Morgunblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1979 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1979 17 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fróttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og skrifstofur Auglýsingar Afgreiðsla hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Sími83033 Áskriftargjald 4000.00 kr. á mánuði innanlands. í iausasölu 200 kr. eintakiö. Sérstæð þingsetning — og 400 hundadagar Alþingi íslendinga, 101. löggjafarþing, verður sett í dag. Þingsetning fer nú fram við kringumstæður, sem ekki eiga fordæmi í sögu lýðveldisins. Þingflokkur og flokksstjórn Alþýðuflokksins hafa samþykkt að hætta þátttöku í ríkisstjórn og krefjast þingrofs og kosninga þegar á þessu ári. Þessi ákvörðun er byggð á því að stjórnarflokkarnir geta ekki komið sér saman um stefnu í efnahagsmálum: geta ekki komið sér saman um þjóðhagsáætlun, lánsfjáráætlun eða fjárlög fyrir árið 1980. Landið er því í raun stjórnlaust og hefur verið um sinn, þó að ríkisstjórn hafi setið að nafninu til. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við Mbl. í gær, að krafa Alþýðuflokksins um þingrof og tafarlausar kosningar kæmi heim og saman við þau sjónarmið, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði þegar í ljós látið. Meirihluti væri fyrir því á Alþingi, með þessari ákvörðun Alþýðuflokks- ins, að hafa þennan háttinn á. „Því verður ekki trúað að óreyndu," sagði Geir Hallgrímsson, „að Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkurinn sýni annars vegar þau ólýðræðislegu vinnubrögð, að standa gegn vilja meirihluta Alþingis og torveldi framgang hans, eða sýni hins vegar af sér þá hræðslu við dóm kjósenda, sem slík afstaða bæri vitni um“. Það hefur vakið almenna athygli og furðu, að formaður Framsóknarflokksins, Steingrímur Hermannsson, og fyrrum formaður Alþýðubandalagsins, Ragnar Arnalds, hafa tjáð sig um það í fjölmiðlum, að það versta, sem hægt væri að gera nú, væri að gefa fólkinu í landinu kost á að ganga til þingkosninga. Þessi orð bera vott furðulegri og vítaverðri afstöðu til lýðræðislegs réttar almennings. Satt að segja er þessi afstaða móðgun við almenna dómgreind kjósenda, enda byggð á hæpnum rökum. • — 1) I fyrsta lagi er frestur fram til desemberkosninga sagður of skammur. Fresturinn nú er þó ekki skemmri en hann var þegar þing var rofið 1974. • — 2) í öðru lagi er því haldið fram að vetrarkosningar séu áhættusamar. Við nútímaaðstæður í samgöngumálum okkar gegnir allt öðru máli í þessu efni en var fyrir nokkrum árum eða áratugum síðan. Hægt er og að tryggja fleiri en einn kjördag, ef veður kynni að hamla kjörsókn. • — 3) I þriðja lagi er sagt að landið verði stjórnlaust unz stjórn hefur verið mynduð að kosningum loknum. Landið er nú þegar stjórnlaust, hefur í raun verið það í 13 mánuði og verður fyrirsjáanlega hvort eð er, vegna ósamkomulags og uppgjafar stjórnarflokkanna, þar til nýr þingmeirihluti hefur verið myndaður eftir kosningar. Það er einmitt mergurinn málsins að landið verður stjórnlaust í allan vetur, ef kosningar fara ekki fram fyrir áramót. Hér verður ekki farið út í stjórnskipulega valkosti við þær aðstæður, sem hafa skapast í kjölfar genginnar stjórnar. Öll fyrirheitin og faguryrðin, sem flaggað var með í kosningabar- áttunni í fyrrasumar, hafa nú steytt á svikaskeri í óshólmum vinstri stjórnarinnar. Það er því lýðræðislegur réttur hins almenna kjósanda, að hann fái að kveða upp sinn dóm nú, þegar ríkisstjórnin er fallin, og skapa með atkvæði sínu forsendur nýrra og betri stjórnarhátta. Landið verður hvort eð er stjórnlaust — sem fyrr segir — unz nýr þingmeirihluti hefur verið myndaður að loknum kosningum. Kosningar í desember er stytzta og raunar eina tiltæka leiðin að þingræðislegri meirihlutastjórn í núverandi þjóðmálastöðu. Sú staða, með tilheyrandi óðaverðbólgu og tröllvöxnum efnahags- vanda, er arfleifð þriðju vinstri stjórnarinnar á rúmum tveimur áratugum, sem gefst upp áður en kjörtímabil hennar er á enda. Vont var ástandið 1958 þegar Hermann Jónasson sagði, að engin samstaða væri um nein úrræði í vinstri stjórn hans. Verra var það þegar Ólafur Jóhannesson skildi við landið 1974 með yfir 50% verðbólgu eftir blómaskeið Viðreisnar, en miklu verst er þó ástandið nú, er hann skilur við það með 60—75% verðbólgu eftir því hvernig reiknað er. Jörundur var hundadagakóngur og var hann kenndur við þessa 40 hundadaga 1809 þó að hann „ríkti“ lengur, en þessi síðasta vinstri stjórn hefur „ríkt“ eins og stjórnlaust rekald í 400 daga. Það hafa verið 400 hundadagar. Mngrof og kosningar...? Þingrof og kosningar...? Mngrof og kosningar...? Þingrof og kosningar...? Þingrof og kosningar...? SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hélt í gær fund, þar sem rætt var um stjórnmálaviðhorfið eftir lausnarbeiðni Alþýðuflokksráðherranna. Á fundinum var rætt um prófkjörsreglur og sitthvað fleira. Sjá baksíðufrétt. ALÞÝÐUBANDALAG ° Miðstjórn Alþýðubandalagsins kom saman i húsakynnum flokksins að Grettisgötu 3 í gærkveldi. Myndin er tekin á fundinum. Á fundinum komu fram tvær tillögur, frá Birni Arnórssyni hagfræðingi um það að flokkurinn stefndi að kosningum strax og önnur frá ráðherrum flokksins, sem var almenn herhvöt og að flokkurinn byggi sig undir kosningaslag. Benedikt Gröndal: „Við skulum láta þessa ríkisstjóm fara fyrst...” „VIÐ VERÐUM að taka rás viðburðanna eitt af öðru og á þessari stundu get ég ekki svarað þessari spurningu. Við höfum ekki tekið afstöðu til þess,“ sagði Benedikt Gröndal formaður Alþýðuflokksins, er Mbl. spurði hann eftir ríkisstjórnarfundinn í gærmorgun, hvort Alþýðuflokkurinn væri reiðubúinn til þess að standa sjálfur að þingrofi og nýjum kosningum, ef samstarfsflokkarnir gætu ekki fallizt á kröfu Alþýðuflokksins þar um. „Við skulum láta þessa ríkisstjórn fara fyrst, áður en við veltum fyrir okkur einhverjum möguleikum,“ bætti Benedikt við. Mbl. spurði Benedikt, hvort ráðherrar Alþýðuflokksins myndu þá sitja í starfsstjórn með Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi, þar til að loknum kosningum og myndun nýrrar ríkisstjórnar. „Það er okkar krafa að núverandi ríkisstjórn rjúfi þingið og geri það strax,“ sagði Benedikt. „Við höfum í samræmi við samþykkt flokksstjórnar Alþýðuflokksins beðist lausnar fyrir okkur.“ Ragnar Arnalds, menntamálaráðherra: Kröfur Alþýðuflokks óljósar „KRÖFUGERÐ Alþýðuflokksins er mjög óljós,“ sagði Ragnar Arnalds, menntamálaráðherra er hann kom út af ríkisstjórnar- fundi í gærmorgun þar sem Alþýðuflokksráðherrarnir þrír höfðu lagt fram lausnarbeiðni sina. „Munnlega lögðu þeir til að þing yrði rofið en vildu ekki svara þeirri spurningu, hvort þeir vildu eiga aðild að stjórn sem það gerði, en óskuðu eftir því að þeir yrðu leystir frá störfum.“ Kjartan Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra: Samráðherrar okkar eru aðeins að flækja málin „FORMAÐUR Alþýðuflokksins lagði fram fyrir hönd flokksins beiðni um að við ráðherrarnir yrðum leystir frá störfum,“ sagði Kjartan Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, að loknum ríkis- stjórnarfundinum í gær. „Jafnframt lagði hann fram þafkröfu um að þing yrði rofið og kosningar boðaðar þegar á þessu ári.“ Kjartan kvað staðhæfingu alþýðubandalagsráðherranna um að kröfur Alþýðuflokksins væru óskýrar fásinnu. Krafan um þingrof væri mjög skýr og beiðnin um afsögn væri algjörlega óháð henni. Steingrímur Hermannsson: Framsóknarflokkurinn vill ekki kosningar á þessu ári — en vill heldur ekki standa í vegi meirihluta, sem þad vildi „ÞAÐ er eindreginn vilji þingflokksins að við stöndum á engan hátt gegn því, að þeir sem vilja rjúfa þing og hafa kosningar geti það sem allra fyrst,“ sagði Steingrímur Hermannsson formaður Framsókn- arflokksins er Mbl. ræddi við hann eftir fund þingflokks Framsóknarflokksins í gær. „Hins vegar er tvíþætt krafa Alþýðuflokksins óljós og nauðsynlegt að fá viss atriði upplýst. Það er enginn fyrirvari á samþykktinni um að draga ráðherrana út úr ríkisstjórn, þannig að við vitum ekki, hvort þeir ætla að sitja áfram sem ráðherrar, ef fallizt verður á þingrof, eða ekki. Ef fallizt verður á þingrof á stjórnin auðvitað öll að sitja fram að kosningum og þar til ný stjórn tekur við.“ Mbl. spurði Steingrím, hvort Framsóknarflokkurinn gæti þá hugsað sér að standa að þingrofi og nýjum kosningum á þessu ári. „Nei. Eg tel að við viljum ekki vara valdir að svo óábyrgri stöðu af ástæðum sem ég hef áður tíundað. Það verða þeir að gera, sem umfram allt vilja nýjar kosningar." Magnús H. Magnússon félagsmálaráðherra: „Mun leggja fram frumvörp sem ráðherra áfimmtudag” „ÉG MUN leggja fram frumvörp sem ráðherra á fimmtudag,“ sagði Magnús H. Magnússon félagsmálaráðherra í samtali við Mbl. í gærkvöldi. „Maður veit hins vegar ekki hvort maður er ráðherra nema frá degi til dags,“ hélt hann áfram, „en ég mun reyna að leggja fram þrjú frumvörpin mín um aðbúnað, hoilustuhætti og öryggi á vinnustöðum, um eftirlaun aldraðra og húsnæðismálafrumvarpið. Frumvarpið um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum er tilbúið og verður lagt fram á fimmtudag, frumvarpið um eftirlaun aldraðra verður vonandi tilbúið úr prentun fyrstu dagana eftir að þingið er sett og frumvarpið um húsnæðismálin er aö fara í prentun, en það mun líklega taka viku að fá það tilbúið.“ Ragnar Arnalds kvað allt óljóst með framhaldið. Forsætisráð- herra hefði talið rétt að gefa flokknum tóm til þess að ræða málin og fundir hefðu verið boðaðir. Hins vegar kvað hann það ljóst að ráðherrar Alþýðuflokksins fengju lausn og stjórnarsamstarfinu lyki þar með. Hins vegar kvað hann þingrof aðeins fást fram, að allir samstarfsflokkarnir samþykktu það. „Það hlýtur nú að vera þeirra ákvörðun, hvort þeir fallast á þingrof og nýjar kosningar og forsætisráðherra hlýtur að taka sínar ákvarðanir eftir því hvað staða málsins býður honum. „Það er fáránlegt að halda því fram, að staða okkar sé ekki ljós. Hún er eins ljós og frekast er unnt. Það hlýtur öllum að vera það ljóst, að það er þingmeirihluti fyrir þingrofi og nýjum kosningum og þessir samráðherrar okkar eru aðeins að flækja málið af ótta við kosningar." FRAMSÓKNARFLOKKUR Þingílokkur Framsóknarilokksins á fundi í gær. Ljó8m. mm. ói.k m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.