Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1979
Árni C. Th. Árnason:
Gyðingar Indókína
Árni Bergmann og
Gyðingavandamálið
í viðtali sem Vaka, félag lýðræð-
issinnaðra stúdenta, átti við Árna
Bergmann og birtist í Vökublaðinu
kemur fram, að Árni Bergmann
virðist telja flóttamannastrauminn
frá Indókína vera lítið annað en vísi
að einhvers konar Gyðingavanda-
máli í Víetnam. Árni Bergmann
virðist einnig telja, að hér sé kki við
neina eina hugmyndafræði að sakast
fremur en aðra, enda sé það daglegt
brauð allra byltinga að 600.000
manns flýi land.
Það er ekki nema von að Árni
Bergmann láti sér fátt um finnast
þótt verið sé að slátra nokkrum
skáeygum skrælingjum einhvers
staðar í Indókína, enda hefur sú
hyugmyndafræði sem hann aðhyllist
það mörg mannslíf á samvizkunni að
nokkur hundruð þúsund í viðbót
skipta þar engu máli. Enda er þessi
grein ekki skrifuð til að vekja Árni
Bergmann og hans líka af fálætis-
svefni sínum.
En það vill þannig til, að Árni
Bergmann er ekki sá fyrsti sem
komið hefur auga á samlíkinguna
við Gyðingavandamál 3. ríkisins.
Tveir utanríkisráðherrar frá Suð-
austur-Asíu, Carlos Romulo frá Fil-
ippseyjum og Sinnathamby Rajar-
atnam frá Singapore, hafa líkt lausn
Hanoi-stjórnarinnar á innanríkis-
vandamálum sínum við lokalausn
Hitlers á Gyðingavandamálinu.
„Svar snauð mannsins við gasklefan-
um er hið opna haf“ er haft eftir
Rajaratnam en Romulo talaði um
„nýja tegund af ómannúð, sem jafn-
ast á við brennsluofnana í Auschw-
itz og Buchenwald í umfangi sínu og
hryllingi".
Útskýringar Hanoi
Gagnvart slíkum ásökunum reyn-
ast tilraunir stjórnvalda Víetnams
til að skella skuldinni á Bandaríkin
og þó sérstaklega á Kína, svo ekki sé
minnzt á nýlendufortíðina, hjákát-
legar. Að vísu má vera, að aðvaranir
Kínverja til ættmenna sinna í Víet-
nam hafi átt einhvern þátt í flótta-
mannastraumnum, en öllum sem til
þekkja er ljóst, að hér er helzt um að
kenna skefjalausum ofsóknum
stjórnvalda gegn Hoa-fólkinu í
Víetnam. Enn fráleitari er sú skýr-
ing sem kemur fram í bæklingi
Hanoi-stjórnarinnar, „þeir sem
fara“, að það sé að vísu um skipu-
lagðar flóttamannaferðir að ræða,
en þær séu verk gagnbyltingarafla
sem Bandaríkjamenn hafi komið á
fót í Víetnam. Trúir því nokkur í
raun og veru, að í alræðisríki sé
hægt að skipuleggja miðasölu og
flutninga 50.000 manna á mánuði
ásamt brottfararstöðum og öflun
bátakosts án þess að stjórnvöld verði
þess vör? Eða trúa menn því ef fólki
væru boðnir nokkrir valkostir að
600.000 manns á ári kysu að flýja
landið í farkostum sem lýst hefur
verið sem fljótandi líkkistum.
Álíka sannfærandi eru röksemdir
Hanoi um að Hoa-fólkið sé ætíð
hugsanleg fimmta herdeild Kína í
Víetnam. hvað sem einstaka undan-
tekningum líður verður að líta til
þess að Hoa-fólkið hefur lifað marga
mannsaldra í Víetnam. Það heldur
áfram að vera aðgreindur hópur, en
hefur verndað sig með því að vera
ópólitískt og að samkenna sig ekki
með t.d. Saigon-stjórninni fyrrver-
andi sem notaði það lítið í hernað-
arskyni, jafnvel þegar stríðið í
Víetnam náði hámarki. það virðist
því ólíklegt að það bryti þetta
hlutleysi nú, nema annað kæmi til.
Víetnam: Vandræða-
barn Marxískrar
hugmyndafræði
Reyndar hafa þessar fálmkenndu
tilraunir Hanoi-stjórnarinnar til að
réttlæta þau hryllingsverk, sem hún
nú fremur í Indókína, rennt stoðum
undir þann grun minn, að Víetnam
sé sífellt að verða meira vandræðab-
arn marxískrar hugmyndafræði.
Þessi grunur læddist fyrst að mér
þegar ég álpaðist inn á baráttufund í
Félagsstofnun stúdenta á síðasta
vetri. Fylkingin var þar veizlustjóri
ef ég man rétt (en minnið getur hafa
svikiö mig I þessum efnum, þar sem
fyrir mér eru allir þessir öfgahópar
hver öðrum keimlíkir) og tilefni
fundarins var að samþykkja stuðn-
ingsyfirlýsingu við alþýðu Vétnams í
baráttu hennar við Kínverska al-
þýðulýðveldið og ósvífna útþenslu-
stefnu þess, sem nú hefði náð
hámarki með innrás Kínverja inn í
Vétnam.
Þegar sýndar eru myndir í kvik-
myndahúsum borgarinnar, sem ekki
eru við hæfi annarra en harðgerðra
manna, þá er gjarnan tekið fram, að
svo sé. Þessi ávani er til eftirbreytni,
ekki síst marxistum, þegar þeir
stefna saman hinum ýmsu öfgasöfn-
uðum sínum til slíkra funda. Því sá
harmleikur sem átti sér stað á
þessum fundi, var slíkur, að full
ástæða er til að vara allt taugaveikl-
að fólk við að álpast inn á slíka fundi
í framtíðinni.
Einn af öðrum ráfuðu fulltrúar
hinna ýmsu öfgahópa í pontu, Mao-
istar, fylkingabörn, Artskyistar, len-
inistar ásamt slæðingi af ringluðum
alþýðubandalagsmönnum og þuldu
yfir fundinum trúarjátningar sínar
af miklum hugsjónamóði. En eftir
því, sem fleiri jatningar hrönnuðust
upp á fundinum fór mönnum að
verða Ijóst, að upp var kominn
alvarlegur ágreiningur um hina
„díalektísku, sagnfræðilegu“ túlkun
á þeim atburðum, sem þá áttu sér
stað í Indókína. Við þessa uppgötvun
varð öngþveiti á fundinum. Skelfing-
in var slík, að menn þustu upp í
pontu og fóru að bera fram varnir
fyrir sjálfan sósíalismann, að menn
mættu ekki bila í trúnni á sósíal-
ismann þótt þetta hörmulega slys
hefði átt sér stað milli alþýðulýð-
veldanna tveggja, að innbyrðis stríð
sósialistaríkjanna þyrfti ekki að
þýða að menn yrðu að standa
sameinaðir í baráttunni við auð-
valdsöflin. Hver kafrjóður öfgasinn-
inn af öðrum kom upp í pontu og
vitnaði og rækti þannig skyldu sína
við hina sósíalistísku hugsjón. Ring-
ulreiðin og angistin var slík að
viðkvæmir menn hefðu tárast yfir
þeim ósköpum sem þarna áttu sér
stað og sjálfur átti ég fullt í fangi
með að hafa hemil á tregablandinni
samúð minni. Loks var svo komið, að
ég gat ekki lengur afborið að horfa á
þessa harmþrungnu niðurlægingu
mannlegrar skynsmei og hvarf ég
því af fundinum. En lesendum þess-
arar greinar er eflaust kunnugt úr
fjölmiðlum að endalok þessa fundar
urðu þau, að vígreifir stuðnings-
menn víetnamskrar alþýðu fóru
blysför að Kínverska sendiráðinu og
vörpuðu þangað kyndlum sínum,
eflaust til að ylja kínverskum árás-
arseggjum undir uggum.
Af þessu má ljóst vera, að ósenni-
legt er að íslenzkir marxistar verði
hugmyndaríkari en stjórnvöld í
Víetnam í þeirri viðleitni að réttlata
þá glæpi gegn mannkyninu, sem nú
er verið að fremja í Indókína.
Valdadraumar Hanoi
En hvað vakir þá fyrir Hanoi-
stjórninni þegar hún grípur til
þessara aðgerða nú. Ræturnar að
þessum aðgerðum er að finna í
innanríkisstefnunni, sem byggist
bæði á ósveigjanlegum alræðishug-
myndum og djúpstæðri úlfúð í garð
Kínverja. Sú staðreynd að ein og
hálf milljón Hoa-fólks í Vétnam —
4/5 hluti þess frá Suður Víetnam —
hafi haft þýðingarmiklu hlutverki að
gegn í efnahagslífinu þýðir ekki að
það hafi orðið alvarlegur tálmi í leið
Hanoi til sósíalisma. En þegar Han-
oi-stjórnin hafði þrengt kosti lands-
manna vegna efnahagsörðugleika
sem leiddu af hernaðarbrölti henn-
ar, þurfti hún að finna einhvern til
þess að skella skuldinni á.
Viðleitni til að svipta þennan hóp
viðskiptahlutverki sínu í Vétnam,
snérist í ofsóknir og upprætingar-
herferð, að viðbættum þvingunum,
sem gáfu af sér hundruð milljóna
dala í gulli og öðrum verðmætum.
Samlíkingin við „venjulega" flótta-
menn frá alræðisríkjunum á því ekki
lengur við. Hoa-fólkið sem nú er
rekið frá Víetnam eru ekki eins og
miðstéttin sem Castro fleygði út úr
Kúbu. Þeir eru að öllu leyti orðnir
Gyðingar Indó-Kína.
Hernaðarhagsmunir
En Hanoi-stjórnin hefur ekki að-
eins fjárhagslegan ábata af siðleysi
sínu, heldur fær hún hernaðarlegan
ávinning í kaupbæti. Hún sér sér
nefnilega hag í því að auka á
upplausn og innanríkisvanda þeirra
ríkja sem taka við bátafólkinu og
auka þannig á úlfúð í garð
kínverskra minnihlutahópa í þessum
löndum. Einnig gerir hún sér grein
fyrir því, að þetta elur á sundrung
milli þessara ríkja innbyrðis og milli
þeirra og þeirra landa sem veita
flóttafólkinu endanlegan dvalarstað.
Allt er þetta vatn á myllu þeirra
siðleysisafla, sem nú ráða lögum og
lofum í Víetnam.
Þessi vandamál eru ekki minni —
eins og stjórnvöldum í Hanoi er vel
kunnugt — fyrir þær sakir að
valkostirnir við að veita flóttafólk-
inu hæli eru ekki glæsilegir. Flestar
þjóðir vildu sjá Hanoi binda enda á
útflutning fólksins sem endar oft líf
sitt í köldum faðmi Kyrrahafsins en
hættan er sú að fangabúðir og kúgun
verði hlutskipti þessa fólks, fái það
ekki að flýja.
Verður styrjöld í
Indókína
Hanoi-stjórnin blundar nú á leyni-
vopni sínu sem er 600.000 Kínverjar
sem enn haldast við í Víetnam,
ásamt öðru fólki, sem stjórnvöld
telja óæskilegt. Með þeirri hótun að
senda þetta fólk í bátum út úr
landinu í stórum skörum, hyggst
hún ná tveimur markmiðum. Annars
vegar að þvinga Bandaríkin til að
veita sér öfluga efnahagsaðstoð.
Bandaríkjamenn yrðu því að niður-
greiða hernaðarumsvif Víetnama í
Indókína. Hins vegar vill hún nota
þetta sem svipu á Kínverja til þess
að neyða þá til að trufla ekki
hernaðarbrölt sitt.
Það er öllum augljóst, að Kínverj-
ar sýna þess engin merki að þeir
muni sitja auðum höndum meðan
Hanoi gleypir í sig Indókína. Auk
þess má geta sér til, að Bandaríkin
verði ekki áfjáð í að láta undan
fjárkúgun af þeirri grófu tegund,
sem hér er höfð í frammi. Kínverski
risinn mun varla blunda lengi, þar
sem hann er nú þegar að auká
hernaðarútgjöld sín og þess verður
án efa ekki langt að bíða að aftur
skerist í odda í Indókína.
Það mannúðarleysi sem nú við-
gengst í Indókína er ekkert einkamál
þeirra landa, sem hlut eiga að því,
ekki frekar en ofsóknir Þjóðverja
gegn gyðingum. Þetta er visir að
dýpra vandamáli, sem gæti barið að
dyrum lýðræðisríkjanna fyrr en var-
ir eins og gerðist í seinni heimsstyrj-
öldinni. Það skiptir því miklu máli,
að vesturlönd bregðist skjótt við
þessu vandamáli og sameinist ekki
marxistum í samsæri þagnarinnar,
því fyrr en varir verður það um
seinan.