Morgunblaðið - 09.10.1979, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 09.10.1979, Qupperneq 40
Rnnsk gæöavara, \ / Blðndunartæki \mm^^^^mmmj I Úrvali. ARABIA Hagstætt verö. HREINLÆTISTÆKI BAÐSTOFAN Armúia 23 • s*ni 31810 •Nýborgarhústö Benedikt Gröndal, formadur Alþýðuflokksins: ddunntað standa gegn kosningum í desember -VIÐ sjáum ekki, að unnt sé að standa gegn þvi, að boðað verði til kosninga fyrri hluta desembermánaðar,“ sagði Benedikt Gröndal. formaður Alþýðuflokksins á stuttum blaðamannafundi, sem haldinn var við lok flokksstjórnarfundar Alþýðuflokksins i gærkveldi, en hann stóð i fjórar klukkustundir. Flokksstjórnin hafði þá samþykkt að slita stjórnarsamstarfinu og krafðist þess jafnframt, að þing yrði rofið og efnt yrði til alþingiskosninga þegar á þessu ári. bá samþykkti fiokksstjórnin afbrigði frá lögum Alþýðuflokksins og stytti þann tima, sem nauðsynlegur er talinn i flokkslögunum að prófkjör fari fram á, en lögin segja fjórum mánuðum fyrir kosningar. Atkvæði á fundinum féllu þannig að 53 samþykktu tillögu þingflokksins, en 2 greiddu atkvæði á móti. 14 flokksstjórnarmenn skiluðu auðu. Vladimír Búkovskí um brottför íslendinga úr NATO: Hefði í för með sér stóraukin áhrif Rússa Fyrir flokksfundinum lá tillaga þingflokks Alþýðuflokksins um að flokkurinn hætti þátttöku í núver- andi ríkisstjórn, þing yrði rofið og efnt til alþingiskosninga þegar á þessu ári. Miklar umræður urðu um þetta á fundinum og kom fram gagnrýni á málsmeðferð þing- flokksins, að hún skyldi ekki ráð- ast við flokksstjórnina í svo alvar- legu máli áður en þingmenn flokks- ins hefðu komizt að niðurstöðu. Gagnrýni á þingflokkinn kom eink- um úr verkalýðsarmi flokksins, en allmargir þeirra er gagnrýndu til- lögu þingflokksins, kváðust ekki andvígir samstarfsslitum í ríkis- stjórn, heldur þeirri aðferð, sem beitt hafi verið. Töldu þeir að hún kynni að geta haft slæm áhrif á samstarf við alþýðubandalagsmenn í verkalýðshreyfingunni. Benedikt Gröndal, formaður flokksins svaraði, er Morgunblaðið spurði, hvernig flokksforystan hefði svarað þessari gagnrýni, að þing- flokkurinn hefði litið svo á að um væri að ræða viðkvæmt pólitískt mál, sem taka hefði þurft ákvörðun um áður en áform yrðu gerð opinber. Tillaga þingflokksins var eina tillagan, sem fram kom. Bene- dikt sagði jafnframt að þessi ákvörðun hefði átt sér nokkurn aðdraganda og væri nú um hálfur mánuður frá því er fyrst hófst umræða um stjórnarslit innan þingflokksins. A blaðamannafundinum, þar sem einnig sátu Kjartan Jóhannsson varaformaður flokksins og Sighvat- ur Björgvinsson formaður þing- flokksins, kom fram að ástæða þessarar ákvörðunar væri sú að ekki væri unnt að eygja breytingu til batnaðar á stjórnarsamstarfinu. Benedikt Gröndal sagði að þetta stjórnarsamstarf hefði bæði orðið Alþýðuflokknum vonbrigði svo og þeim einstaklingum innan hans, sem lagt hefðu sig í líma við að starfa vel að lausn landsmálanna. Menn hefðu verið vongóðir og bjartsýnir, en það væri mat manna á stöðunni, að ekki þýddi að reyna meira, haldnir hefðu verið tíðir fundir síðustu 2 mánuði innan stjórnarinnar um efnahagsmál og fjárlög. Náin vitneskja hefði því fengizt um afstöðu eða afstöðuleysi hvers stjórnarflokksins um sig. Kjartan Jóhannsson sagði, að Al- þýðubandalagið hefði innan stjórn- arinnar átt afskaplega erfitt með að taka afstöðu. Það vildi hann þó ekki tíunda frekar. Þess má geta að lokum, að þegar flokksstjórn Alþýðuflokksins sam- þykkti aðild að núverandi ríkis- Btjórn féllu atkvæði þannig, að 30 sögðu já, en 12 nei, þ. á m. 3 þingmenn, Bragi Sigurjónsson, Sig- hvatur Björgvinsson og Vilmundur Gylfason. Atkvæðagreiðslan á fundinum í gærkveldi var leynileg, en fullvíst er að enginn þingmann- anna hafi sagt nei. Magnús H. Magnússon var í hópi þeirra, er sat hjá. Sjá nánar um f lokks- stjórnarfundinn og við- brögð við honum á bls. 18 og 19. SOVÉZKI andófsmaðurinn Vla- dimir Búkovski lýsti þvi yfir á fundi i Reykjavik á sunnudaginn var, að hugsanleg brottför íslands, Noregs og Danmerkur úr Atlantshafsbandalaginu mundi að hans mati hafa i för með sér stóraukin áhrif Sovétrikjanna i þessum löndum. Reynslan sýndi að hlutleysis- stefna kæmi að litlu haldi, og nægði í því sambandi að benda á reynslu Finna í því efni, þ.e.a.s. hina svonefndu „finnlandiser- ingu“. Gætti sams konar ahrifa jafnvel í Sviþjóð, sem líka aðhyllt- ist hlutleysisstefnu í alþjóðamál- um, en ætti ekki landamæri að Sovétríkjunum. Benti hann meðal annars á, að sú staðreynd að íslendingar hefðu um árabil verið algjörlega háðir Sovétríkjunum um olíukaup, drægi sízt úr mikilvægi þess að tryggja öryggi og sjálfstæði landsins sem frekast væri kostur. Hátt á fjórða hundrað manns voru samankomnir til að hlýða á fyrirlestur Búkovskís á fundi Samtaka um vestræna samvinnu. Meðan á viðdvölinni hér stóð skoðaði Búkovskí sig um í nágr- enni Reykjavíkur og fór meðal annars til Þingvalla, en héðan fór hann á mánudagsmorgun til Cam- bridge á Englandi þar sem hann stundar nám í líffræði. Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins: „Landið stjórnlaust hvort eð er — krefjumst kosninga nú þegar” „ÞAR sem flokksstjórn Alþýðuflokksins hefur orðið við áskorun þingflokksins um stjórnarslit þá verður ekki annað séð en meirihluti sé fyrir því á Alþingi að rjúfa þing og efna til kosninga sem allra fyrst. Þvi verður ekki trúað að óreyndu að Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkurinn sýni annars vegar þau ólýðræðislegu vinnubrögð að standa gegn vilja meirihluta Alþingis og torvelda framgang og vilja þess eða sýni hins vegar af sér þá hræðslu við dóm kjósenda sem slík afstaða bæri vitni um. Þess verður því að vænta að formaður Framsóknarflokksins og þeir málsvarar Alþýðubandalagsins sem hafa látið í sér heyra endurskoði afstöðu sina um að standa gegn kosningum eigi siðar en fyrri hluta desembermánaðar“, sagði Geir Hallgrimsson. „Þau rök sem hafa verið færð veldara er að komast á kjörstað gegn kosningum á þessum tíma en var fyrir tiltölulega fáum eru í fyrsta lagi að fresturinn sé árum. Sjálfsagt er að hafa heim- of skammur, en fresturinn nú er ild til að hafa fleiri kjördaga í ekki skemmri en þegar þing var þeim kjördæmum þar sem veður rofið 1974. í öðru lagi hefur því kynnu að hamla kjörsókn. í verið haldið fram að vetrarkosn- þriðja lagi er sagt að landið verði ingar séu áhættusamar en nú stjórnlaust þennan tíma. Landið gegnir allt öðru máli í samgöngu- er nú þegar stjórnlaust hvort eð málum landsins hvað miklu auð- er eins og það hefur verið s.l. ár Geir Hallgrimsson og það mun verða stjórnlaust þar til nýr þingmeirihluti hefur verið myndaður eftir kosningar. Það sem mestu máli skiptir er einmitt að landið verður stjórnlaust í allan vetur ef kosningar fara ekki fram fyrir áramót! Vont (1958), verra (1974), verst (1979) Við stöndum nú á tímamótum. Þriðja svokallaða vinstri-stjórnin á tæpum aldarfjórðungi er fallin. Vinstri-stjórnin 1956—1958 fór frá án þess að nokkur samstaða væri um nein úrræði að sögn þáverandi forsætisráðherra. Vinstri-stjórnin 1971—1974 fór frá með sama hætti og viðskiln- aður hennar var enn verri. Vinstri-stjórnin 1978—1979 hefur þó slegið öll met, gefist upp eftir stytzan tíma og viðskilnaðurinn hefur aldrei verið verri hjá nokk- urri ríkisstjórn. Skuldafrágöngubú vinstri-stjórnarinnar Það er ekki tilhlökkunarefni fyrir næstu ríkisstjórn að taka við þessu skuldafrágöngubúi, en Sjálfstæðisflokkurinn verður að axla þá ábyrgð sem stærsti flokk- ur þjóðarinnar. Nú er nóg komið af því að stjórnmálaflokkarnir kenni hver öðrum um ófarirnar þegar illa fer. Þjóðin hlýtur því að draga þá ályktun að kalla beri einn flokk til ábyrgðarinnar. Við krefjumst kosninga nú þegar. Ef sú verður ályktun landsmanna, mun Sjálfstæðisflokkurinn ekki víkjast undan því.“ Sjá frétt um kjördæmamálið bls. 2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.