Morgunblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÖKTÓBER 1979 Fékk 1.4 milljón í 7. LEIKVIKU Gftrauna náÖi skrifstofumaOur i Reykjavik því aö hitta á 12 rétta leiki ok verður vinn- ingur hans. þar sem hann var einn um þetta. alls kr. 1.428.000.- Þá voru 11 réttir í 16 rööum ok vinninjgur fyrir hverja röð kr. 38.200.- Einliða- keppni TBR FYRSTA hadmintonmótið á þessu keppnistimahili verð- ur haldið i húsi TBR, sunnu- dajíinn 14. okt. n.k. Keppt verður í einliðaleik karla og kvenna. Keppt verður í einum flokki, en þeir sem tapa fyrsta leik fara í sérstakan aukaflokk. þar sem keppt er tíl úrslita. Þátttökurétt í mótinu eiga allir. fæddir 1963 eða fyrr. Þátttökugjaid er kr. 3.500 pr. mann. ÞátttökutiIkynninKum skal skiia tii TBR i síöasta lagi miðvikudaKÍnn 10. okt. n.k. Byrjað að blaka REYKJAVÍKURMÓTIÐ i hlaki hefst i HaKaskólanum i kvöld kl. 18.30. Þá leika VíkinKur ok ÍS i meistara- flokki kvenna ok strax á eftir leika sömu lió í meistarafiokki karla. Fram ok Þróttur leika síðan síðasta leik kvöldsins. Mót- inu verður síðan fram haldið annað kvöld og síðan á mánudaKÍnn á sömu timum. Boniek með ZBIGNEW Boniek, snjall- asti miðvallarleikmaður Póllands, verður í eldlinunni gegn íslandi er þjoðirnar mætast í Kraká i daK- Boniek hafði hlotð tvær áminninKar i fyrri lands- leikjum ok var talið að hann Írði i leikhanni gegn slandi. Hann áfrýjaði þó annarri áminninKunni ok var hún fyrir vikið látin niður falla. Þetta eru Klæst- ar fréttir fyrir Pólverja. en að sama skapi slæmar frétt- ir fyrir ísIendinKa. Enska knatt- spyrnan Úrslit leikja i ensku knattspyrnunni i fyrrakvöld urðu þessi: Deildarbikarinn: West Ham — Southend 5—1 2. deild: Wrexham — Oldham 1 — 1 3. deild: Mansfield — Rotherham 5-1 4. deild: Tranmere — PetcrbrouKh __________________a—n Evrópukeppni landsliöa ísland mætir Póllandi í dag kl. íslenska landsliðið i knatt- spyrnu mun í daK kl. 5 leika siðasta leik sinn í 4. riðli Evrópu- keppni landsliða ok mætir Pól- verjum. Þetta verður 113. lands- leikur íslands i knattspyrnu. Leikur liðanna fer fram i Kraká. hinni Kömlu höfuðborK Póllands ok fæðinKarborK páfans. MjöK erfiðleKa Kekk að ná sambandi við islenska Iandsliðið i gærdag. en það hafðist loks seint í gær- kvöldi. Þá voru allir atvinnumennirnir mættir til leiks, síðastur kom Teitur Þórðarson frá Svíþjóð. Lið- ið æfði í gærdag á vellinum þar sem leikurinn fer fram og þótti völlurinn frábærlega góður. Mikill áhugi er á leiknum í Póllandi og er uppselt á leikinn en völlurinn rúmar 30.000 manns. Leikið verð- ur við flóðljós. Veðrið er mjög gott, um 20 stiga hiti. 1 gærdag tilkynnti Youri liðið sem hefur leikinn í kvöld og verður það þannig skipað: Mark- vörður verður Þorsteinn Bjarna- son, Örn Óskarsson og Trausti Haraldsson verða bakverðir, Jó- hannes Eðvaldsson og Dýri Guð- mundsson verða miðverðir. Þá leika á miðjunni þeir Arni Sveinsson, Marteinn Geirsson, As- 5 geir Sigurvinsson og Atli Eð- valdsson. Mun Marteinn eiga að leika frekar aftarlega og aðstoða öftustu vörnina. Pétur Pétursson og Teitur Þórðarson verða svo frammi. Ólafur Sigurvinsson mun ekki geta leikið með, reyndust meiðsli þau er hann hlaut á sunnudag í leik í Belgíu það slæm. Þá er Karl Þórðarson meiddur. Karl sem átt hefur mjög góða leiki í Belgíu að undanförnu með liði sínu, var sparkaður niður í síðasta leik í deildinni og verður ekki orðinn nægilega góður til að geta verið með. Pólverjar leggja mikið kapp á að sigra í leiknum með sem mestum mun. Þeir eiga að leika við Hollendinga eftir viku og mjög áríðandi er fyrir þá að ná sem hagstæðastri markatölu. Það er rétt að geta þess að sigri Pólverjar í leiknum í kvöld fær hver leikmaður 360 þúsund krónur íslenskar í greiðslur fyrir sigur- inn. Islenska liðið mun spila með varúð en samt reyna að leika sóknarleik að sögn landsliðsþjálf- arans. Góður andi var í hópnum og allir báðu fyrir bestu kveðjur heim. íslenska landsliðið er vænt- anlegt heim á föstudag. — ÞR. Stórtap hjá Crystal Nokkrir leikir fóru fram í ensku deildunum i gærkvöldi. Helstu úrslit urðu þau að Crystal Palace tapaði 4 — 1 fyrir Sout- hampton. Liverpool gerði jafn- tefli á útivelli 1 — 1 við Bolton. Úrslit urðu þessi: 1. deild: Bristol City — Coventry 1 —0 Bolton — Liverpool 1—1 Ipswich — Arsenal 1—1 Southampt. — Crystal Palace 4—1 Wolverhampton — Derby 1—1 deild: Birmingham — Sunderland 1—0 Charlton — Burnley 3—3 Palace Luton — Bristol Rovers 3—1 Notts County — Shrewsbury 5—2 Queens P. Rangers — Cardiff 3—0 Deildarbikarinn: Everton — Aston Villa 4—1 Hafliði fór í Víking Hafliði Halldórsson, efnilegur unKlingalandsliðsmaður hjá ÍR hefur Kengið til liðs við bikar- meistara Vikings. Hafliði er skytta ok gæti styrkt lið Vikings þegar fram líða stundir. Svíar gramir: „Synd að Teitur skuli vera íslenzkur" ÁÐUR HEFUR verið frá því sagt á siðum blaðsins, hversu mjög Teitur Þórðarson er virtur sem knattspyrnumaður i Sviþjóð. Meira að segja Bob Houghton þjálfari erkifjendanna Malmö FF hefur látið hafa það eftir sér, að Teitur sé besti miðherjinn i sænsku knattspyrnunni. Sænsku blöðin hafa áður lýst óánægju sinni yfir því að Teitur skuli ekki vera Svíi. Eftir leiki Öster gegn sjálfum Evrópumeist- urunum Nottingham Forest, héldu Svíar varla vatni yfir snilli Teits og lék hann þá félaga Larry Lloyd og Kenny Burns svo grátt, að Lloyd sló Teit í andlitið með þeim afleiðingum að sauma þurfti nokkur spor! Dagens Nyheder sagði svo, að Teitur hefði verið í sannkölluðu „banastuði" í síðari leiknum, skap- að sér nokkur góð færi og verið sáróheppinn að skora ekki. Var það mest Peter Shilton að kenna. Sagði blaðið, að þeir Lloyd og Burns, miðverðir Forest, hefðu ekkert ráðið við Teit. Á öðrum stað í Dagens Nyheder er hugleiðing eftir einn af virtustu íþróttafréttamönnum Svíþjóðar, Bob Byström. Segir Byström orð- rétt: „Kraftur Teits Þórðarsonar í návígjunum setti hinn kröftuga Larry Lloyd út af laginu og gerði mikinn usla í vörn Forest. Það er synd að Teitur skuli vera íslend- ingur en ekki Svíi, nú á dögum framherjahallæris í sænskri knattspyrnu." • Valur og KR cigast við i LaugardalshöII. Körfuboltamenn vilja að fleiri leikir fari fram á leikvelli þessum. Ljósm. Guðjón. Körfumenn snúa sér til borgarstjóra HITAMÁL er í uppsiglingu í íslenska körfuboltaheimin- um. Stafar það af örum vexti íþróttarinnar síðustu árin. Fyrir fáum árum var körfubolti ekki í hópi vinsælustu íþróttagreina landsins, iðkendur voru fáir og áhorfend- ur einkum vinir og vandamenn iðkenda. Þetta hefur breyst svo um munar, íþróttin hefur sprengt af sér öll bönd og er það kjarni þessa máls. Úrvalsdeildin hefur verið leikin í íþróttasal Hagaskólans síðustu misserin, en á áhorfendasvæði þar má troða í mesta lagi 400 áhorfendum og eru þrengslin þá sem í fuglabjargi og hitinn eftir því. Einn og einn stórleikur hefur verið færður í Laugardalshöll, en svo mjög hafa vinsældir körfunn- ar aukist, að jafnan hafa þessir fáu leikir fyllt Höllina. Eins og staðan er í dag, virðist ljóst, að mjög margir leikir í úrvalsdeildinni í körfubolta myndu draga að fleiri áhorfendur heldur en troða mætti í Hagaskól- ann, ef leikið væri t.d. í Laugar- dalshöll. Því var það, að tvö lið, Valur og KR, sóttu um við yfirvöld Hallar- innar, að leika samanlagt tæpa 20 leiki í Höllinni. Undirtektirnar voru hins vegar þær, að liðin fengu samanlagt 8 leikkvöld. Eins og vænta mátti, voru fyrrnefnd félög ekkert yfir sig hrifin af örlæti Hallarmanna og hafa nú falið KKÍ að rita borgarstjórn bréf, ef vera skyldi að skilningur ríkti á þeim vígstöðvum. Körfuboltamenn telja að þessi húsnæðisvandamál standi íþrótt- inni hreinlega fyrir þrifum, þ.e.a.s. með því að dæma flesta körfuboltaleiki í Hagaskólann, sé verið að sníða stakk sem sé allt of þröngur og áhorfendur verði fæld- ir burtu. Handboltinn hefur ávallt verið kóngur í ríki sínu í Laugardals- höllinni. 1. og 2. deild karla, auk sömu deilda kvennahandboltans, fara að mjög miklu leyti fram í Höllinni, margir leikir fyrir næst- um tómu húsi. Auk þess hafa afar mörg félög æfingatíma í sal Hall- arinnar. Sennilega mundi aukinn fjöldi körfuboltaleikja bitna mest á þessum æfingatímum, en þá vaknar spurningin, hvort Laugar- daishöll sé ekki fyrst og fremst keppnishöll. Þetta er töluvert peningamál fyrir körfuboltaliðin eins og menn geta ímyndað sér, ekki aðeins vegna hins takmarkaða áhorfendafjölda sem kemst á leiki í Hagaskólanum, heldur einnig vegna þess að Sjónvarpið hefur tilkynnt KKÍ aö það muni hér eftir ekki taka upp leiki í Haga- skóla, sökum lélegrar lýsingar og þrengsla. Þau félög sem ekki komast í Laugardalshöll í vetur, horfa þar á eftir vænum skildingi. Fleira mætti tína til, en kjarni málsins er sá, að körfuboltamenn telja sér freklega mismunað. Rök þeirra eru óhagganleg, íþrótt þeirra reyndist a.m.k. jafn vinsæl handboltanum síðastliðinn vetur og engin ástæða er til að ætla aö stór breyting verði á því á kom- andi vetri. gg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.