Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.10.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÖKTÓBER 1979 + GUÐRÍÐUR JÓNSDÓTTIR fyrrv. hjúkrurtarkona andaöist þriöjudaginn 16. október í Elli- og hjúkrunarheimillnu Grund. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 23. þ. mán. kl. 10.30 f.h. Vandamenn. + Móöir mín, tengdamóöir og amma GUÐLAUG M. BJARNADÓTTIR, Barónatíg 18, lést í Landspítalanum 11. október. Jarðarförin hefur fariö fram í kyrrþey samkvæmt ósk hinnar látnu. Þökkum auösýnda samúö. Hólmfríður Síguröardóttir, Gunnar Einaraaon og barnabörn. + VILBORG JÓNASDÓTTIR Hagamel 53 veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 22. okt. kl. 3 e.h. Guömundur P. Guömundsson, Guörún Gestsdóttir. + Dóttir okkar og systir BRIMRÚN verður jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 22. október kl. 10.30 f.h. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Kristjana Kristjáns. + ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR frá Ekru, Efatasundi 43, Raykjavík verður jarösungin frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 23. október kl. 13.30. Systkinin. + Móöir okkar GUÐRÚN EINARSDÓTTIR Sundlaugarvegi 12, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 23. októþer kl. 3. Sigriöur Kristinsdóttir Margrét Jackson. + Við þökkum innilega öllum þeim sem hafa veitt okkur styrk og samúö viö fráfall og útför SNORRAJÓNSSONAR bifreiöastjóra Holtageröi 6 Kær kveöa til ykkar allra. Guörún Ingvarsdóttir og börn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö fráfall efginmanns míns, KRISTINS ÁRNASONAR, Blönduhlíö 8, Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild 4A, á Landspítalanum. Guö blessi ykkur öll. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Louisa Eiríksdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og jarðarför eiginmanns míns SIGURÐAR I. GUÐMUNDSSONAR, Birkimel 10A Guðleif S. Guömundsdóttir. Þorgrímur Vilbergsson Stöðvarfírði — Mmning Þorgrímur Vilbergsson, útvegs- bóndi að Sætúni í Stöðvarfirði, lést með sviplegum hætti í fiski- róðri 15. október síðastliðinn, 72 ára að aldri. Hann hafði róið um morguninn í blíðskaparveðri á lítilli trillu, er hann átti og lagt línu í mynni Stöðvarfjarðar. Um hádegisbilið varð systursyni hans ljóst að eitthvað hlaut að hafa farið úr- skeiðis, þar sem ekkert lífsmark sást á bátnum, þegar hann virti hann fyrir sér í sjónauka. Var þá farið í skyndingu út að trillunni og var þá Þorgrímur örendur. Hafði hann orðið bráðkvaddur við drátt á línunni. Hér hafði ein af hetjum hversdagsins fallið í valinn undir vopnum á vígvelli friðsællar lífsbaráttu. Miklu og gifturíku ævistarfi var lokið með svo eftir- minnilegum hætti, að fágætt má telja. Þorgrímur var fæddur að Eiríksstöðum á Fossárdal 29. sept- ember 1907. Hann var næstelstur af 10 börnum hjónanna Ragnheið- ar Þorgrímsdóttur og Vilbergs Magnússonar. Tveggja ára að aldri fluttist hann með foreldrum sínum að Hvalnesi í Stöðvarfirði og í þeirri sveit ól hann allan aldur sinn upp frá því. Foreldrar Þorgríms voru bláfátæk, enda hlóðst skjótt á þau ómegð mikil. Var því snemma þörf fyrir hjálp sveinsins unga við að framfleyta heimilinu. Hann varð líka ungur að árum duglegur og verksígjarn en það bar þó frá, hvað hann var fimur með byssu og mun hann þegar á barnsaldri hafa bægt skorti frá heimili sínu með þeim feng, sem hann dró í bú. Ekki var Þorgrímur nema seytj- án ára, er hann hóf sjósókn, það starf er jafnan mun verða talið hans aðalævistarf. Hann gerðist þá háseti hjá hinum fengsæla formanni Sólmundi Sigurðssyni að Laufási í Stöðvarfirði. Þar var hann í nokkur ár, en aðeins að sumrinu og vann á búi föður síns á vetrum. Þegar Þorgrímur var rúmlega tvítugur að aldri, keyptu þeir feðgar færeyskan bát, sem þeir kölluðu Óskar. Gerðist Þorgrímur formaður á honum og hófst þar með formannsferill hans, sem stóð í meira en hálfa öld. Hásetar Þorgríms voru tveir ungir bræður hans, Þórarinn og Kjartan. Bátur- inn var gerður út úr Hvalneshöfn, sem er sunnan megin fjarðarins. Þar er fádæma erfitt útræði, vegna þess hvað þar er brimasamt og vegna örðugrar aðstöðu af öðru tagi. En þeir bræður reyndust ötulir í hvívetna og dugmiklir sjósóknarar og jafnan fengsælir. Árið 1944 byggði Þorgrímur hús í Kirkjubólsþorpi og kallaði Sæ- tún. Þangað fluttist hann með foreldrum sínum og þeim systkin- um, sem enn voru heima. Eftir lát foreldra sinna bjó hann í Sætúni til dánardægurs með Halldóru systur sinni. Fyrstu árin í þorpinu reri hann Óskari, en eignaðist tvo aðra báta með sama nafni. Svo var það árið 1950, að Þorgrímur lét smíða sér bát, sem hann kallaði Val. Það var opinn vélbátur, tæp 4 tonn að stærð. Þennan bát átti hann alla tíð síðan, en lét auðvitað gera hann upp og setti í hann nýja vél fyrir nokkrum árum. Á þessum bát lifði Þorgrímur blómaskeið sjómennsku sinnar. Hann var harðsækinn sjómaður og æðrulaus, en jafnframt afburða glöggur og gætinn. Fiskimaður var hann frábær og svo miða- glöggur að til afburða má telja. Út af Stöðvarfirði eru straumrastir stríðar, boðar margir og víða hættulegar grynningar. Það er því ekki heiglum hent að taka þar land í misjöfnum veðrum og blindþoku. í þessum efnum var Þorgrímur hreinn sérfræðingur. Hann þekkti út í æsar allt svæðið út af firðinum sínum: botninn, sjólagið og straumfarið. Ég segi hér stutta sögu, sem sannar þetta. Sumarið 1972 var ég eitt sinn á sjó úti í Brún, sem er þekkt mið úti af Stöðvarfirði. Svartaþoka var á og suðaustan drungaveður með all- miklum sjó. Sé ég þá að út úr þokunni kemur bátur og þekki ég brátt að það er Valur. Hann heldur í norðaustur. Þóttist ég sjá, að Þorgrímur hugðist fara að leita lands. Hélt ég þegar í humátt á eftir honum. Hann heldur 45 mínútur í norðaustur. Þá snýr + Hjartans þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og jaröarför systur okkar ÁSTU ÞORSTEINSDÓTTUR Klafastööum Sérstaklega þökkum viö sveitungum okkar og öörum þeim sem veittu okkur ómetanlega aöstoö. Guömundur Þorsteinsson Krístmundur Þorsteinsson. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö fráfall og útför eiginmanns, fööur, tengdafööur, stjúpfööur og afa, HJÖRLEIFS GUÐBRANDSSONAR, bónda, Grettisgötu 20 A Ágústa Hallmundsdóttir, Guómundur Hjörleifsson, Margrét E. Hjörleifsdóttir, Bernharö Guönason, Jónfna Þorkelsdóttir, Steingrímur Þorkelsson og barnabörn. + Hugheilar þakkir sendum viö öllum þeim, er sýndu okkur hlýhug og samúö viö andlát og jaröarför, GUÐBRANDAR BENEDIKTSSONAR, frá Broddanesi, Ingunn Þorsteinsdóttir, Matthildur Guöbrandsdóttir, Benedikt Þorvaldsson, Sigurbjörg Guöbrandsdóttir Börresen, Boge Börresen, Ingunn Guöbrandsdóttir, Björn Guöbrandsson, Þorsteinn Guöbrandsson, Benedikt Guöbrandsson, Siguröur Guöbrandsson, Sigríöur Guóbrandsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Fjóla Guðmundsdóttir, Ingibjörg Skúladóttir, Kristín Siguróardóttir, Laufey Eysteinsdóttir, Eínar Eysteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. hann í norður og heldur þannig í 15-20 mínútur. Síðan snýr hann í norðvestur og eftir 20 mínútur sér í Landatanga beint framundan. Þó að Þorgrímur hefði haft radar, þá hefði hann ekki getað farið réttari leið til að forðast hættulegustu grynnslin út af Stöðvarfirði. Þetta kalla ég snilligáfu. Ég hafði orð á því við hann nokkrum dögum síðar að mig hefði undrað ratvísi hans. Hann brosti yfirlætislaust og það hummaði eitthvað í honum. Auðsjáanlega fannst honum ástæðulaust að hafa orð á þessu smáræði. Ekki hef ég minnstu hugmynd um, hver ógrynni af sjávarafla Þorgrímur hefur flutt að landi á meira en hálfrar aldar smómanns- ferli sínum, en hitt er ég handviss um að í því efni á hann algert met í Stöðvarfirði. Veturinn 1932-33 var ég kennari í Stöðvarfirði. Dvaldi ég þá einn mánuð á heimili Þorgríms á Hvalnesi. Þá fyrst kynntist ég honum og lærði að meta hann. Hann var ákaflega góðlyndur og jafnlyndur á heimili en þó glaður jafnan. Við spiluðum allmikið saman þarna í fásinninu og hafði ég af því mikla skemmtun. Þessi stuttu kynni urðu til þess að mér var jafnan hlýtt til hans, þó að síðar meir fyrntist smám saman yfir kunningsskap okkar, þegar ég fluttist burt og fundum fækkaði. En ekki þarf að orðlengja það að síðar kom í ljós hvað Þorgrímur var fágætur persónuleiki. Með honumr fallinn í valinn síðasti fulltrúi þeirrar dugmiklu sjó- mannastéttar sem óx úr grasi á Stöðvarfirði í æsku minni. Að vísu eru nokkrir af henni á lífi, en ýmist fluttir burtu eða löngu hættir sjómennsku. Þarna var valinn maður í hverju rúmi og í þeim hópi skipaði Þorgrímur virðulegt sæti. Það er skarð fyrir skildi, þegar svona maður kveður. Fjörðurinn litli á austurströnd íslands er fátækari eftir. Grímsa — eins og hann oft var kallaður — er sárt saknað af mörgum og þó vafalaust mest af þeim er stóðu honum næst. Hann var kannski stundum stuttur í spuna og munn- ur hans flaut ekki í gælum, en hjartað var gott sem undir sló. Ég sendi hans nánustu innilegar sam úðarkveðjur. Björn Jónsson. Vinur minn Þorgrímur Vil- bergsson, Sætúni, Stöðvarfirði andaðist af hjartaslagi í fiskiróðri 15. október, 72 ára að aldri. Frá barnæsku átti Þorgrímur lengst heima á Hvalnesi í Stöð- varfirði og jafnan kenndur við þann bæ. En rúmlega fertugur flutti hann ásamt fjölskyldu sinni yfir fjörðinn í kauptúnið á Stöðv- arfirði og byggði sér þar húsið Sætún, sem var síðan heimili hans til loka. Á uppvaxtarárum Þorgríms á Hvalnesi var lífsbaráttan mjög hörð eignalitlum og barnmörgum fjölskyldum. Bústofninn var fram- an af árum mjög lítill hjá fjöl- skyldunni á Hvalnesi — og byggja varð afkomuna mjög á sjósókn á sumrin, en aðstaða til sjósóknar mjög erfið vegna slæmra hafnar- skilyrða. LEGSTEINAR S. HELGASON H/F, STEINSMIÐJA, SKEMMUVEGI 48, KÓPAVOGI, SÍMI 76677.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.