Morgunblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1979 15 Veður Akureyri 3 skýjaó Amsterdam 21 sólskin Aþena 22 skýjað Barcelona 25 alskýjað Berlín 20 bjart BrUssel 23 sólskin Chicago 20 rigning Denpasar, Bali 30 bjart Feneyjar 16 skýjað Frankfurt 17 bjart Genf 22 þoka Helsinki 11 skýjaö Hong Kong 28 bjart Jerúsalem 23 bjart Jóhannesarborg 25 bjart Las Palmas 24 skýjaö Lissabon 21 rigning Kaupmannah. 16 skýjað Kairó 30 skýjaö London 21 skýjað Los Angeles 21 skýjað Madrid 22 rigníng Majorka 24 skýjað Malaga 22 mistur Miami 28 bjart Moskva 7 sólskin Nýja Delhi 36 bjart New York 16 bjart Ósló 11 skýjað París 20 skýjað Reykjavík 7 skýjað Rio de Janeiro 34 rigning Rómaborg 20 skýjaö San Francisco 20 bjart Stokkh. 9 skýjaö Sydney 25 mistur Tel Aviv 24 bjart Tókíó 23 bjart Toronto 9 rigning Vínarborg 12 skýjaö Þettá geróist 10. október 1977 — Tveim sovéskum geimförum skipað að koma aftur til jarðar vegna erfiðrar tengingar í geimnum. 1974 — Verkamannaflokkur Wil- sons sigrar naumlega í þingkosning- um í Bretlandi. 1973 — Spiro Agnew varaforseti segir af sér. 1970 — Verkamálaráðherra Que- becs, Pierre Laporte, rænt. 1967 — Staðfest að Che Guevara hafi fallið í Bólivíu. 1963 — Stífla brestur nálægt Bel- luno, Italíu, og 1800 farast í flóðum. 1938 — Þjóðverjar ljúka við hernám Súdetahéraðanna. 1913 — Gamboa-stíflan í Panama- skurði sprengd og Atlantshaf og Kyrrahaf sameinast. 1911 — Kínverska byltingin hefst: Sun Yat-sen kollvarpar Manchu- ættinni. 1859 — Borgarastyrjöld brýzt út í Argentínu. 1842 — Bretar lýsa yfir sigri í öðru stríðinu við Afghani. 1774 — Orrugtan við Point Pleasant. 1733 — Frakkar segja Karli keisara VI. stríð á hendur vegna stuðnings hans við Ágúst III. kjörfursta af Saxlandi. 1471 — Sigur Sten Sture á her Dana hjá Stokkhólmi. 43 f.Kr. — Lyon stofnsett. Afmæli — Giuseppe Verdi, ítalskt tónskáld (1813—1901) = Paul Kruger, Búaleiðtogi (1825—1904) = Fridtjof Nansen, norskur landkönnuður (1861—1930) = Helen Hayes, banda- rísk leikkona (1900— ). Andlát — Ugo Foscolo, skáld 1827. Innlent — Norræn eldfjallastöð opnuð 1974 = Viðureign Hannesar Hafsteins við enska landhelgisbrjóta 1899 = Djúpmenn drepa 13 spænska hvalveiðimenn í Æðey og á Sandeyri 1615 = d. Bogi gamli Benediktsson 1803 = Jón Ólafsson flýr land 1870 = Barnaskóli Reykjavíkur vígður 1898 = Nýr sjómannaskóli vígður 1945 = Loftleiðadeilan leyst 1964 = Tveir Flateyrarbátar farast 1964 = Jóhann Hafstein myndar stjórn 1970 = „Dettifoss" kemur 1930 = f. Guð- mundur G. Hagalín 1898 = Skúli Guðmundsson ráðherra 1900. Orð dagsins — Megi guð verja mig gegn vinum mínum — ég get varið mig gegn óvinum mínum = Voltaire, franskur heimspekingur (1694— 1778). BREYTTIR TÍMAR Kínverskur lögreglumaður og fjölskylda hans horfa á vestrænt auglýsingaskilti í Peking. Spærlingstíð Dana og Breta Byrne styður Carter ChicaKo, 9. október. Reutcr. JANE Byrne, borgarstjóri í Chi- cago, lýsti í gær yfir stuðningi við framboð Jimmy Carters til forseta. Eiginkona Carters, Rosa- lynn. stóð við hlið Jane Byrne þegar hann lýsti yfir stuðningi sinum. Þessi stuðningsyfirlýsing kom nokkuð á óvart en ekki var ljóst hvort Byrne myndi krefjast þess, að allir fulltrúar Illinoi og Chi- cago á flokksþingi demókrata styddu Carter. Sú hefð komst á undir stjórn Richard Daley, fyrr- um borgarstjóra Chicago, að þing- fulltrúar Illinoi og Chicago fóru ávallt á flokksþing til að velja forseta án þess að hafa fyrirfram skuldbundið sig um stuðning. Dal- ey sjálfur ákvað síðan stuðning, oft eftir mikið baktjaldamakk. Tarakki sagð- ur andaður London. 9. okt. Reuter. NOOR Mohammad Tarakki, fyrrverandi forseti Afganist- ans, sem velt var úr sessi í sl. mánuði, lézt i dag að þvi er Kabul-útvarpið skýrði frá. Var sagt að forsetinn hefði andazt eftir erfið og löng veikindi. Tarakki var jarðaður samdæg- urs að sögn útvarpsins en ekki var nánar um málið fjallað. Fyrir tveimur vikum skýrði Amin hinn nýi foringi landsins svo frá að Tarakki væri fársjúk- ur og gæti ekki gegnt skyldum sínum en diplómatiskar heim- ildir í Kabul töldu að hann hefði særzt í bardögum við stuðn- ingsmenn Amins í sl. mánuði. Um hríð var álitið að Tarakki væri látinn en það var svo borið til baka. Esbjerg, 7. októbcr. AP. DANSKIR togarar hóldu á sunnudag á spærlingsmið í hin- um brezka hluta Norðursjávar- ins, austur af Skotlandi. Bretar lokuðu spærlingsmiðunum í síðustu viku í 3 mánuði og hafa þannig haldið dönskum togurum frá veiðum á svæðinu. Jafnframt því að danskir togarar héldu á miðin hvöttu forustumenn út- vegsmanna og sjómanna dönsku stjórnina til að skuldbinda sig til að greiða þær sektir, sem danskir togarar kynnu að hljóta fyrir veiðar í brezkri landhelgi. Danir myndu þá fylgja fordæmi Frakka, sem einnig eiga í deilum við Breta. Bretar hafa neitað að beygja sig undir vilja Efnahags- bandalagsins i fiskveiðimálum en ekki hefur enn tekist að mynda samræmda stefnu bandalagsins í fiskveiðimálum. Danir fóru fram á við fiskveiði- nefnd EBE að nefndin krefðist lögbannsúrskurðar á bann Breta, en fiskveiðinefndin kom sér ekki saman um það. Danska stjórnin hefur reynt að halda aftur af dönskum útgerðar- og sjómönnum með því að vísa til fiskveiðinefnd- arinnar og að samkomulag tækist þar. Eftir að fiskveiðinefndinni tókst ekki að koma sér saman um að fara fram á lögbannsúrskurð á aðgerðir Breta sagði Svend Jak- obsen, sjávarútvegsráðherra Dana, að nú væri fátt um rök með frekari biðlund og gaf í skyn að danska stjórnin myndi greiða þær sektir, sem danskir togarar kynnu að fá, færu þeir á veiðar á Norðursjó. Það veikir þó stöðu dönsku stjórnarinnar að hún situr aðeins til bráðabirgða, en kosn- ingar fara fram í landinu 23. október. Jakobsen sagði að danska stjórnin væri reiðubúin til við- ræðna við Breta en aðeins gegn því að brezka stjórnin samþykkti að opna spærlingsmiðin á nýjan leik. Danir neita að viðurkenna þau rök Breta að nauðsynlegt hafi verið að loka miðunum til verndar ýsustofninum á svæðinu. Danir segja að spærlingur éti ýsuseiði og að aukið magn spærlings á svæð- inu leiddi einungis til frekari hnignunar ýsustofnsins. „Valið stendur nú á milli gjald- þrots eða spærlingsstríðs," sagði Kent Kirk, forseti sjómannasam- takanna í Esbjerg. Nú blasir gjaldþrot við mörgum útgerðum. Danskir útvegsmenn kalla rök Breta fyrir lokun svæðanna tvískinnung. Markmiðið sé að koma dönskum fiskveiðum fyrir kattarnef. Þeir halda því fram, að flestir þeirra togara, sem settir hafa verið í sölu vegna erfiðleika útgerðarinnar hafi verið seldir til Bretlands. Kent Kirk sagði að lokun spærlingsmiðanna þýddi um 15 milljarða króna tap fyrir Dani á næstu mánuðum. Páfagardi, 9. okt. Reuter. AÐEINS sólarhring eftir að Jó- hannes páfi annar kom heim til Rómaborgar úr för sinni til írlands og Bandaríkjanna hefur hann nú frekari ferðaáform á prjónunum. Að þessu sinni ætlar Dæmdur fyrir vanstillingu Aþenu. 9. okt. AP. GRÍSKUR dómstóll dæmdi í dag flugstjóra frá flugfélaginu Libyan Arab í átta mánaða fangelsi fyrir skemmdarverk og ósæmandi fram- komu. Samkvæmt dómnum gerði flugstjórinn Fatel Eli 38 ára gamall sig sekan um að hafa uppi móðgandi yfirlýsingar við starfsfólk á gistihúsi og grýtti í móttökustjórann lítilli styttu í bræði sinni þegar honum var sagt að hann fengi ekki inni þar. Flugstjórinn áfrýjaði og hefur verið sleppt úr haldi um sinn, en hins vegar er honum bannað að fara úr landi unz niðurstaða áfrýjunar- beiðni liggur fyrir. Þrír lögreglu- menn drepnir Milanó, 9. okt. AP. MAÐUR nokkur á vélhjóli sem stöðvaður var við vegatálmanir skammt fyrir utan Milanó í nótt gerði sér Htið fyrir, dró upp byssu og skaut til bana þrjá lögreglumenn. Hann flýði siðan til skógar en náðist nokkru síðar eftir mikla leit. Maðurinn sem er tvítugur að aldri hafði verið dæmdur 15 ára fyrir að drepa öryggisvörð. Honum var sleppt af betrunarheimili fyrir nokkru. I Napolí voru tveir menn skotn- ir til bana og sá þriðji særður þegar umferð var hvað mest í miðborginni þar í morgun. Lög- reglumaður hóf eftirför og varð fyrir skoti. Síðan náði lögregla manninum og drap hann. Ekki bendir neitt til að hér sé um pólitískar aðgerðir að ræða að sögn lögreglu. Síamskir tví- uurar fæddust á Taipei Taipei. 9. okt. AP. SÍAMSKIR tvíburadrengir fædd- ust á Taipei aðfaranótt þriðjudags og eru börnin samvaxin frá brjósti og niður að mjöðmum. Að öðru leyti virðast þau heilbrigð. Ekki er ljóst hvort unnt verður að aðskilja börnin og ekki fullkannað hvort einhver líffæri þeirra eru sam- gróin. Drengirnir hafa fjóra hand- leggi og fjóra fætur. hann ekki í langt ferðalag, heldur mun hann láta duga að fara í járnbrautarferð um Róm þann 8. nóvember til að halda hátíðlegan „dag járnbrautarverkamanna" sem hefur verið minnzt síðan 1839 ár hvert. Páfínn aftur á stúfana Brandt um atlöguna að Kohut: Ber vott um pólitískan vnilrloílrQ Tveir andófsmenn V ClKltlKd teknir til viðbótar Bonn, Vínarborg, Prag, 9. okt. Reuter. AP. WILLY Brandt, fyrrverandi kanslari Vestur-Þýzkalands, gagnrýndi i dag stjórn Tékkó- slóvakiu harðlega vegna að- gerða hennar á hendur Pavel Kohut lcikskáldi. Sagði Brandt að þetta gæfi til kynna póli- tiska veikleika stjórnarinnar. Brandt sagði að Kohut hefði i hvivetna komið drengilega fram i Austurríki á þvi ári sem hann fékk að búa þar og ekkert aðhafst sem með neinni sann- girni væri fært að túlka sem gagnrýni á stjórn landsins. Brandt sagði að sú ákvörðun að meina Kohut að snúa heim og svipta hann ríkisborgararétti gengi þvert á detente og þeim anda sem hefði rikt í viðræðum Gustavs Husaks forseta Tékkó- slóvakíu og vestur-þýzkra leið- toga sl. ár. Þær fréttir bárust í dag að tékkóslóvakíska lögreglan hefði nú handtekið tvo þekkta and- ófsmenn, þann þrettánda og fjórtánda síðan í maí. Er annar, Julius Tomin, heimspekingur og einn af þeim sem skrifuðu undir Mannréttindaskrá 1977. Palach- útvarpsstöðin í London sagði að Tomin hefði verið handtekinn er Kohut hann var á leið frá Prag til norðurhluta Bæheims og hefði bíll hans verið stöðvaður með valdi og hann fluttur á brott. Hinn er Jan Tesar sagnfræð- ingur, sem hefur átt í vök að verjast síðan hann undirskrifaði skjalið og ekki fengið neitt að gera síðan honum var sleppt úr fangelsi fyrir þremur árum. Hann bjó í Brno og hefur ekki til hans spurzt nú í nokkra daga. Aðgerðirnar gegn Kohut hafa vakið mikla gremju í Austurríki og austurríska þingið tók málið á dagskrá sína í dag og blöð skrifa um þetta harðort mjög.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.