Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1979
7
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
21. Þáttur
Gaman þykir mér að því
hversu margir sýna málefni
þessa þáttar áhuga, bæði í töl-
uðu máli og rituðu. Til marks um
ágengni staglstílsins („Fróðár-
selsins") var mér greint frá
fyrirsögn í blaði, þar sem sagði
að batahorfur færu batnandi, og
er þá skörin sannlega farin að
færast upp í bekkinn. En megin-
efni þáttarins í þetta sinn er tvö
lesendabréf. Hið fyrra skrifar
Gísli B. Kristjánsson í Mos-
fellssveit:
„Nafni sæli.
Eg les um íslenskt mál og
hlusta eins og tími vinnst, þegar
fræðimenn fjalla um það á einn
eða annan veg.
í dag las ég í Mogganum
„Islenskt mál“ þar sem frá þinni
hendi er rætt um rejsekonsulent
— travel agent — sem ekki
virðist hafa fengið íslenskt
starfsheiti. Reyndar er furða að
ekki skuli vera til í íslensku
meiri orðaforði en raun ber vitni
á sviði farandmennsku í nútíma
þjóðfélagi. En ef til vill á það
víðar við.
En svo er það íslenska orðið.
Við höfum um áraraðir notað
orðið farþegi. Hví ekki að gefa
leiðbeinandanum heitið fartogi?
Við notum heitið leiðtogi og það
er í góðu gildi, þegar um ræðir
þann, sem á einn eða annan hátt
fer fyrir öðrum í einhverjum
efnum. Mér virðist að hér sé
hliðstæða, eða er ekki svo?
Fartoginn skipuleggur för
farþeganna og annast förina eða
ferðirnar svo sem við þykir
eiga.“
Bestu þakkir færi ég nafna
mínum fyrir þetta bréf. Mér
líkar uppástunga hans vel, og
bæta má við orðinu hertogi. Til
öryggis hringdi ég í góðan ráð-
gjafa, Kolbein Sigurbjörnsson,
starfsmann Flugleiða á Akur-
eyri. Hann er rejsekonsulent, en
hann sagði mér, og ég held hann
hafi talað í alvöru, að hann
ætlaði að titla sig með orðinu
íartogi í næstu prentun síma-
skrárinnar.
Annar lesandi, sem lætur nafn
sitt „liggja milli hluta", óskar
þess að koma „eftirfarandi á
framfæri":
„1) Segja má að orðið „tæknir"
hafi þegar fest rætur í ísl. máli,
sbr. meinatæknir o.fl. Því datt
mér í hug að nefna aðstoðar-
stúlkur hjá tannlæknum: lækna-
tæknir, sem gilti fyrir stúlkur
hjá læknum almennt, eða tann-
læknatæknir.
(Til gamans mætti kannski
kalla þessar stúlkur læknastóla
dúfurnar, sbr. Svölurnar,
skammstafað LSD)
2) Piltur eða stúlka, sem
vinnur á ferðaskrifstofu, fái
starfsheitið ferðakynnir."
Þó að mér þyki uppástungur
þessa nafnleysingja ekki árenni-
legar læt ég bréfið koma hér
fram og vona að fleiri láti
skoðun sína og smekk í ljósi.
Vel smíðuð nýyrði eru mikils
virði og fljót að fá festu í málinu.
Sum eru þess eðlis að okkur
þykir sem þau hljóti að hafa
fylgt tungunni frá árdögum
íslenskrar byggðar. Hverjir
skyldu ekki getað trúað því að
orð eins og samúð og andúð séu
ævaforn, eins og til dæmis úlfúð,
léttúð, illúð og munúð. En góðar
heimildir eru fyrir því að dr.
Björn Bjarnason frá Viðfirði
hafi búið til orðin samúð (einnig
höfundur orðsins tækni), en Sig-
urður Guðmundsson skólameist-
ari orðið andúð. Hann smíðaði
einnig orðið kraftúð, sem ekki
hefur fengið festu, um ofbeldis-
dýrkun eða valdbeitingarhyggju.
Mér koma þá í hug fleiri
frábær orð sem Sigurður skóla-
meistari gerði, svo sem miðstöð,
róttækur, brautskrá í staðinn
fyrir að útskrifa, og hugerni
fyrir danska orðið mentalitet (e.
mentality) og er þá aðeins fátt
talið af nýyrðum hans. Hann
átti einnig góðan hlut að því að
festa hið ágæta orð blak við
þann leik sem áður var nefndur
vollí (á ensku volley ball).
Furða er hvað smekkleysan
getur haldist og hve auðveld
lausnin sýnist vera, þegar hún er
fundin. Lengi vel töluðu menn
um að kaupa standandi billetti í
samkomuhúsi eða á íþróttavelli,
eða þangað til Hallbjörn Hall-
dórsson ritstjóri sýndi mönnum
fram á að jafn eðlilegt væri að
tala um stæði sem sæti í þessu
sambandi.
Billetti er gamalt tökuorð, á
síðari árum einkum haft um
aðgöngumiða. En gerðin bílæti
er einnig til og var höfð í eldra
máli í merkingunni mynd (sbr.
þýska Bild).
I Aldasöng Bjarna Borgfirð-
ingaskálds segir m.a.:
Allt skrif og ornament
er nú rifið og brennt,
bílæti Kristí brotin,
blöð og líkneski rotin.
Von er að nútímamenn skilji
þetta ekki á stundinni, en
maður, sem las þennan texta og
var spurður hvað bílæti merkti,
hugsaði sig vandlega um, en
sagði síðan, og andlit hans ljóm-
aði af skilningsgleði: „Bíl-æti, jú
það skil ég, auðvitað er það
bensín."
GM-Vetrarþjónusta
CHEVROLET BUICK VAUXHALL OPEL
1. Mótorþvottur
2. Rafgeymasambönd hreinsuð
3. Mæling á rafgeymi og hleðslu
4. Skipt um loftsíu
5. Skipt um platínur
6. Skipt um kerti
7. Viftureim athuguð
8. Kúpling stillt
9. Kælikerfi þrýstiprófað
10. Skipt um bensínsíu í blöndungi
11. Frostþol mælt
12. Mótorstilling
13. Öll Ijós yfirfarin og aðalljós stillt
14. Hemlar reyndir
15. Stýrisbúnaður skoðaður
16. Rúðuþurrkur og sprauta athuguð
Verð: 4 strokka vél kr. 30.522.—
6 strokka vél kr. 37.868.—
8 strokka vél kr. 47.009.—
Gildir 1/10—1/12 79
Efni, sem innifalið er í verði:
Kerti, platínur, frostvari, bensínsía og loftsía
SAMBANDIÐ VÉLADEILD
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
HÖFÐABAKKA 9. Simar: Verkst.: 85539
Notið tækifæriö og gerið góð matarkaup.
Næsta vika er síðasta vika slátursölunnar.
Opið frá 9 til 12 og kl. 13 til 18.
Á laugardögum frá kl. 9 til 12.
Lokaö mánudaga.
Sláturfélag Suðurlands,
Skúlagötu 20, sími 25355.
FRÆÐS E M
Rekstrarbókhald
og
veröákvaröanir
Stjórnunarfélag íslands efnir
til námskeiðs um Rekstrar-
bókhald og verðákvarðanir í
fyrirlestrasal félagsins að
Síðumúla 23 dagana 26., 29. og
30. október kl. 13:30—18:30
hvern dag, samtals 16 klst.
Fjallað verður um markmið fyrirtækja,
skipulagningu og notkun bókhalds sem
stjórntækis og viö mat á afrakstri
afuröa eða afkomu einstakra deilda.
Kynntar verða ýmsar aöferöir viö verö-
lagningu á afurðum fyrirtækja.
Skráning þátttakenda og nánari upp-
lýsingar á skrifstofu Stjórnunarfélags'-
ins, sími 82930.
Þóröur Hilmarsson
cand. merc.
Ðrynjar Haraldsson
tæknifræöingur.
SLANDS
Síðumúla 23 — Sími 82930
Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum:
VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI
RÍKISSJÓÐS:
21. október 1979
Innlausnarverð
Kaupgengi
pr. kr. 100.-
1968 1. flokkur
1968 2. flokkur
1969 1. flokkur
1970 1. flokkur
1970 2. flokkur
1971 1. flokkur
1972 1. flokkur
1972 2. flokkur
1973 1. flokkur A
1973 2. flokkur
1974 1. flokkur
1975 1. flokkur
1975 2. flokkur
1976 1. flokkur
1976 2. flokkur
1977 1. flokkur
1977 2. flokkur
1978 1. flokkur
1978 2. flokkur
1979 1. flokkur
4.197.14
3.947.05
2.931.09
2.685.55
1.933.49
1.807.55
1.576,03
1.348,41
1.017.61
937.36
645,57
527.73
402.81
382.18
310.35
288.24
241.41
196.38
155.28
131.32
Seðlabankans Yfir-
m.v. 1 árs tímabil frá: gengi
25/1 ’79 2.855.21 47.0%
25/2 '79 2.700.42 46,2%
20/2 '79 2.006.26 46,1%
15/9 '79 2.284.80 17,5%
5/2 '79 1,331.38 45,2%
15/9 '79 1.539.05 17,4%
25/1 '79 1.087.25 45,0%
15/9 '79 1,148.11 17,4%
15/9 '79 866.82 17,4%
25/1 '79 650.72 44,0%
15/9 '79 550.84 17,2%
VEÐSKULDABREF:*
1 ár Nafnvextir: 32%
2 ár Nafnvextir: 32%
3 ár Nafnvextir: 32%
4 ár Nafnvextir: 32%
5 ár Nafnvextir: 32%
*) Miðað er við auðseljanlega fasteign
Tökum ennfremur í umboössölu veöskuldabréf til 1—3 ára með 12—32%
nafnvöxtum.
Kaupgengi
pr. kr. 100
80
71
63
59
54
NYTT UTBOÐ VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS:
2. flokkur 1979. Sala og afgreiðsla pantana er hafin.
náRPCCTIIKiARrtMO ÍiUUUM Hfc
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
LÆKJARGÖTU 12 R. (Iðnaðarbankahúsinu).
Sími 2 05 80. Opiö alla virka daga frá kl. 9.30—16.