Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1979
Minntá
Elytis
Bðkmenntlr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
Sænska akademían hefur nú eins
og stundum áður veitt bókmennta-
verðlaun Nóbels skáldi sem ekki er
mikið þekkt utan heimalandsins.
Nafn þess skálds er Odysseus
Elytis. Það fæddist á Krít fyrir 68
árum.
Landi Elytis, Gíorgos Seferis,
sem fékk Nóbelsverðlaun 1963 var
mun kunnari þegar hann fékk
verðlaunin, en þó einkum í ensku-
mælandi löndum. Sáralítið er til
þýtt eftir Elytis nema á ensku, en
þeir sem fylgjast með samtíma
ljóðlist haf þó oftar en einu sinni
rekist á Ijóð eftir hann í safnritum.
Sigurður A. Magnússon sem á
sínum tíma þýddy Goðsögu Seferis
og gaf einnig út þýðingasafnið
Naktir stóðum við (5 grísk nútíma-
skáld) hefur ekki þýtt neitt eftir
Elytis svo mér sé kunnugt. Hann
getur hans í vísu í inngangi Naktir
stóðum við: „Odýsseas Elýtis (f.
1911) orti undir áhrifum frá Rimb-
aud, Eluard, Jouve, Ungaretti,
Lorca og Majakovskí og samsamaði
þessi áhrif ferskri tilfinningu fyrir
grískri sögu, þjóðtrú og landslagi."
Manni skilst á Sigurði að hann telji
Elytis fulltrúa inhverfs skáldskap-
ar sem þróaðist samhliða félagsleg-
um straumum í grískri ljóðlist.
Sigurður leggur bók sinni höfuð-
áherslu á hina félagslegu hlið með
kynningu skáldanna Nikos Gatsos,
Jannis Ritsos, Kostis Papakongos
og Kostas Kindynis. Seferis fær þó
að fljóta með þrátt fyrir að hann
orti um „hverfleik tímans og fram-
andleik skáldsins gagnvart samtíð
og föðurlandi".
Eins og víða hafði súrrealisminn
franski sín áhrif á grísk skáld.
Odysseus Elytis heillaðist snemma
af þessari bókmennta- og lífsstefnu
sem dýrkaði hinar óræðu kenndir
og undirvitund mannsins og boðaði
frelsi undan oki vanans. Ljóð hans
eru myndræn og hljómmikil,
streyma fram líkt og voldugt fljót
sem allt hrifsar með sér. Síðar
meir urðu þau hnitmiðaðri og
einfaldari og skáldið leitaðist við
að skírskota til sögu og menningar
Grikklands. Þótt Elytis sé ekki
baráttu- og ádeiluskáld vitna ljóð
hans um frelsiskennd og ríka
tilfinningu fyrir húmanískum erfð-
um í bókmenntum. Hann er skáld
vonar og ástar þótt segja megi að
sum ljóða hans séu í anda bölmóðs
og einmanakenndar eins og verk
margra höfuðskálda aldarinnar.
Vopn Elytis er orðið og kannski má
minna á þá hreinsun hugans sem
verk grísku harmleikaskáldanna
eru svo mótuð af.
Kunnasta verk Elytis er ljóða-
bálkurinn To axion esti (það sé
þess verðugt), sem hann hóf að
semja 1948 og lauk 1959. Mikis
Theodorakis sem samdi tónlist bið
verkið hefur kallað það „Biblíu
grísku þjóðarinnar", enda skipaði
það skáldinu í röð klassískra höf-
unda. Á ensku kom To axion esti út
árið 1974. Margir telja það meðal
helstu skáldverka aldarinnar. Á
sérkennilegan hátt mætast í verk-
inu biblíuleg tákn, býsönsk áhrif og
ljóðastíll í anda módernisma. Ef-
laust hefur Theodorakis átt sinn
þátt í að gefa almenningi hlutdeild
í því. Elytis hefur bent á að hann
líti á ljóðlistina sem rödd þess
óflekkaða, sakleysins; ljóðið freisti
þess að skapa heim sem skáldið sé
sátt við. Hann getur tekið undir
Odysseus Elytis
með mörgum skáldum sem gera sér
grein fyrir því að ljóðið verður að
segja satt í heimi lyginnar, samfé-
lögum sem mörg byggja tilveru
sína á fláttskap.
Höf, strendur og eyjar Grikk-
lands eru þau yrkisefni Elytis sem
hann hverfur sífellt til. Hann er í
senn skáld náttúrunnar og þeirra
innri afla sem í manninum búa.
Bestu ljóð hans eru í anda grískrar
listar: fáguð og stórbrotin, leita
jafnvægis í sundurtættum heimi.
Einnig má minna á Ijóð Elytis úr
heimsstyrjöldinni, en um reynslu
sína sem hermaður hefur hann ort
eftirminnilegan ljóðaflokk. Elytis
var meðal þeirra Grikkja sem þátt
tóku í andspyrnunni gegn innrás
fasista i Albaníu 1940.
Segja má að ljóð Elytis vitni um
það hvernig skáld sem á djúpar
rætur í menningarlegu umhverfi
lands síns og er umfram allt
upprunalegt tekur mið af því nýja
og byltingarkennda í samtíð sinni
og nýtir það á heillavænlegan hátt.
Hinn nútímalegi tjáningarmáti El-
ytis er orðinn hluti af menningar-
hefð aldarinnar og kallar á nýjar
leiðir í heimi ljóðsins.
Aftur á móti verður að segja það
að ljóð Elytis búa ekki yfir sama
léttleik og beinu skírskotun til
samtíðarinnar og verk landa hans
Jannis Ritsos (f.1909) til dæmis.
Ritsos er alþýðlegra skáld, en
Elytis á sinn hátt lærður eins og
voru þeir T. S. Eliot og Ezra Pound.
Maður í óvissum heimi
Norski rithöfundurinn Johan
Borgen er látinn 77 ára að aldri.
Skáldsögur hans, smásögur og
leikrit eru meðal þess eftirtektar-
verðasta í norskum bókmenntum
eftir stríð. Því skal ekki heldur
gleymt að hann var snjall grein-
arhöfundur, bókmenntagagnrýni
hans hafði til dæmis mikið gildi,
ekki síst vegna þess hve menning-
arleg hún var og hófsöm. Johan
Borgen lagði áherslu á að skýra,
ekki fellda dóma. Einkum var
hann vel að sér í dönskum bók-
menntum og fylgdist af áhuga
með þeim. Ég las að jafnaði
gagnrýni hans í Dagbladet.
Það var einmitt fyrir ádeilu-
greinar sínar í því blaði sem hann
vakti í fyrstu athygli á sér. Á
árunum 1930—41 skrifaði hann
undir nafninu Mumle Gásegg og
þótti oft harður í horn að taka.
Gestapo handtók hann 1941, en
1943 tókst honum að flýja til
Svíþjóðar. Um fangelsisvist sína
skrifaði hann bókina Dager pá
Grini (1945).
Fyrstu bækur Johans Borgen
voru fullar af samfélagsgagnrýni
og í anda róttækni. Smásagnasafn
hans Mot mörket (1925) vakti
góðar vonir um höfundinn. Fyrsta
skálsaga hans Nár alt kommer til
alt (1934) er óvægin ádrepa á
borgaralega lifnaðarhætti og
sama má segja um leikrit eins og
Andersens (1940). Um meiri efa-
Bókmenntlr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
Johan Borgen.
semdir vitnar leikritið Mens vi
venter (1938).
Með þremur stórum skáldsögum
afsjötta áratugnum varð Johan
Borgen einn þeirra höfunda í
Noregi sem enginn komst hjá að
taka afstöðu til. Þessar skáldsögur
eru Lillelord' (1955), De mörke
kilder (1956) og Vi har ham ná
(1957). í þeim er fjallað um efni
sem er einkennandi fyrir Borgen:
Hvernig finnur maður sjálfan sig?
Hvar á maður að standa í óvissum
heimi? Áður hafði Borgen velt
sömu vandamálum fyrir sér í
smásagnasöfnunum Hvetebröds-
dager (1948) og Noveller om kjær-
lighet (1952). Hugmyndafræðileg
vonbrigði fara að gera vart við sig.
Margir hafa bent á að Johan
Borgen sé fyrst og fremst meistari
smásögunnar. Nye noveller (1965)
er meðal helstu smásagnasafna
hans. Því er skip í fimm hluta sem
segja töluvert um viðfangsefnin:
Kjærlighet, Hat, Barn, I menn-
eskeham og Nerver. Ástin er
söguefni sem Johan Borgen leitar
sí og æ til. Hann á ákaflega létt
með að skrifa, stíllinn er óþving-
aður og líkur mæltu máli.
Meðal bóka Borgens sem margir
halda upp á eru endurminningarn-
ar Barndomens rike. (1972).
Nokkra sérstöðu hefur Jeg (1959),
en í henni gætir tilrauna í formi
og leitin að einhverju varanlegu
setur svip sinn á bókina. Þessi bók
sannar að Johan Borgen var það
hugleikið að koma til móts við
nýja strauma í bókmenntum þótt
hann væri í raun dæmigerður
sagnamaður í hefðbundnum frá-
sagnarstíl.
Den store havfrue (1973) sýnir
kannski betur en mörg önnur verk
Johans Borgen glettni hans og
markvissan húmor. Bókin hefst á
samtali sem túlka má að fari fram
á milli rithöfundar og söguefnis,
skáldskapar og veruleika:
— Sá, gamle venn, skal vi
skrive en historie.
— Hva slags historie?
— Náná, det vet man aldri. Noe
fra virkeligheten.
— Noe trist altsá.
— Nei, hvorfor det?
— Virkeligheten er trist.
Niðurstaða þessa samtals leiðir
hugann að smásögunni Morgen pá
Montparnesse sem birtist í safn-
inu Trær alene í skogen (1969). í
þeirri sögu dregur Johan Borgen
upp litríka Parísarmynd af dapur-
legu lífi elskenda. En einmitt
þegar gleðin er allsráðandi, ham-
ingjan fullkomin bindur umferð-
arslys endi á allt saman.
Hinn dapri veruleiki kemur í
heimsókn og örvænting sest að.
Kveðið
í bjargi
Tðnllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
Norrænu menningarvikunni lauk
með tónleikum helguðum Jóni Nor-
dal. Saga tónlistar á Islandi verður
ekki talin í mörgum árum hvað
snertir lærdóm á sviði tónskáldskap-
ar. Tónlistarskólinn var stofnaður
1930 og meðal fyrstu nemenda skól-
ans í tónfræði og tónsmíði var Jón
Nordal. Þeir sem áður höfðu fengist
við tónsmíði voru aðaliega sjálf-
menntaðir sönglagasmiðir, enda
hafði íslenskt samfélag tæplega
neina möguleika til að nýta aðra
tegund tónlistar en sönglög. Nú eru
tímarnir aðrir og íslendingar eiga
stóran hóp tónskálda, sem ekki
aðeins eru fluttir hér heima af
vaxandi hópi atvinnutónflytjenda,
heldur og erlendis. Eitt af einkenn-
um í íslenskum tónskáldskap er
togstreitan milli þjóðlegra hefða í
íslenskri alþýðutónlist og stílleit
þeirri, sem einkennt hefur þróun
tónlistar um allan heim. Þarna
standa andspænis gamlar hefðir á
íslandi, óunnið og óþjált efni og
háþróun margra alda í Evrópu,
alþýðutónlist án listræns markmiðs
og tónlistar hefði hert í eldi misk-
unnarlausrar þróunar, gagnrýni og
háleitra markmiða.
Þessa togstreitu má glöggt greina
í verkum Jóns Nordal. Hann hefur
sterka tilfinningu fyrir íslenska
þjóðlaginu og í stærri tónsmíðum
sínum leitar hann samspils við það
sem nýjast er í dag. Þrátt fyrir
sterkan nútíma ,í verkum Jóns,
Jón Nordal.
bregður þjóðlaginu fyrir og í nokkr-
um verkum hefur honum tekist að
sameina í eina listræna heild þjóð-
lagið og nútímann. Tónverk Jóns
sem flutt voru á þessum tónleikum
eru samin á 33 ára tímabili. Fyrst
léku Guðný Guðmundsdóttir og
Halldór Haraldsson Systurnar í
Garðshorni, en það verk samdi Jón
1945. Þar mátti heyra þjóðlagið
unnið samkvæmt hefðbundnum
venjum og fer ekki milli mála að
þarna er á ferðinni tónskáld.
Átta árum síðar semur Jón Sjö lög
við miðaldakvæði, fyrir karlakór.
Flutningur þessara verka vakti
mikla eftirtekt og þarna fær þjóð-
lagið mjög nýtískulega meðferð. Það
er ef til vill ekki svo mikið sagt með
því að staðhæfa, að Sjö lög við
miðaldakvæði sé bezta verk íslenskt,
samið fyrir karlakór.
Conserto Lirico er samið 1975 og á
þeim 22 árum frá því að lögin við
miðaldakvæðin voru samin, hefur
Jón skilað til hlustenda mörgum
stórum og ágætum verkum. Það sem
einkennir Conserto Lirico og kórlög-
in frá síðasta ári, sem Hamrahlíð-
arkórinn flutti mjög glæsilega, er
hægferðugt og þétt hljómferli, þar
sem blæbreytingar mynda fram-
vindu verksins að miklu leyti. Það,
sem er sérkennilegast við þetta
stíltímabil hjá Jóni er að ýmis
myndform þjóðlagsins koma mjög
sterk fram, eins og t.d. í síðasta
laginu, Kveðið í bjargi, sem er mjög
sterkt og „inspírerað". Þar er
nýtískuleikinn ekki markmið og
hverfur saman við sterka framvindu
verksins.
Flutningur verkanna var á köflum
mjög góður, en að honum stóðu auk
fyrrgreindra Karlakórinn Fóstbræð-
ur, undir stjórn Ragnars Björnsson-
ar, Kammersveit Reykjavíkur, undir
stjórn Páls P. Pálssonar, og Hamra-
hlíðarkórinn, undir stjórn Þorgerðar
Ingólfsdóttur.