Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR 232. tbl. 66. árg. SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Skærulið- ar myrða og sprengja San Salvador. E1 Salvador. 20. október. AP. Reuter. SKÆRULIÐAR í Mið- Ameríkuríkinu E1 Salvador myrtu í dag eftirlitsmann hersins, Tadeo Martell of- ursta, og sprengdu tvö orku- ver í loft upp. Þrjá hreyfingar vinstri- sinna boðuðu til útifunda gegn nýju herforingjastjórn- inni, en seinna lýstu tvær þeirra því yfir að þær ætluðu að hætta ofbeldisbaráttu sinni gegn nýju valdhöfunum vegna velvilja sem þeir hefðu sýnt og við það virðast frið- arhorfur hafa batnað í land- inu. Önnur samtök vinstri manna og þrír af öðrum helztu skæruliðahópum E1 Salvador hafa hins vegar ekki svarað áskorun ríkisstjórnar- innar um að leggja niður vopn. Nýja stjórnin, sem er skipuð tveimur herforingjum og þremur óbreyttum borgur- um, hefur hvatt til þess að pólitískum ofbeldisverkum verði hætt og heitið félagsleg- um umbótum og síðan kosn- ingum. Stöðva 3DC-9 Stokkhólmi. 20. október. Reuter. SKANDINAVISKA flugfélagið SAS hefur stöðvað þrjár af DC-9 þotum sínum þar sem sprungur hafa fundist í stélum þeirra. Talsmaður SAS segir, að 15 af 60 DC-9 þotum félagsins hafi verið rannsakaðar og að flugvél- arnar, sem gallarnir fundust í, fengju ekki að fljúga í þrjá til fjóra daga. r Loðnuveiðar Islendinga vekja ugg í Noregi: Sigla norskir sjómenn á miðin við Jan Mayen? Ósló. 20. októher. frá Jan Erik I.aure fróttaritara Mhl. HIN MIKLA loðnuveiði íslendinga að undanförnu hefur vakið ugg meðal norskra sjómanna. Óttast þeir. að innan fárra vikna verði heildarveiðin úr norsk-íslenzka loðnustofninum, sem hrygnir við Jan Mayen, orðin 600,000 tonn, sem norskir og íslenzkir fiskifræðingar segja, að sé hámarkstekja úr stofninum haustið 1979 og vorið 1980. Haft er fyrir satt, að norskir sjómenn ætli að virða veiðibann stjórnvaída að vettugi og sigla á miðin við Jan Mayen á næstunni, en útvegsmenn hafa m.a. beðið sjávarútvegsráðuneytið um leyfi til að senda þrjú loðnuskip á miðin til að kanna veiðihorfurnar. Stöðugtný afrek ímetabókinm London. 20. október. AP. IIUGVIT mannsins á sér engin takmörk ef dæma má af síðustu metabók Guinness sem er ný- komin út í London. Þar er greint frá því hvað menn geta verið fljótir að sprengja hitabrúsa með því að blása inn í þá og hversu stóra hitabrúsa menn geta sprengt með þessum hætti. Hraðametið er 55 sekúndur og það setti Franco Columba í sérstökum sjónvarpsþætti Guinness í Los Angeles 6. apríl. Eitt metið verður aldrei slegið: Emilio Marcos Palma fæddist 7. janúar 1978 í Sargento Cabrol- stöðinni á Suðurskautssvæðinu og er eina barnið sem getur státað af því að hafa fæðzt fyrst allra í nokkurri heimsálfu og hefur þar að auki fæðzt sunnar á hnettinum en nokkur annar. Færasti lögregluhundur heims er Trep í Dade County í Florida og hefur hann þefað uppi fíknilyf að verðmæti 63 milljónir dollara. Langfleygasta hæna heims heitir Kung og flaug 90.57 metra á móti Alþjóðahænuflugfélagsins í Rio Grande, Ohio, 21. maí 1977. Skrafhreifasti páfagaukur heims er í eigu frú Lyn Logue í London og heitir Prudle. Hann sigraði í árlegri skrafkeppni 12 ár í röð og orðaforði hans var tæplega 1,000 orð þegar hann settist í helgan stein 1977. Víðförlustu menn heims eru tveir sovézkir geimfarar sem voru 175 daga í Salyut-Soyuz- geimstöð fyrr á þessu ári. Fyrra metið áttu sovézku geimfararnir Kovalyonok og Tvanchenkov sem ferðuðust 90 milljón kílómetra 1978. Elzta vín heims drakk franski haffræðingurinn Jacques Cousteu úr krukku sem hann bjargaði úr flaki grísks skips sem sökk á Miðjarðarhafi um 230 f.Kr. Lengsta bréf heims skrifaði Jacqueline Jones frá Lindale í Texas til systur sinnar, frú Jean Stewart í Springfield, Main. Bréf- ið var 1,113,747 orð og var skrifað á átta mánuðum. Lengstu bréfaskipti heims stóðu í 73 ár og hófust 5. janúar 1905 þegar frú E.D. Darlington í Marple, Englandi skrifaði frú Gertrude Walker í Hawthorn, Suður-Astralíu. Utbreiddasta dagblað heimsins er Yomiuri Shimbun í Japan. Upplag þess komst í 13,029,424 eintök í apríl á þessu ári. Stærsta prentsmiðjufyrirtæki heims er R.R. Donnelly & Sons í Chicago sem á prentsmiðjur á 13 stöðum. Þær prenta á hverju ári rit að verðmæti 661 milljón dollarar og eyða milljón lestum af pappír. Sá sem lengst hefur komizt af án matar og drykkjar er Andreas Mihavecz sem var settur í varð- hald eftir bílslys i Hochst, Aust- urríki, 1. apríl 1979, en gleymdist þar til hann fannst nær dauða en lífi 18. apríl. Mesta gjaldþrotið skrifast á reikning William G. Stern sem stofnaði fyrirtæki í London 1971 og skuldaði 104,390,348 pund er hann var lýstur gjaldþrota. Mesti brandarakarlinn er G. David Howard sem sagði brand- ara samfleytt í 16 tíma í Clear- water Beach, Florida, 14.—15. júlí 1979. Samkomulag náðist í grund- vallaratriðum um 600,000 tonna markið í samningaviðræðum íslenzkra og norskra stjórnmála- manna, en aðeins munu tæp 200,000 tonn vera eftir af þeim afla. Fylgst er náið með þróun veiðanna af hálfu utanríkisráðu- neytisins og verður af hálfu þess farið fram á það við íslenzk stjórnvold, að þau skýri hvaða stefnu íslendingar hyggjast taka í vetur með tilliti til veiðanna að undanförnu og samkomulags um 600,000 tonna markið, einkum með tilliti til þess, að íslendingar veiddu um 800,000 tonn af loðnu frá 15. október 1978 til maí-loka 1979. I samningaviðræðum við Norð- menn hafa Islendingar lýst mikl- um áhyggjum sínum í sambandi við hugsanlega ofveiði loðnunn- ar, og af þeim sökum mun það koma norskum stjórnvöldum á óvart ef Islendingar halda áfram veiðum eftir að 600,000 tonna markinu er náð, að því er Morg- unblaðið hefur fregnað úr utan- ríkisráðuneytinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.