Morgunblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1979 7 Neglan úr flatbytnunni Alþýöuflokkurinn hefur hlaupið úr hlutverki negl- unnar í flatbytnu vinstri stjórnarinnar. Hún er því aö sökkva í sjó þess, sem heyrir til lióinni tíö. Þessi uppátekt neglunnar kom ýmsum á óvart, einkum stórskotaliði Alþýðu- bandalagsins. Þaó varí önnum við að hlaða þyngstu fallbyssur sínar; þeirra erinda, að skjóta niður stjórnarfleyið, þeg- ar það kæmi fyrir nes næsta þinghalds. Þaul- hugsuð hernaöaráætlun, sem átti aö skjóta Al- þýóubandalaginu upp á áróöurshimin fjölmiðla og almannaumræöu en skilja samstarfsflokka eftir í syndasúpunni, hrundi eins og spilaborg. Það þarf því engan að undra þótt liðsoddar kommúnista séu hvít- glóandi af bræði, sitjandi sjálfir í súpunni meö framsóknarmaddömunni. Og neglan á þurru landi, hvort sem uppátækiö ieiðir hana til vegs eða víls. Þaö versta er — aö láta fólkiö ráöa! Nýr formaöur Fram- sóknarflokksins, Stein- grímur Hermannsson, kemur á sjónvarpskjá og kunngerir: Þaö versta, sem hægt er að gera, er að láta fólkið í landinu ganga að kjörborði og kveða upp sinn dóm. Þá er nú betra aö ég og aðrir strandkapteinar hugsi fyrir það — lá í oröum hans. Þessi umbúöalausi dónaskapur í garð al- mennings verður ekki af- sakaður meö skammdegi eða hausthjali, viö þær nútímaaðstæður, sem þjóðin býr viö í dag. Hann veröur hetdur ekki afsak- aður með ábyrgðartali, þvf landið hefði verið jafn stjórnlaust, þó fallin stjórn hefði setið áfram, þar eö hún kom sér ekki saman um eitt eöa neitt af viðfangsefnum líðandi stundar. Eina leiðin til þingbundinnar meiri- hlutastjórnar liggur, við þær aöstæður sem ríkis- stjórnin fráfarandi hefur skapað, um nýjar kosn- ingar og dóm þjóöarinnar sjálfrar, sem á skýlausa heimtingu á að grípa inn í málefni sín. Ábyrgð felst í því einu, úr því sem komið er, að skapa skilyrði til breyttra stjórnunarviðhorfa, með tafarlausum kosningum. Allt annað gæti aukiö á vandann nú, þegar Ijóst er orðið, aö vinstri flokk- arnir hafa brugðizt eins afgerandi og dæmin sanna. Aldrei aftur vinstri stjórn Fyrsta vinstri stjórn í sögu lýðveldisins var mynduð árið 1956. Hún hélt út í hálft kjörtímabil og sprakk þá í verö- bólguvexti, vegna þess aö ekkert samkomutag var milli stjórnarflokk- anna um aðgerðir. Önnur vinstri stjórn var mynduö 1971. Hún tók við jafn- vægi í verðlagi og efna- hagsmálum, eftir 12 ára viðreisn, en skitdi eftir sig 54% óðaverðbólgu. Hún lifði 3/4 úr kjör- tímabili. Sú þriðja varö afleiðing kosninga á liðnu ári. Hún lifði fjórðung kjörtímabils og mánuöi betur. Allir þekkja hennar raunasögu. Allar þessar vinstri stjórnir hafa sýnt sömu einkenni ríkisút- þenslu, skattahækkana og verðbólguvaxtar. Og samstarfshæfnin, eöa hitt þó heldur, hefur verið á sömu bókina lærð. Þjóðin hefur fengið nóg af vinstri stjórnum. Meira en nóg. Hún þarf nú að sjá svo um að skilyrði skapist til stefnumörkun- ar í frjálshyggjuátt. Það er skýlaus meirihluti á Alþingi fyrir þingrofi og kosningum þegar í haust. Þann meirihlutavilja, sem ótvírætt hefur hljóm- grunn hjá þjóðinni, má ekki sniðganga. Geir Hallgrímsson formaflur Sjálfstæðisflokksins: „Landið stjórnlaust hvort eð er — kref jumst kosninga nú þegar >7 llokk'in' hflur orAIA «|A á> Benedikt Gröndal, formaður Alþýóuflokksins: EkMunntad standa gegn kosningum í desember Ti ilMf 11% valkostir órydvarin bifreiö á yfir höföi sér: Tæringu Verörýrnun Slæma endursölu Stórfelldan víögeröarkostnaö Eigandinn býr viö: Öryggisleysi Vonbrigöi Óanægju Ryövarin bifreiö: Hefur trausta vörn gegn tæringu Viöheldur verögildi sínu Stóreykur endursölu Dregur úrviöhaldskostnaöi Eigandinn: Ánægöari Öruggari Stoltari Biðjid um endurryðvðrn Ryðvarnarskálinn ** Sigtuni 5 - Simi 19400 - Posthólf 220 Þakkir Hjartanlegar þakkir til allra þeirra nær og fjær, sem glöddu mig meö heimsóknum, gjöfum og skeytum á áttatíu ára afmæli mínu þann 27. sept. Guö blessi ykkur öll. Dagbjört Torfadóttir, Efri-Tungu. ^^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm 20% afsláttur af öllum kjólum þessa viku. Allt nýir og nýlegir kjólar. Dragtin Klapparstíg 37. StizimSKenunan LAUGAVEGUR 34a SIMf NÁMSTEFNA UM STARFSMANNASTJÓRN Stjórnunarfélag íslands mun efna 4II námstefnu um Starfsmannastjórn flmmtudaginn 11. október kl. 10 árdegis. Námstefnan veröur haldin aö Hótel Sögu og er dagskrá hennar sem hér segir: Setning námstefnunnar. — Hörður Sigurgestsson formaöur SFÍ. Skipulag og verkefni starfsmannadeilda. — Mogens Bruun ráögjafi um starfsmannastjórn hjá Danska vinnuveitenda- sambandinu. (Erindiö veröur flutt á ensku). Starfsmannastjórn í framleiöslufyrirtæki. — Jakob Möller vinnumálafulltrúi ÍSAL. Starfsmannastjórn hjá Flugfélagi. — Jón Júlíusson (ramkvæmdastjóri stjórnunarsviös Flugleiða hf. Hádegisveröur. Starfsmannastjórn í ríkisfyrirtæki. — Þorgeir K. Þorgeirsson framkvæmdastj. umsýsludeildar Pósts- og sfmamálast. Starfsmannastjórn hjá IMB — Otto A. Mlchelsen torstjóri IBM á íslandi. Samskipti verkalýðsfélaga og starfsmannadeilda. — Guöjón Jónsson formaöur Félags járniönaöarmanna. Hlutverk starfsmannafélaga. — Páll Bergsson formaöur starfsmannafélags OLÍS. Sálfræöileg próf við val á starfsfólki. — Gylfi Ásmundsson sálfræöingur Kleppsspítala. Kaffl. Menntun og þjálfun starfsmanna. — Baldvin Einarsson starfsmannastjóri SÍS. Vinnumarkaöurinn — Ólafur Örn Haraldsson skrifstofustjórl Hagvangs hf. Pallborösumræöur Áætlaö er aö námstefnunni Ijúki um kl. 17.30. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Stjórnunarfélagsins. Námstefna þessi er ætluó starfsmannastjórum, framkvæmdastjórum, deildarstjórum, forstööumönnum og öðrum þeim sem hafa með höndum stjórnun starfsmanna. - Sími 82930 NÁMSTEFNA EF ÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.