Morgunblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1979
Lengra ver ður vart geng-
ið á sömu óheillabraut
Frá aðalfundi kjördæmisráðs Sjálfstæðis-
flokksins í Norðurlandskjördæmi vestra
AÐALFUNDUR kjördœmaráðs Sjálfstæðisflokksins i Norðurlandskjördæmi vestra var haldinn á
Siglufirði 29. september. Fundarstjóri á fundinum var Knútur Jónsson Siglufirði. Formaður
kjördæmisráðs, Jón Ásbergsson, gerði grein fyrir starfseminni s.l. ár. Haldnar höfðu verið tvær ráðstefnur
á Sauðárkróki. önnur fjallaði um sveitarstjórnarmál, en hin um kosningaundirbúning.
Miklar og málefnalegar umræð-
ur urðu á fundinum um ýmis mál.
Bar þar hæst efnahagsmál og
framfaramál kjördæmisins.
Kjörin var ný stjórn kjördæmis-
ráðs, en venja hefur verið undan-
farin ár að stjórnin flyttist til
milli svæða. Stjórnina skipa nú:
Stefán Á. Jónsson, Kagaðarhóli,
formaður, Jón Ásbergsson, Sauð-
árkróki, varaformaður, Egill
Gunnlaugsson, Hvammstanga,
gjaldkeri, Karl Sigurgeirsson,
Hvammstanga, ritari og Ágúst
Sigurðsson, Geitaskarði, með-
stjórnandi.
Eftirfarandi ályktanir voru
samþykktar:
Stjórnmála-
ályktun:
Þegar haft er í huga það
ófremdarástand sem nú ríkir um
stjórn landsins, er fullljóst að sú
ríkisstjórn sem nú hefur setið að
völdum í rúmt ár hefur með öllu
brugðist. Lengra verður vart
gengið á sömu óheillabraut.
Kjördæmisráðið telur að brýna
nauðsyn beri til að gera nú þegar
samræmdar róttækar ráðstafanir
til þess að stöðva öfugþróun efna-
hagslífsins. Þess vegna skorar það
Hótel Loftleiðir:
Lúxemburgsk landkynning
með lúðraþyt og lostæti með-
al nýjunga í vetrarstarfinu
Ilótcl Loftleiðir bryddar upp á ýmsum nýjungum i starfsemi sinni á
komandi vetri. Meðal nýjunga má nefna landkynningavikur i Víkingasal.
sælkerakvöld i umsjón þckktra sælkera, tizkusýningar og hátíðarkvöld
tilcinkuð jólahátiðinni. Fyrsta landkynningarvikan verður tileinkuð
Luxemborg. Ásbjörg Magnússon sölustjóri Flugleiða sagði á fundi með
fréttamönnum, að einnig yrði í vetur lögð sérstök áherzla á Luxemborgar-
ferðir Flugleiða, en þaðan er stutt að sækja mörg beztu skíðalönd Evrópu.
Luxemborgarvikan hefst í Vík-
ingasal 11. október og stendur til 14.
október. Að henni standa, auk
Hótels Loftleiða, markaðssvið Flug-
leiða og ferðamálaráð Luxemborgar.
Yfirumsjón með matseld á Luxem-
borgarvikunni hafa þeir Bernard
Lambert frá Hotel Siller, sem er
rómaður matsölustaður á bökkum
Moselle, og Þórarinn Guðlaugsson
yfirmatsveinn Hótels Loftleiða. I
tilefni af kynningarvikunni kemur
hingað 11 manna lúðrasveit frá
Luxemborg, sem leika mun í Reykja-
vík meðan á kynningarvikunni
stendur. Fjórir meðlimir lúðrasveit-
arinnar leika fyrir dansi í Víkinga-
sal ásamt Stuðlatríói. Sérstakur
matseðill verður í veitingabúð hót-
elsins þar sem kræsingar frá Lux-
emborg verða á boðstólum.
Sælkerakvöldin hefjast 18.
október og standa til 6. desember.
Meðal þeirra sem sjá um kvöldin eru
Albert Guðmundsson alþingis-
maður, Anna Alfreðsdóttir, Svan-
hildur Sigurðardóttir og Agnar
Kofoed-Hansen flugmálastjóri.
Tízkusýningar verða að venju í
hádegi í Blómasa! á föstudögum til
mánaðamóta október—nóvember.
Að þeim standa íslenzkur heimilis-
iðnaður og Rammagerðin, auk
Hótels Loftleiða.
í jólamánuðinum verða í Blómasal
fjögur sérstök hátíðarkvöld. Um jól
og nýár verður sérstakur afsláttur
veittur á kalda borðinu, sem verður í
hádegi dag hvern.
Sigurður Guðmundsson mun
skemmta gestum í vetur á fimmtu-
dags-, föstudags-, laugardags- og
sunnudagskvöldum í Blómasal með
leik á píanó og rafmagnsorgel. Sú
nýjung verður þar í vetur að sömu
kvöld verður grænmetishlaðborð [
Víkingaskipinu þar sem kalda borðið
er í hádeginu. Verður þar fjölbreytt
úrval grænmetis, sem hótelið fær frá
Bandaríkjunum.
Fleiri lönd verða kynnt á land-
kynningarvikum í vetur. Má þar
nefna búlgarska viku dagana 3. til
10. febrúar og tékkneska dagana 7.
til 16. marz. Auk landkynningavikna
verða tvær innlendar vikur, þ.e.
síldarvika í febrúar og ostavika í
janúar eða marz.
Miklar breytingar hafa verið gerð-
ar á rekstri veitingabúðar hótelsins.
Nýr matseðill hefur verið gefinn út
og ýmsir réttir bætast á hann. Þá
hafa verið teknar upp vínveitingar
og veitt eru létt vín á matmálstím-
um. Boðið verður einnig upp á
margvíslega síldarrétti og er það
einnig nýjung. Opnunartími veit-
ingabúðar verður eftirleiðis frá kl. 5
að morgni til níu að kvöidi.
á þingflokk og miðstjórn Sjálf-
stæöisflokksins að beita sér af
alefli fyrir endurreisn efna-
hagslífsins á grundvelli stjórn-
málayfirlýsingar flokksins á
síöasta landsfundi.
Kjördæmisráðið leggur áherslu
á að Sjálfstæðisflokkurinn vinni
upp skýrt markaða efnahags-
stefnu, kynni hana rækilega fyrir
alþjóð og fylgi henni síðan fram af
festu.
Verðmætasköpun verði aukin
með skynsamlegri nýtingu nátt-
úruauðlinda og markvissri upp-
byggingu atvinnuvega. Ný skatt-
heimta vinstri stjórnar verði af-
numin og opinberum afskiptum af
frjálsri atvinnustarfsemi verði í
hóf stillt. Ríkiskerfið verði dregið
saman svo að þjóðin fái með góðu
móti undir því risið.
Orkumál:
Aðalfundur kjördæmisráðs
leggur áherslu á að hraðað verði
nýtingu innlendrar orku, og bend-
ir á að í kjördæminu eru vannýttir
orkugjafar svo sem jarðvarmi og
fallvötn. Skal þar sérstaklega bent
á Blöndu, en áætlanir um virkjun
Blöndu eru vel á veg komnar.
Samgöngumál:
Aðalfundur kjördæmisráðs
fagnar framkominni tillögu frá
samgöngumálanefnd Sjálfstæðis-
flokksins um stórátak í vegamál-
um landsins á næstu 15 árum þar
með talin lagning bundins slitlags
á helstu vegi.
Þá mótmælir fundurinn stór-
aukinni skattlagningu á bensín,
án þess að tekjur vegasjóðs aukist
að sama skapi.
Húsnæðismál:
Aðalfundur kjördæmisráðs
áréttar ályktun frá síðasta aðal-
fundi um húsnæðismál. Fundur-
inn vill einnig benda stjórnvöldum
á að þess sé gætt að Byggingarsj-
óður ríkisins fái ætíð nægilegt
fjármagn til þess að standa við
skuldbindingar sínar.
Grasköggla-
verksmiðja:
Aðalfundur kjördæmisráðs tel-
ur brýna þjóðhagslega nauðsyn á
því að fyrirhuguð graskögglaverk-
smiðja í Skagafirði rísi sem fyrst.
Fundurinn skorar á heimamenn
og stjórnvöld að hrinda þessu máli
í framkvæmd á næstu tveimur
árum.
Alþýðuleikhúsið:
Meginhluti hafnarinnar i ólafsvík. Á myndinni sést hvernig nýi
hafnargarðurinn kemur utanvið og framfyrir gamla Norður-
garðinn.
Miklar framkvœmdir
í Olafsvík í sumar
Ólafsvfk, 28. september 1979.
ALLMIKLAR framkvæmdir hafa verið i ólafsvík i sumar á vegum
hreppsins, fyrirtækja og einstaklinga. Um 20 íbúðir eru í smíðum á
ýmsum stigum og söltunarstöðvarnar þrjár eru aliar að bæta við
húsakost sinn.
Nú er lokið lengingu hafnargarðsins, svonefnds Norðurgarðs. Hinn
nýi garður er hátt á þriðja hundrað metra að lengd, þar af nam
lengingin 130 metrum i sumar. Batnar nú aðstaða öli innan hafnar
með aukinni kyrrð. Vinnu- og legupláss skipa og báta nýtast og betur.
Verk þetta kostaði um 140 milljónir.
Stærstu verkefnin í gatnagerð leiguíbúðir á vegum sveitarfélags-
voru samtenging Engihlíðar og
Grundarbrautar, svo og frágangur
neðri hluta Grundarbrautar með
steinsteypu. Eru það 270 lengd-
armetrar og er verið að ljúka við
að steypa. Grundarbraut er aðal-
samgönguæðin upp í byggðina.
Hún liggur i allmiklum halla sem
hefir oft verið erfiður á vetrum
vegna snjóa, hálku og úrrennslis í
rigningu. Samtals var áætlað að
46—48 milljónir færu til gatna-
gerðar í sumar en ekki er vitað
hver heildarkostnaðurinn endan-
lega verður.
Unnið er að smíði grunnskóla-
húss og verður unnið fyrir 57
milljónir í ár. Styttist nú í það að
byggingin verði fokheld.
Þá er verið að ljúka smíði 8
íbúða fjölbýlishúss, en í það eru
tveggja og þriggja herbergja
ins. Verkið hefur tafist, en vonast
er til að hægt verði að afhenda
íbúðirnar um mánaöamótin okt-
óber-nóvember. Áætlað verð
stærri íbúðanna var 16,7 milljónir
en 13,7 milljónir á þeim minni.
Að lokum skal þess getið, að nú
eru framkvæmdir hafnar við bygg-
ingu nýs félagsheimilis hér, en það
er orðin býsna langþráð fram-
kvæmd. Húsið verður staðsett á
Ytra-Klifi. Grunngrefti er lokið.
Ekki er búið að ráða trésmíða-
meistara, en stefnt er að því að
uppsláttur sökkla hefjist fljótlega.
í framkvæmdanefnd félagsheimil-
isins eiga sæti Jóhann Pétursson
sveitarstjóri, Stefán Jóhann Sig-
urðsson hreppsnefndarfulltrúi og
Kristján Helgason hafnarvörður.
- Helgi
Á þessari mynd sést hvar búið er að tengja Engihlíð við
Grundarbraut. Til vinstri eru fjölbýlishúsin í ólafsvík, einnig
sést kirkjan og dagvistunarheimilið. Ljósm. Kristján Freyr.
Við borgum ekki á fjalirnar
Þórarinn Guðlaugsson yfirmatsveinn og Emil Guðmundsson hótel-
stjóri við vikingaskip, sem Óskar K. Júlíusson smiðaði sérstaklega
fyrir hótelið. Skipið er hannað til að framreiða stórsteikur á við borð
matargesta. Ljósm. Mbl. Emilia.
Alþýðuleikhúsið er nú að hefja
á ný sýningar á hinum vinsæla
ærsíaleik Dario Fo Við borgum
ekki! Við borgum ekki! Leikritið
var sýnt yfir 50 sinnum í Lindar-
bæ í fyrravor og auk þess i
leikferð um landið í sumar. Sýn-
ingar eru orðnar yfir 80 alls.
Vegna hinnar gífurlegu aðsókn-
ar sem var að leikritinu í fyrra,
hefur verið ákveðið að hata mið-
nætursýningar í Austurbæjarbíói
og verður fyrsta sýningin nú á
laugardagskvöld klukkan 23:30.
Þessi gamanleikur Dario Fo fjall-
ar um alþýðufólk í kióm verðbólg-
unnar en eins og höfundar er von
og vísa býr hann leikinn í umbúðir
ærsla og kátínu og hver misskiln-
ingurinn rekur annan.
Leikstjóri sýningarinnar er
Stefán Baldursson, leikmynd og
búningar eru eftir Messíönu Tóm-
asdóttur en með. hlutverkin fara
Kjartan Ragnarsson, Lilja Guð-
rún Þorvaldsdóttir, Hanna María
Karlsdóttir, Sigfús Már Péturs-
son, Ólafur Örn Thoroddsen og
Sigurður Sigurjónsson, sem fer
með fjölda hlutverka. Lýsingu
annast David Walters.
Aðgöngumiðasala að miðnætur-
sýningunum er í Austurbæjarbíói
frá og með fimmtudegi.