Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1979 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1979 17 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og skrifstofur Auglýsingar Afgreiósla hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Sími83033 Áskriftargjald 4000.00 kr. á mánuói innanlands. í lausasölu 200 kr. eintakið. Einræðisherrar leggja sig jafnan mjög fram um að bæta ásjónu sína út á við. Augljóst er, að Kremlverjar hafa í hyggju að nota Olympíuleikana í Moskvu á næsta ári í þessu skyni. En ráðstafanirnar, sem grípa hefur orðið til í þessu kúgunarríki komm- únismans, til að leikarnir geti farið fram eru væglega til orða tekið ógeðfelldar. Hermönnum hefur verið skipað að leggja hönd á plóginn við smíði íþrótta- mannvirkja gegn þeirri einu þóknun að fá aðgöngu- miða á leikana með skipun um að hrópa hvatningarorð til eigin manna. Fangar eru látnir vinna að gerð minja- gripa. Hundruðum ef ekki þúsundum saman eru Moskvubúar fluttir frá heimilum sínum til þess, að þeir geti ekki komist í kynni við þá útlendinga, sem leikana sækja. Fang- elsisdvöl manna er lengd og þannig mætti áfram telja þær hliðaraðgerðir, sem ráðstjórnin grípur til, þeg- ar hún á von fjölda gesta í heimsókn. Meðal annars af þessu tilefni hafa samtökin Amn- esty International sent Leonid Brezhnev forseta Sovétríkjanna opið bréf, þar sem þeim tilmælum er beint til ríkisstjórnar Sov- étríkjanna, að hún láti skil- yrðislaust lausa alla sam- viskufanga og bindi enda á misnotkun geðlæknisfræð- innar í pólitískum tilgangi. í bréfinu, sem birtist hér í blaðinu í heild 11. október s.l. segir m.a.: „Fólk, sem fangelsað hefur verið fyrir að skrifa um mannrétt- indabrot, hefur verið kallað glæpamenn, liðhlaupar, svikarar, njósnarar, vand- ræðagemlingar, nöldrarar, óróaseggir eða sníkjudýr. Fólk, sem fangelsað hefur verið fyrir að hvetja til aukinnar sjálfsstjórnar eða tækifæra fyrir þjóðir sínar og þjóðarbrot, hefur stjórn yðar kallað borgaralega þjóðernissinna, aftur- haldssinna og sáðmenn fjandskapar meðal þjóða Sovétríkjanna. Fólk, sem fangelsað hefur verið fyrir að kenna börnum sínum trúarbrögð eða prenta biblíuna hefur verið kallað frumstæðir og fanatískir sálarspillar. Fólk fangelsað fyrir allar þessar sakir hefur verið sagt geðsjúkt. Samkvæmt alþjóðlegum skilningi er þetta fólk sam- viskufangar. Við biðjum um, að því verði skilyrðis- laust veitt frelsi. Við mæl- umst til þess að hætt verði að misnota geðlækningar í pólitískum tilgangi...“ Um leið og Morgunblaðið tekur undir með Amnesty International og tilmæli samtakanna til valdhafa Sovétríkjanna, er vakin athygli á frásögn Vladi- mirs Bukovskys á fundi í Reykjavík fyrir skömmu, sem birtist hér í blaðinu í dag og næsta sunnudag. Þar geta menn kynnst af eigin raun vitnisburði manns, sem lifði af ógnar- vist í Gúlaginu, fangabúð- um kommúnismans, sem fjölgar í vegna Olympíu- leikanna í Moskvu. En í Morgunblaðinu fagnaði Bukovsky einnig framtaki Amnesty International og taldi það „stórkostlegt", svo að vitnað sé til hans eigin orða. Á sama tíma ' og þessi barátta fer fram gegn því, að Olympíuleikarnir verði tilefni fangelsana og nauð- ungarflutninga má einnig lesa hér í blaðinu auglýs- ingu, sem ber yfirskriftina „Nú geta allir tekið þátt í Olympíuleikunum. — Ein- stakar hópferðir til Moskvu — ævintýraferðir sem aldr- ei gleymast." Auglýsandinn er sá aðili, sem hefur „einkaumboð á íslandi fyrir Olympíuleikana í Moskvu", eins og þar segir, Samvinnuferðir — Land- sýn, ferðaskrifstofusam- steypa samvinnuhreyf- ingarinnar og alþýðusam- takanna hér á landi. Og ekki nóg með það. Auglýst er: „Sparivelta Samvinnu- bankans getur síðan gert Olympíuferðina enn auð- veldari." Þess er skemmst að minnast, að íslendingur, sem sótti alþjóðlega kvik- myndahátíð í Moskvu, mátti dúsa næturlangt í vist hjá KGB, sovésku leynilögreglunni, vegna smávægilegrar misfellu í vegabréfsáritun frá sov- éska sendiráðinu í Reykjavík. Og ekki eru mörg ár síðan íslenskir júdó-menn lentu í vand- ræðum vegna ofríkis sov- éskra embættismanna og landamæravarða. Auðvitað má segja, að slíkar ferðir séu „ævintýraferðir sem aldrei gleymast". Úr því að sú ákvörðun var tekin að efna til 01- ympíuleikanna í Moskvu á að nota það tækifæri, sem þá gefst, til að þjarma að Kremlverjum og knýja þá til að slaka á einræðinu. Hvað sem segja má um lokasamþykktina frá Hels- inki 1975, hefur hún þó orðið vopn í höndum and- ófsmanna gegn ofbeldinu í löndum Austur-Evrópu. Þannig á einnig að verða með Olympíuleikana í Moskvu. Olympíuleikarnir í Moskvu Hákon Bjarnason, Reidar Bathen og Valtýr Steíánsson við Staðará hjá Hallormsstað 30. júní 1948. Bathen var íylkisskógastjóri í Troms í Noregi og var gestur á aðalíundi Skógræktarfélags íslands, sem haldinn var á Hallormsstað. mm: ói.k.m. ! Reykiavíkurbréf Laugardagur 20. október ÁRTRÉSINS Prýóum Iandió—plöntum tijám! Ar trésins — skáldskapur og veruleiki Margar eftirminnilegustu líkingar Krists fjalla um tré og sú, sem einna þekktust hefur orðið og gegnir miðþyngdarhlutverki í boðskap hans, er um mustarðs- kornið sem verður að tré, „svo fuglar himinsins koma og hreiðra um sig í greinum þess“. Himna- ríki, segir hann, er líkt þessu tré. Þó að Island sé nánast skóglaust land, eigum við mörg minnisstæð örnefni, sem eiga uppruna sinn í trjám og skógum og benda ásamt öðru ótvírætt til þess, að landið hafi verið vaxið viði á stórum svæðum á landnámsöld og birki- breiðurnar hafa haft meiri áhrif á víkingana en við getum nú gert okkur grein fyrir. Þeir komu líka frá einu skógfegursta landi norð- urálfu og í skáldskap þeirra er einatt skírskotað til trjáa og þá líklega fremur til þeirra stórvöxnu hlyna, sem þeir voru vanir úr æsku sinni og uppvexti en héðan af ísa köldu .landi. En þess ber þá líka að gæta, að á landnámsöld ríkti hér hlýviðrisskeið og enginn vafi á því, að landið var mun grónara en síðar varð. Land- námsmenn og niðjar þeirra kunnu því miður ekki fótum sínum forráð og eyddu skógum að mestu með vanrækslu og ofbeit, enda kólnaði mjög í veðri þegar á 13. og 14. öld og þeir áttu undir högg að sækja eins og landið sjálft. Af þeim sökum höfum við ekki orðið þeirr- ar gæfu aðnjótandi að erfa skógi- vaxið land, en verðum að öllum líkindum að fara á nokkra sér- stæða staði í Skotlandi til að gera okkur í hugarlund, hvernig að- koman var hér áður fyrr. En Skotland er einna fegurst landa í norðurálfu og satt bezt að segja með ólíkindum, hvað Islend- ingar hafa vanrækt að heimsækja þennan nágranna okkar, sem hef- ur uppá að bjóða slíka náttúrufeg- urð og fjölbreytni, að unun er á að líta. A þetta er minnzt hér vegna þess að í hönd fer ár trésins og er það vel. Þetta ár mun ekki fara fram hjá okkur frekar en barnaár- ið, enda eru miklar hugsjónir við það tengdar og engum ætti að vera meira fagnaðarefni en Morgun- blaðinu, að trésins skuli minnzt með þessum hætti, svo mjög sem Valtýr Stefánsson ritstjóri barðist fyrir skógrækt og helgaðí blað sitt þeirri fögru hugsjón. Hann var einn af forystumönnum nýrrar vakningar og þó að skóga sjái ekki víða stað í landinu, þá er það starf ómetanlegt, sem unnið hefur verið til að græða upp landið og minna okkur á, að hugsjónir geta rætzt, þó að þungt sé undir fæti, og það var engin tilviljun, þegar Jónas tengdi í ljóði sínu frjálsa menn við fagran dal, sem fyllist skógi. Það var þessi arfur, sem Valtýr og aðrir frumherjar skógræktar á íslandi tóku fegins hendi og rækt- uðu með þeim hætti, að nú þykir öllum skógræktarstarf sjálfsagt, þótt við erfiðar aðstæður sé að etja, og víða má sjá ný skógar- belti, sem gefa hrjóstrugum mel- um hlýtt og vinalegt yfirbragð. En hitt er ekki síður mikilvægt, að með skógræktarstarfinu hefur verið haldið vel í horfinu í þeim örfáu skógarblettum, sem lifðu fram á þessa öld, þeir hafa verið ræktaðir, hirtir vel og við þá aukið. Sem lítið dæmi um mikilvægt og markvert skógræktarstarf er skóg- urinn á Stálpastöðum í Skorradal, sem gaf í fyrra af sér 24 millj. kr. með sölu jólatrjáa og Heiðmörk, sem óhikað á eftir að verða íbúum höfuðborgarsvæðisins til yndis og unaðar í miklu ríkara mæli en verið hefur. I raun og veru hefur hún gróið upp og gjörbreytzt frá því skógræktarstarf þar hófst og hún var friðuð fyrir kvikfé, en það er meginatriði í öllu ræktunar- starfi. Forfeður okkar ofbeittu skóg- ana og reyndu svo á þolrifin í þeim, að þeir týndust smám sam- an í holt og mela og síðan hefur uppblástur herjað á landið með þeim hætti, að óvíst er, hvort við fáum þar rönd við reist. Talið er, að gróðurlendið og jarðvegurinn, sem fæðir það, sé nú aðeins helmingur þess, sem var, þegar landið var numið. Ilmbjörkin þek- ur nú aðeins 1/30 hluta þess lands, sem hún hlífði á Iandnámsöld. Við eigum því mikið ógert í skógrækt og umhverfisvernd. En reynslan er fengin. Og hún er dýrmæt. Nú má rækta upp nytjaskóga á rétt- um stöðum á hálfum öðrum eða tveimur áratugum. Til þess þurf- um við að beita allri þeirri orku og fjármagni, sem við höfum yfir að ráða, og ef það er gert, getum við verið hófsamlega bjartsýn. Við skulum minnast þess, að við höf- um ekki efni á að skera við nögl fjárframlög til skógræktar og annarra ræktunarstarfa, svo mik- ið er í húfi, að vel takist til. Ar trésins ætti því að vera okkur góð og tímabær áminning um þá skuld, sem við stöndum í við land okkar og sögu. Við getum ekki fundið okkur neina afsökun til að komast hjá að greiða þá skuld. - Undirstaðan hefur verið lögð af þekkingu og framsýni og nú er að halda áfram þeirri stefnu, sem Jónas markaði í þeirri einu stjórn- arskrá lýðveldisins, sem búið hef- ur um sig í hvers manns hjarta- ljóði hans. Landgræðslu- sjóðurinn — skuldin við landið Við höfðum sem betur fer vit á því að minnast 1100 ára afmælis Islandsbyggðar með því að gera Alþingissamþykkt þar um, að við hygðumst gjalda landinu það, sem þess er, og stofnuðum til þess landgræðslusjóð, sem hefur haft miklu og göfugu hlutverki að gegna. Hann hefur stóreflt allt landgræðslustarf og fer ekki milli mála, að hlutverk hans er bæði mikið og gott. Ráðamenn verða að byggja ofan á þann grundvöll, sem lagður hefur verið og stórefla sjóð þennan, svo að hann megi gegna hlutverki sínu. Að öðrum kosti er voðinn vís. Við skulum nota ár trésins til að stíga enn á stokk og strengja þess heit að veita nú ekki minna fé í sjóðinn en gert var í upphafi af stórhug og er þá engum vafa undirorpið, að við eignumst betra land og hlýrra, fjölbreyttara og líkara því, sem landnáms- mönnum féll í skaut. Enn getur smjör dropið af hverju strái á íslandi, en það mun þó ekki verða, ef ofbeit og uppblástur eiga að stjórna ferðinni. Vörn hefur verið snúið í sókn. Höldum þeirri sókn markvisst áfram. Margar minningar eru bundnar við tré. Þeir, sem eru vanir að umgangast tré og skóga, geta ekki án þeirra verið. Þeir taka ástfóstri jafnvel við einstaka tré. Og mörg tré hafa orðið heimskunn bæði af verkum mikilla rithöfunda og eins af hinu, að ýmsir merkir menn hafa unað sér hvað bezt í návist einstakra trjáa, sem hafa orðið vinir þeirra. Þannig tala Bretar um tré, sem veittu skáldum þeirra athvarf og innblástur. Og öll þekkjum við linditréð hjá Garði í Kaupmannahöfn. Það er engu líkara en það sé hluti af íslenzkri sögu. Og þó að við Islendingar séum ekki ýkja vanir trjám og kunnum vel við landið okkar, eins og það blasir við í allri sinni nekt, þá fer ekki hjá því, að í brjósti hvers manns er dálítill Yggdrasill. Mikilvægi skóga Skógar gegna mikilvægu hlut- verki á jörðinni. Þeir eiga ekki lítinn þátt í því að gera hana byggilega, en nú hafa ýmsir um- hverfissérfræðingar af því miklar áhyggjur, hve mjög er farið að saxast á skóglendi jarðar, og ef fram heldur, sem horfir, er ástæða til að hafa miklar áhyggjur af víðlendasta skóglendi heims í Suður-Ameríku, en þar eru þvílík flæmi felld á ári hverju, að sérfræðingar telja, að sá tími geti komið, að þetta skógarhögg geti breytt veðurfari á jörðinni, jafn- vel gjörbreytt því. Það er því full ástæða til að staldra við og huga að þeim verðmætum, sem við eigum. Umhverfisverndarmenn hafa sem betur fer gert sér grein fyrir þessu og vilja nú beina athyglinni þangað, sem brýnast er, áður en það er um seinan. Enginn veit, hvað átt hefur, fyrr en misst hefur. Það væri kannski tilvalið að bjóða skógarhöggs- mönnum í Suður-Ameríku og víðar að skreppa hingað norður og sjá, hvernig fer fyrir þeim, sem kunna sér ekki hóf í umgengni við tré og skóga. Fátt vekur okkur meiri unað en ganga í fallegum skógi á fögrum degi. En skógurinn þarf ekki að vera stór. Víða í stórborgum setja dálitlir skógar svip sinn á um- hverfið og börn hafa ekki sízt yndi af því að skoða trén, virða fyrir sér fugla og íkorna og gefa íkornunum hnetur úr lófa. Þessi sinfónía náttúrunnar verður öll- um ógleymanleg. Þær þjóðir, sem eiga því láni að fagna að hýsa skóga í löndum sínum, telja sér það ómetanlegt og á það má minna, að Frakklandsforseti sagði fyrir skömmu, að það hefði verið þjóðarógæfa, þegar kviknaði í stóru skógarbelti í Suður- Frakklandi. En við felldum ekki alls fyrir löngu eitt elzta og fegursta tréð í Reykjavík, eins og ekkert væri sjálfsagðara og engu líkara en við ættum í tonnatali þau mustarðskorn, sem Kristur talaði um, að yrðu himnaríki líkust. En við skulum ekki láta það henda okkur aftur. Við skulum horfa til framtíðarinnar í fylgd með þresti og fallegri birkihríslu. Heilsa og umhverfi í forystugrein hér í blaðinu var nýlega fjallað um skólabókaflóðið og dregið í efa, að þar væri allt með þeim ágætum, sem vera þyrfti. Höfundi þessa bréfs barst nýlega harla merkilegt rit, sem bæði er ætlað til kennslu við framhaldsskóla og háskóla og til almennra nota, enda fjallar það um margvísleg efni, sem menn þurfa að kunna skil á, offitu, áfengi og sjúkdóma, sem standa í einhverju sambandi við mataræði okkar, svo að dæmi séu tekin. Rit þetta heitir Næring og heilsa og er eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson, ungan Reykvíking með próf í fræðigrein, sem nú ryður sér til rúms og á raunar erindi við hvern mann, matvæla- og næringarefna- fræði. Dr. Jón er kennari í nýlegri kennslugrein í matvælafræði við Háskóla íslands. Hann hefur beitt sér fyrir umræðum um megrun og hollar lífsvenjur, t.d. í sjónvarp- inu, og vakti það athygli á sínum tíma. I bók dr. Jóns er fjallað um allt milli flúors og vítamína, áfengissýki til æðahnúta og má af því einu sjá, að hún á erindi við marga. Flúor er jafnnauðsynlegur og flúoreitrun getur verið skaðleg. Fyrst við höfum verið að ræða skógrækt, má geta þess, að þrjár álverksmiðjur eru í einum feg- ursta dal Sviss, Valais og er hin elzta frá 1912. Verksmiðjur þessar eru langt frá því jafnvel búnar tækjum og álverið hér og þeir umhverfis- menn, sem hafa haft mestar áhyggjur af flúormengun í Sviss, hafa bent á, að í íslenzka álverinu verði kerin lokuð og þá muni lítil sem engin hætta stafa af flúor- mengun þaðan. Hafa þeir notað mengunarvarnir í íslenzka álver- inu í baráttu sinni fyrir bættum útbúnaði og upp á síðkastið hefur þeim orðið vel ágengt. Það er ljótt að sjá tré og skógarbletti veslast upp í Valais-dalnum af flúoreitrun og apríkósur verða illa úti, svo og skepnur. Verða bændur stundum fyrir stórtjóni vegna flúormeng- unar í apríkósum. Þá hafa starfs- menn álvera einnig fengið flúor- eitrun og er lífsnauðsynlegt, að við fylgjumst vel og rækilega með því, að sá sjúkdómur geri ekki vart vjð sig hér á landi. Svissneskir sér- fræðingar segja, að það muni ekki verða, þegar kerjum hefur verið lokað. Að öðrum kosti fullyrða umhverfisverndarmenn þar í landi, að flúoreitrun geti gert vart við sig í starfsmönnum álvera eftir tveggja áratuga starf í verk- smiðjunni. Þessar athugasemdir spunnust út af nýútkominni bók dr. Jóns Óttars Ragnarssonar, en þar kennir margra grasa, eins og fyrr segir. Hér verður ekki reynt að gera grein fyrir bókinni, en því einungis fagnað, að slíkt rit hefur séð dagsins ljós á íslandi, svo mjög sem næringar og matvæla- fræði og sjúkdómar í sambandi við lífsvenjur fólks eru í brenni- depli. Við þurfum líka að huga vel að þessum málum í framtíðinni, því að við erum matvælafram- leiðendur og hljótum að bera þunga ábyrgð sem slíkir, auk þess sem við höfum lifað á heldur einhæfu fæði; offita, áfengissýki, hjartasjúkdómar og krabbamein eru mannskæðir sjúkdómar hér á landi og magakrabbi hefur verið hvað tíðastur hér og í Japan, en talið er, að það hafi stafað af matarvenjum,; þ.e. reyktum og söltum fiski. En magakrabbi er sem betur fer á undanhaldi hér á landi vegna nýrra geymsluað- ferða, en brjósta- og blöðruháls- krabbamein verða aftur á móti æ tíðari. Um allt þetta fjallar dr. Jón, svo og fólksfjölgun, fæðu- kreppu og kenningar brezka prestsins og hagfræðingsins Malthusar, sem spáði því 1978, að innan tíðar yrði hungursneyð í Evrópu. Um þetta segir dr. Jón Óttar Ragnarsson m.a.. „Jarðarbúar eru nú rúmlega fjórir milljarðar, en þar af er einn milljarður í iðnað- arlöndunum og þrír í þróunar- löndunum. Ýmsir telja, að mesti mannfjöldi, sem jörðin geti alið, sé 10—15 milljarðar. Eins og er nemur fólksfjölgunin 60—70 milljónum manna á ári hverju og fer vaxandi. Ef svo heldur áfram hefur mannkynið aðeins 50—100 ár til þess að afstýra fæðu- kreppu.“ Ekki er það langur tími í mannkynssögunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.