Morgunblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 32
^Síminn á afgreiðslunm er 83033 JH*r0iinblnbib mi á ritstjórn og skrifstofu: 10100 JH«r0unbI«bib MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1979 Lands- virkjun vill 25% hækkun LANDSVIRKJUN heíur sent stjórnvöldum bréf og óskað eftir því að fá icyfi til að hækka gjaldskrár fyrirtækis- ins um 25% írá 1. nóvember n.k. Landsvirkjun fékk síðast hækkun 1. ágúst s.l. og var hún 15%. Eins og fram hefur komið í fréttum verða opinberar hækkanir að taka gildi 10 dögum fyrir útreikning vísi- tölu. Vísitala verður næst reiknuð út 1. nóvember og tekur hún gildi 1. desember. Þegar hafa borizt allmargar beiðnir opinberra fyrirtækja um leyfi til að hækka gjald- skrár. T.d. hefur Hitaveita Reykjavíkur óskað eftir 22% hækkun. 101. löggjafarþing Islendinga: Þingsetning í dag ALÞINGI íslendinga, 101. lög- gjafarþing, verður sett í dag. Samkvæmt þinghefð verður guðsþjónusta í dómkirkjunni undanfari þingsetningar. Sr. Pét- ur Ingjaldsson. prófastur á Skagaströnd, predikar. Guðsþjónustan hefst kl. 13.30 e.h. Þingfundur hefst að lokinni guðsþjónustu, væntanlega um kl. 2 e.h. Aldursforseti þings, Oddur Ólafsson, þingmaður Reyknesinga, setur og stýrir þingsetningarfundi unz forseti hefur verið kjörinn. Aldursforseti minnist látins þing- manns, Ingólfs Flygenring, fyrr- um þingmanns Hafnfirðinga, sem lézt á liðnu sumri. Forseti Islands, herra Kristján Eldjárn, les forsetabréf um að þing hafi verið kvatt saman til fundar og ávarpar þingheim. A dagskrá er og kjör forseta Sameinaðs þings og tveggja varaforseta en forseta- kjöri er oftast frestað til annars starfsfundar þingsins. Geirfinnsmálió: Kref jast 223 millj. króna skadabóta vegna gæzluvarð- halds að ósekju TEKIN IIAFA vcrið fyrir í bæjarþingi Reykjavíkur mál, sem fjórir einstakliniíar hafa höfðað á hendur fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og ríkissaksókn- ara fyrir að hafa setið í gæzluvarðhaldi að ósekju vegna rannsóknar Geirfinnsmálsins á sínum tíma. Fjórmenn- ingarnir, Einar Bollason, Magnús Leópoldsson. Sigur- björn Eiríksson og Valdimar Olsen, krefjast skaðabóta úr ríkissjóði samtals að upphæð tæpar 223 milljónir króna auk vaxta. Olafur Jóhannesson forsætisráðherra: Stj órn sem segir getur ekki rofíð Málin fjögur voru þingfest í bæjarþinginu árið 1977 en síðan fengu verjendur fjórmenninganna frest á meðan beðið var eftir gögnum frá sakadómi Reykja- víkur. Nú hafa gögnin borizt, varnir verið lagðar fram og mál- inu úthlutað til dómara og mun Garðar Gíslason borgardómari dæma í málunum fjórum. Kröfur fjórmenninganna eru af sér þing „ÉG verð að vita. hver afstaða ráðherra Alþýðuflokksins er, hvort veita á þeim lausn sérstaklega eða fyrir allt ráðuneytið. Ef samstarfs- flokkarnir samþykkja þingrof, þá má ætla að ráðherrar Alþýðu- flokksins sitji áfram. þar sem þeir fá þá sína ósk uppfyllta. En stjórn, sem segir af sér. getur ekki rofið þing.“ sagði ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra. i samtali við Morgunblaðið í gær. í gærkveldi var samþykkt á þingflokksfundi Framsóknarflokksins að krefja AI- hýðuflokkinn sagna um það hvort ráðhcrrar hans myndu sitja áfram í ríkisstjórn, ef fallizt yrði á þingrof eða ekki. Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- kveldi, að útilokað væri að Fram- sókn gæti staðið að þingrofi og nýjum kosningum á þessu ári, en hins vegar myndi hún ekki leggjast gegn því að þeir sem vildu rjúfa þing og hafa kosningar á þessu ári, gætu það sem allra fyrst. Sighvatur Björgvinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins sagði í gærkveldi Amnesty Intemational: Herferð gegn mannrétt- indabrotum í Sovét- ríkjum og Guatemala ÍSLANDSDEILD alþjóðasamtak anna Amnesty International tek- ur um þessar mundir þátt í tvcimur alþjóðlegum herferðum samtakanna gegn mannréttinda- brotum, annars vegar i Mið- Amerikurikinu Guatemala. og hinsvegar í Sovétríkjunum. Upphaf baráttunnar gegn mannréttindabrotum í Sovétrikj- unum er opið bréf til Leonids Brezhnefs forseta Sovétrikjanna. í bréfinu er hvatt til þess að öllum samviskuföngum í Sov- étríkjunum verði veitt frelsi skil- yrðislaust og að bundinn verði endir á misnotkun gcðlækninga í pólitískum tilgangi. Sjá nánar á blaðsíðu 18 í Morgunblaðinu i dag. að Alþýðuflokkurinn myndi ekki hvika frá þingrofi og stefnu sinni um stjórnarslit og kröfu um kosn- ingar á þessu ári. Verði niðurstaðan í samræmi við það, benda líkur til þess að Ólafur Jóhannesson muni segja af sér fyrir sig og ráðuneyti sitt. í samtali við Morgunblaðið sagði Ólafur Jóhannesson, að ákvörðunar hans væri í fyrsta lagi að vænta á morgun, fimmtudag, þar eð tími færi í þingsetningu í dag. Ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að segði hann af sér fyrir sig og ráðuneyti sitt, teldi hann augljóst, að forseti Islands myndi ákveða það að reynd yrði myndun meirihlutastjórnar. Með yfirlýsingar formanns Sjálfstæðis- flokksins í huga mætti þó segja, að slík stjórn væri ekki í sjónmáli, hvað sem síðar yrði, en að þeim möguleika frátöldum kæmi til greina minnihlutastjórn, sem gæti setið á meðan athugað yrði um þingrof. Sjá nánar um stjórnmálavið- horfið á miðopnu blaðsins og á bls. 18. samtals að upphæð kr. 222.807.436,00 og sundurliðast þannig, að Einar Bollason gerir kröfur um skaðabætur að upphæð kr. 78.768.561,00, Magnús Leó- poldsson gerir kröfur um skaða- bætur að upphæð kr. 49.770.000.00, Sigurbjörn Eiríksson gerir kröfur um skaðabætur að upphæð kr. 44.500.000.00 og Valdimar Olsen gerir kröfur um skaðabætur að upphæð kr. 49.768.875,00. Fjórmenningarnir miða allir kröfur sínar við það, að með dómi Hæstaréttar frá 1959 voru manni einum, sem setið hafði í gæzlu- varðhaldi að ósekju í einn sólar- hring, dæmdar 15 þúsund krónur í skaðabætur. Er sú upphæð um- reiknuð til verðlags á þeim tíma, sem fjórmenningarnir sátu í gæzluvarðhaldi og margfölduð með dagafjöldanum, en þeir sátu í gæzluvarðhaldi í 89 til 105 daga, þ.e. Einar, Magnús og Valdimar í 105 daga og Sigurbjörn í 89 daga. Þá gerir Einar Bollason auk þess kröfur um skaðabætur vegna at- vinnumissis og ýmissa óþæginda, sem af fangelsun hans stöfuðu. _______mm-._____ LjÓKm. Einar SÍKurjónsKon. ÞAÐ ÓIIAPP varð á sjötta tímanum í gær, að skurðgrafa tók í sundur 12 tommu vatnsæð á Suðurlandsbraut. gegnt Hótel Esju. Flaut vatn í stríðum straumum um nærliggjandi götur. niður Kringlumýrarbraut og í sjó fram og olli viða umfcrðartöfum. Á níunda tímanum tókst starfsmönnum Vatnsveitunnar að stöðva vatnsrcnnslið og höfðu þá runnið mörg þúsund tonn af vatni úr vatnstönkum borgarinnar. Viðgerð átti að Ijúka í nótt. Lúðvik eftir mióstjórnarfund Alþýðubandalagsins: Gegn kosning- um á árinu Sjá bls. 18 — Nei án þess að segja nei... Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins: Þingsályktunartillaga um þingrof og nýjar kosningar MIÐSTJÓRN Sjálfstæðisflokks- ins kom í gær saman til fundar til þess að ræða hin nýju viðhorf i stjórnmálunum eftir að Alþýðu- flokkurinn sleit stjórnarsam- starfinu. Fundurinn samþykkti enga ályktun, en það var sam- dóma álit manna. að lögð yrði áherzla á alþingiskosningar sem allra fyrst eða fyrri hluta desem- bermánaðar. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að allar aðgerðir flokksins myndu miðast við það að þessu markmiði yrði náð. Hann kvað samræmdar prófkjörsreglur hafa verið ræddar á fundinum og kvað hann gert ráð fyrir að miðstjórnin gengi frá þeim á næsta fundi sínum, sem verður næstkomandi laugardag. Formaður Sjálfstæðisflokksins kvaðst gera ráð fyrir því, að flutt yrði þingsályktunartillaga um þingrof og nýjar kosningar. Morg- unblaðið spurði þá Geir, hvort inni í myndinni væri ekki einnig van- traust og svaraði hann þá: „Að sjálfsögðu verður það vantraust, ef þörf krefur. Aðalmarkmiðið er að fá fram kosningar, svo að unnt verði að mynda starfhæfa ríkis- stjórn í landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.