Morgunblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1979
11
Matthildur Björnsdóttir tekur við vinningnum frá Eysteini Helgasyni,
framkvæmdastjóra Samvinnuferða-Landsýnar. Með þeim á myndinni
er eiginmaður Matthiidar, Sturlaugur Björnsson.
Tæpast að vænta verulegra breylr
inga á tillögum um hámarksafla
SAMEIGINLEGUM mælingum íslendinga og Norðmanna á stærð íslenzka loðnustofnsins lauk
síðastliðinn sunnudag, en haírannsóknaskipin Bjarni Sæmundsson og Michael Sars hafa síðustu
vikur kannað nær allt útbreiðslusvæði stofnsins. Leiðangursstjóri á Bjarna Sæmundssyni var
Hjálmar Vilhjálmsson og sagði hann í gær að miklir útreikningar væru eftir og því væri lítið hægt
að segja um niðurstöður leiðangursins. — Fljótt á litið sýnist mér þó. að tæpast sé að vænta
neinnar verulegrar breytingar á þeim tillögum um hámarksafla, sem við höfum lagt til, sagði
Hjálmar Vilhjálmsson. Eins og kunnugt er hafa fiskifræðingar Iagt til að loðnuaflinn fari ekki
yfir 600 þúsund tonn á haustvertiðinni í ár og næstu vetrarvertíð, en það er um helmingi minni
afli en fékkst á sama tímabili i fyrra.
Hjálmar sagði að byrjað
hefði verið nyrzt á svæðinu, á
móts við Jan Mayen, og leið-
angrinum hefði lokið vestur af
Vestfjörðum. Skilyrði sagði
hann að hefðu verið góð, gott
veður og enginn ís.
Enda þótt samvinnu við
Norðmenn um þessar stofn-
stærðarmælingar sé lokið í bili
a.m.k. verður þessum mæling-
um haldið áfram af hálfu
íslendinga. Bjarni Sæmunds-
son heldur á loðnusvæðin um
næstu helgi og farið verður yfir
aðalhluta svæðisins í mánuðin-
um.
Leiðangursstjóri verður sem
fyrr við þessar mælingar
Hjálmar Vilhjálmsson.
Keflvíkingar fengu
ókeypis Lundúnaferð
Nýlega afhentu Samvinnuferð-
ir-Landsýn verðlaun í getrauna-
ieik sem boðið var upp á i tilefni
af kynningu á vetrardagskrá
ferðaskrifstofunnar.
Hátt á fjórða þúsund réttar
lausnir bárust, og er dregið var úr
lausnunum kom upp nafn Matt-
hildar Björnsdóttur úr Keflavík.
Sótti hún vinning sinn sl. föstudag
á skrifstofu Samvinnuferða-Land-
sýnar, en hann var ferð til London
fyrir tvo, að verðmæti kr. 350.000.
Dagsbrún skorar á
stjómarflokkana
að reyna til þrautar
Á RÖSKLEGA 100 manna fundi í
Verkamannafélaginu Dagsbrún á
sunnudag var samþykkt áiyktun
þar sem skorað er á stjórnarflokk-
ana að reyna til þrautar að ná
samkomulagi um leiðir til lausnar
því verkefni að standa vörð um
hagsmuni hinna lægst launuðu i
landinu. í Dagsbrún eru tæplega
4000 féiagar. I ályktuninni segir
að nú blasi við, að vegna tengingar
viðskiptakjara við vísitöiuna fái
kaup láglaunafólks 2% lægri verð-
bætur hinn 1. desember n.k. en
kaup hinna hærra launuðu. Fund-
urinn mótmælir harðlega að þessi
lagaákvæði verði látin koma til
framkvæmda.
I ályktuninni segir svo m.a.:
Verkalýðsfélögin standa nú
frammi fyrir því, að samningar
þeirra verða lausir um áramótin og
gera þarf nýja samninga til að bæta
kjör almenns verkafólks. Með þetta
í huga og stöðu launafólks í landinu
yfirleitt, þá lýsir fundurinn furðu
sinni á að þingflokkur Alþýðu-
flokksins skuli nú hafa ákveðið að
rjúfa samstarf stjórnarflokkanna.
Slík ráðstöfun er aðeins vatn á
myllu hægri aflanna í landinu, en
getur með engu móti þjónað hags-
munum launafólks og verkalýðs-
hreyfingarinnar.
En þegar fólk sá mig sitja einan
við borð, voru alltaf einhverjir að
koma og spyrja, hvort þeir mættu
setjast við borðið hjá mér. Var
mér það vissulega sönn ánægja,
því að með þessum hætti hitti ég
fólk úr ýmsum stéttum og af ýmsu
þjóðerni og varð margs vísari, sem
mér var áður ókunnugt um.
Mér er t.a.m. mjög minnisstætt
samtal, sem ég átti við portúgalsk-
an fjármálamann, sem var að
koma af einhverjum alþjóðlegum
fundi stéttarbræðra sinna, er
haldinn hafði verið í Bretlandi.
Spurði ég hann, hvort Portúgalir
ættu ekki við þröngan efnahag að
búa.
„Nei,“ svaraði hann. „Við erum
komnir yfir örðugasta hjallann. í
pólitíkinni er komin kyrrð á. Og
hin tröllauknu alþjóðlegu stórfyr-
irtæki fjárfesta í ríkum mæli í
Portúgal. Héruð, sem voru bláfá-
tæk fyrir nokkrum árum, eiga nú
blómlegum efnahag að fagna af
því að allir, sem vilja vinna, hafa
mikla, vellaunaða og stöðuga at-
vinnu.
En við gætum þess, að hin
erlendu stórfyrirtæki flytji ekki
nema ákveðinn hundraðshluta
ágóðans úr landi. Afganginn verða
þau að fjárfesta áfram í Portúgal.
Þess er vandlega gætt, enda vissu
hin erlendu stórfyrirtæki, hvaða
skilyrðum þau yrðu að fullnægja
til að fá að starfa í Portúgal. Hins
vegar hafa þau tryggingu fyrir
því, að fyrirtæki þeirra verði ekki
þjóðnýtt.
Það er þessi mikla, erlenda
fjárfesting í Portúgal, sem leysti
efnahagsvanda okkar, þegar við
urðum að taka við hundruðum og
aftur hundruðum þúsunda Portú-
gala frá Angóla og öðrum portú-
gölskum nýlendum."
Þannig sagðist hinum portú-
galska fjármálamanni frá.
Þegar ég fræddi hann á því, að
auðhringurinn Alsuisse greiddi
margfalt lægra verð fyrir raforku
en íslendingar sjálfir, duttu hon-
um allar lýs úr höfði.
„Svona förum við ekki að,“ sagði
hann. „Við höfum t.a.m. 200 mílna
landhelgi út í Atlantshaf, en ekki
nægan fiskiskipaflota til að nýta
hana að fullu. Þess vegna seljum
við erlendum fiskiskipum veiði-
leyfi."
Mig skorti satt að segja kjark til
að skýra honum frá því, að við,
íslendingar, færðum útlendingum
slík veiðileyfi gefins á silfurdiski.
Nóg var ég nú samt búinn að
ljóstra upp um molbúahátt og
heimsku landa minna, þó að þetta
bættist ekki við.
Merkur maður sagði mér fyrir
skömmu eftirfarandi sögu af Ein-
ari skáldi Benediktssyni á alþing-
ishátíðinni 1930, á Þingvöllum.
Skáldið reikaði upp á eystri barm
Almannagjár og varð litið niður í
Gjána, þar sem ríkisstjórn
Islands, alþingismenn og fulltrúar
erlendra ríkja voru samankomnir.
Og sem Einar Benediktsson lítur
yfir skarann, mælti hann stund-
arhátt: „Þetta er nú meira ruslið!"
Skyldi Fjallkonan ekki mega
segja hið sanna, er henni verður
litið niður í Almannagjá ríkis-
stjórnar og alþingis á líðandi
stund?
Gagnvarin
fura
cndist von
úrviti
IEingöngu er notuð góð fura og nær gagnvörnin
• alveg að kjarna viðarins.
2Viðnum er síðan rennt inn í þar til gerða
# tanka.
Tankurinn er síðan fylltur með Boliden
3saltupplausn og henni þrýst inn í viðinn undir
• 7 kg/cm þrýstingi.
Viðurinn er síðan tilbúinn til notkunar en þarf
þó að þorna í ca. 2 vikur.
Tilraunir sýna, að gagnvarinn viður endist
a.m.k. fjórum sinnum lengur en óvarinn viður.
Við erum eina fyrirtækið á íslandi, sem höfum
tæki til að gagnverja við undir þrýstingi.