Morgunblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1979 Borgarsjóður sýknaður: „Nú er kominn dómur fyr- ir því að menn þurfa ekki að standa við kosningaloforð” — segir sækjandinn Hreggviður Jónsson í GÆR gekk í bæjarþingi Reykjavíkur dómur í máli Hreggviðs Jónssonar skrifstofumanns á hendur borgarsjóði Reykjavíkur. Mál þetta höfðaði Hreggvið- ur á sínum tíma, þar sem hann vildi ekki una því að fá „félagsmálapakkau í stað fullra verðbóta á laun sín. í dómnum var borgarsjóður sýknaður af öllum kröfum Hreggviðs. „Nú er kominn dómur fyrir því, að menn þurfa ekki að standa við kosningaloforð,“ sagði Hreggviður í gær, þegar Mbl. ræddi við hann. „Eg tel ennfremur,“ sagði Hregg- viður, „að þarna sé komið fordæmi fyrir því að beita stjórnarfarslegu ofbeldi.“ Hann kvaðst nú athuga möguleika á áfrýjun í sam- ráði við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. borgarsjóði fyrir tímabilið 1. desember 1978 til 31. marz 1979 og því kaupi sem hann taldi sig eiga að fá greitt samkvæmt ályktun borgar- stjórnar Reykjavíkur frá 15. júní 1978 um fullar vísitölu- bætur. Hins vegar komu skertar vísitölubætur til útborgunar 1. desember 1978 vegna laga 103/1978 en í staðinn fengu launþegar svokallaðan „fé- lagsmálapakka" eins og mönnum er eflaust í fersku minni. Hreggviður vildi ekki þiggja félagsmálapakkann heldur fá fullar vísitölubætur samkvæmt samþykkt borgar- stjórnarinnar, en dómurinn sýknaði borgarsjóð af kröfum Hreggviðs. Dóminn kvað upp Hrafn Bragason borgardómari, Hreggviður sótti mál sitt sjálfur en Jón Tómasson borg- arlögmaður var verjandi borg- arsjóðs. Hinir nýútskrifuðu meinatæknar ásamt Bjarna Kristjánssyni skóia- stjóra og Brynju Jóhannsdóttur deildarstjóra. Ljó»m.: Emiiia. Nýir meinatæknar Meinatæknaskólanum var ný- lega slitið í tólfta sinn, og út- skrifuðust að þessu sinni fimm- tán meinatæknar, allt stúlkur. Meinatæknanám er nú tveggja ára nám, fyrst einn vetur bóklegt nám í Tækniskólanum, og síðan þrettán mánuðir á rannsóknastof- um Borgarspítalans, Landspítal- ans og Háskóla íslands. Fiskifræðingar lögðu til 600 þús. lesta hámark fram á næsta vor: Aflinn er þegar orðinn um 375 þúsund lestir Hreggviður gerði þær kröf- ur fyrir dómi, að honum yrðu greiddar krónur 68.587.00 með vöxtum. Þessi upphæð er sá mismunur á kaupi sem Hreggviður fékk greitt úr LOÐNUAFLINN á haustvertíð- inni nemur nú um 250 þúsund lestum, en fyrr í sumar höfðu Norðmenn veitt um 125 þúsund lestir úr íslenzka loðnustofninum við Jan Mayen. Samtals eru þetta um 375 þúsund lestir, en fiski- DALE CARNEGIE Akureyringar — Eyfirðingar Kynningarfundur verður haldinn í Gagn- fræðaskóla Akureyrar, fimmtudaginn 11. okt. kl. 20.30. Námskeiöið getur hjálpað þér að: Öölast hugrekki og meira sjálfstraust. Bæta minni þitt á nöfn, andlit og staðreyndir. Láta í Ijósi skoðanir þínar af meiri sannfæringar- krafti í samræðum og á fundum. Stækka vinahóp þinn, ávinna þér virðingu og viður- kenningu. Talið er aö 85% af velgengni þinni sé komin undir því, hvernig þér tekst aö umgangast aðra. Starfa af meiri lífskrafti — heima og á vinnustaö. Halda áhyggjum í skefjum og draga úr kvíða. Verða hæfari að taka viö meiri ábyrgð án óþarfa spennu og kvíöa. Okkar ráölegging er því: Taktu þátt í Dale Carnegie námskeiöinu. í dag er þitt tækifæri. Allir velkomnir, sérstaklega fyrri Dale Carnegie félagar. Sími 91-82411 Og82411 UA11 i.j/i.\w,/fSTvJÓRf\l Ul\l ARSKÓLIN N A /A/'A'f//)/% Konráð Adolphsson fræðingar iögðu til í marzmánuði síðastliðnum, að afiinn frá í sumar og til næsta vors færi ekki yfir 600 þúsund lestir. Loðnuafl- inn er nú þegar orðinn meiri en heimingur þesa aflahámarks. Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræð- ingur sagði í vikunni að ekki væri að vænta verulegra hækk- ana á fyrri tillögum fiskifræð- inga varðandi hámarksloðnuafla. Jón Reynir Magnússon, fram- kvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins, sagði í gær, að það væri afskaplega óþægilegt að vita ekki hvort um einhverjar hömlur yrði að ræða og þá hverjar. Til dæmis hefði á þessum tíma undanfarin ár stundum verið byrjað að selja mjöl og Iýsi fyrirfram upp á afla á vetrarvertíð. Núna væri ekki hægt að hugsa um slíkt þar sem ekki væri vitað hvað yrði. Morgunblaðið spurði Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráðherra að því í gær hvort einhverjar ákvarðanir hefðu verið teknar um aflahámark. Ráðherrann sagði, að mikil undirbúningsvinna hefði farið fram í ráðuneytinu varðandi þetta mál og rætt hefði verið við hagsmunasamtök. Reiknað hefði verið með að fá frekari upplýs- ingar frá fiskifræðingum áður en gengið yrði endanlega frá þessum málum. Því hefðu engar endan- legar ákvarðanir verið teknar ennþá. — Hins vegar get ég sagt það, Geitaskarði, 9. okt. BÚIÐ er að slátra 40 þúsund f jár hjá Sölufélagi Austur-Húnvetn- inga á Blönduósi. Meðalvikt er 12,87 kíló, sem er rúmum tveimur kilóum minna en í fyrra. Eftir er að slátra rúmiega 30 þúsund fjár. Er gert ráð fyrir því að meðal- viktin fari iækkandi. Heyskap er enn ekki lokið á að sérstakur áhugi er á því að veiðarnar geti farið fram þegar þær eru arðbærastar og afkoma veiða og vinnslu sem bezt, sagði Kjartan Jóhannsson. — Það þýðir m.a. að gera þarf ráð fyrir að reikna sérstaklega með veiðum á hrognatímanum og haga stjórn veiðanna í samræmi við það. allmörgum bæjum þó verulega hafi breytzt til hins betra á síðustu dögum. Á allmörgum bæj- um á enn eftir að ná inn miklu af heyjum. Eitthvað mun vera um það að menn séu enn að slá. Ráð er fyrir því gert að eftir sauðfjárslátrun verði mun meiru slátrað af hrossum en undanfarin áF- - ÁgÚ8t. Blönduós: Meðalviktin tveimur kg minni en í fyrra Markús Orn Antonsson borgarfulltrúi: Fjárframlög Reykj avikurborg- ar til dagvistunarstofnana lækkuð um 99 milljónir króna 352,9 milljónum króna til þessara mála á árinu 1979. Nú hefur verið ákveðið að lækka þessa fjárhæð um 99 milljónir króna sem fyrr segir. I ræðu Markúsar Arnar kom fram, að á síðasta ári, það er 1978, lagði borgarsjóður fram 159,8 milljónir króna til byggingar dagvistunarstofnana, en sú upp- hæð samsvarar 235,7 milljónum króna á verðlagi þessa árs. Markús Örn sagði að þessar staðreyndir sýndu betur en allt annað raunverulegan áhuga vinstri flokkanna í borgarstjórn á þessum málaflokki. Þrátt fyrir fögur fyrirheit og stórar yfirlýs- ingar væri nú komið í ljós að stórkostlegur samdráttur hefur orðið á fjárframlögum til nýbygg- inga dagvistunarstofnana. AÐEINS helmingur fjárfram- laga Reykjavíkurborgar til bygg- inga nýrra dagvistunarstofnana verður notaður á þessu ári, vegna þess hve framkvæmdir hafa verið skornar niður, að því er Markús Örn Antonsson borgarfulltrúi upplýsti á fundi borgarstjórnar síðastliðinn fimmtudag. Upplýsti Markús Örn að af 215 milijóna króna framlagi borgarinnar yrðu aðeins notaðar 99 milljónir króna til framkvæmda á þessu ári. í fjárhagsáætlun þessa árs var gert ráð fyrir að borgarsjóður veitti 215 milljónum króna til bygginga nýrra dagvistunarstofn- ana, og þeirri upphæð til viðbótar átti að koma fjárhæð frá ríkis- sjóði að upphæð 137,9 milljónir króna. Samtals átti því að verja Markús Örn Antonsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.