Morgunblaðið - 09.10.1979, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 09.10.1979, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1979 19 » ■ , samstarfinu... Alþýduflokkurinn slítur stjórnarsamstarfinu... Alþýðuflokkurinn Magnús H. Magnússon ráðherra: Skilaði auðu til að viðhalda einingunni Hefur ekki ákveðið, hvort hann gefi kost á sér í prófkjör „ÉG VAR um tima að hugsa um að bera upp tillögu á móti tillögu meirihluta þingflokksins, en svo fannst mér að það væri of mikil hætta á þvi að slik tillaga stuðl- aði að klofningi i flokknum og með það i huga hætti ég við. Ég talaði gegn tillögu meirihluta þingflokksins á þessum fundi, en ég tilkynnti að ég myndi skila auðu í atkvæðagreiðslunni til að viðhalda einingunni i flokknum og ég skoraði á þá, sem væru sama sinnis, að skila lika auðu,“ Jón Karlsson, for- maður Alþýðusam- bands Norðurlands: Á erfitt með að sætta mig við að verka- lýðsflokkarn- ir geti ekki unnið saman „NIÐURSTÖÐUR fundarins eru i sjálfu sér ekki fjarri þvi, sem ég bjóst við,“ sagði Jón Karlsson, formaður Alþýðusambands Norður- lands i samtali við Morgunblaðið i gærkveldi. „Ég var þessu ekki sammála, bæði var ég ósáttur við vinnubrögðin og ég á ákaflega erfitt með að sætta mig við, að verkalýðsflokkarnir geti ekki unn- ið saman á stjórnmálasviðinu eins og i verkalýðshreyfingunni. Þess vegna á ég erfitt með og get ekki greitt því atkvæði, að stjórnarsam- starfinu sé slitið, þótt ég sjái erfiðleikana i þvi á sviði efna- hagsmála." Morgunblaðið spurði Jón, hvort hann hafi verið annar þeirra tveggja, sem greitt hefði atkvæði gegn stjórnarslitum. Hann kvað svo ekki vera og kvaðst raunar ekki hafa hugmynd um hverjir þeir tveir hefðu verið. Hann sagði hins vegar að ljóst væri að samstarfið á sviði stjórn- málanna væri ekki eins gott og innan verkalýðshreyfingarinnar, „og ég álít að stjórnmálamennirnir geti tekið verkalýðshreyfinguna sér til fyrirmyndar á þessu sviði, einkum það samstarf, sem fram fer í Verka- mannasambandi íslands. - ^ Magnút H. Magnúsaon riðherra eftir flokksstjórnartundinn í gaarkvöldi. sagði Magnús H. Magnússon ráð- herra, er Mbl. ræddi við hann eftir flokksstjórnarfund Alþýðu- flokksins í gærkvöldi. Mbl. spurði Magnús, hvort hann hefði hugleitt þann möguleika að sitja áfram sem ráðherra, þrátt fyrir að flokksstjórnin samþykkti að Alþýðuflokkurinn skyldi slíta stjórnarsamstarfinu. „Nei. Mér var að vísu bent á þennan mögu- leika, en það hvarflaði aldrei annað að mér en að hlíta úrskurði meirihlutans," sagði Magnús. Þá spurði Mbl. Magnús, hvort hann hefði fengið hljómgrunn fyrir skoðanir sínar og hvort úrslit atkvæðagreiðslu flokks- stjórnarfundarins hefðu verið á þann veg, sem hann bjóst við. „Frá því mín afstaða lá fyrir og fram að þessum flokksstjórnar- fundi, hef ég bæði rætt við menn, sem voru mér ósammála og aðra, sem sögðust vera á sama máli og ég. Ég tel að mitt mál hafi á þessum flokksstjórnarfundi fylli- lega fengið þann hljómgrunn, sem ég átti von á,“ svaraði Magnús. — Nú hefur þú sagt, að þú vildir helzt sitja áfram sem ráð- herra til að koma ákveðnum félagsmálum fram. Hefðir þú vilj- að sitja áfram aðeins vegna þeirra og með efnahagsmálin öll í hnút? „Ef ég hefði fengið að ráða sjálfur, þá hefði ég helzt viljað sitja fram undir áramótin. Ég var með ýmis mál á döfinni, sem ég tel geysilega mikilvæg og hafði mik- inn áhuga á að koma fram. Nú verða þau allavega fyrir einhverj- um töfum og ég óttast að ef til vill detti einhver þeirra upp fyrir. Hitt er svo aftur augljóst, að ef ekki hefði náðst betri stjórn á efnahagsmálunum, þá voru öll málefni ríkisstjórnarinnar komin í vaskinn, líka þessi áhugamál mín.“ — Telur þú að þessi sérstaða þín innan þingflokksins eigi eftir að draga einhvern dilk á eftir sér? „Eg skal ekki segja. Ég beygi mig fyrir vilja meirihlutans og ég vildi ekki halda svo mínu máli til streitu, að það orsakaði klofning innan flokksins. Ég er að sjálf- sögðu Alþýðuflokksmaður eftir sem áður. Hitt er annað mál, að ég hef ekki ákveðið nú á þessari stundu, hvort ég gef kost á mér í prófkjör og sækist eftir því að fara í framboð aftur.“ Finnur Torfi Stefánsson alþm.: Nauðsynlegt að skapa sem mesta einingu FINNUR Torfi Stefánsson alþingis- maður sat hjá við atkvæðagreiðslu i þingflokknum á föstudaginn um stjórnarslit. Á flokksstjórnarfund- inum i gærkvöldi greiddi Finnur Torfi atkvæði með stjórnarslitum. Mbl. ræddi við Finn Torfa eftir flokksstjórnarfundinn og sagði hann þá: Finnur Torfi Stefénsson „Ég studdi eindregið ályktun þing- flokksins um að slíta stjórnarsam- starfinu. Ég taldi vonlaust að það næðist einhver árangur og vissi að ekki var samkomulag í ríkisstjórn- inni í þeim veigamiklu málum, sem til eiga að koma í þingbyrjun. Hins vegar var ég á annarri skoðun en meirihluti þingflokksins um það, hvernig haga ætti vinnubrögðum. Ég taldi rétt að taka ekki ákvörðun fyrr en þing væri byrjað. Af þessari ástæðu gat ég ekki greitt tillögunni atkvæði, en ég gat heldur ekki greitt. atkvæði gegn henni. Þess vegna sat ég hjá. í kvöld greiddi ég atkvæði með stjórnarslitum á þeim grundvelli, að þar sem það væri orðinn afgerandi meirihluti fyrir því að slíta stjórnar- samstarfinu, þá væri alls ekki rétt að tregðast við, heldur nauðsynlegt að skapa sem mesta einingu um stefnuna," sagði Finnur Torfi Stef- ánsson. Samþykkt flokksstjórnar Alþýðuflokksins: Við blöstu stöðug hrossa- kaup og skammtímalausnir Jón Karlsson EINS og skýrt er frá á baksíðu Morgunbiaðsins samþykkti flokksstjórn Alþýðuflokksins i gær tillögu þingflokks flokksins um að Alþýðuflokkurinn drægi ráðherra sina úr rikisstjórn og hætti stjórnarsamstarfinu, sem stofnað var til fyrir 13 mánuðum. Jafnframt krafðist flokksstjórn- in þess að þing yrði rofið og efnt til alþingiskosninga þegar á þessu ári. Atkvæði um þessa stefnubreytingu innan flokks- stjórnarinnar féllu þannig að 53 (76,8%) sögðu já, 2 (2,99%) nei og 14 (20,3%) flokksstjórnarmanna skiluðu auðu. Samþykkt flokksstjórnar Al- þýðuflokksins er svohljóðandi: „Alþýðuflokkurinn gekk til nú- verandi stjórnarsamstarfs í trausti þess, að efnahagsstefnu yrði gjörbreytt, svo sem heitið er í samstarfsyfirlýsingu flokkanna, og samvinna tækist í anda þeirra fyrirheita, sem Alþýðuflokkurinn gaf kjósendum sínum fyrir síðustu kosningar. Þrátt fyrir ítarlega og ítrekaða tillögugerð Alþýðuflokksins hafa nauðsynlegar aðgerðir gegn dýrtíðinni ekki fengist samþykkt- ar og ríkisstjórninni hefur því algerlega mistekist að efna þenn- an þátt í stjórnarsamningnum. Stjórninni hefur tekist að halda fullri atvinnu og koma fram ýms- um félagslegum umbótum í sam- ráði við launþegasamtökin. En verðbólgan hefur ekki verið heft og er nú meiri en fyrir ári síðan, en af henni stafar geigvænleg hætta fyrir fjölskyldur, atvinnu- fyrirtæki og þjóðarbúið allt. Nú, í byrjun þings, hafa stjórn- arflokkarnir ekki náð samkomu- lagi um meðferð efnahagsmála, ráðstafanir gegn dýrtíðinni, þjóð- hagsáætlun, fjárlög, lánsfjáráætl- un eða önnur meginatriði lands- stjórnar. Blasir við sama þróun efnahagsmála og í fyrrahaust, stöðug hrossakaup og skamm- tímalausnir, sem í engu spyrna gegn áframhaldandi óðaverð- bólgu. Alþýðuflokkurinn er ekki reiðu- búinn til að halda þeirri stefnu áfram og sjá tillögur sínar snið- gengnar eða útþynntar. Hér verð- ur að gerast veigamikil stefnu- breyting. Vegna hins víðtæka ágreinings um dýrtíðarmálin og aðra þætti efnahagsmála, staðfestir flokks- stjórn Alþýðuflokksins samþykkt þingflokksins og ákveður, að flokkurinn hætti þátttöku í núver- andi ríkisstjórn. Jafnframt krefst flokksstjórnin þess, að þing verði rofið og efnt til alþingiskosninga þegar á þessu ári.“ Forystumonn Alþýöuflokksins ræða viö blaöamenn eftir flokksstjórnarfundinn í gærkveldi. Frá vinstri Sighvatur Björgvinsson, formaöur þingflokksins, Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins og Kjartar Jóhannsson, varaformaöur. Ljósm.: Emilit) Tómas Arnason. „Ymsar yfir- lýsingar hafa komið spánskt fyrir sjónir” „ÞAÐ er nú sýnilegt að ríkis- stjórnin hefur ekki iengur meiri- hluta á Alþingi og ákvörðun um framhald málsins hlýtur að verða tekin á fundi ríkisstjórnarinnar á morgun,“ sagði Tómas Árnason fjármálaráðherra i samtaii við Mbi. i gærkvöldi. „Ýmsar yfirlýsingar talsmanna samstarfsflokka okkar framsókn- armanna í ríkisstjórn að undan- förnu hafa komið mér spánskt fyrir sjónir, sérstaklega yfirlýs- ingar varðandi fjárlagafrumvarpið og undirbúning þess. Ég tel ekki rétt að svara á þessu stigi málsins, en mun gera það næstu daga og hef ýmislegt við málflutning þessara manna að athuga."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.