Morgunblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1979 Miðstjórnarfundur Alþýðubandalagsins: Nei án þessað segja nei en jámeð fyrir- vara LAUST eítir miðnætti s.l. lauk miðstjórnarfundi Alþýðubanda- lagsins án þess að tekin væri afstaða til kröfu Alþýðuflokks um þingrof, en samþykkt var almenn stjórnmálaályktun sem ekki reyndist þó unnt að fá til birtingar þar sem svo miklar orðalagsbreytingar voru gerðar frá því sem formaður og ráðherr- ar lögðu til. Var mikið karpað á fundinum um það hvort ríkis- stjórnin ætti að hafa frumkvæði að þvi að segja af sér eða ekki. Önnur tillaga kom fram á fund- inum frá Birni Arnórssyni hag- fræðingi og var hún harðorðari og hvatti til aö fiokkurinn sýndi ekki ótta við það að ganga til kosninga nú þegar. Dró hann tillögu sína til baka. Ákveðið var á fundinum að þingflokkur Alþýðubandalagsins svaraði formlega í dag eða á morgun kröfu um þingrof. Lúðvík Jósepsson áréttaði í samtali við Mbl. í gærkvöldi að flokkurinn væri á móti kosningum á þessu ári þar sem hann teldi slíkt ábyrgð- arleysi vegna fjárlagafrumvarps og að þar með væri hlaupið frá málum og boðað til skammdegis- kosninga. Þingflokkurinn mun hafa fengið umboð til þess að segja nei við þingrofi án þess að segja nei en ef svarið verði já skuli bera það undir miðstjórn. Rikisstjórnarfundurinn í gærmorgun, er ráðherrar Alþýðuflokksins báðust lausnar. Ljósmyndarar fengu i upphafi fundarins að taka myndir. Forsætisráðherra sagði þá:..Ilaldið þið, að það sé eitthvað að gerast, piltar?“ og ráðherrar brostu. — Ljósm.: Ol.K.M. Framsóknarflokkurinn: Engar grunnkaupshækkanir 1980 Bein launahækkun 1. des. nk. ekki yfir 9% STEINGRÍMUR Hermannsson formaður Framsóknarflokksins lagði fram eftirfarandi bókun á rikisstjórnarfundinum i gærmorg- un: „Á allmörgum fundum ríkis- stjórnarinnar undanfarnar vikur hafa farið fram almennar umræður um aðgerðir í efnahagsmálum. Áhersla hefur verið á það lögð að slik stefnumörkun færi að þessu sinni fram innan ríkisstjornarinnar en ekki í fjölmiðlum. Á þessum fundum hafa ráðherrar Framsókn- arflokksins skýrt frá þeim ráðstöf- unum, sem flokkurinn vill að til verði gripið. Þær eru í aðalatriðum þessar: 1) Sem meginmarkmið verði ákveðið, að verðbólgan verði undir 30% á ársgrundvelli árið 1980 og undir 18% árið 1981. Stjórnarflokk- arnir ákveði að beita öllum tiltæk- um ráðum til þess að standa við þessi markmið. 2) Til þess að tryggja, að ofan- greindum markmiðum verði náð, verði hámark ársfjórðungslegra hækkana á verði vöru, þjónustu og launum og lækkun á gengi ákveðið stigminnkandi á árunum 1980 og 1981, svipað og gert er við gerð fjárlaga. 3) Framsóknarflokkurinn leggur því áherslu á, að í samráði við launþega, bændur og vinnuveitend- ur verði eftirgreindar ráðstafanir í verðlags- og launamálum ákveðnar: 3.1 Leitað verði eftir samkomu- lagi við launþega um, að launa- hækkanir 1. desember n.k. verði ekki yfir 9% gegn umbótum, sem meta má til kjarabóta. Hefur verið bent á húsnæðismálalög- gjöfina, lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn og hækkun fjölskyldu- bóta á lægstu laun. 3.2 Lögfestar verði leyfilegar há- markshækkanir á verði vöru og þjónustu, sem fari stigminnkandi ársfjórðungslega þannig að verð- hækkanir verði innan við 30% árið 1980 og 18% 1981. 3.3 Gengissig verði ekki leyft meira en svo ársfjórðungslega, að verðhækkanir verði innan um- ræddra marka. 3.4 Leitað verði samkomulags við launþega um engar grunnkaups- hækkanir á árinu 1980 og, ef nauðsynlegt reynist, að lögbinda hámark ársfjórðungslegra verð- bóta á laun í samræmi við þær verðhækkanir, sem mestar verða leyfðar, m.a. til þess að koma í veg fyrir að einstakir launahópar brjótist út úr þeim ramma, sem settur er. 3.5 Leitast verði við, að halda þeim kaupmætti, sem nú er orðinn og auka hann, þegar líður á umrætt verðhjöðnun- artímabil. í því sambandi verði þó tekið fullt tillit til viðskipt- akjara þannig að versnandi viðskiptakjör leiði ekki til lau- nahækkana, en batnandi geti hins vegar gert það. 4) Skattheimta samkv. fjárlög- um verði ekki yfir 29% af vergri þjóðarframleiðslu. Útgjöld fjár- laga verði nokkuð minni, þannig að staðið verði við fyrri áform um greiðslu skuldar við Seðlabanka Islands. Gætt verði mikils aðhalds í ríkisfjármálum, fjárfestingar- málum og peningamálum. 5) Fjárfestingarlánsfjáráætlun miðist við fjárfestingu, sem verði um 25% af áætluðum þjóðartekj- um. 6) Ríkisstjórnin leiti eftir sam- komulagi við sveitarfélögin um samsvarandi aðhald í fjárfestingu og rekstri. 7) Verðbótaþætti vaxta verði ekki breytt 1. des. n.k. en hann síðan lækkaður í samræmi við þá hjöðnun verðbólgu, sem ákveðin er. 8) Bönkum verði óheimilt að auka útlán um meira en 30% 1980 og 18% 1981. 9) Settar verði reglur, sem tak- marki mjög afborgunarkjör í við- skiptum. I umræðum í ríkisstjórninni hefur mér virst koma fram sam- staða um það meginmarkmið, sem ráðherrar flokksins hafa lagt áherslu á og lýst er í lið 1 og sömuleiðis um hjöðnun verðbólg- unnar í fyrirfram ákveðnum áföngum. Mér hefur því sýnst ástæða til að ætla, að samstaða gæti jafnframt náðst um þá leið, sem að framan er lýst. Sú ákvörðun Alþýðuflokksins að rjúfa stjórnarsamstarfið nú, kem- ur í veg fyrir að á það fáist að fullu reynt. Þetta harma ég og tel óafsakanlegt ábyrgðarleysi, eins og efnahagsmálum þjóðarinnar er nú háttað." Opið bréf Amnesty International til Brezhnefs: Bundinn verði endir á misnotkun geðlækninga í pólitískum tilgangi íslandsdeild alþjóðasamtakanna Amn- esty International tekur um þessar mundir þátt í tveimur alþjóðlegum herferðum samtakanna gegn mannrétt- indabrotum, annarsvegar í Mið Ameríkuríkinu Guatemala, hinsvegar í Sovétríkjunum. Upphaf baráttunnar gegn mannrétt- indabrotum í Sovétríkjunum markar opið bréf til Leonids Brezhnevs, aðalrit- ara kommúnistaflokksins og forseta landsins, en það er birt á vegum Amnesty International um allan heim. í bréfi þessu er mælst til þess að öllum samvizkuföngum í Sovétríkjunum verði veitt frelsi skilyrðislaust og að bundinn verði endi á misnotkun geðlækninga í pólitískum tilgangi. í tilefni herferðar- innar gegn mannréttindabrotum í Guatemala hefur verið birt skýrsla yfir ýmiss konar brot, sem áttu sér stað þar á tímabilinu 29. maí — 1978 til sama tíma í ár. Nefnist skýrsla þessi „Mannréttindaárið í Guatemala. Dagatal ofbeldis". Fyrri tímasetningin er miðuð vi atburð, er gerðist í bæ einum í norðurhluta landsins, er stjórnarher- menn stráfelldu rúmlega hundrað Indí- ána, sem þangað voru komnir til þess friðsamlega að leita réttar síns út af landareignum. Urðu fjöldamorð þessi tilefni blóðugra átaka og grimmilegri kúgunar en áður getur um í sögu Guatemala, sem hefur þó lengi verið blóðug. Alræmdar eru svonefndar dauða- sveitir, sem þar vaða uppi en talið er, að þær hafi orðið um tuttugu þúsund manns að bana á áratugnum 1966—76. íslandsdeild Amnesty International hefur farið þess á leit við helztu fjölmiðla í Reykjavík, að þeir birti, eða a.m.k. segi frá, efni opna bréfsins til Leonids Brezhnevs, þar sem rætt er m.a. um fangelsanir fjölda manna úr ýmsum hópum andófsmanna, og því, sem fram kemur í Dagatali oÁbeldisins í Guate- mala. Síðan mun íslandsdeildin snúa sér til ýmissa samtaka og stéttarfélaga með tilmæli um aðstoð við skriftir mótmæla- bréfa til yfirvalda í löndunum tveimur auk þess sem félagar deildarinnar munu taka þátt í því starfi. Alþjóðasamtökin Amnesty Inter national hafa nú sérstakar landsdeildir í 38 löndum, en í 39 löndum eru starfandi samtals 2.283 starfshópar, sem vinna að því að fá látna lausa og bætta meðferð samvizkufanga víðsvegar um heim. Vinna þeir samtals fyrir rúmlega fjögui þúsund fanga, auk þess sem þúsundir manna vinna að samræmdum mótmæl- um gegn pyntingum og dauðarefsingu um heim allan. Ennfremur er unnið að því að vekja athygli á mannréttindabrot- um í einstökum löndum, þar á meðal á brotum gegn réttindum minnihlutahópa og þjóðarbrota. Starf þetta byggist á ítarlegum rann- sóknum, sem stjórnað er í aðal- bækistöðvum samtakanna í Lundúnum. Þess má geta, að á sl. ári voru 1805 fangar, sem samtökin höfðu starfað fyrir, látnir lausir, en 1783 ný mál tekin upp. Mál fanga eru mjög misjafnlega erfið, bæði að því er varðar öflun upplýsinga til að byggja á í upphafi starfsins svo og að því er varðar tengzl við fangana sjálfa, fjölskyldur þeirra og yfirvöld í löndum þeirra. Formaður Amnesty International er nú Jose Zalaquett, útlagi frá Chile, búsettur í Bandaríkjunum. íslandsdeild samtakanna hefur innan sinna vébanda tvo starfshópa, sem vinna að málefnum fimm fanga, frá Argentínu, Júgóslavíu, Sovétríkjunum, Taiwan og Simbabwe-Rhodesíu. Þriðji hópurinn starfar stöðugt að bréfaskriftum vegna fanga, sem hætt eru komnir vegna pyntinga, illrar meðferðar eða ónógrar læknisþjónustu. Auk þess tekur deildin þátt í alþjóðlegum aðgerðum vegna brota í einstökum löndum svo sem þeim tveimur, sem hér er getið. íslandsdeild Amnesty International hefur aðsetur í Hafnarstræti 15, en þar sem skrifstofa hennar er ekki opin reglulega, geta þeir, sem æskja upplýs- inga um starfsemina eða vilja veita henni stuðning með einhverjum hætti, skrifað í pósthólf 7124, 127 Reykjavík. Ennfremur er ýmsar upplýsingar að finna í skýrslum samtakanna, sem eru á boðstólum í Bóksölu stúdenta við Hring- braut. (Fréttatilkynning).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.