Morgunblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1979 5 Verö Litur Stæröir 1 23.800,- Drapp, brúnt, grænt 2—12 2. 5.900,- Rauököflótt, brúnköflótt 116—164 3. 5.490.-5.695,- Græn, brún 6—15 4. 6.300. 7.300- Bláyrjótt, brúnyrjótt 6—12 5. 7.900,- Ýmsir litir. 140—176 EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Dino úlpur 10 Austurstræti sími: 27211 Henrik-Steffens verdlaununum úthlutað: Söngskólinn: Rögnvaldur á hádegistón- leikum í dag Fyrstu vikulegu hádegistón- leikarnir i Tónleikasal Söngskól- ans í Reykjavík verða í dag kl. 12.10 til 12.50, en þá mun Röxn- valdur Sigurjónsson pianóleikari leika verk eítir Beethoven, Schumann og Chopin. Hádegistónleikar Söngskólans verða vikulega í allan vetur, en markmiðið er að skapa nýbreytni í tónlistarlífi borgarinnar og gefa Hundasýning 79 áhugafólki tækifæri til að skjótast á tónleika á þessum tíma dagsins, en hægt er að fá snarlveitingar, á staðnum, kaffi, súpu eða ámóta hressingu. Látið skrá hunda ykkarí dag Þeir hundaeigendur, sem ekki hafa nú þegar látiö skrá hunda sína eru vinsamlegast beönir aö hafa samband í dag eöa kvöld viö einhvern af neöantöldum: Matthías, s: 43490, Stefán, s: 38024, Valdimar, s: 99-1627, Guörún, s: 44984 eöa Þór s: 44453. Æfing meö hundaeigendum og hundum, sem á sýningunni veröa veröur haldin viö Vífilsstaöavatn laugardaginn 13. okt. kl. 14.00. Þar verður einnig tekiö viö skráningargjöldum og sýningarnúmer afhent. H.R.Í. f sýningarsölum Norræna hússins í Rcykjavík stendur nú yfir sýning á verkum danska málarans Carl-IIenning Pedersens. Sýnir hann þar 40 olíumálverk, vatnslitamyndir og stcinprcnt auk 12 bronsskúlptúra. Listamaðurinn var cinn þeirra fjögurra er stofnuðu COBRA-hópinn svonefnda. en Svavar Guðnason listmálari var einn þeirra og á myndinni má sjá hvar hann er að virða fyrir sór verk hins danska málara. Háskóli íslands: Hátíðamefnd 1. des. kosin 22. október nk. Kosningar til hátiðarnefndar 1. desember meðal stúdenta i Iláskóla fslands fara fram á almennum fundi stúdenta i Hátiðarsal skólans mánudaginn 22. október n.k„ en nefndin skal skipuð sjö mönnum er kosnir skulu leynilegri listakosn- ingu. Framboðum ásamt meðmælum tíu stuðningsmanna og tillögum um markmið og tilhögun hátíðarhald- anna skal skilað fyrir hádegi fimmtudaginn 18. október n.k. á skrifstofu stúdentaráðs Háskóla íslands. Fundurinn hefst með framsögu. Hver listi fær 30 mínútur til ráðstöf- unar og að því loknu hefjast almenn- ar umræður. Kosningarnar standa frá 20.00-24.00. Hundasýning Hundaræktarfé- lags íslands veröur haldin n.k. sunnudag, 14. okt., aö Varmá í Mosfellssveit og hefst kl. 13.00. Dr. Hallgrímur Helgason tónskáld hefur í fjóra áratugi verið í forystusveit íslenzkra tónlistarmanna. Hann hefur samið fjölda tónverka, starfað sem hljóðfæraleikari og unnið að fræðistörfum í sérgrein sinni. Hann var um skeið kennari við „Freie Universi- tát“ í Vestur-Berlín, síðar tónlistarprófessor í Kanada, en er nú dósent við Háskóla Islands. Tveir Islendingar hafa áður verið sæmdir verðlaununum, þeir Magnús Már Lárusson prófessor og Hannes Péturs- son skáld. Einn tónlistar- maður hefur hlotið verðlaunin á undan Hallgrími. Það var sænska söngkonan Elisabeth Söderström, en hún hefur m.a. komið fram á listahátíð hér í Reykjavík. Verðlaununum út- hlutar nefnd, sem skipuð er mönnum frá Þýzkalandi og Norðurlöndunum. Af Islands hálfu hefur Vilhjálmur Þ. Gíslason fyrrverandi útvarps- stjóri setið í nefndinni frá upphafi. Dr. Hallgrímur Helgason tónskáld hefur verið sæmd- ur hinum svonefndu Hen- rik-Steffens verðlaunum, en þau hafa árlega verið veitt lista- eða vísindamanni á Norðurlöndum síðan 1966 af þýzku menningarstofn- uninni „Stiftung F.V.S.“ í Hamborg. Verðlaunaf járhæðin er 25 þúsund þýzk mörk. eða sem nemur um 5,3 milljónum króna. Verðlaunaafhend- ingin fer fram í Kielarhá- skóla á næsta ári. Kísiliðjan við Mývatn: Mengun víða verulega yfir hættumörkunum Bjork. Mývatnssveit. 9. okt. 1 GÆR var boðað til fundar í Hótel Reynihlíð. Allir starfsmenn Kisiliðj- unnar voru boðaðir á þennan fund og á honum kynntar niðurstöður mæl- inga á mengun i andrúmslofti i Kisiliðjunni. A fundinn mættu ólafur Leiðrétting Missagt var í viðtali við Jón Karlsson, formann Verkamanna- félagsins Fram á Sauðárkróki, í gær að hann væri formaður Al- þýðusambands Norðurlands. Jón lét af formennsku þar fyrir tveim- ur árum, en núverandi formaður er Hákon Hákonarson. Hlutaðeig- endur eru beðnir velvirðingar á þessari missögn. Ólafsson landlæknir, Hrafn V. Frið- riksson forstöðumaður Heilbrigðiseft- irlits rikisins og Eyjólfur Sæmunds- son deildarverkfræðingur. í september s.l. kom út stór bók með skýrslum um mælingar sem gerðar voru í júní 1978, og eins og fram kemur í þessum skýrslum er mengun á ýmsum vinnustöðum fyrirtækisins verulega yf- ir hættumörkum. Ennfremur segir: „Bendir allt til þess að sjúkdómurinn silikosis komi upp meðal þeirra starfs- manna, sem lengst hafa starfað á þeim vinnustöðum, sem mengunin er mest.“ Forráðamenn Kísiliðjunnar hafa lýst því yfir, að niðurstöðurnar séu mun alvarlegri en þeir höfðu átt von á og að allt verði gert til þess að koma í veg fyrir mengun í verksmiðjunni. Slíkt hafi tekizt erlendis og hljóti einnig að takast hjá Kísiliðjunni. —Kristján. Dr. Hallgrímur Helgason hlýtur 5,3 milljónir króna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.