Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1979 3 LjÓNm.: Rax. Bjarni Vilhjálmsson varaformaður og Ólafur Þ. Kristjánsson formaður Ættfræðifélagsins kynna nýju bókina á fundi með blaðamönnum. Ættfræðifélagið gefur út manntalið frá 1801 MANNTAL á íslandi 1801, Vest- uramt. nefnist ný bók sem út er komin á vegum Ættfræðifélags- ins. Útgáfan er styrkt úr ríkis- sjóði og þjóðhátiðarsjóði, og gef- in út með aðstoð Þjóðskjalasafns. Bókin kostar 16.500 kr. til fé- lagsmanna, en búðarverð er mun hærra, 19-20 þúsund. Gert er ráð fyrir að 3. og síðasta bindi manntalsins 1801 komi út næsta ár (Norður- og Austuramt). Hausthappdrætti Sjálfstæðisflokksins: Fjáröflun vegna kosninganna SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN er um þetta leyti að hrinda af stokkunum hausthappdrætti og er verið að ganga frá útsendingu á happdrættismiðum til stuðn- ingsmanna flokksins. Vinningar verða að þessu sinni Ford Cort- ina-fólksbifreið og 26“ litasjón- varpstæki í þremur öðrum vinn- ingum, að verðmæti alls kr. 6.700.000,00. í bréfi formanns, varaformanns og framkvæmdastjóra flokksins, sem látið er fylgja til þeirra, sem fá senda miða, segir: „Islendingar standa á krossgöt- um. Alvarlega horfir á mörgum sviðum þjóðlífsins. Þjóðin stendur frammi fyrir víðtækari kosn- ingablekkingum en áður hafa þekkst. Verðbólgualda ríður yfir land okkar, meiri en nokkru sinni áður. Seilst er sífellt lengra ofan í vasa borgaranna og ráðstöfunar- réttur skertur á tekjum þeirra með óhóflegri skattálagningu. Þessari þróun er Sjálfstæðisflokkurinn andvígur. Hann veit, að þú ert henni einnig andvígur. Því heitir Sjálfstæðisflokkurinn á þig að snúast gegn henni og veita flokkn- um fulltingi til baráttu. En til þess að sú barátta nái tilætluðum árangri þarf á fjármagni að halda, er Sjálfstæðisflokkinn skortir. Því er efnt til happdrættis í fjáröflunarskyni og mælst til þess, að hver og einn standi skil á andvirði heimsendra happdrætt- ismiða, eftir því sem aðstæður hvers um sig leyfa. Kosningar kunna að vera í nánd. Við verðum að ætlast til mikils hver af öðrum í þeirri baráttu, sem framundan er, í fullu trausti á góðan málstað." Nú liggur fyrir, að kosningar verða eftir stuttan tíma og því er ekki til setunnar boðið. Ákveðið er, að dráttur fari fram 10. nóvember næstkomandi. Hér er því í rauninni um skyndi- happdrætti að ræða og því mikils um vert að þeir, sem fá miða heimsenda, geri vinsamlegast skil sem allra fyrst og auðveldi þar með skrifstofu happdrættisins það mikla starf, sem þar þarf að vinna. Skrifstofa happdrættisins er í Valhöll, Háaleitisbraut 1, sími 82900, og geta menn látið senda eftir greiðslum og einnig er hægt að fá miða heimsenda. Þeir, sem fengið hafa senda miða úti á landi eru beðnir að gera skil til umboðs- manna þar sem fyrst. (Fréttatilkynning). Þetta er annað bindi manntals- ins frá 1801, en Suðuramtið kom út í fyrra. Þetta bindi nær yfir Vesturamt frá Hvítá í Borgarfirði að Hrútafjarðará. Á því svæði bjuggu 13.965 menn árið 1801 og eru þeir allir greindir með nafni og aldri og stöðu á heimili og getið um hvort þeir séu ógiftir eða í 1. eða 2. hjónabandi eða ekkjur eða ekkjumenn eftir 1. eða 2. hjóna- band. Getið er nákvæmlega um bjargræðisveg manna. Manntalið veitir ekki einungis mikilvægar upplýsingar sem að gagni koma við ættarrannsóknir, heldur einnig margvíslegar hag- sögulegar upplýsingar, allt eftir því hvers menn vilja leita. Útgáfan er stafarétt eftir frum- ritinu í Þjóðskjalasafni, með viss- um frávikum þó (um „egtastand"). Segir í formála að það sé gert „til þess að sem minnstu skipti fyrir notendur hennar hvort þeir hafi hana fyrir sér eða frumritið sjálft. Gerir útgáfan þá hvorttveggja að veita almennum lesanda haldgóð- an fróðleik um forfeður sína eða annað fólk á þessum tíma og fullnægja jafnframt vísindalegum kröfum fræðimanna". Manntalið sjálft er 393 blaðsíð- ur, að stuttum orðalista meðtöld- um. Auk þess eru í ritinu bréf konungs og fyrirmæli um fram- kvæmd manntalsins og einnig greinargerð fyrir útgáfunni og sýnishorn af frumritinu, mynd af síðu úr manntalinu úr Helga- fellssókn með rithönd séra Sæ- mundar Hólms. Júníus Kristinsson skjalavörður bjó bókina til prentunar. Hann hefur einnig lesið prófarkir ásamt Bjarna Vilhjálmssyni þjóðskjala- verði. Prentsmiðjan Hólar hefur prentað bókina og bundið. Kampútseu- ráðstefna ALÞJÓÐLEG ráðstefna um mál- efni Kampútseu verður haldin í Stokkhólmi 17. —18. nóvember n.k. I tilefni þessarar ráðstefnu hef- ur ávarpi verið dreift þar sem m.a. segir, að þjóðir heims geti ekki þolað slíkt ósvífið brot gegn sjálf- stæði Kampútseu og þess krafist að allt víetnamskt herlið hverfi þegar í stað frá landinu og að sjálfstæði þess verði virt. í lok ávarpsins segir að því sé beint til allra sem unna friði, sjálfstæði og réttlæti. Utsýn hefur á aö skipa sérþjálfuöu kunnáttufólki Helgarferðir Brottför: 26. okt. 9., 23., og 30. nóv. og 7. des. HótelIngram. Verðkr. 121.500- Innifalið: Flug, flugv.sk. morgunveröir og kvöldverðir Látm m ■ ■■ Wk ■ hinar sívinsælu Utsynar- ■ 11l 1H11M ferðir nú fáanlegar tvisvar í viku á lækkuðum ■■ ■ m mm m fargjöldum. 5 DAGA HELGARFERÐIR Fimmtudagur til þriðjudags. Verð með gistingu á þekktu hóteli í hjarta borgarinnar, enskur morgunveröur og flugvallarskattur, kr. 164.200 VIKUFERÐIR 7 nætur á einu eftirsóttasta hóteli Lundúna, Cumberland við Oxfordstræti. Bezta staðsetning meö tilliti til verzlana, veitinga- og skemmtistaöa. Einnig Gloucester Hotel, Russel Hotel og Regent Palace. Verð frá kr. 195.800. Vörusýningar — einstaklingsferðir. ^\\ ÚTSÝN LEGGUR HEIMINN \ \ AÐ FÓTUM ÞÉR. Austurstræti 17, II. hæð eða viðskiptaferð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.