Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1979 SVR: Ráðstafanir til leigu á langferðabílum „VIÐ höfum merkt örlitla far- þegaaukningu, en þó mun minni en við áttum von á,“ sagði Eiríkur Ásgeirsson, for- stjóri SVR, er Mbl. spurði hann í gær, hvort farþegum strætis- vagna hefði fjölgað í kjölfar aukins áróðurs fyrir notkun almenningsvagna. „Hins vegar er það mín skoðun,“ sagði Eiríkur, „að það komi kippur i farþegafjöldann um leið og veður og færð gefa tilefni til að leggja einkabilum.“ Mbl. spurði Eirík þá, hvort SVR hefði vagnakost til að mæta auknum farþegafjölda og sagði hann, að búið væri að gera ráðstafanir til að taka langferða- bíla á leigu, ef vagnakostur SVR hrykki ekki til á mestu annatím- um eins og á morgnana. © INNLENT Leiðrétting SÚ VILLA slæddist inn í kynn- ingu á frambjóðendum í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík í Morgunblaðinu í gær, að einn frambjóðendanna, Haraldur Blöndal, er sagður hæstaréttar- lögmaður. Það er ekki rétt, hið rétta er að Haraldur Blöndal er héraðsdómslögmaður. Biðst Morgunblaðið velvirð- ingar á þessum mistökum. Teflir Hauk- ur á Reykja- víkurmótinu INGVAR Ásmundsson ís- landsmeistari í skák hefur fyrir nokkru afþakkað boð um að taka þátt í Reykja- víkurskákmótinu í byrjun næsta árs. Hauki Angantýs- syni hefur í staðinn verið boðið að taka þátt í mótinu til að fylla tölu þeirra 6 íslenzku skákmanna, sem áætlað er að tefli. Hauk vantar aðeins þriðja og síðasta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli í skák og hefur um árabil verið einn af okkar sterkustu skákmönnum. (Ljónm. Einar). Pæklað af krafti. Bjössi í saltinu i góðum félagsskap Guðnýjar og Möggu, í baksýn tunnugeymsla Stemmu á Höfn i Hornafirði. * Kjaramálarádstefna ASI: 40 manna nefnd mótar kröfurnar Tveir alþjóðlegir meistarar í sveit Hamrahlíðarskólans NORÐURLANDAMÓT skák- sveita framhaldsskóla verður að þessu sinni haldið i Stokkhólmi dagana 22.-25. nóvember. Skák- sveit Hamrahlíðarskóla stefnir að þáttöku i mótinu ef nauðsyn- legur fjárstuðningur fæst frá opinberum aðilum. Verður að telja að Hamrahlíð- arsveitin eigi góða sigurmöguleika í mótinu með 2 alþjóðlega skák- meistara í sínum röðum, þá Mar- geir Pétursson og Jón L. Arnason, en auk þeirra skipa Róbert Harð- arson og Þorsteinn Þorsteinsson sveitina. Hamrahlíðarsveitin er núverandi íslandsmeistari og varð Norðurlandameistari árin 1976 og 1977, en tók ekki þátt í NM í fyrra. „ÞAÐ VAR sett niður um 40 manna nefnd, sem á að móta kröfurnar og leggja þær síðan fyrir aðra kjara- málaráðstefnu, sem haldin verður um svipað leyti og sambandsstjórn- arfundur A.S.Í., en hann verður um miðjan næsta mánuð,“ sagði Hauk- ur Már Haraldsson blaðafulltrúi Alþýðusambands íslands, er Mbl. ræddi við hann í gær um kjaramála- ráðstefnu ASÍ, sem haldin var á föstudag. Haukur Már sagði, að kjaramála- ráðstefnuna hefðu setið um 100 fulltrúar landssambanda innan ASÍ og félaga með beina aðild. Ráðstefn- an samþykkti eftirfarandi ályktun: „Á þessu ári hefur kaupmáttur fallið þrátt fyrir þá 3% grunnkaups- hækkun sem samið var um þann 25. júní sl. og stafar það af þeim vísitöluskerðingum, sen lögfestar voru á síðastliðnum vetri. Verðbólg- an hefur magnast mjög á undan- förnum mánuðum og veruleg kaup- máttarskerðing er fyrirsjáanleg ef verkalýðssamtökin beita ekki sam- takamætti sínum. Nýafstaðið þing- rof, og það bráðabirgðaástand, sem kemur til með að ríkja fram yfir næstu alþingiskosningar eykur á óvissuna. Um næstkomandi áramót eru kaup- og kjarasamningar all- flestra verkalýðsfélaga innan ASÍ uppsegjanlegir. Verkalýðssamtökin verða að vera við öllu búin og uppsögn kaup- og kjarasamninga frá og með næstu áramótum er því óhjákvæmilegt fyrsta skref til varn- ar og sóknar fyrir því að samtökin nái fram kaupmætti þeim, sem um var samið með sólstöðusamningun- um í júní 1977. Verkalýðssamtökin ítreka enn einu sinni að krónutöluhækkanir kaups eru ekki markmið í sjálfu sér heldur kaupmátturinn. Það er launafólki brýnt hagsmunamál að úr verðbólgunni dragi. Kjaramála- ráðstefnan leggur áherslu á að í verðbólguþjóðfélagi eru traust kaup- máttaraukning og atvinnuöryggi Markús Öm Antonsson: Út í hött að Ríkisútvarp efni til skoðanakönnunar meðan um þær leikur andrúmsloft móðursýkiskasta og yfirlýsinga um pólitískan óþverraskap Morgunblaðið sneri sér í gær til Markúsar Arnar Antonssonar, sem sat útvarpsráðsfund þann, sem tók ákvörðun um að skoðanakönnun skyldi ekki framkvæmd á fylgi flokkanna fyrir næstu kosningar og leitaði umsagnar hans um þessa niðurstöðu. Markús Örn sagði: „Almennar skoðanakannanir á fylgi íslenzku stjórnmálaflokk- anna eru tiltölulega nýtt fyrir- bæri en eiga það þó sameiginlegt að hafa valdið talsverðum úlfa- þyt vegna þess að framkvæmdin og niðurstöður hafa verið taldar orka tvímælis og ekki þótt nógu fagmannlega að verkinu staðið. það eru jú fyrst og fremst síðdegisblöðin, sem staðið hafa fyrir þessum könnunum á fylgi flokkanna. Hefur í þeim verið unnið eftir formúlum, sem fengnar hafa verið beint eða óbeint frá félagsvísindadeild Háskólans, þeirri sömu stofnun og nú vill gera könnun í nafni sjónvarpsins. Þó að niðurstöður af þessum könnunum hafi verið í sumum tilfellum nokkuð nærri lagi, hafa þær engu að síður kallað fram háværa gagnrýni og kröfur um að fastmótaðar reglur um fram- kvæmd skoðanakannana yrðu settar. Hafa menn þá gjarnan haft í huga, að þær yrðu fram- kvæmdar á vegum viðurkenndra, hlutlausra og sérhæfðra stofn- ana, sem menn bæru fullt traust til og enginn vafi léki á um vönduð vinnubrögð. Það bendir ekkert til þess að við séum neitt nær þessu marki en við vorum þegar síðustu skoðanakannanir leiddu til meiri- háttar móðursýkiskasta og stóryrtra yfirlýsinga um að allt væri þetta ein heljarmikil blekk- ing og gegnummenguð af ein- hverjum pólitískum óþverra- skap. Meðan þess háttar andrúms- loft leikur um skoðanakannanir á íslandi tel ég það út í hött að Ríkisútvarpið sem hlutlaus menningar- og upplýsingastofn- un fari að leggja nafn sitt við framkvæmd könnunar á fylgi flokkanna fyrir næstu alþingis- kosningar, sem verða eftir rúm- an mánuð. Undirbúningstími yrði mjög naumur nú og það er heillavænlegra að fara að þess- Markús örn Antonsson um hlutum með gát og gefa sér betri tíma til umræðna um framkvæmdina og til undirbún- ings. Það gerir þessi könnunar- áform sjónvarpsmanna heldur ekki trúverðugri í augum al- mennings, að sá, sem halda átti utan úm hina faglegu hlið mál- anna er Haraldur Ólafsson, sem upplýst var á fundi útvarpsráðs, að væri meðal væntanlegra prófkjörsframbjóðenda Fram- sóknarflokksins í Reykjavík. Á þessum sama fundi útvarps- ráðs var upplýst, að halli á rekstri Ríkisútvarpsins yrði um 80 milljónir króna á þessu ári. Fjármálastjóri stofnunarinnar taldi að skoðanakönnun af þessu tagi myndi kosta á bilinu 3—5 milljónir. Ef menn telja að þeir peningar séu á annað borð til í þessum galtóma kassa, teldi ég þeim betur varið til að gefa sjónvarpinu kost á að sýna af sér meiri snerpu en verið hefur við undanfarandi kosningar í al- mennri kynningu á stefnumálum flokkanna og kosningarundir- búningi almennt. Þetta þraut- leiðinlega flokkakynningarform, sem sjónvarpið hefur engu viljað kosta til á liðnum árum, hefur gengið sér til húðar og algjörra endurbóta er þörf í þeim efnum. Væri vel, ef sjónvarpið ætti fyrir vítamínum til að geta á þann hátt stuðlað að heilbrigðri skoð- anamyndun meðal kjósenda fyrir þessar kosningar." forgangskröfur sem verkalýðshreyf- ingin mun fylgja fram af fullri hörku. Stefna verður að því að allt launafólk sitji við sama borð að því er varðar félagsleg og kjaraleg réttindi. Stórir hópar utan ASÍ njóta í þessu efni hvers konar forréttinda. Lagasetning Alþingis sl. vor, fyrir frumkvæði Alþýðusambandsins, var í þessum efnum myndarlegt spor í rétta átt, en áfram verður að halda á þeirri braut. í því sambandi verður þó sérstaklega að minna á að enn hafa ekki verið lögð fram frumvörp vegna réttinda sjómanna og gera verður kröfu til þess að úr verði bætt hið bráðasta. Umbætur verður að knýja fram. Verður það bæði að gerast með lagasetningu og samn- ingum. Lagafrumvörp eru ýmist tilbúin eða í smíðum varðandi ýmis veigamikil atriði sem verkalýðs- hreyfingin hefur áður samið um svo sem aðbúnað, hollustuhætti og ör- yggi á vinnustöðum, húsnæðismál, eftirlaun til aldraðra og samræmt verðtryggt lífeyriskerfi. Betri samn- ingsákvæði verður að fá fram t.d. varðandi fæðingarorlof, orlof mið- aldra fólks og eldra og afnám yfirvinnu í áföngum. Knýja verður fram aukin félagsleg réttindi með lagasetningu m.a. með breytingum á lögum um atvinnuleysistryggingar. Kjaramálaráðstefnan telur ekki koma til mála að gildandi laga- ákvæði um aukna skerðingu lægstu launa verði látin koma til fram- kvæmda, en að óbreyttum lögum er stefnt að því að lágtekjufólk fái 2% minni hækkun en þeir hærra laun- uðu. Ráðstefnan krefst þess að þessi skerðingarákvæði laganna verði af- numin. Ráðstefnan samþykkir að haga allri kröfu- og samningsgerð þannig, að höfuðáhersla verði lögð á hækkun lægstu launa. Kjaramálaráðstefnan skorar á að- ildarsamtök Alþýðusambandsins að segja upp kaup- og kjarasamningum sínum fyrir 1. desember n.k., þannig að þeir verði lausir um næstu áramót. Jafnframt hvetur ráðstefn- an öll aðildarsamtök ASÍ til að sýna samstöðu og ganga sameiginlega til samningsgerðar um sameiginlegar kröfur." Bíómynd með Brunaliðinu HAFNAR eru sýningar á nýrri níu mínútna langri kvikmynd með hljómsveitinni Brunaliðinu í þremur kvikmyndahúsum í Reykjavík og auk þess Keflavik og Akureyri. í tilkynningu frá Hljómplötuút- gáfunni segir að hér sé um fyrstu íslenzku kvikmyndina að ræða, sem gerð sé með segultón. I myndinni flytur Brunaliðið lögin „Stend með Þér“ og „Eina nótt". Kvikmyndina gerði Gísli Gestsson kvikmyndagerðarmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.