Morgunblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.10.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. OKTÓBER 1979 Samverustundir fyr- ir aldraða í Nessókn Ætlunin er í vetur, að skipu- leggja samverustundir fyrir aldr- aða í Nessókn svo sem hér segir: Siðdegis alla laugardaga kl. 15.30 — 17.30 verður sitthvað um að vera til gagns og gamans i safnaðarheimili kirkjunnar. Að auki er þess vænst að þátttakend- ur hverju sinni geti notið frjálsr- ar samveru, spjallað saman og fengist við hugðarefni. eftir því sem hverjum lætur. Gjöf til Háloga- landskirkju Blaðinu hefur borist eftirfar- andi tilkynning frá sóknarnefnd Langholtssafnaðar: „Jakob Kvaran, Sólheimum 23, sem nú er að fara til vetrardvalar á Spáni eins og hann hefur gert árum saman, afhenti í kveðju- skyni kr. 500.000 til kirkjubygg- ingar Langholtssafnaðar með ósk um að sem flestir í söfnuðinum tækju sig saman um að ljúka kirkjusmíðinni sem allra fyrst." Öllum er frjálst að hafa með sér verkefni til að sinna og þá mun einnig vel þegið, hafi einhverjir dagskrárefni fram að færa, er verða mætti öðrum til ánægju eða fróðleiks. Að öðru leyti verður efnisskrá fram til áramóta í stór- um dráttum á þessa leið: 13. október Spiluð félagsvist — Söngur. 20. október Upplestur — Flutt tónlist. 27. október Fjallað um trygg- ingar og réttindi aldraðra. Söngur. 3. nóvember Rithöfundur kemur í heimsókn og les. Kaffi 10. nóvember Félagsvist — Söng- ur. 17. nóvember Fjallað um matar- æði og heilsurækt. Tónlist. 27. nóvember Kórsöngur — Ljóðalestur 1. desember Þjóðlegur fróðleikur — Myndasýning. 8. desember Jólabækur kynntar, lesið úr þeim — Söngur 15. desember Leikþáttur í umsjá barna — Hugvekja — Kaffi. (Fréttatilkynnlng). Emil Als: Ritstjómarslys Það hefur orðið leiðindaslys á ritstjórn Morgunblaðsins. Laugar- daginn 6. október birtist á 12. síðu blaðsins stutt en rætin grein eftir Önnu Bjarnadóttur undir fyrir- sögninni „Magn og gæði“. Anna þessi Bjarnadóttir hefur um skeið fengið birt eftir sig löng fréttabréf frá Svíþjóð í Mbl. Mörgum hefur verið það ráðgáta hvert erindi ritstjórn Mbl. telur fréttir frá Svíþjóð í slíkum mæli eigi til íslendinga. Anna Bjarnadóttir segist sjá Bandaríkin „með ferskum augum" eftir ársdvöl í Svíþjóð. Það skyldi þó aldrei vera að frúin sjái hlutina „með sænskum augum“. Ritsmíð hennar stendur á sama þrífæti og mikið af sænskri blaðamennsku sér í lagi þeirri sem að Bandaríkj- unum snýr: vanþekkingu, hleypi- dómum og illmælgi. Það er degin- um ljósara eftir lestur téðrar greinar í Mbi. að bæði sjón og sálarlíf frúarinnar hafa spilist af veru hennar í Svíþjóð. Tískurógur- inn um Bandaríkin ber ekki V-Evrópu fagurt vitni. Líklega er hann ljótasti bletturinn á andlegu lfi hennar á þessari öld. í Svíþjóð hafa menn gengið hvað harðast fram í því að tryggja níð um bandarísku þjóðina. Skrif Önnu Bjarnadóttur gætu verið beint upp úr sænsku blaði. Á íslandi hefur óþokkaiðja þessi að mestu verið einkamál þeirrar manngerðar, sem hnappast að „Þjóðviljanum". Það getur varla verið áform rit- stjóra Mbl. að láta innlima blað sitt í umfangsmesta ófrægingar- kerfi veraldarsögunnar. Hitt er trúlegra, að hún muni héðan af stimpla hugverk á borð við það sem nú er til umræðu sem óhæft til birtingar. Vonandi er Anna Bjarnadóttir „ung, hvít og hraust". Hún þarf á því að halda meðan hún brýst undan þeim mengunaráhrifum sem spillt hafa smekk hennar og dómgreind. Bandaríkjamenn eiga betra skilið af íslendingum en það, að yfir- borðslegum persónum haldist uppi að nota stærsta dagblað lýðveldis- ins til ruddalegra árása á banda- rísku þjóðina. 7/10 ’79, Emil Als Fyrsta f jölbýlishúsið. LJtem. Mbl. Guftfinnur. Fyrsta fjölbýlishús- ið ris í Grindavík Grindavik. 5. októbcr. Á VEGUM Grindavíkurbæjar er nú að rísa fyrsta fjölbýlishúsið í kaupstaðnum. í þeim áfanga, sem risinn er, eru átta íbúðir, en ætlunin er að hafa þær helmingi fleiri. Þá eru tvær trésmiðjur í byggingu, en sem stendur er ekkert trésmíðaverkstæði hér í bænum. Fréttaritari. Valium sem vimugjafi: Vaxandi misnotk- un róandi lyf ja MISNOTKUN róandi lyfja svo sem valfums og líbriums er vaxandi áhyggjuefni heilbrigð- isyfirvalda i Bandarikjunum. Talið er að misnotkun róandi lyfja geti auðveldlega haft i för með sér, að neytendur verði háðir notkun þeirra rétt eins og neytendur annarra fikniefna. Frá því er skýrt í bandaríska vikuritinu Newsweek fyrir skömmu, að þar í landi hafi á síðasta ári verið gefnir út um 68 milljónir lyfseðla á valíum, líbrium og önnur róandi lyf af flokki lyfja sem nefnast „Benzodiazepine". Heildsöluand- virði þessa magns er varlega áætlað um 360 milljónir Banda- ríkjadala, eða um það bil 136.5 milljarðar íslenzkra króna. Hér er því um stórkostlegan iðnað að ræða. Nýlega tók sérstök nefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings til meðferðar misnotkun róandi lyfja, einkum valíums. For- maður nefndarinnar er Edward Kennedy og hún hefur þegar kallað á sinn fund geðlækna, lækna, framleiðendur og fyrr- verandi neytendur róandi lyfja. Eftirköstin svipuð og af neyslu eiturlyfja Valíum, sem er sérlyfjaheiti á efninu „diazepam", er líkast til það róandi lyf sem algengast er. Lyfið kom fyrst á markað í Bandaríkjunum árið 1963 og náði strax mikilli útbreiðslu sem sefandi eða róandi lyf. Algengast mun að valíum sé ráðlagt gegn þunglyndi, streitu og jafnvel svefnleysi. Einn þeirra fyrrverandi neyt- enda valíums sem skýrði nefnd Öldungadeildarinnar frá reynslu sinni af neyslu þess sagði, að hann hefði í sex ár tekið tvær pillur á dag samkvæmt læknis- ráði. Hann hefði þurft þriggja mánaða eftirmeðferð á sjúkra- húsi til að losna undan viðjum lyfsins. Yfirmaður eftirmeðferðar- heimilis fyrir áfengis- og eitur- lyfjasjúklinga í Kaliforníu sagði nefndinni að læknar gerðu sér almennt ekki grein fyrir þeirri hættu sem er samfara stöðugri notkun lyfsins. Hann sagðist hafa séð sjúklinga sem notað hefðu valíum að læknisráði í aðeins fimm til sex vikur með sömu eftirköst og eiturlyfja- sjúklingar. Samkvæmt lýsingum lækna eru ofneytendur valíums ekki ólíkir öðrum fíkniefna- eða eit- urlyfjasjúklingum að því leyti, að þeir beita flestum ráðum mögulegum til að verða sér úti um skammt. Þeir hundsa allar notkunarreglur og ganga á milli lækna til að fá lyfseðil. Þá leggjast þeir á vini og vanda- menn og nuða i þeim að afla sér valíums. Þegar birgðirnar þrýtur eru eftirköstin þau hin sömu og hjá öðrum eiturlyfjasjúklingum. hræðsla, kvíði, krampaflog, sviti, velgja og svo framvegis. Valíum getur haft þveröfug áhrif en ætlast er til Læknir sem kom fram fyrir nefnd öldungadeildarinnar sagði að oft reyndist erfiðara að venja fólk af valíum heldur en af heróíni. Þá sagði geðlæknir nokkur við sama tækifæri, að valíum truflaði starfsemi „seretóníns" efnis sem heilinn sjálfur notar og líkaminn fram- leiðir til að senda taugaboð, m.a. til að vinna gegn þunglyndi og auðvelda svefn. Að sögn geð- læknisins getur valíum haft þveröfug áhrif, aukið þunglyndi og komið í veg fyrir eðlilegan svefn. Framleiðendur valíums eru ekki sammála slíkum ummælum og telja lyfið hið besa fáanlega gegn þunglyndi og kvíða. Þeir segja að aðeins þeir, sem ekki fylgi fyrirmælum lækna, lendi í vandræðum og ranglátt sé að láta það bitna á þeim milljónum sem nota valíum á tilætlaðan hátt og hafa gagn af. Flestir eru þó sammála því, að notkun valíums og annarra róandi lyfja eigi aðeins að ráð- leggja sem þrautaráð þeim sem allar aðrar bjargir eru bannað- ar. (Heimild: Newsweek).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.