Morgunblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1979
23
Minning—Sigurð-
ur Ottó Steinsson
Fæddur 13. október 1904
Dáinn l.október 1979
Hann Otti minn er allur.
Hvernig er hægt að minnast
hans Otta í nokkrum orðum. Orðin
duga svo skammt á heilli manns-
ævi.
Eg læt hugann reika til baka og
þá man ég Otta fyrst í kjallaran-
um hjá Pfaff á Skólavörðustíg 1 í
lítilli kompu þar sem allt var í röð
og reglu. Það var líka einkenni
hans Otta í gegnum árin hvað allt
var snyrtilegt í kringum hann og
allt sem hann gerði, vel gert.
Sigurður Ottó Steinsson fæddist
á ísafirði 13.október 1904. For-
eldrar hans voru Steinn Sigurðs-
son og Ólöf Guðmundsdóttir. Otti
var næst elztur níu systkina.
Elztur var Guðmundur, fæddur
1903, dáinn sama ár. Þá kom Otti,
Steinar, Guðrún, Ingimundur, Sig-
urbergur, Ólöf, Gróa, móðir mín
og svo síðastur Brynjólfur. Enn
eru á lífi þau Ingimundur, Ólöf,
Gróa og Brynjólfur. Þau systkinin
fæddust og ólust upp á ísafirði.
Móður sína misstu þau 1929 en
Guðrún, elzta systirin, hélt áfram
heimili fyrir föður sinn og syst-
kini. En hart var í ári og smám
saman fluttust systkinin til
Reykjavíkur í atvinnuleit. Otti
kom til Reykjavíkur 1938 með son
sinn, Ólaf og Guðrúnu systur sína.
Upp úr 1940 voru þau öll komin til
Reykjavíkur ásamt föður sínum
nema Steinar sem bjó áfram á
ísafirði í um 20 ár.
Haustið 1941 byrjaði Otti að
vinna hjá Magnúsi Þorgeirssyni í
Pfaff. Alla sína ævi vann hann í
Pfaff á Skólavörðustígnum og nú
síðustu árin bjó hann á sama stað.
Otti minn gifti sig aldrei en tvo
syni eignaðist hann, Ólaf Stein og
Halldór. Ólaf Stein ól hann upp
ásamt systrum sínum. Báðir hafa
synirnir orðið honum til mikillar
gleði. Ólafur á fjórar dætur og
eina dótturdóttur, langafa til mik-
illar ánægju, og Halldór eina
dóttur og einn son er heitir Ottó
eftir afa sínum.
Nú seinni árin er við systkinin
urðum eldri og fórum að kynnast
heiminum betur, því betur kunn-
um við að meta og virða rólyndi og
ábyrgðartilfinningu Otta til vinnu
sinnar og umhverfis.
Eitt þarf að taka fram um Otta
og það er hversu víðförull hann
var þrátt fyrir að hann talaði
ekkert mál að gagni nema
íslenzku. Hann fór til hinna ýmsu
landa í Norður- og Suður-Evrópu.
Ég spurði hann einu sinni hvernig
hann færi að því að gera sig
skiljanlega. Enginn vandi, sagði
Otti, ég tala bara íslenzku, pata og
bendi og það gengur ágætlega.
Otti átti góðan vin í gegnum
árin, Jón Brynjólfsson. Sjaldan
hugsum við til Otta án þess að
minnast Jóns í leiðinni. Otti og
Jón voru ferðafélagar okkar syst-
kinanna á sólarströnd í fyrra. Þá
var Otti minn hress og kátur. Nú í
sumar vorum við enn ferðafélagar
en heldur hafði honum hrakað. Nú
í haust dró af honum og síðast 28.
september vann hann sína vinnu
fram á miðjan dag en fór þá upp
til sín af því að honum varð kalt.
Móðir mín kom til hans um
kvöldið og úr varð að hann var
fluttur upp á Landakot. Þaðan átti
hann ekki afturkvæmt og ég held
að hann hafi vitað það fyrir.
Um nóttina eftir að hann lézt
fór ég til hans upp á sjúkrahús og
sá þar sviphreinan og ungan
mann. Þannig mun ég minnast
Otta þar til við sjáumst aftur.
Ég flyt kveðjur til Otta frá
foreldrum mínum, systkinum og
vandamönnum.
Guðrún Halldórsdóttir.
í dag verður borinn til moldar
Sigurður Ottó Steinsson, en hann
andaðist 1. okt. á Landakotsspítal-
anum eftir langa vanheilsu. Vant-
aði hann aðeins hálfan mánuð til
þess að ná 75 ára aldri. Lífsgleði
hans og létt skap komu honum þó
alltaf á fætur eftir marga og
erfiða uppskurði allt fram á það
síðasta.
Ottó, en hann gekk alltaf undir
síðara nafni sínu, var fæddur 13.
okt. 1904 á ísafirði. Foreldrar
hans voru þau hjónin Steinn
Sigurðsson og Ólöf Guðmunds-
dóttir, en þau eignuðust níu börn.
Sigurþór Þórðar-
son — Kveðjuorð
Sigurþór Þórðarson lézt fyrir
skömmu og hefur hans verið
minnst á útfarardegi af vinum og
samstarfsmönnum. Óþarfi er því
að endurtaka ártöl og uppruna.
En vér nágrannar hans frá fyrri
tíð minnumst hans fyrir margt,
einkum hjálpsemi hans og góðrar
framkomu, sem gerðu hann minn-
isstæðan mörgum framar. Auk
þess var Sigurþór hafsjór af fróð-
leik um menn og málefni, einkum
frá fyrri tíð og bjó hann yfir ýmiss
konar þekkingu um Reykjavík
fyrri daga, sem óðum hverfur með
nýrri kynslóð eins og eðlilegt er.
A þessum fögru haustdögum,
þegar grösin visna og blómin fölna
og haustlaufin feykjast til og frá
um jörðina, minnumst vér hverf-
ulleikans, hve allt er fallvalt hér í
heimi. Daglega sannast það í lífi
vor manna og dauðinn minnir á
þetta. Með brottför Sigurþórs
Þórðarsonar kveðja Reykvíkingar
mann, sem mótaði þjóðfélagið, er
hann starfaði að ýmsum hugðar-
málum hér á meðal vor og megum
vér samferðamennirnir því minn-
ast hans og sakna, er hann
hverfur af sýnilegum návistum.
Ragnar Benediktsson
Af systkinum Ottós eru nú fjögur
lifandi: Ingimundur, verkstjóri á
Akranesi, Gróa, húsfreyja í
Reykjavík, Brynjólfur, járnsmiður
í Kópavogi, og Ólöf, ógift.
Ottó kvæntist aldrei, en lætur
eftir sig tvo sonu.
Meðan Ottó var á Isafirði stund-
aði hann eitthvað sjóinn, vann við
skipaafgreiðslu o.fl. Það mun hafa
verið seint á árinu 1941, sem ég
kynntist Ottó fyrst. Við ÍR-ingar
höfðum keypt Kolviðarhólinn og
vorum að innrétta hann sem
skíðaheimili. Kom ég upp að
Kolviðarhóli ásamt vini mínum,
Arna Þ. Árnasyni, lóðarskrárrit-
ara, en ég hafði minnst á það við
hann að mig vantaði „alt-mulig-
mand“ til að vinna við fyrirtæki
mitt, Pfaff.
Þegar við komum á Hólinn, sá
ég mann sitjandi flötum beinum á
gólfinu hamast við að brjóta upp
lausa pússningu, því leggja átti
„parkett“-gólf á veitingasalinn. Er
mér minnisstæður ákafi og dugn-
aður mannsins við verkið, enda
rann og bogaði af honum svitinn.
Þetta var Ottó. Þá sagði Árni, „af
hverju reynir þú ekki þennan?"
Það varð úr að ég réð Otta til
reynslu. Sá reynslutími entist í 37
ár. í þessi 37 ár hefir hann unnið
fyrirtækinu Pfaff af trúmennsku
og dugnaði eins og heilsan hefir
leyft. Maðurinn reyndist ótrúlega
laginn við hvaða verk sem var.
Hann hafði sérstaka ánægju af að
snyrta og hafa allt í lagi jafnt
innan húss sem utan. Á þessum
árum var erfitt að ná í saumavélar
til sölu og fórum við þá útí að selja
barnavagna og kerrur og vann
Otti árum saman við samsetningu
þeirra. Þá var nú ekki alltaf verið
að líta á klukkuna, en oft unnið
langt fram yfir lokunartíma þegar
mikið lá við. Þakklátastur er ég þó
Otta fyrir dugnað hans og ósér-
plægni hans meðan á byggingu
Pfaff-húsanna við Skólavörðustíg
stóð.
Ekki má gleyma því hve börnin
og barnabörnin hændust að Otta,
og hvað hann var natinn óg
þolinmóður við þau, enda sagði
yngsta barna-barnið þegar hann
frétti lát Otta: „Mikið sakna ég
hans Ot.ta.“ Já, víst er að við öll
munum sakna hans.
Að lokum vil ég í nafni fyrir-
tækisins og alls starfsfólks þess
færa Otta alúðarþakkir fyrir öll
hans störf og samfylgdina í þessu
37 ár.
Aðstandendum sendum við okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Magnús Þorgeirsson.
Eiginmaöur minn
KRISTINN ARNASON
Blönduhlíð 8
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni föstudaginn 12. október kl.
13.30. Blóm og kransar afþökkuö, en þeir sem vilja minnast hans,
láti líknarstofnanir njóta þess.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna,
Louisa Eiríksdóttir
Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi
JÓNAS ÞORBERGUR GUÐMUNDSSON
frá Vilborgarslööum
Vestmannaeyjum
Eskihlíð 12b Reykjavík
verður jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. október
1979 kl. 13.30.
Ólafía I. Þorgilsdóttir
Oddný Jónsdóttir, Gunnhallur Antonsson
Þorgils Jónsson, Vilborg Bjarnadóttír
og barnabörn.
t
Þökkum innilega öllum þeim sem auösýndu samúö og heiöruöu
minningu
HARALDS S. GUÐMUNDSSONAR
stórkaupmanns.
Sigurbjörg Bjarnadóttir
Harald G. Haraldsson Elísabet Gunnarsdóttir
Sólveig Haraldsdóttir Hart Neil Hart
Sigríður Haraldsdóttir Sigurjón Sigurösson
Sign'ður G. Benjamín
og barnabörn.
+
Þökkum auösýnda samúö og vinarhug í oröi og verki viö andlát og
útför eiginkonu, móður, dóttur, systur og ömmu
ERNU HERMANNSDÓTTUR
Öldugötu 57
Hilmar Helgason
Kristín H. Hilmarsdóttir
Elín Hilmarsdóttir
Kristín Benediktsdóttir
Hreinn Hermannsson
Jón S. Hermannsson
Hermína G. Hermannsdóttir
Ingunn Þorkelsdóttir.
Þorkell Ericson
Hrefna Haraldsdóttir
Sígurbjörg Friðgeirsdóttir
Kári Jónsson
Þökkum auösýnda samúö viö andlát og jarðarför
GUÐMUNDAR ERLENDSSONAR
trésmiðs,
Nönnugötu 12
Börn og tengdabörn.
Norræn
menningarvika 1979
í kvöld kl. 20:30
leikur Halldór Haraldsson, píanóleikari, verk eftir J. Speight,
Þorkel Sigurbjörnsson, L.v. Beethoven (Sónata í D-dúr) og
Vagn Holmboe.
Aögöngumiöar seldir í kaffistofu NH.
í kjallara: sýning á verkum eftir danska listamanninn
Carl-Henning Pedersen.
í bókasafni og anddyri: myndskreytingar viö ritverk H.C.
Andersens.
NORFÆNA HÖSIO POHJOLAN TAIO NORDENS HUS