Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1979 Páll V. Daníelsson: Áfengið ryður öðrum eiturefnum braut Það er ekki umdeilt að við búum við mikið og vaxandi áfengisböl og í kjölfar aukinnar áfengisneyslu koma alls konar önnur fíkniefni og sum hver mjög hættuleg. Þetta vitum við. Þó stöndum við frammi fyrir þeim vanda, að fólk vill ekki viðurkenna staðreyndir og horf- ast í augu við það sem gera þarf. Það vill ekki skilja hættuna, sem það er sjálft að skapa með áfengisneyslu sinni. Það telur sig fara vel með vín og vera til fyrirmyndar í þeim efnum. Hinsvegar er það staðreynd að ölvað fólk missir sjálfsgagnrýni og allsgáð sér það ekki eigin ölvun. Ekki komist hjá tjóni Ljóst er að áfengi verður ekki um hönd haft í einu þjóðfélagi án þess að það valdi ýmiskonar tjóni, lögbrotum, ofbeldisverkum sjúkdómum og dauða. Þetta þekkir fólk. Það hefur reynslan um aldir kennt okkur. Það er svo matsatriði, hvort vegna hinna fáu, sem ekki hljóta skaða í einhverri mynd af áfengisneyslu, eigi að taka á sig allt það böl, sem henni fylgir, með því að beita ekki tiltækum hömlum í meðferð áfengis. En það vill fólk ekki gera. Mörgum finnst í lagi að skapa afbrotafólk, vanvit- afólk, sjúkdóma og félagsleg vandamál á fjölmörgum sviðum o.s.frv. til þess að þeir, sem guð hefur gefið þau forréttindi að hafa líkamlegt og andlegt þrek til að neyta áfengis, geti gert það. Og þetta fólk ætlast ávallt til þess að ógæfan hendi ekki í eigin ranni, heldur komi hún við hjá nágrannanum. það sé fremur þangað sem lögreglubíllinn eða sjúkrabíllinn eigi erindi. Skilningsleysi sjórnvalda Og í þessum efnum bregðast stjórnvöld. þau yppta aðeins öxlum. Þetta sé ekki pólitískt mál, að minnsta kosti ekki flokkspólitískt. Og þau hika ekki við að ýta undir áfengisneyslu með því að veita áfengi í gesta- móttökum sínum. En hér er um ávanaefni að ræða og þá getur vaknað sú spurning, hvort slíkar vínveitingar séu sprottnar af gestrisni eða af löngun veitand- ans sjálfs í áfengi. Þá vantar ekki ýmiskonar áróður fyrir áfengi í fjölmiðlum, þrátt fyrir það að auglýsingar á því séu bannaðar. Það er t.d. hrein áfengisauglýsing, þegar verið er að gefa uppskrift af mat að taka það fram hvaða áfengi skuli drekka með. Stjórnvöld virðast svo hliðholl áfenginu að þau horfa í gegnum fingur sér í framkvæmd laga í þessu efni. Þannig er gefið eftir áfengisauð- valdinu í vil og ég veit ekki hvenær orðin aumingjaskapur og spilling eiga við ef ekki í þessu efni, sé á það litið, hve margir þurfa að gjalda þess með hamingju sinni og heilsu og hve mikið fáir hagnast. Bindindissöm kynslóð Ef við lítum til baka til aldamóta og síðari hluta 19. aldar þá einkennist hún af þrótt- mikilli sjálfstæðisbaráttu þjóð- arinnar á öllum sviðum og sókn til bættra lífskjara, aukinnar Páll V. Danielsson. menningar og frelsis. Og alda- mótakynslóðin vann þrekvirki við erfið skilyrði. En henni var ljóst að til þess að ná árangri varð að vísa á bug bölvaldinum Bakkusi. Og það var gert með glæsilegum árangri. Afengi og áfengisböli var nánast útrýmt. En áfengisauðvaldið gafst ekki upp. Það fékk formælendur á ýmsum sviðum þjóðlífsins. Læknabrennivín og viðskipta- samningur um Spánarvín var kjörin leið til þess að koma áfengi á markað á íslandi aftur. Heimabruggun í kjölfar þess og hetjusögur og dýrðarljómi, sem skapaður var í kringum brugg- ara, voru óspart notaðar til þess að valda hugarfarsbreytingu hjá þjóðinni til þess að geta losað enn betur um hömlur í meðferð og neyslu áfengis. Slakað á í 60 ár I stuttu máli hefur það gerst að öll stefnumótun í áfengismál- um í um 60 ár hefur verið í höndum þeirra, sem hafa viljað slaka á hömlum. Allar meiri- háttar breytingar hafa verið í þá átt. Og afleiðingin er geigvæn- leg. Þessi stefna hefur eyðilagt líf og heilsu tugþúsunda Islend- inga. Og ástandið í áfengis- og eiturefnamálum í dag er bein afleiðing þessarar stefnu í áfengismálum og þeir sem fyrir henni hafa staðið fyrr og síðar hljóta að bera ábyrgð þar á. Áfengið býður öðrum eiturefnum heim Og áfram er haldið. Og verði ekki snúið við eigum við eftir að sjá samferðafólk okkar í vaxandi mæli ánetjast áfengisnautninni. Og það sem verra er: Áfengið á eftir í stórum mæli að ryðja brautina fyrir önnur fíkniefni og eiturefni. E.t.v. vill fólk ekki ljá því eyru. En þarf þá ekki að reyna að hugsa rökrétt? Sann- leikurinn er sá, að fólk fer tæpast að neyta eiturefna sér til gamans. Það er því reynt að veikja mótstöðuafl þess. Og áfengið er gott til þess að fá fólk til að gera hluti sem það mundi ekki gera allsgáð. Þetta vita dreifendur eiturefnanna og þess vegna eru það sameiginlegir hagsmunir áfengisauðvaldsins og annarra eiturefnahringa að koma því inn hjá fólki að það sé allt annað og hættuminna að neyta áfengis en ýmissa annarra fíkniefna. Eiturefnahringarnir missa spón úr aski sínum og hafa minni dreifingarmöguleika sé ekki hægt að nota áfengið til að ryðja brautina. Minnumst barnaárs Ég hef ekki heyrt neinn tala um annað en það verði að gera allt sem hægt er til að vinna gegn eiturefnanotkun. Og sann- arlega er hægt að gera mikið í þeim efnum. En öll slík barátta er meira og minna vindmyllu- bardagi ef ekki er af alefli unnið gegn áfengisneyslu með öllum tiltækum ráðum. Fólk getur ekki bæði sleppt og haldið í þessum efnum. Nú er barnaár og fólk þykist vilja gera eitthvað fyrir börnin og tillögur eru um að leggja fjármuni í þetta eða hitt. En margt verður ekki keypt fyrir peninga og þar með ekki ham- ingja barna. Austfirðingar gerðu samþykkt um að gefa börnunum foreldra sína aftur og var það sannarlega viturlega mælt. En er ekki einn stærsti þátturinn í því að gefa börnum foreldrana, að þeir velji á milli barna sinna annars vegar og áfengis og annarra eiturefna hins vegar. Hvað er börnum meira virði en allsgáðir foreldrar? Og hvað er þjóð sem við vandamál á að stríða meira virði en að eiga allsgáða stjórnendur á öllum sviðum þjóðlífsins? Þetta ætti fólk að hugleiða í alvöru þessa viku sem nú er að hefjast. Páll V. Danielsson Nú er gler o ítísku littala býður frábæra línu í glösum, bollum, diskum, skálum o.fl. Komið í nýju GJAFAVÖRUDEILDINA og skoðið nýju gerðirnar með lausu handfangi ætlaöar fyrir heita og kalda drykki. KRISTJfifl SIGGEIRSSOn Hfi LAUGAVEGI 13. REYKJAVÍK, SÍMI 25870 t)rval býöurtippávikudvölí NEWYOFK NEWYOFK býóuruppáallt! Það er varla til sá hlutur sem þú finnur ekki í New York. Hljómleikar, leik- hús, söfn, götulíf, kaffihús o.fl. o.fl. — allt eins og best gerist. Og þú veröur ekki í vandræðum með að finna hlutina — fararstjórinn sér um þaö. Brottför: 26 okt. (Heimkoma að morgni 3.11.) 10. nóv. (Heimkoma aö morgni 18.11.) 24 nóv. (Heimkoma að morgni 2.12.) Gist veröur á TAFT HOTEL, 51stSTR 7thAVENUE. Taft Hote! er mjög vel staðsett, rétt við RADIO CITY og ROCKEFELLER CENTER. öll herbergi eru með baði og sjónvarpi. Verðið er aðeins kr: 234.000.—. Innifalið í verði er flugfargjald, gisting í 7 nætur, flutningur til og frá flugvelli og fararstjórn. ATH: Brottfararskattur kr: 6.700.— er ekki innifalinn í verði. Við bjóðum þér upp á vikudvöl í NEW YORK, NEW YORK býður þér upp á allt. . . FERÐASKRfFSTOFAN URVAL VID AUSTURVÖLL SÍMI26900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.