Morgunblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 31
r MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1979 31 Bandaríkjamaður til Þórs á Akureyri KÖRFUKN ATTLEIKSDEILD Þórs á Akureyri réð nýlega til sin 26 ára bandariskan þjálfara og leikmann. Hann heitir Gary • Gerry Schwartz. Schwartz og er frá Lincoln í Nebraska. hann er 193 cm á hæð. Gary er mjög góður vinur Mark Christensens sem þjálfaði og lék með Þór siðastliðin 2 ár og var það fyrir milligöngu Marks að Þórsarar réðu Schwartz. Hann hefur fengist nokkuð við þjálfun áður og þjálfaði m.a. skólalið i Nebraska i 2 ár. Hann lék eitt ár með kanadísku liði og lék Mark Christensen reyndar þá einnig með því liði. Áður lék Gary i 4 ár með skólaliði Briar Cliff háskól- ans í Sioux City í Iowa. Þá var hann ásamt Mark til reynslu eitt sumar hjá Chicago Bulls sem leikur í NBA. Þórsarar eru mjög ánægðir með Gary og hafa nú fyrir nokkru hafið æfingar af fullum krafti til undirbúnings fyrir 1. deildarkeppnina. Evrópukeppni meistaraliða: HSV mætir Tblisi! EINN meiri háttar stórleikur er væntanlegur, þegar 2. umferð í Evrópukeppni meistaraliða fer fram á næstunni. Hamburger SV og sovéska liðið Dinamó Tiblisi drógust ncfnilega saman. Tiblisi gerði sér lítið fyrir og sigraði Liverpool með miklum yfirburð- um í 1. umferð og segir það meira en mörg orð um styrkleika liðs- ins. Hamburger sló út léttari mótherja, Val. HSV er geysilega sterkt lið og von á hörkuviður- eign. Annars var drátturinn á þessa leið: HSV — Dinamó Tiblisi Celtic — Dundalk FC Porto — Real Madrid Vejle — Hadjuk Split Ajax — Omonia Nikósía Dinamó Berlín — Servette Dukla Prag — Racing Strasbourg Nott. Forest — Arges Pitesti Mótherji Forest er ekki auðveld bráð, þó svo að sjálfir Evrópu- meistararnir séu miklu sigur- stranglegri. Vert er einnig að geta fádæma heppni Ajax í drættinum. Liðið fékk lélegt finnskt lið í 1. umferð og ekki er mótherjinn mikið sterkari nú. Ætla mætti að þetta væri ár Ajax. Úrvalsdeild í Danmörku DANIR eru ákveðnir í að framkvæma það sem íslendingar vildu ekki einu sinni ræða um, að koma á fót úrvalsdciid í handknattleiknum. Er Ijóst að í síðasta lagi veturinn 1981 verður úrvalsdeildin komin á legg og handboltinn í Danmörku örugglega orðinn betri fyrir vikið, a.m.k. kcppnin meira spennandi. I fyrstu huglciddu Danir (eins og landinn) að láta fjögur efstu lið hinna 10-liða deiidar leika innbyrðis i lok keppnistímabilsins, en ofan á varð þó úrvalsdeildarhugmyndin. Munu átta lið Ieika í deildinni vetur hvern. Nú leika tíu lið í 1. deild í Danmörku og fyrir fáum árum léku í deildinni 12 lið. Töldu Danir sig hafa stigið stórt framfaraspor þegar þeir fækkuðu úr 12 niður í 10. Meira en milljón á hverja klukkustund! BANDARÍSKA sjónvarpsfyrirtækið ABC hefur gert rosalegasta samning um sýningarrétt sem um getur. Það er í samhandi við Olympíuleikana árið 1981 sem fara fram í Los Angeles. ABC var úthýst frá Moskvulcikunum sem fram fara næsta sumar og forráðamenn fyrirtækisins höfðu ekki hug á að láta slíkt endurtaka sig. Samningur ABC við forsvarsmenn í Los Angeles hljóðar upp á 225 milljónir Bandaríkjadala, en ABC mun sýna í sjónvarpi um 200 klukkustundir af leikunum. Það þýðir að félagið borgar meira en eina milljón dali fyrir hverja klukkustund. slatti í poka það. Ekki nóg með það, heldur ætlar ABC að reisa endurvarpsstöð sem mun dreifa efninu um allan heim. Skyldu íslendingar geta horft á umræddar útsendingar þegar þar að kemur? iinin^l iii Bræöraborgarstig 16 Sími 12923-19156 Báðar bækur Péturs Gunnarssonar komnar út í nýjum útgáfum Punktur punktur komma strik 4. útgáfa Ég um mig frá mér tii mín 2. útgáfa Þeir sem hafa beöiö eftir bókum Péturs ættu að bregða við skjótt, því að reynslan hefur áþreifaniega sannað að þær standa ekki lengi við í bókabúðunum. PRIBMA ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? M AltíLYSIR l'M ALLT LAND ÞEGAR I»l AI GLYSIR I MORGl NBLADINl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.