Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1979
21
Glefsur úr bók Lindu Goodman „Love Signsu
gauragangur þreytir krabbann oft meira
en hann getur afborið. Hins vegar heillast
hrúturinn að sumu leyti af hæglæti
krabbans og þykir spennandi að kynnast
veru sem krabbanum, sem dettur sjaldnast
í hug að dylja tilfinningar sínar, er
hreinskilinn og hispurslaus í því og
skammast sín ekki fyrir. Það er verulegt
ævintýri fyrir hrút.
Hrútar vilja leiða — og þeim er
nauðsynlegt að vinna sigra á sem flestum
vígstöðvum. Nú er því svo háttað að þrátt
fyrir hæglætislegt og prútt fas hafa
krabbar einnig töluverða hæfileika til
stjórnunar og þeir vilja líka sigra. Krabb-
inn fer allt öðru vísi að og sýnir
yfirráðaþörf sína og valdafýsn á mun
yfirvegaðri hátt en hrútur. En honum
getur orðið ágengt mð ýtni og klókindum.
En verulegum árekstrum getur þetta
valdið. Hins vegar er krabbinn svo skapi
farinn að hann getur sætt sig við mála-
miðlun með minni þjáningum en hrútur-
inn og því er það oft hlutskipti krabbans í
samskiptum þessara merkja að hafa frum-
kvæði um frið og sættir. Krabbinn fer
aldrei beina leið að markinu, hann þreifar
fyrir sér og velur kannski ýmsar króka-
leiðir sem á stundum eru seinfarnari, en
skila honum býsna langt.
Hrúturinn heillast af öllu því sem hann
skilur ekki og kallar á hugsun og heilabrot
og fátt fer meira í skapið á honum en
undirgefni eða auðmýkt, þá skortir alla
spennu. Hrúturinn særir ekki fólk vilj-
andi, en hann verður oft til að særa þetta
ofurviðkvæma krabbafólk. Viðbrögð
merkja þessara eru líka ólík þegar þau eru
særð. Hrútur neitar að hann sé særan-
legur og fer í hörkuvörn. Viðkvæmni
krabbans er slík að hann dregur sig inn í
skel sína í sársauka sínum. Og það kann að
enda svo að hrúturinn verði að hafa
frumkvæði til sátta ef hann á annað borð
vill að orð fari milli þeirra á ný. Hrútur og
krabbi hafa ólík viðhorf, nálgast allt á
mismunandi máta, gefa sér ólíkar forsend-
ur, að ekki sé minnst á markmið. Ef þeir
eru fúsir að taka sér þann tíma sem þarf
til að þýða boð hvors annars geta krabbi
og hrútur náð langt í samskiptum sínum
og unað sæmilega við.
Hrútur/ljón
20. marz — 20 apríl / 22. júlí — 23. ágúst
Hér mætast tvö kröftug merki. Lýsa
mætti þeim í fáum orðum og draga þar
með upp mynd af hugsanlegum samskipt-
um þeirra. Hrútar þurfa alltaf að bera
hærri hlut. Megin tilgangur þeirra er að
sigra, verða ofan á. Orka þeirra er ekki
spöruð í þessum tilgangi. Hvað sem er um
að tefla, ást, vináttu, starfið, fjölskyldulíf-
ið. Þeir vinna alltaf. Þeir skulu fremstir.
Ljónin eyða ekki sínum dýrmæta tíma í
að reyna að sigra eitt né neitt. Þau þurfa
ekki að keppa við einn né neinn. Þau eru
fædd öðrum hæfari og stórkostlegri og
vissulega eru þau mikilvægari aðilinn i
hverju sem er, ást, vináttu, starfi, fjöl-
skyldulífi. Þannig að ljónið situr fremst og
efst. An þess að eyða í það neinni teljandi
orku. Spurningin er bara ef hinn aðlinn er
hrútur, hvort þessi merki geti nokkurn
tíma setið hlið við hlið uppi á hefðartind-
inum.
Reyndar geta þessir aðilar það. Bæði
hrútur og ljón hafa nægilegt olnbogarými
til að bæði geti notið sín. Þó verður
stundum að gefa eftir. Og það verður
hrúturinn að gera gagnvart ljóninu með
sína innbyggðu og bjargföstu trú á eigin
ágæti. Þó getur hrúturinn náð yfirhönd-
inni með því að hlýða af fullri andagt og
virðingu á langar ljónsræðurnar — sem
flestar ganga út á að fjalla um eigið ágæti
— og með því að halda skoðunum sínum og
fyrirætlunum fyrir sig og framkvæma þær
síðan án þess að depla auga. Hrúturinn
hefur unun af því að efla andríki annarra
og allt sem ýtir undir ánægju hrútsins
verður ljóninu til framdráttar í samskipt-
um þeirra.
Bæði Ijón og hrútur eiga mikla blíðu í
skapgerð sinni, greind þeirra er nægilega
skörp til þess að láta ekki eigingirnina
ráða öllu þegar um virkilegan kærleika er
að ræða. Þeir hafa óseðjandi gagnkvæma
þörf fyrir uppörvun og í samskiptum
þessara merkja verða þau ósínkari á hlýju,
þrátt fyrir allt, en í samskiptum við ýmsa
aðila annars staðar í stjörnuhringnum.
Sporðdreki/sporðdreki
23. október — 22. nóvember
Sporðdrekinn er um margt erfitt merki
— og sporðdrekar fá líka ómælda ánægju
af því orðspori sem af merkinu þeirra fer
— þótt það sé nokkuð öruggt einkenni
þeirra líka að gangast ekki við því. Fáir
þekkja sporðdreka til hlítar nema þeir sem
honum eru nánastir. Að öðrum er snúið
ákveðinni mynd, sem draga skal yfir hans
sönnu náttúru og stundum miklu mann-
eskjulegri og geðfelldari hlið en þeirri sem
að veröldinni er snúið — en þetta
viðurkennir sporðdrekinn ekki heldur, ef
hann er ekta dreki.
Að nautsfólki frátöldu er sporðdrekinn
öðrum langræknari. Sporðdrekinn fer bet-
ur með bræði sína og yfirleitt tekst
sporðdreka vel að stýra óþjálli lund sinni.
Sporðdrekinn bregst illa við þegar atlaga
er gerð að honum og í honum býr heitur
hefndarhugur og hann hefnir harma
grimmilega.
Tveir sporðdrekar saman — að þessu
sögðu — er því með forvitnilegri samsetn-
ingum. Þeir tveir geta nánast allt — og
fátt er þeim um megn. Barátta þeirra
innbyrðis verður ekki nándar nærri eins
hatrömm og til dæmis tveggja hrúta því
að barátta sporðdreka beinist meira út á
við. Samband sporðdreka er mjög heilt.
Það er traust og ástríðufullt, en þegar því
lýkur, lýkur því fyrir fullt og allt. Allt sem
sporðdreki gerir er heilt, hálfvelgja er
eitur í hans beinum, ekki sízt í samskipt-
um við maka eða aðra nána aðila. í
rökréttu framhaldi af þessu er sporðdreki
seinn að stofna til nýrra varanlegra
sambanda, þrátt fyrir ytri hvatskeytni.
Hann vill ekki láta særa sig að óþörfu.
Þessir tveir sporðdrekar ættu að hafa
sitthvað í huga: Hann er ekki eins
sjálfsöruggur, sjálfum sér nógur og róleg-
ur innan í sér og hann læzt vera. Hún er
ekki eins kærulaus, fjarræn og ósnortin
eins og þögn hennar gæti gefið til kynna.
Það er þreytandi að vera alltaf með grímu.
Það er nauðsynlegt á stundum og má segja
að sé óþarfi að veifa lifur og lungum
framan í hvern sem er — en þegar
sporðdreki er með sporðdreka er engin
ástæða til látaláta — þá er spurningin um
lífslánið eður ei.
Sporðdreki/bogmaður
23. okt. — 22. nóvember
22. nóvember — 21. des.
Einkenni bogmanns er að hann er alltaf
opinn, vinalegur og hreinn og beinn.
Sporðdreki er stundum opinn, vinalegur og
hreinn og beinn — á yfirborðinu. Bog-
maðurinn er að flestu leyti geðþekkari
persóna — að minnsta kosti út á við, þó
getur hann orðið dálítið þreytandi, vegna
þess að hann er sérdeilis málglaður,
örlyndur og fljótfær. Bogmenn og sporð-
drekar virðast um flest vera slíkar and-
stæður að náin samskipti þessara aðila í
hjónabandi hljóta að verða nokkuð flókin,
svo að ekki sé meira sagt. Vegna þess hve
einlægur bogmaður er og að mörgu leyti
einfaldur — í góðri merkingu — finnst
honum stundum hreint óþolandi stirfni og
kuldi sporðdrekans, sem að vísu er meira á
yfirborðinu eins og að var vikið. Bogmanni
tekst ekki nema í stöku tilfellum að laða
fram betri hliðarnar á sporðdreka og það
þó svo að um heilmiklar tilfinningar
millum þeirra sé að ræða. Bogmaðurinn
vill tala um allt, krefjast alls af öðrum og
hann er líka reiðubúinn að gefa mikið. Því
finnst honum hvimleið og snautleg við-
brögð sporðdrekans sem eru honum um
margt ekki aðeins það heldur og beinlínis
óskiljanleg. Sporðdrekinn gæti þó margt
af bogmanninum lært, bæði hvað snertir
eiginleika sem upp eru taldir, svo og
dirfsku og bjartsýni og ærlegheit, en
sporðdrekinn er heldur andsnúinn því að
læra af öðrum. Þó má ætla að samskipti
þeirra geti með tímanum mýkzt ef bog-
manninum er gefin næg þolinmæði og
þrautseigja til að mýkja upp þennan
furðulega karakter sem sporðdrekinn er að
mörgu leyti.
Sporðdreki og bogmaður eiga það m.a.
sameiginlegt að þeir eru ekki allra vinir —
og því að bogmaðurinn er sannarlega
opinn og hress, en hann er ekki inn á hvers
manns gafli. Bæði þessi merki vilja njóta
ákveðins frjálsræðis, hvorugt þeirra
merkja er lauslátt í eðli sínu og mikil og
vaxandi þörf sporðdreka fyrir þá enda-
lausu hlýju sem bogmaðurinn er fær um
að gefa honum — ef hann er þá ekki
harðfrosinn áður en að því kemur — gæti
smám saman gert úr þessu sérstætt, erfitt
og óslítanlegt samband.
Sporðdreki/steingei t
23. okt — 22. nóv. / 22. des — 20. jan.
Hvorki sporðdreki né steingeit eiga
auðvelt með að ná tengslum við hvern sem
er, en vegna ýmiss konar áhrifa stjarn-
anna fer reyndar svo að þessi merki tvö
eiga oft ágæta vel saman og milli þeirra
geta myndast sterkari bönd en flestra
manna í stjörnuhringnum. Sporðdreki og
steingeit hafa yndi af því að ræða saman,
þau geta haldið nánast endalaust áfram að
ræða sameiginlegar vonir og óskir og þó að
skoðanir þeirra fari saman í ótrúlega
mörgum atriðum eru þeir langt frá
sammála um hvernig að því skuli staðið að
óskir þeirra uppfyllist og hvernig mark-
miðum skuli náð. Bæði sporðdreki og
steingeit bera með sér duldar vonir um að
njóta virðingar og bæði merkin hafa
hljóðláta þörf fyrir vald — ekki sízt bak
við tjöldin. En steingeitin skilur ekki alltaf
innri ólgu sporðdrekans og sporðdrekum
kann að finnast að steingeitina skorti
rökfestu og raunsæi. En um flest myndast
trúnaður og traust milli einstaklinga í
þessum merkjum sem verður báðum til
framdráttar persónulega að minnsta kosti.
Bæði eru merkin hlédræg innan í sér og
vilja gæta að því að ekki sé vaðið inn á þau
á skítugum skónum. Steingeitin er út-
hverfari persónuleiki og fer ekki eins í
felur og sporðdrekinn. í ástarsamböndum
getur brugðið til beggja vona, ekki sízt
vegna þeirra eiginleika beggja sem áður er
að vikið. En steingeitin hefur lag- og hikar
ekki við að nota það. Hún er ekki feimin
við að virðurkenna mistök sín og ætlast
ekki alltaf til að sporðdrekinn geri slíkt
hið sama, vegna þess hve hún hefur djúpa
skynjun á þessum lukta persónuleika.
Steingeitin krefst ekki í samskiptum við
sporðdreka þess afdráttarlausa frelsis og
sjálfstæðis sem önnur merki gera, eða
gerir það á snjallari hátt, svo að sporð-
drekinn undir við. Ekki svo að skilja að
hún sýni endalausa undirgefni — hún fer
bara sína leið, hefur sínar aðferðir og
steingeitinni skrikar ekki svo glatt fótur.
Henni miðar alltaf áleiðis — stundum án
þess að menn taki eftir því. Steingeitin er
skilningsríkari og umburðarlyndari í tali
um galla annarra en mörg önnur merki og
það er sprottið af viti og mannþekkingu.
Það er gott fyrir sporðdreka og því er
margt sem mælir með því að samskipti
þessara merkja, sem ólík sem þau eru, geti
tekizt harla vel.
Sporðdreki/vatnsberi
23. okt. — 22. nóv. / 20. jan — 20. febr.
Þessi tvö merki eru óvenjulega ólánleg
saman og stjörnuspekingar telja af og frá
að samskipti þeirra í náinni sambúð geti
blessast — en auðvitað eru undantekn-
ingar frá öllu. En þar sem bæði þessi
merki eru afar forvitin að eðlisfari er
vísast að þau villist saman — stundum.
Bæði þessi merki vilja vita allt um aðra, en
hvorugt kærir sig um að láta vita um sig.
Auk þess er þrjózka vatnsbera og sporð-
dreka af mjög sviðuðum toga og næst ekki
jöfnuður þar, þau láta ekki hlut sinn nema
af mikilli tregðu og togstreitan milli
þeirra verður nánast takmarkalaus.
Sporðdrekinn er langrækinn eins og áður
er að vikið, sporðdrekinn hefur afbragðs
gott minni, sporðdrekinn stillir skap sitt
og sporðdrekinn er eyðslusamur nokkuð.
Vatnsberinn á að vísu til að bera reiðihug
í brjósti, en yfirleitt er hann fljótur að
gleyma því sem á hluta hans er gert & eða
hann gerir það sem honum er auðveldara
en öðrum merkjum — hann strikar bara
fólk út fyrir fullt og allt og leggur ekki á
sig að umgangast það eða af algeru
hlutleysi, sem skiptir hann engu. Þar með
er málið afgreitt af hans hálfu og reiðin er
ekki fyrir hendi. Vatnsberinn getur verið
annars hugar og festist ekki alltaf við það
sem gerist í kringum hann, enda hefur um
hann verið sagt að vatnsberafólk sé að
hugsa í dag það sem aðrir hugsa eftir
fimmtíu ár. Þetta getur stundum komið
ankannalega fyrir og vekur andúð
sporðdrekans. Vatnsberinn er reglusamur
í peningamálum, að vísu á hann til
eyðslusemi en aldrei nema hann telji að
allar skuldir séu greiddar. Þessi eiginleik-
ar sem upp hafa verið taldir hjá aðilunum
fara til skiptis ákaft í taugarnar á
gagnaðilanum.
Vatnsberinn er haldinn mestri sjálf-
stæðisþörf allra merkjanna, honum er
nauðsynlegt að halda einstaklingsfrelsi
sínu eins og öðrum er að anda að sér
hreinu lofti. Hann getur ekki afborið
stjórn eins né neins og þar sem sporðdrek-
inn getur ekki sætt sig við þessa hans
náttúru er hætt við að oft slái í brýnu. Þar
sem Vatnsberinn er einnig haldinn sterkri
mannúðar- og samkennd — með heild,
frekar en einstaklingum — og leggur oft á
sig starf í þágu þess — tekur það tíma frá
sporðdrekanum, sem hann teldi betur
varið í samvistum við sig.
En samband vatnsbera og sporðdreka er
í sjálfu sér forvitnileg tilraun, þar sem
endalaus ágreiningur verður um hvaðeina
en um sumt athyglisverð reynsla sem
trúlegra er að vatnsberinn sleppi þó betur
frá en hinn ofurviðkvæmi sporðdreki.
I næstu grein verður fjallað um sam-
skipti:
bogmanns/ bogmanns,
bogmanns/ steingeitar
bogmanns/ vatnsbera
bogmanns/ fiska
sporðdreka/ fiska
steingeitar/ steingeitar
steingeitar/ vatnsbera
steingeitar/ fiska
vatnsbera/ vatnsbera
vatnsbera/ fiska
fiska/ fiska
(.h.k. tók saman).