Morgunblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1979 3 V. Fannst hvorki ríkja starfs- friður innan skólans né utan segir Hjálmar Ámason sem nú hefur fengid lausn frá embætti ,,ÉG ER búinn að veita Ujálmari Árnasyni lausn frá embætti skólastjóra í Grindavík. Skóla- nefnd Grindavikur kemur saman til fundar i dag og ég mun fara nokkuð eftir tillögum skóla- nefndarinnar, ef hún getur kom- ið sér saman um lausn málsins," sagði Ragnar Arnalds mennta- málaráðherra, er Mbl. spurði hann i gær, hvert yrði af hans hálfu næsta skref i skólastjóra- málinu í Grindavik og hvort hann myndi auglýsa stöðuna lausa til umsóknar eftir að Hjálm ari hefði verið veitt lausn. „Þetta er mál, sem átök eru búin að vera um í mörg ár og það hefur gengið á ýmsu,“ sagði Ragnar, „eins og ég held að fólk sé nú að átta sig á að og að setning Hjálmars var ekki einhver pólitísk embættisveiting eins og fyrst var talað um. Ég held að þetta mál verði að leysa á næstunni og ég vil hafa gott samstarf við skólanefnd Grindavíkur um lausn þess.“ „Mér fannst hvorki ríkja starfs- friður innan eða utan skólans og það traust er ég átti von á virtist ekki vera fyrir hendi og því hélt ég við afsagnarbeiðni mína,“ sagði Hjálmar Árnason er Mbl. ræddi við hann í gærkvöldi. „Tekist hafði áður með aðstoð góðra manna að ganga frá helstu málum þannig, að kennarar gætu fengið sína stundaskrá og skólastarf hafist. Næsta skrefið hjá skólanefnd er að ráða fram úr þeim vanda að finna skólastjóra er getur hafið Borgarfund- ur um stjórn- málaástandíð annað kvöld STÚDENTAFÉLAG Reykjavíkur gengst fyrir almennum borgara- fundi í Kristalsal Hótels Loft- leiða annað kvöid, fimmtudags- kvöld, klukkan 20.30, um stöðuna í stjórnmálunum í ljósi síðustu atburða. Fulltrúar allra stjórnmála- flokkanna munu flytja stuttar framsöguræður á fundinum, og síðan verða leyfðar almennar um- ræður. Ræðumenn verða þessir: Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins, Steingrímur Hermannsson formaður Fram- sóknarflokksins, Ragnar Arnalds menntamálaráðherra frá Alþýðu- bandalagi, og Benedikt Gröndal formaður Alþýðuflokksins. Fundurinn verður öllum opinn meðan húsrúm leyfir, en fundar- stjóri verður Baldur Guðlaugsson héraðsdómslögmaður, formaður Stúdentafélags Reykjavíkur. störf sem fyrst. Mér fundust vinnubrögð kennaranna tveggja er stóðu að yfirlýsingu kennaranna einkennast af óheilindum og yfir- lýsingin vera lögð fyrir kennara á fölskum forsendum. Mér fannst ekki vera hugsað um að bera hag skólans fyrir brjósti og ákveðin öfl gerðu skólann að vígvelli. Þá koma mér á óvart þau ummæli Boga, að hann hafi aðstoðað við að kom skólastarfinu í gang, en hann gerði mér einmitt aðkomuna mjög erfiða og neitaði um nauðsyn- legustu upplýsingar. En ég ber engan kala til kennar- anna og ég óska þeim alls hins besta í starfi sinu fyrir skólann. Skólastjórinn fyrrverandi fer nú að leita sér að atvinnu eftir að hafa tekið nokkurra daga hvíld en mér þykir fyrir mestu að hafa komist nokkurn veginn klakklaust frá þessu rnáli," sagði Hjálmar Árnason að lokum. Fundur skólanefndar og fræðslu stjóra hófst kl. 20:30 í gærkvöldi. Vilborg Guðjónsdóttir formaður skólanefndarinnar tjáði Mbl. að fyrst yrði afgreidd formlega af- sögn Hjálmars, en síðan yrði fjallað um hvað hægt yrði að gera til að fá nýjan skólastjóra. Kæmi þá helst til greina að auglýsa stöðuna. með tilskildum fjögurra vikna umsóknarfresti, en hvort aðrar hugmyndir kæmu fram á fundinum kvaðst hún ekki geta sagt um. Hjálmar Árnason Tvær sölur í Þýzkalandi TVÖ fiskiskip seldu í Þýzkalandi í gær. Otto Wathne landaði 41 lest í Cuxhaven og fékk 15.3 milljónir króna fyrir aflann, meðalverð 375 krónur. Ingólfur Arnarson seldi 188.5 lestir í Bremerhaven fyrir 64 milljónir, meðalverð 340 krónur. INNLENT sogusbðum i hjarta E/rópu I I/VOmhn/TT seilingar.Tildæmiserstutt LJUlJKýt I lkJ\Jl U a vigasloðir tveggja ^ heimsstyrjalda, Verdun og Hvort heldur þú kýst ys og þys Ardennafjöll. stórborgarinnar eöa kyrrö og Ef þú feröast til Luxemborgar, þá friösæld sveitahéraöanna - þá ferö þú í sumarfrí á eigin spýtur- finnur þú hvort tveggja í ræöur feröinni sjálfur - slakar á Luxemborg, þessu litla landi sem og sleikir sólskiniö og skoöar þig liggurí hjarta Evrópu. Næstu nágrannar eru Frakkland, Þýskaland og Belgía - og fjær Holland, Sviss og Ítalía. Því er þaö aö margir helstu sögustaöir Evrópu eru innan um á söguslóöum. LUXEMBORGARDAGAR Á HÓTEL LOFTLEIÐUM 11.-14. okt. Matur, drykkur og skemmtikraftar frá Luxemborg í Víkingasal. Kvikmyndasýningar í Ráðstefnusal FLUGLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.