Morgunblaðið - 09.10.1979, Síða 21

Morgunblaðið - 09.10.1979, Síða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1979 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1979 29 iltoflQmiIiIfifrtfr Útgefandi Framkvsemdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og skrifstofur Auglýsingar Afgreiósla hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aóalstræti 6, sími 10100. Aöalstrœti 6, sími 22480. Sími 83033 Áskriftargjaid 4000.00 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 200 kr. eintakiö. Kjósendur verða að dæma Þegar litið er yfir feril ríkisstjórnarinnar, sem nú er í dauðateygjunum, er erfitt að benda á eitt einstakt mál og segja, að þaö hafi orðið henni að falli. í raun er það ógjörningur vegna þess, að stjórnarfarið hefur verið með þeim hætti, að allt hefur verið látið reka á reiðanum. Ríkisstjórnin hefur ekki gripið til neinna nauðsynlegra aðgerða. Þegar fyrsta vinstri stjórnin hrökklaðist frá 1958, sagði forsætisráðherrann, að innan stjórnarinnar væri ekki samstaða um nein úrræði. Samkvæmt lýsingu Alþýðublaðsins nú um þær mundir, sem Alþýðuflokks- mennirnir eru að yfirgefa stjórnarskútuna, hefur ríkis- stjórnin aldrei vitað að hverju hún ætti að vinna, en í ritstjórnargrein blaðsins segir: „Kjarni málsins er sá, að innan núverandi ríkisstjórnar hafa menn ekki einu sinni getað komið sér saman um sameiginlega skilgreiningu á eðli vandamálsins.. I raun má segja, að í þessum orðum felist yfirlýsing um það, að frá upphafi hafi stjórnarsamstarfið verið dauða- dæmt og stjórnin aldrei verið mynduð með sameiginlega stefnu. Abyrgðarleysi stjórnarflokkanna er gleggst af því, að þeir skuli hafa látið þetta ástand vara í rúmlega þrettán mánuði. Afleiðingar þess, að sundurlyndið og stjórnleysið hefur ráðið ríkjum, blasa alls staðar við. Þrek stjórnar- flokkanna allan þennan tíma hefur ekki verið meira en svo, að þeir hafa ekki þorað að brjótast út úr sjálfskaparvítinu af ótta við dóm kjósenda. Ýmsir forystumenn verkalýðshreyfingarinnar voru helstu hvatamenn að stjórnarmynduninni. Og á síðasta vetri, þegar allt var að komast í óefni, lögðu þessir sömu menn hart að stjórnarliðinu að splundrast ekki. Jafnvel enn í dag eru þeir við sama heygarðshornið og senda frá sér yfirlýsingar um nauðsyn þess, að vinstri flokkarnir reyni að hanga saman. Eftir allt það, sem á undan er gengið, er furðulegt, að almennir félagsmenn í verkalýðs- hreyfingunni líði það, að félög þeirra séu misnotuð á þennan hátt. Sérstaklega er þó undarlegt, að forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafi ekki enn áttað sig á því, hve illa þokkuð þjónkun þeirra við þetta vonlausa stjórnarsam- starf er. Ríkisstjórnin og forysta BSRB kynntust því í allsherjaratkvæðagreiðslu opinberra starfsmanna á síðasta vori, að stjórnarstefnan í kjaramálum nýtur engrar lýðhylli. Um áramótin verða allir kjarasamningar lausir. Þessi ríkisstjórn, sem var mynduð á forsendu samstarfs og samráðs við verkalýðshreyfinguna, skilur þannig við að sjaldan eða aldrei hefur verið meiri óvissa við upphaf viðræðna um kaup og kjör allra landsmanna. í tíð ríkisstjórnarinnar hafa stuðningsmenn hennar hamast við það til skiptis að afneita gjörðum ráðherranna. Mörg meiriháttar mál hafa verið lögð þannig fyrir Alþingi af stjórninni, að ekkert var vitað um stuðning við þau í þingliðinu. Þannig verður um fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1980. Það verður lagt fram í upphafi þings án þess að ljóst sé, hvaða samstaða verður um afgreiðslu þess. Ríkisstjórn sem skilur þannig við, að hún kastar málunum hálfköruðum frá sér eftir þrettán mánaða stjórnleysi, sýnir að hún hefur aldrei verið trausts verð. Ábyrgð þeirra stjórnmálamanna og flokka er mikil, sem allan þennan tíma hafa gert sér grein fyrir, að störf stjórnarinnar mundu engan árangur bera, en hafa samt látið hana lafa. Þeir mega ekki fá tækifæri til að sveipa sig hjúp sakleysisins frammi fyrir þjóðinni. Þess vegna verður strax að gefa kjósendum færi á að kveða upp dórn yfir þeim, sem að úrræðaleysinu stóðu svo lengi. Okkur er þröngvað út í pólitík. Það eru ÞEIR, sem reka okkur út í pólitík, einmitt með sinum stöðugu eftirgangsmunum til að tryggja að enginn skipti sér af pólitík. Sjálfur hef ég ekki minnsta áhuga á pólitík og það sama held ég að hægt sé að segja um langflesta sovézka andófsmenn. Innan andófshreyfingarinnar er engin pólitisk lína, í venjulegum skilningi, — við erum einfaldlega ekki komnir á það þróunarstig að slík mál geti verið á dagskrá. Það sem við sameinumst um er krafan um að mannréttindi séu virt, að farið sé að lögum. Við eigum þá hugsjón að verða ekki samsekir. Við viljum ekki taka þátt í þeirri skipulögðu glæpastarfsemi, sem er uppistaðan í sovézku þjóðfélagi, heldur viljum við geta sagt bamabörnum okkar þegar fram líða stundir, að við höfum ekki tekið þátt í þessum óskapnaði. Það, sem við viljum, er, að mannréttindi séu virt, og þau eru svo skýrt skilgreind, til dæmis í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, sem Sovétrikin eiga aðild að, að það fer ekki á milli mála í hverju þau eru fólgin. Ljósm. RAX. Hann mælir þetta af festu, lyftir hendi stöku sinnum til árettingar, án þess að hækka róminn eöa láta sjá á sér svipbrigði. Vladimír Búkovskí er lágvaxinn, en sterklega byggður, og það fer ekki á milli mála að maðurinn er þéttur í lund. Það er eins og hann fylli herbergið með persónu sinni, og sú spurning vaknar hvaðan þessi styrkur komi: — Ég veit í hverju styrkur minn er fólginn. Ég veit að ég hef innra þrek, það hefur margsinnis reynt á það, og þetta innra þrek er fólgið í því að ég er frjáls maður. Sú vissa held ég að sé mér meðfædd, að minnsta kosti man ég ekki eftir að hafa litið á sjálfan mig öðru vísi en sem frjálsan mann. Þessi fullvissa er minn styrkleiki. Það er hægt að handsama menn, stinga þeim í fangelsi og halda þeim þar, en frjáls hugsun er nokkuð, sem ekki er hægt að hneppa í fjötra. Það eru margir, sem skilja þetta ekki, þar á meðal valdhafarnir í Sovétríkjunum. Þeir skilja heldur ekki að það er ekki hægt að útrýma frjálsri hugsun. Það er hægt að bæla hana í stórum stíl, en það verður aldrei hernaðarmannvirki. En tæknin er bara enn ekki orðin svo háþróuð að gervihnettir geti skyggnzt í gegnum holt og hæðir, en veru- legur hluti vopnaverksmiðja og hernaðarmannvirkja Sovétríkj- anna er neðanjarðar. ★ ★ ★ Talið berst að Búkovskí sjálfum, fjölskyldu hans og breyttum að- stæðum í útlegðinni. Móðir hans, systir og systursonur fóru með honum í útlegðina, og hafa búið í Zurich allt frá því að fangaskiptin frægu fóru fram á flugvellinum þar í desember 1976. Systursonur hans, Mikhail, var alvarlega veik- ur af Hodgkins-sýki, eða eitla- krabba, þegar hann kom til Sviss, en Búkovskí segir að með viðeig- andi læknismeðferð hafi heilsa hans síðan færzt mjög til betri vegar. Þótt ekki sé hann albata hafi reynzt unnt að halda sjúk- dómnum mjög í skefjum og þrátt fyrir slæma líðan á köflum hafi drengurinn getað gengið í skóla og fylgzt með félögum sínum. — Á hverju lifir fjölskyldan? — Við lifum af því, sem ég hef fengið fyrir að skrifa endurminn- ingar mínar „To Build a Castle", en bókin hefur komið út í átta löndum. — Nú töldu margir að fanga- skiptin í Zurich um árið mörkuðu þáttaskil og ýmsir meiriháttar menn, þar á meðal Solzhenitsyn og Sakharov, létu í ljós vonir um að áfram yrði haldið á þessari braut. Síðan hefur ekkert gerzt — engin fangaskipti hafa átt sér stað. — Skiptin á mér og Luis Corvalan voru undantekning, — aðferð, sem ég held að ekki sé hægt að nota sem almenna reglu. Ein ástæðan er sú, að á Vestur- löndum yrði aldrei hægt að grafa upp alla þá pólitísku fanga, sem til þyrfti, og önnur ástæða er sú, að þetta er stórhættulegur leikur. Amnesty International hefur frá upphafi verið á móti þessari að- ferð, talið hana ónothæfa og bent á að hún geti gefið hættulegt fordæmi. Ég er þessu sammála. Þetta getur verið réttlætanlegt í einu og einu tilfelli, til dæmis ef líf liggur við, en ekki sem megin- regla. Þetta er aðferð, sem mjög auðvelt er að misnota. Lítum til dæmis á það sem er að gerast í Vestur-Þýzkalandi. Gangverðið á einstaklingi, sem v-þýzka stjórnin kaupir af Austur-Þjóðverjum er 40 þúsund mörk. Það verða engar smáræðis upphæðir þegar saman MIG synlegt sé að hafa þá á geðveikra- hæli svo að þeir fari hvorki sjálf- um sér né öðrum að voða... Þarna er hægt að hafa menn endalaust, án teljandi fyrirhafnar, því að hver á að skera úr um það hvort þeir geti gengið lausir eða ekki, aðrir en geðlæknar? — Hefuröu náö fullri heilau eftir fangaviatina? — Ekki alveg, en ég er orðinn nokkuð góður af flestum þessum sjúkdómum. Lifrin virðist komin í samt lag, sama er að segja um lungun, magasárið verð ég ekki var við lengur, og ég hef þyngzt um sextán kílógrömm. Það er helzt liðagikt, sem angrar mig ennþá. — Saknaróu einhvera í Sovétríkjunum ? — Ég á vini þar og þeirra sakna ég, en mig langar þangað aldrei. — Geturöu ímyndaö þér aö þú eigir eftir aö fara þangað aftur? — Það kæmi ekki til greina nema allar aðstæður þar væru gerbreyttar. — Eru horfur 6 alíkum breytingum? — Breytingarnar eru að eiga sér stað. Ástandið í Sovétríkjun- um hefur skánað á síðustu tuttugu árum. Aftökur, sem áður voru fastur liður í ofsóknum, eru það ekki lengur, að því er bezt er vitað. Hreyfing andófsmanna hefur fengið ýmsu áorkað. Það hefur verið keypt dýru verði, en breyt- ingarnar eru þó í rétta átt. Þessar breytingar eru ekki þvíað þakka að kerfið eða kommúnisminn fari batnandi. Þær eru að þakka aukn- um þrýstingi, bæði utan lands og LANGAR ALDREI ÞANGAГ hægt að drepa hana alveg. Og það, sem baráttumenn fyrir mannrétt- indum vilja, er einmitt þetta: Prelsi til að hugsa, sem er það sama og frelsi til að vera til. Því að hvað er maður sem ekki hugsar? Hann skiptir ekki máli og það er yfirleitt spurning hvort hann er til. — Ert þú trúaöur maöur? — Nei, og hef aldrei verið. Ég hef heldur aldrei fundið hjá mér neina trúarþörf, heldur ekki þegar mér leið sem djöfullegast í fang- elsi. Það var engin kristileg kær- leikshugsun, sem bjargaði mér, langt í frá. Umburðarlyndi í garð þeirra, sem héldu mér í fangelsi, var mér víðsfjarri. Ég fyrirleit af hjartans sannfæringu, og geri það enn. — Hvaö áttu viö þegar þú talar um akipulagöa glæpa- atarfaemi í aoveiku þjóðfé- lagl? — Þjóðfélagsgerðin getur ekki staðizt með öðru móti. Þetta er eðli kommúnismans. Það er blekk- ing að halda að til sé mannúðlegur kommúnismi. Mannúð rúmast ein- faldlega ekki innan þessa hug- myndakerfis. Það byggir á valdi og valdbeitingu. Þið Vesturlanda- búar, sem þekkið ekki annað en lýðræðislega stjórnarhætti, að minnsta kosti ekki af eigin raun, haldið að það sé hægt að nota sama mælikvarða á kommúnískt þjóðfélag og lýðræðisþjóðfélag. Þetta er eins og hver önnur fjarstæða, — hættuleg fjarstæða þegar þið eruð farnir að setjast að samningaborði með þessu hugar- fari. Þið verðið að gera ykkur grein fyrir því að það eru glæpa- menn, sem við er að eiga. í þeirra huga er engin málamiðlun. Það er búið að innprenta ykkur að mála- miðlun sé af hinu góða, — að málamiðlun sé þroskamerki og nauðsynlegur þáttur í lýðræðinu. En þið megið bara ekki biekkja ykkur með því að halda að lýðræð- islegar aðferðir eigi við í sam- skiptum við Sovéstjórnina. í aug- um sovézku valdhafanna er mála- miðlun ekkert annað en veikleika- merki. Það hvarflar aldrei að þeim að halda samninga af nokkru tagi, nema þeir neyðist til þess, — séu ekki látnir komast upp með annað. Ég veit til dæmis ekki hvernig Bandaríkjastjórn dettur í hug að þeir eigi eftir að halda SALT-II samninginn. Bandaríkjamenn halda að það sé hægt að fylgjast með vopnaumsvifum Sovétmanna og segja að gervihnattatæknin sé orðin svo háþróuð að ekki sé hægt að fela vopnaverksmiðjur eða — Hvernig var aö aetjaat aftur i akólaþekk eftir öll þeaai ir? — Það var mjög skrýtin tilfinn- ing. í fyrsta lagi hafa orðið svo miklar framfarir á sviði líffræði, síðan ég byrjaði að læra hana í Moskvu að ég get ekki sagt að kunnáttan hafi verið upp á marga fiska og í öðru lagi eiga líffræði- nám í Moskvu og líffræðinám í Cambridge fátt sameiginlegt ann- að en nafnið. Á þeim tíma sem ég var að læra líffræði í Moskvu var erfðafræðin til dæmis bönnuð. Þá voru þeir búnir að komast að því að það er ekki hægt að breyta epli í peru með því að breyttf umhverfi og vaxtarskilyrðum. Þar með var sú kenning hrunin, en ekkert nothæft komið í staðinn. Ég legg megináherzlu á að ljúka þessu námi í Cambridge og vona að mér takist það á næstu þremur árum. kemur, enda fréttast fleiri og fleiri dæmi um fólk, sem aust- ur-þýzka lögreglan handtekur beinlínis til að selja til Vestur-Þýzkalands. — Hvaöa ataöur í aovézka fangageymalukerfinu er veratur? — Geðveikrahælið. Tvímæla- laust. Enda fer þeim stórfjölgandi um þessar mundir, það er að segja hælunum, sem notuð eru fyrir pólitíska fanga. Nú er vitað um fimmtán slík hæli, en þegar ég kom fyrst á hæli voru þau ekki nema þrjú. Þeir eru nefnilega búnir að komast að því að það eru engar stofnanir, sem henta betur til geymslu á pólitískum föngum. Þeir geta alveg sleppt öllu um- stangi í kringum réttarhöld og dómstóla. Menn eru bara sendir í Iæknisskoðun og fá þann stimpil að þeir séu því miður ekki með fullum sönsum, þannig að nauð- innan. Þetta kerfi lætur ekki undan neinu öðru en þrýstingi og valdi af því að það er ónæmt fyrir öðru en þrýstingi og valdi. Þess vegna þarf að auka þennan þrýst- ing. Ég væri ekki hér í dag nema af því að gífurlegum þrýstingi var beitt. Það var ekki af mannúðar- ástæðum, sem þeir skiptu á mér og Luis Corvalan. Heldur ekki af því að þá langaði svo til að fá Corvalan til Moskvu. Það þjónaði hagsmunum þeirra að sumu leyti að fá Corvalan, því að þeir vissu að það kynnu kommúnistar í ýmsum löndum að meta. Ég aftur á móti, — ég var orðinn of frægur, eða of illræmdur, eftir því hvernig á málið er litið. Þeir þorðu ekki að taka áhættuna af því að ég dæi í fangelsinu og þeir þorðu heldur ekki að taka áhættuna af því að hafa mig áfram í haldi, þannig að þetta var eina útleiðin. - Á.R. Svör Búkovskís Aö lokinni ræöu Vladimírs Búkovskís á fundi Samtaka um vestræna samvinnu á Hótel Sögu á sunnudaginn var voru bornar fram fjölmargar fyrirspurnir, sem ræöumaöur svaraöi jafnóðum. Eru hér rakin nokkur atriöi af því sem fram kom: Til Moskvu * | í eitt ár Ef þiö hafið efni á þá ættuð þiö aö bjóöa þeim aö dveljast í Moskvu í eitt ár, var svarið við spurningunni um þaö hvaö íslendingar gætu gert til aö sporna viö útbreiöslu komm- | únisma. Þegar Morgunblaöiö spuröi Búkovskí aö því eftir fundinn hvers vegna hann heföi tiltekið eitt ár sérstaklega, sagöi hann: „Eitt ár er nægilegur tími til að menn geti séö í gegnum sov- ézkt þjóðfélag. Lengri dvalar- tími en eitt ár gæti reynzt | hættulegur því aö þá fara menn að veröa samdauna þessu kerfi og innlimast í þaö meö margvíslegum hætti. Til 1 dæmis eiga námsmenn, sem eru í náðinni, kost á marghátt- | aöri fyrirgreiðslu og forréttind- | um, meðal annars í formi beinna fjárstyrkja.“ Því miður Samtök frjálsra verkamanna í Sovétríkjunum er hættu- legasta hreyfingin frá sjónar- miöi sovézkra yfirvalda um þessar mundir, aö sögn ræöu- manns. Hann kvað afar mikil- | vægt að samtökin fengju stuðning verkalýösfélaga á Vesturlöndum, en því miður heföi verið lítiö um slíkt til 1 þessa. Hann sagöi frá einum for- I svarsmanni kolanámamanna, sem fór fram á stuöning sam- taka brezkra kolanámamanna. | Brezka sambandiö tók þessa ósk til athugunar, en sneri sér til sovézka sendiráösins í j Lundúnum til að fá frekari upplýsingar um hinn sovézka | stéttarbróður. Sendiráöiö veitti | umbeðnar upplýsingar fúslega: Maöurinn haföi fengið hnullung í höfuöiö og síðan ekki verið með öllum mjalla. Leizt þeim I brezku þá ekki á blikuna og var Ímálið látiö niöur falla þar meö. Tómarúm „Sovétríkin koma alls staöar inn í tómarúm og þar sem þau sjá sér leik á boröi. Þaö er skýringin á nærveru þeirra í Angóla og öörum slíkum ríkjum," sagöi Búkovskí um Itilgang Sovétríkjanna meö íhlutun í fjarlægum heimshlut- um. Um þetta væru svo mörg alþekkt dæmi, bæöi gömul og ný, aö ekki ætti aö þurfa aö fara í grafgötur um tilganginn. Þýðingarlaust Tuttugu þúsund til eöa frá ^ skipta engu máli, sízt þar sem j þessir hermenn fara aö sjálf- 1 sögöu ekki lengra en rétt yfir Ilandamærin, sagöi Búkovskí um yfirlýsingu Brésnevs í 1 Austur-Berlín um helgina, en | hátíðargjöf Sovétstjórnarinnar á þrjátíu ára afmæli Þýzka (Ljósm. Ulrich Noll.) Á ÞINGVÖLLUM. - Aö loknum fundi Samtaka um vestræna | samvinnu fór Vladimír Búkovskí til Þingvalla í fegursta veðri og var mynd þessi tekin þar þegar kvöldsett var oröið. alþýðulýðveldisins var sem I kunnugt er loforö um brott- j flutning tuttugu þúsund sov- | ézkra hermanna á tólf mánuö- | um. Búkovskí sagði aö í slíku I sambandi skiptu heildarhiut- | föllin öllu máli, svo og það hvar j hersveitir heföu aösetur. Þann- I ig hefðu tuttugu þúsund Sovét- 1 menn í Austur-Þýzkalandi | langtum minni þýöingu en tvö þúsund Sovétmenn á Kúbu. j Yfirlýsing um brottflutning 2 j þúsund Sovéthermanna frá | Kúbu heföi veriö nokkurs virði | en tilfærsla á tuttugu þúsund j hermönnum milli borga í | Austur-Evrópu þar sem Sov- étríkin heföu milljónir manna undir vopnum, hefði enga þýö- ingu. Bernskir og auðtrúa Af gefnu tilefni kvaðst ræöu- maður ekki gera ráö fyrir því að þeir menn, sem þekktu lýðræöislegt þjóðfélag en aö- hylltust samt sem áður komm- únisma, væru endilega illa inn- rættir. Sennilegra þætti sér aö 1 þeir væru bernskir og auðtrúa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.