Morgunblaðið - 09.10.1979, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 09.10.1979, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER1979 27 Deckarm að koma til JOACHIM Deckarm, þýski lands- IiðsmaAurinn kunni í handknatt- leik, er nú á örum batavegi, en sem kunnugt er, lá hann með- vitundarlaus i fjóra mánuði eftir slys á leikvelli. Það var í leik Gummersbach og Tatabanya, sem Deckarm rakst harkalega á markvörð Tatabanya í hraðupphlaupi og rak höfuðið af slíku afli í gólfið að hann missti meðvitund og vissi hvorki í þennan heim né annan í fjóra mánuði og lengst af var hann í lífshættu. Fréttir af kapganum eru nú hins vegar góðar. I ágúst vaknaði hann og í dag er hann farinn að geta svarað spurningum og að flestu leyti farinn að haga sér skynsamlega. Þá er hann farinn að ganga um gólf, sitja í stólum og fleira, en allt eru þetta hlutir sem talið var að hann myndi jafnvel aldrei gera á ný. Hann er og farinn að braggast líkamlega, gerir líkamsæfingar þrisvar á dag. ÍR sigraði ekki FH í frétt á iþróttasiðu Mbl. síðast- liðinn þriðjudag var skýrt frá því að FH hefði sigrað í fjórþraut HSÍ. Þessi frétt var ekki rétt; það var lið ÍR sem sigraði i keppn- inni og leiðréttist það hér með. Stafaði þessi ruglingur út af rangri frétt frá HSI sem sam- bandið hefur nú leiðrétt. Rétt niðurstaða í f jórþrautinni fer hér á eftir. Dagana 10.—14. ágúst s.l. gekkst H.S.Í fyrir fjórþraut, sem haldin var fyrir leikmenn fyrstu deildar liðanna í handknattleik og framkvæmd af landsliðsþjálfara, Jóhanni Inga Gunnarssyni. Mælt var: Þol, 3000 metra hlaup. Hraði/snerpa, 40 m hlaup. Stökkkraftur með 3ja skrefa atrennu. Handboltapróf, sérhæft þol, hraða og tæknipróf í athöfnum handknattleiksins. Próf þetta er eftir erlendri fyrirmynd, með stigagjöf eftir ákveðnum reglum. Í.R. náði bestum árangri 1. deildar félaganna og er Jjví sigur- vegari í fjórþraut H.S.I. 1979 og hreppir því verðlaunin sem H.S.I. veitir fyir árangurinn. - Stig Í.R. gagnvart hinum félög- unum eru sem hér egir: ÍR 215,25 / FH 209,75 ÍR 219,14 / KR 208,71 ÍR 222,00 / Haukum 211,83 ÍR 222,00 / Víkingi 210,16 ÍR 232,25 / VAl 220,75 ÍR 248,00 / Fram 238,00 HK tók ekki þátt í prófinu. Bjarni Bessason náði bestum árangri í prófinu með 248 stig, þá komu Bjarni H. 229, Ársæll 227 og Pétur 225. Síðan komu Guðmund- ur Þ. 210, Brynjólfur M. 203 og Steinn Ö. 202, en aðrir minna. Evrópukeppni bikarhafa: Fátt um stórleiki ÞAÐ virðist ekki vera margt um virkiléga stórleiki i 2. umferð Evrópukeppni bikarhafa, en hún er oft talin veikasta keppnin af Evrópukeppnunum þremur. Helst ber að geta leiks Arsenal og austurþýska liðisins Magdeburg. Skagabanarnir frá Barcelona geta þegar í stað farið að velta fyrir sér væntanlegum mótherj- um i 3. umferð, en Barcelona dróst nú gegn Aris Bonneveg frá Lúxemburg og eru Lúxararnir enn ólíklegri til að gera spænska liðinu skráveifu heldur en islensk lið. Drátturinn í Evrópukeppni bikarhafa er þannig: Arsenal — Magdeburg Aris Bonneveg — Barcelona Panionios — IFK Gautaborg Loko Kosice — NK Rijeka Nantes — Steua Búkarest Dinamó Moskva — Boavista Zagorra — Juventus Valencia — Glasgow Rangers Labbi oq Kalli dæma á HM unglinga Þeir Karl Jóhannsson og Gunnlaugur Hjálmarsson munu dæma á heimsmeistarakeppni unglinga í hand- knattleik sem fram fer í Danmörku og Svíþjóð síðar í þessum mánuði._______________ Dresdení forystu DYNAMO Dresden hefur nú for- knattspyrnunni urðu sem hér ystuna i austur-þýsku deildar- segir: keppninni i knattspyrnu með 12 stig eftir 17 umferðir. Dynamo Carl Z. Jena — Dynamo Berl. 2—0 hefur þó aðeins leikið sex leiki, Chemie Halle — Magdeburg 5—1 en unnið þá alla. Dynamo Berlin FC Vorwerts — Wismut Aue 2—0 og Cheme Halle hafa bæði hlotið Erfurt — Stahl Reisa 3—1 11 stig, en úrslit í austur-þýsku Zwickau — Chemie Leipzig 0—3 Á myndinni hér að ofan sem tekin er af sjónvarpsfilmu, má sjá aðdragandan að slysinu. Deckarm er i dökkri skyrtu no. 11, fellur i gólfið eftir að hafa lent i harkalegu samstuði og höfuð hans skellur i gólfið. • Langstökkvarinn Larry Myricks stekkur 8,52 metra og sigrar í heimsbikarkeppninni í frjálsum iþróttum sem fram fór í Kanada fyrir skömmu. Stökk Larry er annað lengsta stökk i heiminum frá upphafi. Lengsta stökkið er 8,90 metrar sett af Bob Beamon Bandaríkjun- um á Olympíuleikunum í Mexico árið 1968. Stökk Beamons þótti hreint ótrúlegur árangur. Nú telja fróðir menn að Larry Myrick hafi góða möguleika á að bæta stökk hans, en hann þykir búa yfir miklum hæfileikum. Larry er nemandi við Háskólann i Missisippi. Ótrúleg heppni íþróttamður nokkur i Sviþjóð, Magnus Johnson að nafni, kom mjög við sögu i siðustu viku. íþróttir hans eru golf og keilu- spil. Eins og kunnugt er, gerist það ekki á hverjum degi að kylfingar slá holu í höggi. í keiluspili er það ennig sjaldgæft að iðkendur hæfi allar keilurnar í hverju skotinu af öðru, en jafnan varpa keiluspilar- ar svörtu kúlunni tólf sinnum að keilunum í hverri keppni. Og þá er komið að Magnúsi. Hann gerði sér lítið fyrir og sló holu í höggi, auk þess sem hann skaut niður hverja einustu keilu í skotum sínum tólf. Er nú Magnus Johnson orðaður við heimsmeta- doðrant Guinness. Mullery kærir ekki EINS og lesa má i greininni um ensku knattspyrnuna, gerðist sá fáheyrði hlutur i leik Manchester Utd. og Brighton, að sam- herjarnir Eric Steele og Garry Williams hófu grimmileg áflog, sem lauk ekki fyrr en að margir höfðu gengið á milli og dómarinn bókað striðsmennina. Framkvæmdastjórinn Alan Mullery lýsi því yfir, að hann myndi ekki sekta eða straffa leikmenn sina á nokkurn hátt. Mullery á ekki gott með að gera slika hluti, því sjálfur verður hann að sitja viðs fjarri hliðar- linunni meðan á leikjum stendur, en hann atyrti linuvörð er Brighton lék vináttuleik i sumar og var dæmdur til að sitja uppi i stúku í 8 mánuði. Það væri þvi synd að segja að framkvæmda- stjórinn hafi sýnt gott fordæmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.