Björn Ólafsson fiðluleikari þar óritaðan en merkan kafla. Samkvæmt því sem stendur í efnisskrá að tónleikum Hlínar Sig- urjónsdóttur og Ick Choo Moon, hefur Hlín stundað nám í fiðluleik í 16 ár og á enn eftir að bæta nokkrum við. Af þessum 16 árum var hún í níu ár nemandi Björns Ólafssonar, sem á eftir að skila þjóðinni afrakstur af erfiðisdegi sínum í frammistöðu nemenda sinna í nokkur ár enn. Tónleikarnir hófust á Vorsónötunni eftir Beethoven. í flutningi verksins var æskufjör og galsi, en vantaði þá þolinmæði að gefa sér tíma til að staldra við og huga nánar að ýmsu smálegu, en þýðingarmiklu, í þessu yndislega skáldverki. Það er ein- kennilegt við tónlistarflutning vest- an hafs, hversu tæknin hefur verið gerð að markmiði, verkin rúin allri til- finningu nema krafti og skapi. Það má vera að þarna undir liggi þræðir, er tengjast samfélagi sem gerir miklar kröfur um kunnáttu, áræði og skapfestu en sér ekki tilgang með tilfinningasemi og óskilgreinanlegri fagurfræði, þó slík vöntun valdi þeim samt sem áður mikilli sorg. Það leynir sér ekki að Hlín er góður fiðluleikari, hefur fallegan tón og skýra tækni, en sé tekið mið af Vorsónötunni og d-moll partítunni eftir Bach, sem var annað verkið á efnisskránni, vantaði nokkuð á að flutningur verkanna væri með þeim formerkjum sem slíkum skáldverk- um hæfir og ljóst er að Hlín getur skilað. Síðasta verkið var Sónata eftir César Franck og þar fór Hlín á kostum þó nokkuð væri misgeyst farið. Píanóleikarinn Ick Choo Moon er feikna spilari og gerði margt fallega og var samspilið með ágæt- um. Með þessum tónleikum hefur Hlín Sigurjónsdóttir sannað ágæti sitt sem fiðluleikari og hér eftir verða gerðar óvægnar kröfur til hennar, sem henni mun ekki verða skota- skuld úr að standa undir, er henni safnast tími og þroski í átökum við þrautir þær er listgyðjan setur þeim er hún hefur mætur á. _ Jón Ásgeirsson. BIRGITTE Grimstad, vísnasöng- kona, stóð fyrir fyrstu tónleikunum á Norræhu menningarvikunni, sem hófst s.l. laugardag með opnun á sýningu verka danska málarans Carl-Henning Pedersen. Vísnasöng- ur er ein elsta grein listflutnings með manninum, enda spanna við- fangsefni vísnasöngvara víðara svið í tíma og tilfinningum en margar aðrar listgreinar. Galdurinn í flutn- ingi slíkrar listar er, að í söngnum búi tilfinning og merking orðanna. Það er ekki nóg að hafa fallega rödd, syngja sæt lög og spila svo undir á gítar, heldur þarf söngurinn, radd- mótunin og undirleikurinn, þar sem hann á við, að vera mögnun þeirrar merkingar og tilfinninga sem text- inn býr yfir. Birgitte Grimstad er ntikilí listamaður í túlkun söngva, hefur yfir að ráða blæbrigðaríkri rödd og getur beinlínis sviðsett tilfinningar og stemningar með henni, allt frá barnastefjum til söngva er fjalla um dauðann. Það er hægt að sitja við fótskör Birgitte Grimstad og gleyma tímanum, því „vel slær hún kordurnar og kann að segja frá“. í þjóðlagasafni Bjarna Þorsteinssonar er að finna nokkur lög, er hann tekur upp úr safni Thomas Laub (gefið út í Kaup- mannahöfn 1899, „Danske folkeviser med gamle Melodier") vegna skyld- leika fornkvæðanna íslensku við þessi dönsku kvæði, eða eins og Bjarni segir: ... „en mörg af þeim, eða flest hafa verið almenn um öll Norðurlönd áður fyrri og enda víðar um lönd. Nú vill svo til, að ýms af þessum fornkvæðum vorum eiga bæði að efni og bragarháttum vel við hin gömlu lög í bók Laub“. Af 14 lögum í bókinni, tónsetur Bjarni 10 þeirra við íslenska texta og eitt þeirra laga, Ebba kvæði, hefur Birgitte Grimstad gert frægt. Því er vert að minnast á hugsanlegan skyldleika gamalla söngva um öll Norðurlönd, því svo vel sem gömul kvæði standa saman að efni og gerð, er hugsanlegt að rekja megi saman laggerðir og hrynskipan og þannig geta sér til um frumgerðir norr- ænna söngva. Þetta sló undirritaðan við flutning Draumkvæðis um Olav Aastason, sem Grimstad flutti meistaralega. Hvort sem laggerðir eða tónmótun hefur í gegnum árin breyst svo með Norðmönnum að þeir kunna ekki lengur að kveða, er freistandi að álíta að þetta kvæði yrði ekki síðra kveðið en sungið. í framhaldi af þessu mætti undir- ritaður vera svo frakkur að benda Birgitte Grimstad á að kynna sér kvæðasöng hér á íslandi, því eftir því sem undirritaður veit best og hefur til þeirrar vissu safnað sér nokkru efni, munu vera á því sterkar líkur að kvæðasöngur, þ.e. flutningsmátinn, sé söngaðferð er frumbyggjar þessa lands fluttu með sér til íslands og hefur verið iðkaður fram á þennan dag, þrátt fyrir sléttan söng kirkjunnar og dansk- þýska tónmennt, sem flutt var inn í landið á 19. og 20. öldinni. Ekki efa ég að listamaður eins og Grimstad gæti tileinkað sér þennan flutning og íslendingar, fyrir athygli er- lendra manna, tekið að virða sinn menningararf í stað þess að ofur- selja sig þeirri amerikanseringu, sem tröllslegið hefur íslenska ljóða- söngvara. Jón Ásgeirsson. Frumraun Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON Vísna- söngur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.