Morgunblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1979 19 Verðhækkun á svartolíu: Kostar loðnubræðsl- ur 1,50 kr. á hvert kíló Leikfangahappdrætti THORVALDSENSFÉLAGIÐ hefur i mörg ár efnt til leikfanga- happdrættis á haustin. En happdrættið er tekjuöflun sem gerir félaginu fært að styrkja svo vel ýmis mannúðarmál. Nú á barnaári er öllum ágóða varið til velferðar harna, m.a. til tækja- kaupa i barnadeild Landa- kotsspítala. í leikfangahappdrættinu eru 100 vinningar, sem eru til sýnis í útstillingaglugga Thorvaldsens- basarsins í Austurstræti. Dregið verður 16. október. Happdrætt- ismiðarnir, sem kosta 200 kr., eru til sölu í Thorvaldsensbasarnum, í verzlunum víða um bæinn og hjá félagskonum. FULLTRÚAR kaupenda í Yfir- nefnd Verðlagsráðs sjávarútvegs- ins telja, að með ákvörðun nýs loðnuverðs hafi rekstrargrund- völlur verksmiðjanna verið veru- lega skertur og að við verð- ákvörðunina hafi ekki verið tekið tillit til mikils kostnaðarauka verksmiðjanna. Það er fyrst og fremst hækkun svartolíuverðs í siðasta mánuði, sem gerir stöð- una erfiða og sagði Jón Reynir Magnússon framkvæmdastjóri Síldarverksmiðju rikisins i gær, að t.d. kostaði verðhækkunin á svartolíu verksmiðjurnar um 1.50 kr. á hvert kíló af loðnu. Þá sagði Jón Reynir að stöðugt væri tekið úr verðjöfnunarsjóðinum og sagðist reikna með, að úr honum færu 4—5 krónur á hvert loðnukiló. athugi sinn gang, því eins og verðið er núna þá sýnir útkoman úr dæminu halla, sagði Jón. Aðspurður um verð á lýsi og mjöli erlendis með tilliti til þess viðmiðunarverðs, sem stuðst var við í Yfirnefndinni, sagði Jón Reynir að fyrir tonn af lýsi hefði verið miðað við 445 dollara og að undanförnu hefði lýsi verið selt á því verði. Miðað hefði verið við 6.70 dollara fyrir próteineiningu af mjöli, en megnið af því sem selt hefur verið af mjöli hefði farið á 6.65 dollara. Jón sagðist ekki telja söluhorfur mjög slæmar, lítil eftirspurn hefði verið fram í september. Þá hefði komið hreyfing á markaðina fram yfir mánaðamót, en Jón sagði, að sér sýndist að aftur væri að dofna yfir mörkuðunum. — Eins og' dæmið stendur í dag beinast okkar stóru áhyggjur þó frekar að kostn- aðaraukanum, en sölumöguleik- um, sagði Jón Reynir að lokum. Vilja auðvelda hjúkrun aldraðra Skoðanakönnun Vísis: Sj álfst æðisflokk- urinn fengi 35 þingmenn af 60 SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fengi hreinan meirihluta á Al- þingi og 58,5% greiddra atkvæða, ef gengið yrði til kosninga i dag, samkvæmt niðurstöðum skoðana- könnunar sem dagblaðið Vísir gerði um siðustu helgi. Könnunin var gerð meðal 302 kjósenda víðs vegar um landið. Sjálfstæðisflokkurinn fengi eins og áður sagði 58,5% atkvæða og 35 þingmenn, bætti við sig 15. Al- þýðuflokkurinn fengi 15,2% at- kvæða og níu þingmenn, tapaði fimm. Framsóknarflokkurinn fengi 8,9% atkvæða og sex þing- menn, tapaði sex. Alþýðubanda- lagið fengi 17% atkvæða og tiu þingmenn, tapaði fjórum. Af þeim 302 kjósendum sem spurðir voru svöruðu 224 því ákveðið hvaða flokk þeir myndu kjósa yrði gengið til kosninga. Hinir voru ýmist ekki búnir að gera upp hug sinn eða ætluðu að skila auðu. Þá er vert að geta þess að könnunin var gerð samkvæmt úrtaki úr símaskrá, en ekki þjóð- skrá eins og venja hefur verið. ígæzluvarðhald og geðrannsókn MAÐURINN, sem handtekinn var s.l. föstudag vegna kæru um al- varleg kynferðisafbrot gagnvart dóttur sinni var á laugardaginn úrskurðaður í allt að 30 daga gæzluvarðhald í sakadómi Reykja- víkur og gert að sæta geðrannsókn á tímabilinu. Samkvæmt könnuninni urðu miklar tilfærslur milli flokka, 24% þeirra sem spurðir voru kváðust ekki ætla að kjósa sama flokk. Þegar spurt var, hvers konar stjórn menn óskuðu eftir, vildu aðeins 2,7% þeirra þá stjórn sem nú situr. Um 21% spurðra vildu fá stjórn Sjálfstæðisflokks- ins eins eða hægri stjórn án frekari skýringa. Um 18% vildu fá viðreisnarstjórn á nýjan leik, þ.e. stjórn Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks. Rúmlega 7% óskuðu eftir samstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags og álíka margir vildu vinstri stjórn í ein- hverri mynd. Þing VMSI á Akureyri um næstu helgi NÍUNDA þing Verkamannasam- bands íslands verður haldið á Akureyri dagana 12. til 14. okt(V ber á Hótel KEA. Gert er ráð fyrir að þinghald hcfjist klukkan 20.30 á föstudagskvöld og ljúki á sunnudagskvöld. í VMSÍ eru 46 verkalýðsfélög með 22 þúsund félagsmenn. Rétt til þingsetu eiga 120 fulltrúar. Auk venjulegra þingstarfa verður aðalmál þingsins kjaramál. For- maður VMSI er Guðmundur J. Guðmundsson. Vitni og ökumaó- ur gefi sig fram RANNSÓKNARDEILD lögregl- unnar f Reykjavík hefur beðið Mbl. að lýsa eftir ökumanni, sem olli árekstri mánudaginn 10. septembcr s.l., og vitnum að árekstrinum ef einhver eru. Áreksturinn varð á Kleppsvegi vestan Dalbrautar. Bifreiðin R- 58008 ók austur Kleppsveg á hægri akrein og hvít Mercedes Benz sendiferðabifreið á vinstri ak- grein. Vegurinn þrengdist vegna vegaframkvæmda og skipti engum togum, að sendiferðabifreiðin beygði yfir á hægri akgreinina og lenti utan í hinni bifreiðinni svo hún skemmdist allmikið. Sendi- bifreiðin stöðvaðist ekki við áreksturinn en bifreiðarstjóri R- 58008 elti hana og náði. Talaðist bifreiðastjórunum til að hringt skyldi í lögregluna og síðan ætl- uðu báðir bifreiðastjórarnir að koma á árekstursstað. Bílstjóri sendibílsins lét hins vegar ekki sjá sig. Er hann beðinn að gefa sig fram svo og vitni. — Verksmiðjunum hafa ekki verið send tilmæli um að draga beinlínis úr rekstri, en á næstunni er ekki ólíklegt að við höldum fund til að ræða þessi mál, sagði Jón Reynir. — Við viljum að menn UNDANFARNA daga hafa sjúkraliðar, sem starfa i lyfja- deild St. Jósefs-spítala i Ilafnar- firði gengist fyrir fjársöfnun. Nota skal þetta fé til þess að kaupa sjúkrahúsbaðker, sem sérstaklega er hannað fyrir aldr- að, rúmliggjandi fólk og sjúklinga, sem eiga við ýmsa sjúkdóma að stríða. Treysta sjúkraliðarnir á bæjar- búa að þeir veiti þeim stuðning. CAT-PLÚS hin fullkomna viöhalds- og varahlutaþjónusta Heklu hf. tryggir síðan enn betur hagkvæman rekstur. [0 HEKLA hf CATERPILLAR SALA S. ÞJONUSTA CaterpiUcx, Cot, og CB eru skrósett vbrumerlo . Laugavegi 170-172, - Simi 21240 þær gerast ckki betri Caterpillar jarðýtur hafa í gegnum fjölda ára sannað yfirburði sína hérlendis. Þegar Cat- erpillar framleiðir jarðýtur, eru gæðin og endingin sett ofar öllu. Með fullkomnu hljóðeinangruðu veltigrind- arhúsi aukast þægindi og öryggi stjórnand- ans til mikilla muna. Hvað endinguna varðar hafa smurðu beltin sýnt og sannað að þau spara stórfé og auka enn lipurð í stjórnun vélarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.